Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1997, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1997, Side 50
Wrikmyndir LAUGARDAGUR 8. FEBRUAR 1997 Að lifa Picasso í Bíóborginni: Stjörnu- stríð 2 Eins og kem- ur fram á aö- sóknartölum í Bandaríkjunum um síðustu helgi hefur Star Wars slegið í gegn tuttugu árrnn eft- ir að hún var fyrst sýnd. Ge- orge Lucas, sem er maðurinn á bak við velgengni hinna þriggja stjömustríðsmynda, er nú á fullu við að undirbúa tökur á Stjömustríðsseríu 2 sem verður sem fyrr þrjár myndir. Nýja serían gerist áður en atburðimir í Star Wars áttu sér stað. Verður byrjað á fyrstu myndinni í vor og að öllum líkindum mun Lucas sjálfur skrifa handritið og leikstýra henni, en það er ætlun hans að láta aðra um að skrifa og leik- stýra hinum tveimur. Áætl- að er að frumsýna þá fyrstu í maí 1999 og hinar tvær 2001 og 2003. Eddie Murphy sem Doctor Doolittle Eddie Murphy gekk svo vel með endurgerð The Nutty Pro- fessor að hann er kominn á fulla ferð með aðra endurgerð, Doctor Doolittle. Sú mynd var gerð eftir vinsælum sögum Hugh Lofting árið 1967. Það er ekki eins og Murphy sé að gera eftir einhverri klassík, heldur þótti Doctor Doolittle algjörlega misheppnuð og hrikti í stoðum 20th Century Fox í nokkra mán- uði enda myndin óhemjudýr. Murphy færir söguna í nútím- ann og fjallar um lækni sem skyndilega kemst að því að hann getur talað við dýr. Tindur Dantes Ein af stóru myndunum á þessu ári verður frumsýnd í Bandaríkjunum um þessa helgi. Um er að ræða Dante’s Peak sem er sannkölluð stór- slysamynd. Myndin er frum- sýnd á undan Volcano en báðar eru þær um eldgos og afleiðingar þess. Nafn mynd- arinnar er nafn á smábæ en dag einn vaknar eldfjall í ná- grenni bæjarins af værum blundi og byrjar að spúa eldi og brennisteini. í aðalhlut- verkum eru Pierce Brosnan og Linda Hamilton. Leikstjóri er Roger Donaldson. Titanic Ekki berast miklar fréttir af gerð kvikmyndar James Cameron, Titanic, en að öllum líkindum verður hún dýrasta kvikmynd sem gerð hefur ver- ið og er áhyggjusvipur á mörg- um fjárfestum i myndinni, en síðustu tölur herma að hún muni kosta 170 milljónir doll- ara. Eins og nafnið bendir til fjallar myndin um örlög stærsta farþegaskips heims sem ekki átti að geta sokkið. Hún gerist þó að hluta í nútím- anum og segir þar frá björgun- arleiðangri sem er að leita í flakinu. Aðalhlutverkin leika Leonardo DiCaprio og Kate Winslet. Síðasta kvikmynd Mastroiannis Hinn dáði leikari Marcello Mastroianni, sem nýlátinn er, lék í vel yfir hundrað kvik- myndum á löngum og farsæl- um ferli. Síðasta myndin sem hann lék í var Joumey to the Beginning of the World, sem telst frönsk en er þó samvinna margra Evrópuþjóða. Fjallar myndin um portúgalskan leik- stjóra sem ræður franskan leikara til að leika í kvik- mynd þar sem myndin er tekin þar sem leikarinn ólst upp leitar hugur hans tÚ fortíðarinnar. Leikstjóri er Manoel de Oliveira. Picasso séður með augum ástkonu Eitt frægasta þrieyki kvikmyndanna er leikstjórinn James Ivory, handritshöf- undurinn Ruth Prawer Jhabvala og ffamleiðand- Is- mail Merchant. í þrjátíu ár hafa þau starfaö sam- an, fyrst á Indlandi en síðan um allan heim og eftir þau liggja margar merkilegar myndir og er skemmst að minnast A Room with a view, Howard’s End og Remains of the Day. Að lifa Picasso (Surviving Picasso) er nýjasta kvikmynd þeirra og eins og nafnið bendir tO er fjallað um þann listmálara sem flestir eru sammála um að hafi verið mestur á þeirri öld sem nú er að líða. I myndinni er fjallað um ástarsamband málarans og ungrar stúlku sem er fjörutíu árum yngri en hann og er stúlkan, Frangoise Gilot, sögumaður- inn. Þau hittust fyrst árið 1943 þegar Picasso var kominn á sjötugsaldur en Francoise var 23 ára listanemi i París. Hún féll ástríðufullur annan daginn en kaldur og ótrúr þann næsta. Frangoise bjó með Picasso lengi og er móðir bama hans, Claude og Palomu, en hún er einnig eina konan sem fann hjá sér styrk til að geta yfir- gefíð hann en það gerði hún eftir að hafa búið með honum í tíu ár. Framleiðandinn, David Wolper, hafði lengi haft það í huga að gera kvikmynd um Picasso og hafði tvær bækur í handraðanum sem hann gat hugsað sér að nota og var önnur ævisaga Frangoise Gilot sem kom út fyrir um það bil þrjá- tíu árum og þegar hann hafði ráðið James Ivory og félaga var það ljóst að sú bók yrði ofan á „Þeg- ar Frangoise gaf út bók sína kom það mörgum á óvart hversu opinská hún var um samband sitt og Picassos og þá ekki síður þegar gallar hans komu nú loks fyrir sjónir almennings en eftir því sem árin hafa liðið hefur sú lýsing sem Frangoise hefur gefið á honum verið meðtekin af flestum sem til hans þekktu,” segir James Ivory, sem sjálfur hafði oft verið að hugsa um að gera kvik- mynd um Picasso áður en Wolper hafði samband. Ivory og Wolper komu sér fljótt saman um að leita til Anthonys Hopkins um að leika Picasso, enda hafði hann leikið bæði í Howard’s End og The Remains of the Day fyrir Ivory: „Það eina sem þurfti var að láta hann liggja smátíma í sól- inni, raka skalla á hann og láta hann fá brúnar augnlinsur. Þá varð hann eins og Picasso," segir Ivory. Hopkins var ekki síður spenntur að leika Picasso og segir það vera hlutverk sem geri miklar kröf- ur: „Picasso var stórmenni en sjálfselskur og óút- reiknanlegur og greinilega maður sem hafði ekki mikinn tíma fyrir annað fólk. Ég held að Picasso hafi elskað Frangoise meira en nokkra aðra konu en hann var þannig gerður aö hann gat aldrei bundist alveg einni persónu,” segir Anthony Hop- kins. Það var erfíðara að finna stúlku til að leika Frangoise. Margar voru prufaðar bæði þekktar og óþekktar og tilheyrði Natascha McElhone síð- ari hópnum. Aðeins eru tvö ár síðan hún útskrif- aðist úr leikskóla í Englandi. Öllu þekktari er Julianne More sem leikur Doru Maar, konu sem Picasso hélt við áður en FranBoise kom til sög- unnar. -HK Sú eina rátta í Regnboganum: Ástamál bræðra í rembihnút Ein þeirra kvikmynda sem óvænt slógu í gegn á síðasta ári var The Brothers McMullen en eftir að hafa unnið til verðlauna á Sundance- kvikmyndahátíðinni var um samfellda sigur- göngu að ræða. The Brothers McMullen er sönnun þess að draumar kvikmyndagerðar- manna geta ræst. Leikstjóri hennar, framleið- andi, handritshöfundur og aðalleikari, Edward Bums, vann þessa mynd nánast fyrir engan pening og fékk vini sini til að leika í mynd- inni og fékk afnot af íbúð foreldra sinna til að kvikmynda í. Sú eina rétta (She’s the One) er ný kvik- mynd sem Regnboginn frumsýndi í gær og er hún gerð af Edward Burns sem hafði mun meiri peninga til að gera þá mynd heldur en við gerð McMul- len- bræðra. Burn gat nú ráðið vini sína aftur í hlutverk og þar að auki borg- að þeim en Mike McClone og Maxine Ba- hns léku bæði i fyrstu mynd hans. Bums kaus einnig sjálfur að leika í myndinni og leika þeir félagar bræður, eins og þeir gerðu, og sem fyrr er það róman- tíkin sem ræður ferðinni. McClone og Bums leika bræðuma Mickey og Francis Fitzpatrick sem hafa valið ólíkar leiðir í lífinu en báðir keppast þeir þó við að standa undir því lífsmottói sem faðir þeirra ávallt brýndi fyrir þeim: „Látið lífshamingjuna ganga fyrir öOu öðru.“ Mickey nýtiu- þess að vera engum háður og starfar sem leigubílstjóri í New York uns á vegi hans verður hin undurfaUega og frjáls- lynda Hope. Francis er á kafi í fjármálaheimi WaU Street og kvæntur æskuunnustunni (Jennifer Anistone) en heldur við ljóskuna Heather sem fyrr var í tygjum við bróður hans. Fyrr en varir eru ástamál bræðranna komin í sannkaUaðan rembihnút og smám saman rennur það upp fyrir þeim að heiUaráð pabba gamla um lífshamingjuna stendur kannsi ekki undir nafni. Maxine Bahms leikur Hope og Cameron Diaz leikur He- ather. í hlutverki eiginkonu Francis er Jennifer Aniston, sem er ung leikkona á mikiUi uppleið í Hollywood og marg- ir spá þvi að hún verði næsta stór- stjarnan. Frama sinn á hún að þakka frammistöðu sinni í hinum vin- sælu sjónvarps- þáttum, Friends. Einn annar kunn- ibgi okkar úr sjónvarpinu, John Mahoney, |sem þekktur er ! sem faðir Frazi- i er í samnefnd- um sjónvarps- þáttum, leikur einnig í mynd- inni. -HK Mike McClone og Jennifer Aniston leika hjón en hjónaband þeirra stendur völtum fótum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.