Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1997, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1997, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 55 Tilkynningar Borgfirðingafélagið r I Félagsvist og þorrablóti, sem átti að vera 8. febrúar, er frestað vegna ófærðar og slæms veðurút- lits til 22. febrúar. Skaftfellingafélagið í Reykjavík Félagsvist sunnudaginn 9. febr- úar kl. 14.00 í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178. Kvikmyndasýningar fyrir börn og unglinga í Norræna húsinu Marit er 8 ára stelpa í sumarfríi með fjölskyldu sinni. Hún er ný- búin að eignast systkini sem fær alla athyglina og þá fer hana að dreyma um að eignast hest. Sýn- ing myndarinnar hefst kl. 14.00 sunnudaginn 9. febrúar. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. MÍR, Vatnsstíg 10 Heimildarmyndin „Aðvörun um hættu“ verður sýnd í bíósal MÍR nk. sunnudag, 9. febrúar, kl. 16. Mynd þessi er gerð árið 1983 meðan „kalda stríðið" milli risa- veldanna og fylgiríkja þeirra stóð enn yfir. Skýringar á ensku eru með myndinni. Aðgangur er öll- um heimill og ókeypis. Söngsveitin Drangey Söngsveitin Drangey heldur sitt árlega Þorrakaffi í Drangey, Stakkahlíð 17, sunnudaginn 9. febrúar. Húsið verður opnað kl. 14.30. Eins og áður verður veislu- hlaðborð að skagfirskum sið og að sjálfsögðu mun söngsveitin taka lagið fyrir gesti undir stjórn Snæ- bjargar Snæbjarnardóttur. Einnig koma fram nokkrir nemendur Snæbjargar. Kínadagar Kínadagar ’97 vilja vekja at- hygli á málverkasýningu sem haldin verður í Perlunni dagana 7.-9. febrúar í tengslum við Kína- daga ’97. Sýningin verður opin alla helgina. Judy Lynn í Krossinum Sveitasöngkonan Judy Lynn verður í vikuheimsókn hjá Kross- inum í Kópavogi frá og með nk. sunnudegi. Hún hefur sungið inn á fjöldann allan af hljómplötum og var um skeið með skemmtidag- skrá í spilavítinu „The Golden Nugget” í Las Vegas. Fyrsta sam- koman með Judy Lynn verður í Krossinum, Hlíðarsmára 5 í Kópa- vogi, sunndudaginn 6. febrúar og allir eru hjartanlega velkomnir. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík Spiritisminn og kirkjan. Bræðrafélag Fríkirkjunnar í Reykjavík er með hádegisverðar- fund í dag, laugardaginn 8. febrú- ar, kl. 12 í safnaðarheimilinu að Laufásvegi 13. Gestur og ræðu- maður fundarins verður sr. Sig- urður Haukur Guðjónsson, prest- ur og fyrrum forseti Sálcirrann- sóknarfélagsins, og mun hann fjalla um spíritismann og kirkj- una. Léttur málsverður verður framreiddur á meðan á fundi stendur. Þátttökugjald er kr. 800 og eru gestir velkomnir. 711 hamingju með afmælið 9. febrúar 90 ára Asta J. Thorstensen, fyrrv. starfsmaður við inn- heimtudeild Pósts og síma, Hrafnistu í Reykjavík. 80 ára i ; Lára Guðmundsdóttir, | Skólabraut 3, Seltjarnarnesi. I ---------------------------- 75 ára Gunnar Finnbogason, Álftahólum 6, Reykjavík. Svanui' Ingi Kristjánsson, I Þórsgötu 12, Reykjavík. 60 ára Guðrún Ásta Bjömsdóttir, Hólagötu 47, Njarðvík. 50 ára ; Steinunn Guðjónsdóttir, Gröf, Skaftárhreppi. Atli Már Kristjánsson, j Hverfisgötu 102, Reykjavík. Dýrfinna Jónsdóttir, Engjavegi 69, Selfossi. Ingibjörg Sigurlaugsdóttir, Túngötu 20, ísafirði. Guðmundur Hjálmarsson, ; Útgarði 7, Egilsstöðum. 40 ára Jóhann Tómasson, Laugarnesvegi 70, Reykjavík. Guðbjörg Gísladóttir, Vesturgötu 141, Akranesi. Haukur Þór Hauksson, Bleikjukvísl 3, Reykjavík. Kristján Þ. Hallbjömsson, FeOsmúIa 13, Reykjavík. Valgerður Gestsdóttir, Mjósyndi, RangárvaUahreppi. Birgir Jens Eðvardsson, Fróðengi 14, Reykjavík. Kári Björgvin Agnarsson, Borgarhlíð 9 F, Akureyri. HaUdór Júlíusson, Suðurgötu 53, Hafnarflrði. Bjarni Benediktsson, Stuðlaseli 20, Reykjavík. Andlát Bjarni Magnússon, húsasmíða- meistari frá Tröð, lést í Sjúkrahúsi Bolungarvíkur að kvöldi 5. febrúar. Hróar Jóhönnuson, Álfaskeiði 30, lést miðvikudaginn 5. febrúar. Árný Sveinbjörg Þorgilsdóttir, Leifsgötu 24, Reykjavík, lést á Drop- laugarstöðum 6. febrúar. Jósef Fransson, Hjarðarholti 14, Akranesi, lést á heimili sínu 5. febrúar. Benedikt Sigfússon bóndi, Beinárgerði, VaUahreppi, andaðist á Landspítalanum fimmtudaginn 6. febrúar. Jarðarfarir Kristján Örn Magnússon, Hvolsvegi 28, HvolsveUi, verður jarðsunginn frá Stórólfshvolskirkju laugardaginn 8. febrúar kl. 14.00. Sætaferð verður klukkan 11.30 frá Bifreiðastöð íslands, Reykjavík. Guðmundur Einarsson frá Syðstu- Grund, Eyjafjöllum, Kirkju- vegi 41, Vestmannaeyjum, lést 2. febrúar. Útfórin fer fram frá Landa- kirkju laugardaginn 8. febrúar kl. 14.00. Haukur Ingibergsson Haukur Ingibergsson, forstöðumaður Hagsýslu ríkisins, Kársnesbraut 69, Kópavogi, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Haukur fæddist á Akureyri og ólst þar upp og í Þingeyjarsýslunni. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1967, BA-prófi i sagnfræði frá HÍ 1970, prófi í uppeldis- og kennslufræði frá HÍ 1970 og cand. mag.-prófi í sagnfræði frá HÍ 1973. Með námi stundaði Haukur bú- störf, íþróttaþjálfun, auglýsinga- gerð, var tónlistarmaður, plötusnúð- ur og hljómplötugagnrýnandi við Morgunblaðið. Haukur var kennari við Mýrar- húsaskóla á Seltjarnarnesi 1973-74, skólastjóri Samvinnuskólans 1974-81, fulltrúi á skrifstofu for- stjóra SÍS 1981-83, framkvæmda- stjóri Framsóknarflokksins 1983-86, rekstrarstjóri Ríkismats sjávaraf- Haukur Ingibergsson. urða 1986-87, fram- kvæmdastjóri Bifreiðaeft- irlits ríkisins 1987-88, deildarstjóri við Fjárlaga- og hagsýslustofnun frá 1989 og síðan forstöðu- maður Hagsýslu ríkisins. Haukur hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, einkum innan íþrótta- hreyfingarinnar, i Fram- sóknarflokknum og i Rot- aryhreyfingunni. Þá hef- ur hann setið í ýmsum nefndum og ráðum, m.a. á vegum ráðuneyta og Kópavogs- kaupstaðar. Fjölskylda Haukur kvæntist 23.3. 1988 Bimu G. Bjarnadóttur, f. 16.3. 1948, fram- kvæmdastjóra Heilsugæslustöðvar Kópavogs og bæjarfulltrúa i Kópa- vogi. Hún er dóttir Bjarna Tómas- sonar, f. 10.1. 1918, d. 4.3.1993, fram- kvæmdastjóra og útibússtjóra, og Ingibjargar Tómasdóttur, f. 12.2. 1920, læknafulltrúa. Börn Hauks frá fyrra hjónabandi með Margréti Guðjónsdóttur eru Bergþór Hauksson, f. 4.4.1970, eðlis- fræðingur, í sambúð með Sigríði Ól- afsdóttur kennara og eru börn þeirra Breki og Antonía; Þorgerður Hauksdóttir, f. 15.9.1971, hjúknmar- fræðingur, í sambúð með Gísla B. Úlfarssyni vélvirkja og er dóttir þeirra Berglind Björk; Guðjón Hauksson, f. 9.2. 1976, nemi við MK; Helga Hauksdóttir, f. 27.9. 1976, nemi við MH. Sonur Birnu og Hauks: Guð- mundur Óli Haukssön, f. 16.2. 1983, d. 30.9. 1992. Sonur Birnu er Bjarni Tómas Jónsson, f. 24.9. 1970, viðskiptafræð- ingur, kvæntur Rannveigu Guðleifs- dóttur lyfjafræðingi. Foreldrar Hauks: Ingiberg Jó- hannesson, f. 10.11. 1919, d. 16.4. 1991, iðnverkamaður á Akureyri, og Þorgerður Hauksdóttir, f. 3.10. 1920, kennari. Haukur og Birna taka á móti gest- um í Víkingasal Hótel Loftleiða á morgun kl. 17.00. Helgi Jósefsson Helgi Jósefsson Vápni, aðstoðar- skólastjórnandi, Tungusíðu 10, Ak- ureyri, varð fimmtugur í gær. Starfsferill Helgi fæddist í Reykjavík og ólst upp í Kópavogi frá fjögurra ára aldri. Hann lauk sveinsprófi í húsa- smíði frá Iðnskólanum í Reykjavík 1968, myndlistarkennaraprófi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1974, sérkennaraprófi frá KÍ 1989 og BA-prófi í sértækum námsörðug- leikum (lestrar- og skriftarhömlun) frá Óslóarháskóla, Institut for spes- ialpedagogik 1993. Helgi vann við trésmíðar á verk- stæði Jósefs og Jóns í Kópavogi 1963-66 og við húsasmíðar hjá Sveini Hannessyni húsasmíðameist- ara í Reykjavík 1966-69, vann á módelverkstæði Volvoverksmiðj- anna í Gautaborg 1969-70 og við Mælingaskrifstofu Meistarafélags húsasmiða sumarið 1974. Helgi hóf kennslu við Vopnafiarð- arskóla og kenndi þar 1974-89, við Hvammshlíðarskóla 1989-96, var skólastjóri Hvammshlíðarskóla 1993-94 og skólastjómandi fullorð- insfræðslu fatlaðra á Akureyri 1995. Helgi vann við meðferðarstofnun alkóhólista á Ribbingabekk Járlosa í Svíþjóð sumrin 1990 og 1991 og við Samhjálp hvítasunnumanna sumar- ið 1992, starfaði að safnaðar-, æsku- lýðs- og barnastarfi á vegum hvíta- sunnukirkjunnar á Vopnafirði 1974-89. Helgi sat í byggingarnefnd Vopnafiarðar 1978-85. Hann hefur haldið myndlistarsýningar á ýms- um stöðum á íslandi, einnig í Fær- eyjum, Svíþjóð, Noregi og Finn- landi. Helgi Jósefsson. 16.11. 1992, Sól- ey Ylja, f. 8.2. 1996, og Unnar Blær, f. 8.2. 1996; Sonja Dröfn, f. 1.5. 1975, verslun- armaður, en sambýlismað- ur hennar er Sigurður Magnússon og er sonur þeirra Gabríel Sólon, f. 3.12. 1995; Þórdís Ósk, f. 23.1. 1978, nem- andi á félagsfræðibraut við MA. Hálfsystkini Helga, samfeðra, em Hafsteinn, f. 21.11.1936, bifvélavirki, starfsmaður hjá Örvirkja í Reykja- vík; Þröstur, f. 17.12. 1940, verkam- aður í Reykjavík; Ingibjörg Erla, f. 21.5. 1939, húsmóðir í Kópavogi. Albræður Helga eru Gunnlaugur, f. 6.7. 1944, framkvæmdastjóri Fjar- hönnunar hf. í Reykjavík; Halldór, f. 23.6. 1949, d. 18.3. 1986; Gunnar, f. 6.4. 1953, verslunarmaður í Reykja- vík. Foreldrar Helga: Jósef Halldórs- son, f. 12.10 1917, húsasmíðameistari í Kópavogi, síðar skrifstofustjóri á mælingastofu Meistarafélags húsa- smiða í Reykjavík, og Dýrfinna Helgadóttir, f. 4.10.1925, d. 14.9.1991, húsmóður. Stjúpmóðir Helga er Ingibjörg Gísladóttir, f. 13.10. 1915, húsmóðir og fyrrv. matráðskona í Arnarhváli, hún er frá Saurbæ í Vatnsdal i Húnavatnssýslu. bakka í Hrútafirði, og konu hans, Önnu húsmóður Sigurðardóttur, Jósúasonar, bónda að Bæ í Miðdöl- um í Dalasýslu. Helgi og Anna taka á móti vinum og velunnurum laugardaginn 8.2. eftir kl. 16.00 og fram eftir kvöldi á heimili sínu, Tungusíðu 10, Akur- eyri. Ætt Fjölskylda Helgi kvæntist 27.12. 1970 Arn- björgu Pálsdóttur, f. 17.3. 1951, bankastarfsmanni. Hún er dóttir Páls Lútherssonar, f. 20.10. 1926, d. 25.5. 1981, og Aðalbjargar S. Ingólfs- dóttur, f. 11.11.1924. Böm Helga og Arnbjargar eru Að- albjörg Stefania, f. 28.6. 1972, hús- móðir, en sambýlismaður hennar er Konráð Wilhelm Sigursteinsson og eru börn þeirra Daníel Máni, f. 15% staðgreiðslu- og greiðslu- kortaafsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur Jósef er sonur Halldórs, bónda í Garðakoti í Hjaltadal, síðar kaup- manns og oddvita í Hveragerði Gunnlaugssonar, Guðmundssonar bónda í Minna-Holti, Holtshreppi í Skagafirði, og konu hans, Ingibjarg- ar, húsfreyju í Garðakoti, og síðar hjúkrunarkona á Kristnesi í Eyja- firði og yfirhjúkrunarkona á elli- heimilinu Grund í Reykjavík, Jós- efsdóttur, Björnssonar, kennara og skólastjóra Bændaskólans á Hólum. Dýrfinna var dóttir Helga, tollvarð- ar í Reykjavík, Jörgenssonar, Klingenbergs, landpósts að Gils- o'it milli hlrwfa Smáauglýsingar rBCTi 550 5000 SÓL & SÁIXIA Mótun og grenning Kynnum nýjung: U.C.W. „leirvafningarnir" sem flestir sáu í Dagsljósi þegar Gaui-litli missti 29,6 cm. Reyndu árangurinn af þessum Ijúfu og hvetjandi sjóleirsvafningum, með- höndlað af reyndum ráðgjafa. Á aðeins 2 tímum mun allur líkami þinn vera djúphreins- aður og afeitraður, vöxtur þinn stinnari og grennri og húðin mýkri. Við lofum að endurgreiða þér ef þú færð ekki endingargóðan 15 cm missi á þínum fyrsta vafningi. Þú tapar engu nema sentí- metrum. Efþú vilt fá hraustlegra og unglegra viðhorf til lífsins talaðu við U.C.W. sérfræðing- inn þinn... Sólbekkir sána, trimform, U.C.W. „leirvafningar" Hringdu núna og fáðu upplýsingar. S: 587-0700 og 587 0701
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.