Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1997, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1997, Blaðsíða 56
Atta ítmgaráaga i Verkí déSbÚm(n) phmmgi? ■ KIH F,R ÉTTASKOTIÐ SIMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 Höfuðborgarsvæðið: Mjög margir árekstrar Mjög margir árekstrar urðu á höfuðborgarsvæðinu í hálkunni í gær. Engin slys urðu á fólki en eignatjón var alhnikið. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík voru rúmlega 20 árekstrar tilkynnt- ir til lögreglu frá því í gærmorgun og til klukkan 17 í gær. -RR Bræðslusamningar: Kosning um samninginn tefst „Við ætlum að reyna að láta kosningu um nýja loðnubræðs- lusamninginn fara fram síðdegis á sunnudag í kringum vaktaskipti í verksmiðjunum. Síðan verður kjör- kössum smalað saman og þeir flutt- ir til Eskifjarðar þar sem talið verð- ur. En það er mikil óvissa í kring- um þetta allt saman vegna ófærðar á Austfjörðum," sagði Sigurður Ing- varsson, formaður Alþýðusambands Austurlands, í samtali við DV. Vegna hinna ströngu ákvæða mum kosningu í verkalýðsfélögun- um þorðu menn ekki annað en hafa '•nákvæmlega sama form á þessum kosningum og þegar kosið er til Al- þingis. Það eru loðnuverksmiðjumar á Vopnafirði, Eskifirði, Neskaupstað og Höfn í Homafirði sem þessi nýi samningur tekur til. Þótt svo færi að samningurinn yrði felldur í einni verksmiðju en samþykktur í annarri gildir það ekki. Hér er um heildarkosningu að ræða og því gildir sameiginlegur meirihluti hvort sem samningamir verða sam- þykktir eða felldir. -S.dór Opel Vectra Caravan / fyrsta sinn á íslandt Bílheimar ehf. Hl !Ji E3 ® Sœvarhöfba 2a S(mi:52S 9000 L O K I Donald Hanes átti símtal við Kelly Jean Helton í Arizona í gær: Hanes-hjonin reyna aö fá Kelly til að kæra ekki - ætla að yfirgefa ísland sjálviljug en vilja pappíra í lag og koma svo aftur Hjónin Donald og Connie Jean Hanes áttu í gær samtal í síma við Kelly Jean Helton, dóttur Conniar, þar sem hún var á heimili sinu í Arizona, og reyndu að fá hana til að falia frá kæru á hendur þeim í tengslum við bamsránsmálið vegna Zenith, 4ra ára dóttur Kellyar. Það var Donald sem ræddi við stjúpdótt- ur sína. Kelly sagði honum aö saka- málarekstur gegn honum og móður hennar væri ekki á sínu valdi - hún væri eingöngu vitni. í stuttu símtali bað Kelly síðan Donald um að hringja ekki aftur. Við svo búið kvöddust þau. Hanes-hjónin sögðu í samtali við DV í gær að vilji þeirra stæði ein- dregið til þess að fá að vera áfram á íslandi. Þau hefðu vissulega gert samkomulag við Útlendingaeftirlitið um að vera farin úr landi eigi síðar en 1. mars. Engu að síður hefði þeim verið sagt aö ef þau kæmu pappírum sínum i lag, þ.e. fengju vegabréf sin afhent og gerðu hreint fyrir sínum dyrum í Bandaríkjunum, væri möguleiki á að þau fengju að dvelja hér áfram. „Við viljum fara af fúsum og frjálsum vilja en viljum koma afhir,“ sagði Donald. Hann sagði að ákæru- valdið í Bandaríkjunum neitaði að ræða við þau hjónin og lögmann þeirra - þess vegna væri þeim ómögulegt að líta á sig sem meint sakafólk. „Við komum ekki til íslands til að flýja heldur vegna þess að okkur langaði til að búa hér,“ sagði Donald. Hann sagðist búast við að þau hjón- in héldu til Bandaríkjanna á næst- unni til að finna út hver staða þeirra væri. Það og að reyna að fá Kelly Jean til að falla frá kæru væri ein- göngu gert í því skyni að þau gætu dvalið áfram á íslandi. Donald kvaðst ætla að skrifa bréf til Kellyar til að útskýra þeirra hlið mála fyrir henni. „Hún getur allt eins fallið frá kæru á hendur okkur eins og við gerðum gagnvart henni á sínum tíma,“ sagði Donald. Eins og fram kom í samtali blaða- manns DV við Kelly Jean fyrir skömmu sagðist hún eiga von á að móðir sín færi í fangelsi, hún ætti aö gjalda fyrir gjörðir sínar. Kelly Jean sagði jafhframt við það tækifæri að málareksturinn i barnsránsmálinu gagnvart dóhur sinni væri í höndum bandarískra yfirvalda. -Ótt Forsvarsmenn Frjálsrar fjölmi&lunar og Alþýöuflokksins undirritu&u í gær samning um Alþýöuflokksútgáfuna ehf. Hiö nýja félag, sem er I meirihlutaeigu Frjálsrar fjölmi&lunar, mun taka viö rekstri Alþý&ubla&sins. Myndin er tekin þegar samningurinn var undirrita&ur. Frá vinstri er Þröstur Ólafsson, stjórnarformaöur Alprents, eldra útgáfufélags Alþýðu- blaösins, Sighvatur Björgvinsson, forma&ur Alþý&uflokksins, Sveinn R. Eyjólfsson, stjórnarforma&ur Frjálsrar fjölmiðlunar, og Eyjólfur Sveinsson, framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiölunar og stjórnarforma&ur hins nýja útgáfufélags. Sjá bls. 2. DV-mynd GVA Sunnudagur Mánudagur Upplýsingar frá Veöurstofu Veðriö á morgun: Þurrt að mestu norðanlands Á morgun verður suðvestankaldi eða stinningskaldi og él um sunn- an- og vestanvert landið en hægari og þurrt að mestu norðanlands. Veðrið í dag er á bls. 57 Veðrið á mánudag: Viða léttskýjað sunnanlands Á mánudag er búist við norðaustankalda og éljum um norðan- og norðaustanvert landið en sunnan- og suðvestanlands verður þurrt og víða léttskýjað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.