Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1997, Side 28
28
helgarviðtalið
+
LAUGARDAGUR 8. FEBRUAR 1997
LAUGARDAGUR 8. FEBRUAR 1997
&lgarviðtalið
37
Þau urðu ástfangin á Litla-Hrauni þar sem hann var fangi en hún fangavörður, og eiga von á barni sem varð til á bak við rimlana:
Við titruðum bæði eftir fyrsta kossinn
„Þegar ég leit í augu hennar í
fyrsta sinn vissi ég að við höfðum
þekkst áður. Þetta var ást sem ekk-
ert gat stöðvað," segir Öm Grímsson
sem sat inni á Litla-Hrauni þegar
hann kynntist Lovísu Einarsdóttur
sem starfaði þá í þvottahúsinu á
Hrauninu.
Ástin spyr ekki að staðsetningu og
hefur greinilega engin landamæri.
Forboðin ást er oft spennandi, eins
og sannast best hjá Lovísu og Emi
sem þurftu að fela ást sína fyrir
fangavörðunum þar sem hann var
fangi en hún staifsmaður. Erfiðlega
gekk fyrir þau að þróa samband sitt
og andstaða gegn því var mikil í
fangelsinu. Fangaverðir gerðu hvað
þeir gátu til þess að stía þeim í sund-
ur en allt kom fyrir ekki. Ást þeirra
var of sterk og þau hittust hvar sem
þau gátu og notuðu hverja stund vel.
Þau voru ítrekað yfirheyrð af fanga-
vörðum um hvort þau ættu í ástar-
sambandi en neituðu stöðugt og
sögðust vera vinir. Lovísa varð
barnshafandi á meðan Örn sat inni
og þau eiga von á barni eftir mánuð.
Lovísa lét á endanum undan þrýst-
ingi samstarfsfólks og hætti starfi
sínu á Litla- Hrauni þar sem sam-
band þeirra þótti ekki viðeigandi.
Sá hana í þvottahúsinu
„Ég sá hana í þvottahúsinu og
byrjaði að koma við hjá henni þegar
ég var á leiðinni i skólann. Ég nýtti
tímann til þess á meðan ég sat inni.
Við höfðum sameiginlegan áhuga á
hestum og gátum talað um það
tímunum saman. Þeir sem litu eitt-
hvað í kringum sig gátu séð að við
vorum að draga okkur saman. Fólk
sá þessar breytingar sem urðu á
okkur því við urðum strax yfir okk-
ur ástfangin og sendum frá okkur
geisla ástarinnar," segir Öm.
Bæði Lovísa og Örn stóðu í skiln-
aði þegar þau hittust og voru óham-
ingjusöm vegna þess. Hann á fjögur
böm en hún á von á sínu fyrsta. Þau
hafa hugsað sér að ganga í það heil-
aga einhvern timann í framtíðinni.
Samband þeirra þróaðist þegar
hann kom með þvottinn sinn í
þvottahúsið til hennar einu sinni i
viku. Öm segist strax hafa vitað að
Lovísa var sú eina rétta fyrir hann
og hann fór að koma við hjá henni á
hverjum degi eftir því sem ást hans
til hennar jókst.
Fyrsti kossinn
„Fyrsti kossinn var 27. febrúar á
síðasta ári og við titruðum bæði. Ég
skaust inn til hennar í þvottahúsið
og kyssti hana og fór strax út aftur
því ég mátti auðvitað ekki sjást
þarna,“ segir Örn og lítur í dagbók-
ina sína þar sem hann hafði skráð
kossinn. Þau brosa innilega hvort til
annars þegar þau ritja upp þennan
tíma.
„Ég stóð þarna eftir í þvottahús-
inu og skaif og titraði og var langan
tíma að jafna mig. Hann stökk út aft-
ur og ég var alveg ringluð á eftir,“
segir Lovísa.
Fljótlega eftir þetta fóru bréfin að
streyma til Lovísu og Örn fór að
mála handa henni myndir. Hann er
liðtækur málari og sýndi blaða-
manni og ljósmyndara fyrstu mynd-
ina sem hann málaði fyrir sína
heittelskuðu. Á myndinni er auga og
inni i því er hjarta. Lovísa vildi vita
hvað myndin táknaði en hann sagði
henni að þetta væri augað í henni og
hjartað táknaði eymalokk sem hún
hafði verið með. Hann meinti auð-
vitað að hann væri orðinn ástfang-
inn af henni og vissi strax að honum
var alvara með samband þeirra.
„Örn sagði mér frá því að hann
málaði stundum og bauðst til þess að
mála mynd af uppáhaldshestinum
mínum og ég var forvit-
in að vita hvernig
hann málaði. Þá
kom hann með
myndina af
auganu til
mín og gaf
mér
hana,“
segir
Lovisa.
Sam-
band
þeirra
hafði mjög góð
áhrif á Öm.
Hann stóð
sig betur
í vinn-
unni, var til
dæmis
alltaf
fyrstur
til þess
að
mæta.
Það
hafði
engin
áhrif á
Lovísu
að hann
var fangi
og henni
þótti það ekkert til-
tökumál. Hún lagði sig fram
um að kynnast manninum
en ekki fanganum Erni.
Fullkomið traust og ást
skín úr andlitum þeirra
þegar þau horfa hvort á
annað og virðist samband
þeirra hið besta.
sem unnu með þeim þóttust ekkert
hafa séð en Örn hafði samið við þá
um að það sem gerðist í þvottahús-
inu færi ekki lengra og það stóðst.
Að sögn þeirra reyndu fangaverðirn-
ir ítrekað að koma að þeim þegar
þau vora í innilegum samræðum.
Að sögn Lovísu var hún ítrekað
tekin fyrir vegna þess að hún sást of
oft á tali við Örn. Ekki þótti æskilegt
að starfsfólk hefði of mikið samband
við fangana og tæki upp hanskann
fyrir þá. Öm var einnig yfirheyrður
um það hvemig sambandi þeirra
væri háttað. Hann segir að yfirstjórn
fangelsismála og
fangaverð-
urland lokað í fjóra daga þannig að
enginn fanganna á deild Arnar gat
hringt neitt. Hinir fangarnir voru að
vonum ekki mjög ánægðir með það
og kvörtuðu við fangaverðina því
þetta kom niður á þeim.
„Fangaverðirnir töluðu aldrei
beint um það við mig
að þetta væri
gert til þess að
við gætum
ekki talað
anna fengu að heimsækja þá á laug-
ardögum. Ekki kom þó til greina að
Lovísa heimsækti Örn á laugardög-
um því það þorðu þau ekki að hætta
á.
„Mér var jafnvel boðin aðstoð til þess aö losna við hann ef hann væri erfiöur og
uppáþrengjandi," segir Lovísa sem stendur í dyrum hesthússins og heldur um
tilvonandi erfingja sinn.
„Við
fórum til
miðils saman eft-
ir að ég losnaði út
og hann staðfesti það sem ég vissi
áður að örlögin hefðu ætlað okkur
að hittast þarna. Það var út af ein-
hverju sem ég villtist af leið í lífinu
og var staddur þarna," segir Örn.
Lovísa trúir því einnig að þeim
hafi verið ætlað að hittast. Hún byrj-
aði að starfa í afleysingum á Hraun-
inu en ílentist þar þangað til síðast-
liðið sumar. Lovisa segist ekki hafa
sama næmleika og Örn en hún hafi
samt stundum fundið fyrir nærveru
hans þegar hún var ein og segir sam-
band þeirra mjög sérstakt. Til þess
að auðvelda þeim að vera saman bað
Öm um að fá vinnu í þvottahúsinu
til þess að geta sem mest verið ná-
lægt Lovísu.
Yfirheyrslur
um sambandið
í fyrsta sinn sem verðina grunaði
eitthvað var Lovísa að hengja upp
þvott í þvottahúsinu og Örn rétti
henni þvottinn úr balanum. Þá stóðu
þau gmnsamlega nálægt hvort öðru
þegar vörðurinn kom inn. Fangarnir
Orn og Lovísa fyrir utan hesthúsið með
an útreiöartúr.
ir hafi ekki þolað að heyra sannleik-
ann og þar af leiðandi hafi þau sagst
vera vinir.
gæðingnum Goða á Eyrarbakka en Örn er á leiðinni í dagleg-
DV-myndir GVA
Símanum lokað
Allt var reynt til þess að þau
næðu ekki saman. Til dæmis var
símanum lokað til þess að þau gætu
ekki talað saman. Lokað var fyrir
númerið hjá Lovísu þannig að hún
gat ekki tekið við símtölum frá hon-
um. Þá brugðu þau á það ráð að Örn
hringdi til hennar og hringingin
heyrðist örlítið en þá gat hún hlaup-
ið í hús bróður síns og hann hringdi
síðan þangað.
Þá var símasambandi við allt Suð-
símann. Mér var samt sagt að ef við
ættum í ástarsambandi væri það
ólíðandi en ég veit ekki til þess að til
séu neinar skráðar reglur um slíkt,“
segir Lovísa.
Þá var ákveðið að loka línunni til
Eyrarbakka í talsverðan tíma. Á
endanum tengdi faðir Arnar símann
sinn til Lovísu og Öm gat hringt í
hans númer. Verðimir komust einn-
ig að því en þeir höfðu ekki vald til
þess að loka símanum hjá foður Am-
ar. Þá endaði með að síminn hjá Lo-
vísu var opnaður.
Símamálin vora aldrei rædd við
Lovísu og Örn og þau vita ekki hvort
fangaverðir höfðu leyfi til þess að
gera þetta. Kærustur hinna fang-
Þau
urðu að
halda
sig við
söguna
um að þau
væru ein-
ungis vinir.
Þau höfðu
samt sem
áður meiri
tíma saman
heldm: en
hinir fang-
amir með sínum kærustum.
Færður úr þvottahúsinu
„Heil vika er ofsalega lengi að líða
ef maður getur ekki talað í símann
við elskuna sína. Ég var siðan færð-
ur úr þvottahúsinu og settur í að
framleiða bílnúmer. Ég gat samt
haldið áfram að tala við hana og
koma við hjá henni og kela við hana
þar sem ég vann í húsinu við hliðina
á henni,“ segir Örn.
„Við höfðum tækifæri til þess að
tala saman í útivistinni þar sem ég
vann yfirleitt þar en síðar var okkur
bannað að gera það. Ég var spurð að
því hvort ég ætti í einhverjum vand-
ræðum með hann. Mér var jafnvel
boðin aðstoð til þess að losna við
hann ef hann væri erfiður og uppá-
þrengjandi," segir Lovísa.
Örn segist hafa notað tímann í
fangelsinu til þess að byggja sig upp
andlega og líkamlega. Hann hljóp og
lyfti lóðum og nýtti útivistartímann
til hins ýtrasta einnig til þess að geta
eytt sem mestum tíma með Lovísu.
„Fólk sá þegar við gengum saman
um garðinn hversu heit ást okkar er.
Hún umlukti okkur. Við þurftum
ekki að snertast til þess að það sæist.
Augun tala sínu máli, það er áreiðan-
legt. Ég gleymdi öllu hinu vonda og
ástæðunni fyrir því að ég sat inni og
var í mínum eigin heimi," segir Öm.
Næstum gripin á kló-
settinu
„Einu sinni vorum við bæði inni á
klósetti þegar einn fangavarðanna
skaut upp kollinum. Þá spurðu þeir
hvar Lovísa væri og var þá sagt að
hún væri á klósettinu. Þá grunaði
greinilega eitthvað því þeir spurðu
hvar ég væri. Þá var þeim sagt að ég
hefði þurft að skreppa eitthvað út.
Þeir létu það svar duga en við hímd-
um inni á klósetti þar til þeir voru
farnir en vinnufélagi okkar fór alveg
í kerfi,“ segir Öm.
Lovísa hættir í vinnunni
Lovísa tók við starfi fangavarðar
síðar á árinu í fyrra en þá hafði starf
hennar breyst og fangamir komnir
til starfa í þvottahúsinu og víðar.
Þar kom að þrýstingurinn var
óbærilegur og henni var ekki vært í
vinnunni.
„Ég lét undan þrýstingnum og
hætti því það var alltaf
verið að spyrja
mig og
reyna
að fá
mig til
þess að
segja að
við vær-
um saman
en ég sagði
alltaf að við
værum góð-
ir vinir. Það
leyfist greini-
lega ekki að
kvenkyns-
fangaverðir
vingist við fang-
ana en það hefði
þótt í lagi ef karl-
kynsverðir væru vinir þeirra,
Lovisa.
Örn segir að samskipti fanga og
fangavarða á Hrauninu hafi breyst
talsvert eftir að nýja álman var tek-
in í notkun. Nú fari samskiptin mik-
ið fram í tölvuskjá og hátalara og
eru miklu ópersónulegri og lokaðri
en áður. Þetta telur hann ekki til
bóta.
Fordómaleysi foreldra
Foreldrar Lovísu unnu einnig á
Hrauninu en þeir vissu ekki af sam-
bandi þeirra fyrr en eftir að Öm
losnaði. Þá reyndu þeir ekki að
standa í vegi fyrir þeim ástföngnu
þrátt fyrir að hann væri dæmdur
fangi. Þeir sáu að hann var búinn að
snúa við blaðinu og líkaði ágætlega
við hann. Þvílíkt fordómaleysi er
áreiðanlega einsdæmi en þeir kynnt-
ust manninum eins og hann er. Örn
lagði sig fram um að lækna móður
Lovísu af vöðvabólgu sem hafði
hrjáð hana lengi. Með hans hjálp
varð hún betri en hún hafði nokkm
sinni orðið áður.
„Foreldrar hennar eru svo indælir
að þeir sýndu enga fordóma. Ég
kveið samt mest fyrir því að hitta
þá. Mamma hennar hafði meira sam-
band við okkur þar sem hún kom
stundum í þvottahúsið og þekkti mig
betur. Ég hjálpaði mömmu hennar
mikið en ég hef í mér læknishæfi-
leika. Ég get sent frá mér orku og
manneskjan sem ég ætla að hjálpa
finnur hita. Pabbi hennar er svo ró-
legur að þetta fékk ekkert á hann,“
segir Öm.
Lovísa og Öm hafa ekki beint orð-
ið vör við neina fordóma vegna sam-
bands þeirra á Eyrarbakka eftir að
Örn kom út. Þau segja að það gangi
vel að aðlagast og fólk sé farið að
taka honum vel. Allir vita að hann
hefur verið fangi á Hrauninu og
sumir krakkanna vom hræddir við
hann til að byrja með. Það hefur lag-
ast þegar þeir sjá að hann er mein-
laus og stendur sig vel í hinu nýja
lífi sínu. Lovísa og Öm þekkja flesta
í þorpinu og margir fangavarðanna
búa þar einnig. Örn segist alltaf hafa
verið kurteis og komið vel fram við
fangaverðina og þess vegna hafi
hann ekki fengið þá upp á móti sér,
þótt sumir þeirra hafi verið andvíg-
ir samdrætti Lovísu og hans.
Fyrirmyndarfangi
Örn var fyrirmyndarfangi og hegð-
aði sér í alla stað mjög vel, að eigin
sögn og Lovísu, þannig að ekki þurftu
hinir fangaverðirnir að óttast að
henni stæði nein ógn af honum. Sem
dæmi um hversu vel fangaverðir
treystu Emi fékk hann fylgd-
arlaust frí til þess að
fylgja ömmu
Astarspilið í Tarrot, sem á að tákna Orn og Lovísu, sem Órn teiknaði.
' segir
smni
til grafar. Ann-
að var uppi á teningnum
þegar dóttir hans fermdist. Þá
hafði hann fengið leyfi en fangelsis-
málastjóri affurkallaði
það á síðustu stundu.
Lovísa reyndi að beita
sér fyrir því að hann
fengi fri en það mæltist
ekki vel fyrir hjá
starfsmönnum stofnun-
arinnar.
„Þegar ég var tekin
fyrir enn einu sinni
fyrir að reyna að að-
stoða Örn var þetta
ástand farið að taka
mjög mikið á mig. Mér
leið ekki vel þama og
fannst allra augu hvíla
á mér,“ segir Lovísa.
Framtíðin í
spilunum
Örn hefur dundað
sér við að spá í Tarrot-
spil í nokkur ár. Hann
segist hafa séð fyrir
mikla breytingu á lífi
sinu. Fangamir höfðu
mjög gaman af því að
láta hann spá fyrir sér
og einnig Lovísa. Lovísa segist
nokkram sinnum hafa dregið spil og
alltaf hafi sömu spilin komið upp en
þau spáðu henni miklum breyting-
um á lífi hennar. Örn stefnir að því
að rækta þessa hæfileika sína ásamt
öðrum dulrænum hæfileikum sem
hann telur sig hafa. Hann pælir mik-
ið í áru fólks og segist vera skyggn
og hafa læknishæfileika sem hann sé
rétt að byrja að nota. Hann segir að
ára Lovísu hafi verið mjög dauf þar
sem hún hafi verið mjög óhamingju-
söm fyrst eftir að þau hittust. Eftir
að ástin byrjaði að blómstra varð
áran fagurrauð sem táknar, að
sögn hans, að manneskjan sé
mjög hamingjusöm.
Björt framtíð
Örn lauk afplánun sinni í
lok júlí á síðasta ári. Vistin,
sem hefði verið erfið ef ástin hefði
ekki beðið hans handan rimlanna,
var auðveld og leið mjög fljótt. Örn
var feginn því að vera edrú og geta
farið aftur í skóla og lifna við. Vinir
hans gleðjast hans vegna en eru jafn-
framt mjög hissa á þvi að honum
skuli hafa tekist að halda sér frá
allri óreglu.
Hjónaleysin keyptu sér gamal-
dags hús á Eyrarbakka og hófu að
starfa hjá fyrirtækinu Alpan. Hann
vinnur yfirleitt á vöktum og stund-
ar þess á milli hestamennsku. Það
er sameiginlegt áhugamál þeirra og
þau eiga níu hesta. Örn tekur
einnig að sér tamningar og þau lifa
í alla staði mjög heilbrigðu lífi.
Einnig eiga þau köttinn Lúlla og
hundinn Pjakk. Þeim gengur mjög
vel að fóta sig og fortíðin er að baki
en framtíðin brosir við þeim. Þau
hlakka mikið til þess þegar nýi fjöl-
skyldumeðlimurinn kemur í heim-
inn. Örn segir þau hafa snúið við
blaðinu bæði og séu mjög ham-
ingjusöm. Hann hefur náð sér út úr
óreglunni sem varð þess valdandi
að hann lenti inni en lítur bjart-
sýnn fram á við. Hann segist eiga
óhemjumikla orku eftir sem á að
nýtast honum og öðrum í eitthvað
gott. Lovísa mun aðstoða hann í því
starfi.
-em
Vistin, sem hefði verið erfiö ef ástin hefði ekki beðið hans handan rimlanna, var auðveld og leið
mjög fljótt. Örn er samt feginn að vera frjáls maður og iaus við óregluna.
t