Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1997, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1997, Blaðsíða 20
LAUGARDAGUR 15. MARS 1997 JjV * * viðtal „Bömin segja aö hann sé besti pabbi í heimi. Ég myndi fyrst og fremst lýsa honum sem mjög ákveðnum manni,“ segir Hanna Hofsdal Karlsdóttir, eiginkona Magnúsar L. Sveinssonar, formanns VR, sem tók forystu í verkalýðsbar- áttunni i vikunni þegar hann samdi fyrir hönd VR við vinnuveitendur. Hjónin féllust á að leyfa lesendum að kynnast þeim örlítið betur. Magnús á að baki langan feril í stjórnmálum, borgarmálum og verkalýðsmálum. Hann hefur meðal annars verið varaborgarfulltrúi, borgarfúlltrúi í 20 ár, í borgarráði, forseti borgarstjómar, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, í flokksráði Sjálfstæðis- flokksins, í miðstjóm Sjálfstæðis- flokksins. Hann hefur verið formað- ur VR frá árinu 1980 og er varaþing- maður. Djúp virðing „Okkur var sagt að þar sem ég væri hrútur í stjömumerki en hann naut væri samband okkar vonlaust en svo reyndist ekki. Við bemm djúpa virðingu hvort fyrir ööm,“ segir Hanna. Magnús lýsir eiginkonu sinni sem trygglyndri, ráðagóðri og stjómsamri. „Hún tekur mikið inn á sig pólití- skar erjur sem ég þarf að ganga í gegnum. Þetta er ekki alltaf dans á rósum. Hún er miklu viðkvæmari fyrir öllu slíku heldur en ég sjáifur. Það þýðir ekkert að vera í þessari baráttu nema að vera reiðubúinn til þess að taka á sig alls kyns gagn- rýni og högg sem fylgja sfjómmála- og verkalýðsbaráttu,“ segir Magnús. Leikari á Selfossi Magnús og Hanna kynntust áriö 1955 þegar hún réð sig sem tann- smið á Selfoss. 17. júní var hún á leiðinni ásamt öðm fólki til Reykja- víkur í ausandi rigningu til þess að horfa á hátíðarhöldin. „Rigningin var svo mikil að við ákváðum að koma viö í Selfossbíói Þar var leikrit á fjölunum þar sem Magnús lék Gunnar á Hlíðarenda," segir Hanna. „Hún féll fyrir Gunnari á Hlíöar- enda en ekki mér,“ bætir Magnús við, hlæjandi. „Ég held að það hafi runnið á hana tvær grímur þegar hún sá hver maðurinn var og ég fór úr gervinu," segir Magnús. Hanna fór ekki til Reykjavíkur heldur var áfram á 17. júní ballinu á Selfossi þar sem Magnús bauð henni upp í dans. Þá vom örlög hennar ráðin. Úlst upp á mold- argólfi Magnús fæddist á verkalýðsdag- inn 1. maí árið 1931 á Uxahrygg á Rangárvalla- hreppi þar sem hann ólst upp til 17 ára aldurs en þá fluttu foreldr- ar hans á Sel- foss. Tvíbura- bróðir Magn- úsar heitir Matthías en hann rekur Ljósbæ í Skeifunni. Við fæðingu þeirra urðu bræðumir fimm og var sá elsti sex ára. Fjölskyld- an hafðist við í 30 fermetra baðstofú og öðm litlu her- bergi. Moldar- gólf og trégólf vom í húsinu og vatnið var sótt í lækinn. Þegar Magnús var átta ára gam- all var sett trégólf í eld- húsið og kalt vatn leitt þangað inn. Auk þess var smíðaður skápur undir leirtau. Það var mesta byltingin sem móðir háns upplifði. Magnús L. Sveinsson „Égmaneft- Trygg. ir því þegar þvotturinn var þveginn í læknum. Við aðstoðuðum móður okkar við að klappa þvottinn," segir Magnús. ásamt eiginkonu sinni, Hönnu Hofsdal Karlsdóttur, og fslenska hundinum DV-mynd GVA Gullsmiðja Hansínu Jens Urval fermingargjafa Magnús er lærisveinn Jónasar frá Hriflu en hann var skólastjóri Sam- vinnuskólans þegar Magnús var þar við nám. Tannsmiður í snyrtivörubúð Hanna hlaut talsvert frábmgðið uppeldi en hún er fædd í Hafnarfirö- inum. Þegar hún var tveggja ára gömul skildu foreldrar hennar og hún ólst upp hjá móður sinni og fósturfoður. Hanna hefur rekiö snyrtivöruverslun til fjölda ára. Hún er menntaður tannsmiður en hætti að vinna við það þegar hún eignaðist bömin og varð heima- vinnandi. Hún er ánægð með að vera sjálfs sín herra en keypti búð- ina eftir að hún var búin að koma upp bömunum. Viðstaddur fæðingu sonar Magnús og Hanna eignuðust þrjú böm saman, Svein sem starfar í Fum hf., Sólveigu, sem er flugfreyja auk þess sem hún starfar í snyrti- vöraverslun móður sinnar, og Ein- ar Magnús, dagskrárgerðarmaður á Stöð 2. Fyrir átti Hanna soninn Ágúst Kvaran sem er prófessor viö Háskóla íslands. „Sveinn fæddist í heimahúsi á Selfossi en í þá daga þótti það sjálf- sagt. Ég var viöstaddur fæðingu hans og er það mjög minnisstætt. Það var ekki algengt þá að feðumir væru við fæðingu bama sinna. Það var mikil og dýrmæt upplifun að sjá bamið sitt koma í heiminn," segir Magnús. Sólveig fæddist tveimur ámm síð- ar í haustkosningum og Magnús var bundinn á skrifstofunni. Þegar Ein- ar Magnús fæddist á Fæðingarheim- ilinu óskaði Magnús eftir að vera viðstaddur en fékk það ekki og þótti það mjög miður. Skipst á skoðunum Hjónin segja að þau skiptist á skoðunum í stjómmálum og séu ekki alltaf sammála. Magnús segir það mikinn styrk að geta skipst á skoðunum við konu sína. Hann seg- ir jafnframt að oft á tíðum hafi skoð- anir eiginkonu hans aukið víðsýni Magnús L. Sveinsson - maðurinn á bak við verkalýðsforingjann og eiginkona hans Hanna Hofsdal Karlsdóttir: Féll fyrir Gunnari á Hlíðarenda hans. Hanna veltir oft upp fleiri sjónarmiðum en hann hefur verið sér meðvitandi um. „Það hefur oft vakið furðu mína þegar hann hefur verið í einhveiju stríði að mínu mati og leggst á koddann og steinsofnar um leið. Hann kemur ekki með vinnuna heim og það finnst mér kostur," seg- ir Hanna. Magnús segist ekki slökkva á vinnunni en það þurfi mikið að ganga á til þess að það trufli fyrir honum nætursvefhinn. Hann segir að það fylgi honum alloft heim hugsanir um ákvarðanatökur þó svo enginn heima taki eftir þvi. Starf Magnúsar veitir ekki mjög mikið svigrúm til þess að stunda áhugamál en hann hefur stimdað sund og gönguferðir upp á síðkastið eftir að hjónin fengu sér hundinn Trygg sem er af alíslensku kyni og í miklu uppáhaldi hjá þeim báðum. „Ég synti 1000 metra á dag þrjá fjóra daga vikmmar. Þegar ég þurfti að flytja ræður eða ávörp og hafði knappan tíma samdi ég ávarpið fyr- ir ræðumar í sundinu. Það er nauð- synlegt fyrir þá sem reyna mikið á sig andlega að vera í góðu líkam- legu formi,“ segir Magnús. Magnús stundar einnig skíði þeg- ar hann getur en Hanna deilir ekki þeim áhuga með honum. Hún er mjög heimakær og þykir gaman að sauma og hugsa um bömin og bamabömin sem eiga huga hennar allan. Hanna á fjögur bamabörn en Magnús tvö. Hjónin hafa mjög gam- an af því að fara í leikhús og gera talsvert mikið af því. Eftir að Magn- ús hætti I borgarstjóm hefur gefist meiri timi til þess að fara í ferðir út á land um helgar. Ekki áhuga á borgarstjórastólnum Magnús var spurður hvort hann heföi áhuga á að komast í borgar- stjórastólinn. Hann segir það hafa komið til álita þegar Davíð Oddsson hætti en hann hafi engan áhuga á því nú. „Ég hygg ekki á frekari frama í stjómmálum. Ég hætti í borgar- stjóm árið 1994 og gerði þá ráð fyr- ir aö hætta í opinberum stjómmál- um. Þá var falast eftir því að ég tæki tiunda sæti í síðustu alþingis- kosningum. Þetta er eins og með alóhólistann að þaö er erfitt að hætta. Ég hef fengið mikla útrás út úr mínu pólitíska starfi,“ segir Magnús. Líður betur vel klæddur Magnús hefur fengið að heyra að hann sé jafnvel of vel klæddur fyrir verkalýðsforingja en það hefur hsrnn ekki látið á sig fá. Hann velur fötin sín sjálfur og nýtur þess að vera smekklega klæddur. „Vel klæddur maðm- þarf ekki endilega að vera í dýrum fötum. Mér líður miklu betur þokkalega vel klæddur og ég held að það sé ekkert ódýrara að vera illa til fara. Það er hluti af þeim stíl sem hver einstaklingur tileinkar sér að vera vel til fara. Ég hef séð verkalýðsleið- toga í jakkafötum og með bindi á daginn en á fundum sama kvöld í gallabuxum og peysu. Það hefur þeim þótt eiga betur við á veralýðs- fundum. Þetta þykir mér að snobba niður á við og ég geri það ekki,“ seg- ir Magnús. Magnús segist nýta sín föt mjög vel til dæmis er hann nýhættur að nota föt sem hann keypti 1986 í til- efni af 200 ára afmæli Reykjavíkur. Sonarsonur hans og alnafhi er far- inn að nota þau í staðinn enda voru fötin vönduð og endingargóð. -em I j i I I I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.