Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1997, Page 13
LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAF
Ityiðsljós 13
**★
Lítil bandarísk stúlka fannst myrt í kjallaranum heima hjá sár:
Fegurðardís og fyrirsæta
Lif litlu JonBenét Ramsey var
nánast óeðlilega heillcindi þar til
morðingi batt enda á það á grimmi-
legan hátt á jólunum. JonBenét,
sem var sex ára lítil fegurðardís
sem nýlega var valin jólastúlkan I
heimabæ sínum, fannst myrt í kjall-
JHgtt
JonBonét heföi átt bjarta framtíö
fyrir sér.
aranum heima hjá sér. Límt var fyr-
ir vit hennar og snæri bundið um
háls hennar. Morðiö vakti hrylling
hjá fólki um gervöll Bandarikin.
Eina fólkið sem vitað er um í hús-
inú þessa nótt var hálfbróðir Jon-
Þaö er mat margra aö JonBonét
hafi veriö einum of mikiö máluö og
hún hafi veriö látin líta út fyrir aö
vera eldri en hún er.
Benét, 20 ára, foreldrar hennar og
bróðir hennar, Burke, 9 ára. Engin
merki sáust um innbrot. John
Ramsey fann lík dóttur sinnar.
Böndin bárust að einhverjum úr
fjölskyldunni en hjónin John og
Patsy báru af sér sakimar og létu
taka við sig viðtöl í fjölmiðlum.
í rannsókninni kom ffam að ein-
hver hafði hringt í Neyðarlínuna
frá heimili þeirra þremur dögum
fyrir morðið en viðkomandi lagði
síðan á. Bamfóstra JonBenét segist
treysta foreldrum hennar fyrir sín-
um eigin bömum og finnst óhugs-
andi að þau gætu framið slíkan
verknað. Ljósmyndari, sem tók
myndir af stúlkunni, segir að sam-
band hennar og móður hennar hafi
virst mjög gott og Patsy hafi þótt
innilega vænt um dóttur sína.
Það þykir þó ekki alveg eðlilegt
hvemig stúlkan var máduð og meik-
uð eins og fullorðin kona. Móðir
hennar virðist hafa lagt hart að sér
til þess að koma henni áfram í fyr-
irsætuheiminum. Hún leigði fyrir
hana einkaþjálfara til þess að kenna
henni að koma fram og var með
ljósmyndara á eigin vegum. Stúlkan
virðist hafa átt mjög gott samband
við alla en hún fékk óneitanlega
miklu meiri athygli heldur en bróð-
ir hennar, Burke. Ráðgátan um
morðið á JonBonét er ennþá óleyst
en fjölskyldan er harmi slegin.
Fjármálanámskeið Búnaðarbankans eru
fyiir alla aldurshópa - bókaðu þig núna!
Með því að skipuleggja fjármálin og láta skynsemina ráða er
hægt að ná miklum árangri í að lækka útgjöldin án þess að neita
sér um alla ánægjulega hluti.
Búnaðarbankinn mun standa fyrir röð af námskeiðum um
fjármál fyrir alla aldurshópa. Þátttakendur fá vandaðar
fjármálahandbækur sem hafa verið samdar sérstaklega fyrir
hvern aldurshóp.
HKiMIUlklKAN
Fjdrmdl heimilisins
Fjármál unya fólksins
NÁMSf
Fjármál heimilisins
Þar er fjallað um ýmis atriði sem tengj-
ast heimilisrekstri. Hvernig spara má í
útgjöldum, lánamöguleika, ávöxtunarleið-
ir, heimilisbókhald, áætlanagerð, skatta-
mál, húsnæðislán, kaup á íbúð o.fl.
Verð 2000 kr. (3000 kr. fyrir hjón).
Ath! Félagar í Heimilislínu borga 1500 kr.
(2500 kr. fyrir hjón). Innifalin er veg-
leg fjármálahandbók og veitingar.
Næstu námskeið:
Fjármál unga fólksins
Nýtt námskeiö sem er sérstaklega
ætlað fólki á aldrinum 16 - 26 ára.
Tekið er á flestum þáttum fjármála
sem geta komið upp hjá ungu fólki í
námi og starfi.
Verð 1000 kr. Innifalin er
Fjármálahandbók fyrir ungt fólk og
veitingar.
Fjármál unglinga
Fjármálanámskeiðið er fyrir unglinga á
aldrinum 12 -15 ára. Þar er leiðbeint
um hvernig hægt er að láta peningana
endast betur, hvað hlutirnir kosta og
ýmislegt varðandi fjármál sem ungling-
ar hafa áhuga á að vita.
Ath! Ekkert þátttökugjald. Veitingar.
Fjármál heimilisins miðvikudaginn 19. febrúar kl. 18 - 22
þriðjudaginn 25. febrúar kl. 18 - 22
miðvikudaginn 26. febrúar kl. 18 - 22
Fjármál unga fólksins miðvikudaginn 12. febrúar kl. 18 - 22
fimmtudaginn 20. febrúar kl. 18 - 22
Fjármál unglinga þriðjudaginn 18. febrúar kl. 15 -18
fimmtudaginn 27. febrúar kl. 15 -18
BÚNAÐARBANKINN
-traustur banki!
Nánari upplýsingar um námskeiðin og skráning eru í síma 525 6343.