Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1997, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1997, Qupperneq 35
3D>\ ^ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 -----------------------rv Hfeilsurækt « < 011 fötin orðin of stór á mig - skynsamleg markmið í byrjun og að festa í sessi breytta lífshætti „Mér gengur stórvel. Á miövikudaginn var ég kominn niður í 121,6 og vant- ar þá ekki nema 1600 g upp á að ná tak- markinu fyrir 1. mars nk. Ég er kominn á það stig að eiga engin fot, þau er öll orðin of stór,“ sagði Árni Sigurðsson, okkar maður í lífsháttabreyt- ingunni. Hér til hliðar sjáum við árangur og markmið Áma sett upp á myndrænan hátt. En hverju er það að þakka að hann hefur náð þessum góða ár- angri? - Hver er skoðun Áma á því núna, sex mánuðum eftir að hann hóf vinnuna við lífshátta- breytinguna 10. ágúst sl. og 35 kg þyngri en hann er nú? „Ég held að í byrjun hafi þörfin fyrir að snúa frá röngum lífshátt- um fleytt mér langt. Mér tókst einnig í byrjun að setja mér raun- hæf markmið og skipti þeim síðan niður i viðráðanlega hluta. Þannig var aðalmarkmiðið það að vera kominn niður í 99 kg 1. júlí nk. Það svarar til 5 kg á mánuði eða 1,5 kg á viku. Síðan setti ég mér að ná þessu með breyttum lífsháttum sem ég ætlaði að ná með því að breyta mataræðinu, mæta hvern dag í World Class og hreyfa mig eitthvað þar og síðan að léttast. Þetta tóildi ég aUt raunhæf mark- mið og sérfræðingar sögðu mér líka að ekki væri óraunhæft að ná því að losna við 1,5 kg að meðaltali á viku. Ég hef síðan sprett úr spori daglega í World Class og þannig brennt fitu og byggt upp vöðva, auk þess sem ég lyfti nú lóðum o.þ.h. síðustu vikurnar. Mataræðið var ekki alveg nógu gott hjá mér fyrstu mánuðina en eft- ir áramótin tók ég mér þar tak og ég sé ekki betur en það hafi strax skil- að mér betri árangri og betri líðan,“ sagði Ámi Sigurðsson. „Nú fæ ég mér eitt glas af Nupo let að morgninum, siðan er aðal- máltíð dagsins um hádegið og er einkum hýðishrisgrjón, fiskur og grænmeti.“ Síðan nærist ég aðeins á Nupo let það sem eftir er dagsins og fæ þannig þokkalega magafylli og er tryggur með öll nauðsynleg næringarefni og vítamín," sagði Árni. „Ég hef það á tilfinningunni að mér sé að takast að festa þessa nýju lífshætti í sessi og markmiðið er auðvitað að halda þeim áfram til frambúðar.“ Erla byggir upp og brennir fitu Hún sagöist hafa ákveðið fyrir löngu að taka sér tak og byrja i lík- amsrækt. Síðan var það átakið - Leið til betra lífs, sem nú stendur yfir á vegum DV, World Class og Bylgjunnar, sem varð til þess að Erla Friðgeirsdóttir byrjaði æfing- ar í World Class. Lesendur kannast sumir við Erlu en hún er með þætti á Bylgjunni á kvöldin og um helgar. Hún hefur ákveðið að láta ekki aðeins sitja við átakið heldur halda áfram ótrauð og æfir nú í það minnsta fjórum sinnum í viku. Við á Trimmsíðu DV ætlum að fylgjast með en byrjuðum á að ræða við þjálfara hennar í World Class, Sölva Fannar. „Erla gerir sér fulla grein fyrir því að um er að ræða að minnka hlutfall fitu í líkamanum. Þyngdin á þessu stigi er aukaatriði," sagði Sölvi. „Við erum sem sagt að byggja upp og brenna fitu. Jafnhliða því eykst vöðvamassinn og við það eykst bnm- inn, því aukin orka fer í að viðhalda þessum vöðvamassa. Siðan erum við að endurskoða mataræðið og breyta þvi eins og þörf er á. í byrjun einbeitum við Erla okkur að þvi að skapa jafnvægi í uppbyggingunni,“ sagði Sölvi að lok- um. DV ætlar að fylgjast með Erlu Friðgeirsdóttur næstu vikurnar. Við þykjumst vita að konur sem vilja hefja líkamsrækt og taka upp nýja lífshætti eigi ýmislegt sameig- inlegt með körlum en væntanlega annað sem ekki er þannig. En við fylgjumst með og óskum Erlu auð- vitað velfamaðar. i Þarna viö Skagfjörösskála í Langadal í Þórsmörk munu hlaupagarparnir Ijúka ferö sinni um „Laugaveginn" úr Landmannalaugum. Ekki er ólíklegt aö fyrstu menn veröi á u.þ.b. 6 klukkustundum og svo veröa vafalaust aörir sem taka sér allt aö hálfan sólarhring I feröina. Alþjóðlegt hlaup um „Laugaveginn" - hver verður fljótastur úr Landmannalaugum í Þórsmörk? Alþjóðlegt fjallaskokk verður haldið hér á landi 26. júlí nk. Hlaupið verður um „Laugaveg- inn“, eins og gönguleiðin úr Land- mannalaugum í Þórsmörk er oft kölluð. Flugleiðir verða aðal- styrktaraðili en framkvæmd verð- ur í höndum sömu aðila og sjá um Reykjavíkurmaraþonið og fleiri hlaup. Ágúst Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri sagði í viðtali við DV að úr Landmannalaugum í Þórsmörk væri 50,5 km mæld loft- lína en skokkleiðin sjálf vafalaust eitthvað rúmlega það. Þetta verð- ur alþjóðleg keppni eins og áður sagði og hafa Flugleiöir kynnt at- burðinn erlendis, auk þess sem eitthvað hefur verið sagt frá hon- um í erlendum hlaupablöðum. Ágúst sagðist þó ekki eiga von á mikilli þátttöku erlendis frá í Umsjón Ólafur Geirsson fyrsta skiptið. Hann sagðist þó þegar hafa orðið var við veruleg- an áhuga á hlaupinu, þó svo eng- inn leggi í rúmlega 50 km hlaup um hálendi íslands nema vera í þokkalegu líkamlegu formi. Takmark Jjjf 99 kg 12% fituhlutfall Takmark 5/2 '97 5/2 '97 21/1 97 10/1 97 121,6 kg 124.5 kg 26% fituhlutfall 128.5 kg 18/10 '96 irgi*a -í - < 139,0 kg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.