Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1997, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1997, Blaðsíða 30
30 helganriðtalið LAUGARDAGUR 15. MARS 1997 LAUGARDAGUR 15. MARS 1997 helgarviðtalið « + Benóný Ásgrímsson, flugstjóri á TF-LIF, og eiginkona hans, Kristín Gunnarsdóttir, deildarstjóri á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur: „Ég leyfi mér aldrei að hugsa að ég eigi ekki afturkvæmt. Ef ég hugsaði þannig þá væri ég hættur. Ég hef aldrei litið á þetta sem neinn hetju- skap; þetta er bara vinna sem við erum að vinna og ég er stoltur yfir að geta gert það sem ætlast er til af okkur.“ Þannig kemst þjóðhetja ís- lendinga, Benóný Ásgrímsson, flug- stjóri TF-LÍF, að orði við Helgarblað DV. Benóný var flugstjóri þyrlunnar í tveimur af þremur ferðum hennar til bjargar sjómönnum í síðustu viku, mestu björgunarafrekum á þyrlu sem unnin hafa verið við ísland. Fátt er ofar í hugum manna en frækileg björgun þriggja áhafna og hetjuleg framganga björgunarmanna á TF- LÍF þykir með eindæmum. Hvorki meira né minna en 39 mannslífum var bjargað á rúmum fimm sólar- hringum. Benóný Ásgrímsson var flugstjóri þegar 19 mönnum var bjargað af þýska flutningaskipinu Vikartindi sem strandaði skammt austan Þjórsáróss. Einnig var hann flugstjóri þyrlunnar þegar 10 manna áhöfn Dísarfellsins var bjargað eftir að skipið fórst 100 sjómílur suðsuð- austur af Hornafirði. Óneitanlega leggur áhöfnin á TF-LÍF sig í tals- verða hættu þar sem farið er út í skaðræðisveður að vetri til og áhöfn- um bjargað úr sjó. Þakklæti áhafn- anna og aðstandenda þeirra er mikið og öll þjóðin dáist að þessum björg- unarafrekum. Smávegis áræði „Mikilvægast er að allir nýti sér þá reynslu og þekkingu sem þeir hafa. Það þarf að vísu smávegis áræði til þess að gera þetta. Maður verður að vera mátulega hræddur og fara aldrei fram úr sjálfum sér. Mað- ur verður að bera virðingu fyrir náttúruöflunum," segir Benóný. Eiginkona Benónýs er Kristín Gunnarsdóttir, deildarstjóri á gjör- gæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, þar sem hún hefur verið í fimm ár. Hún fór á námskeið í áfallahjálp fyr- ir sex árum. Hún sinnir nú áfalla- hjálp á vegum spítalans og fyrsta reynsla hennar í því var eftir snjó- flóðin á Flateyri og í Súðavík. Það var hörð reynsla fyrir hana en Ben- óný sér um að bjarga fólki og Kristín veitir því andlega uppörvun og að- stoð ásamt því að sinna aðstandend- um þeirra. Byrjaði sem messagutti Benóný og Kristín eru bæði borin og barnfæddir Reykvikingar. Hann byrjaði fimmtán ára gamall sem messagutti á skipum Landhelgis- gæslunnar. Hann vaskaði þar upp, eins og hann segir, eftir yfirmenn eins og Pál Halldórsson, kollega sinn og yfirflugstjóra Landhelgisgæslunn- ar. Þar vann hann sig upp í stýri- manninn og hefur verið þrjátíu ár í Gæslunni. „Ég hef alltaf verið meiri sjómaður heldur en flugmaður. Flugið heillaði mig ekki fyrr en þyrlurnar komu til sögunnar hér. Ég hafði verið á sjón- um í tólf ár þegar ég fór að læra að fljúga. Þyrlurnar tolldu að visu frek- ar illa i loftinu á þessum árum þann- ig að það voru blendnar tilfinningar hjá mér þegar ég byrjaöi," segir Ben- óný. Það kemur sér oft vel fyrir Benóný að hafa verið sjómaður þegar hann þarf að fljúga þyrlunni í björgun á sjó. Hann tók að hluta til þátt í þeirri uppbyggingu sem hefur orðið hjá björgunarliði Landhelgisgæslunnar en aðalmaðurinn var samt sem áður Páll Halldórsson. „Þegar ég byrjaði í fluginu áttum við TF-RÁN en það var gríðarlegt áfall þegar okkar reyndustu menn fórust. Þá vissum við ekkert hvað framtíðin bæri í skauti sér. Ég tek ofan fyrir Páli Halldórssyni fyrir að leggja ekki upp laupana þá heldur berjast áfram,“segir Benóný. Benóný segist hafa lært allt sem hann kann hjá Páli og þeir eru mjög góðir vinir, einnig utan vinnunnar. Það hvessir þó öðru hvoru hjá þeim þegar þeir eru ekki sammála um hvemig leysa skuli málin. Það stend- ur yfirleitt ekki lengi yfir og þeir segjast vera mjög góð samsetning. Benóný og Kristín rugluðu saman reytum sínum fyrir fimm árum en þá voru þau bæði fráskilin. Benóný sá hana fyrst á gjörgæslunni en tók síðan betur eftir henni á dansleik sem þau sóttu bæði. Bauð henni í þyrluna „Ég heillaðist af Kristínu þegar ég sá hana á dansstað. Ég botnaði ekk- ert í því af hverju hún heillaðist ekki strax af mér. Hún sýndi mér engan áhuga til að byrja með. Ég bauð henni út að borða og hún fór aðeins að mýkjast. Svo átti ég tök á því að bjóða henni á æfingu hjá okkur á þyrlunni og þá fór þetta að ganga. Við vorum að þjálfa upp lækni og þegar við vorum að koma til Reykja- víkur kom útkall á okkur. Þá varð bílslys austur í Öræfum. Læknirinn, sem við vorum að þjálfa, þekkti Kristínu og stakk upp á því að hún kæmi með okkur þar sem hún væri deildarstjóri á gjörgæslunni. Mér fannst tilvalið að fá að hafa hana að- eins lengur. Þetta tók nokkra mán- uði að vinna ástir hennar," segir Benóný. Benóný og Kristín eiga engin börn saman en hún átti tvö áður en þau kynntust og hann á þrjú böm. Þau gengu í það heilaga fyrir tveimur árum með pompi og prakt. Þau komu fljúgandi í þyrlunni í stað þess að koma akandi í limmósínu og létu pússa sig saman í Skarðskirkju í Landsveit. Eftir hjónavígsluna var stigið aftur upp í þyrluna og farið í sumarbústað þar sem brúðkaups- veislan var haldin. r Alag að vera gift þyrlu- flugmanni Að sögn Kristínar er það óneitan- lega mikið álag að vera gift þyrlu- flugmanni í Landhelgisgæslunni. „Þegar maður heyrir i kalltækinu bregður manni óneitanlega i brún og hjartað sleppir úr slagi. Þetta er hávaðamengun og á að vera það til þess að mennimir vakni. Lætin eru yfirleitt gífurleg þegar hann er að fara af stað í útkall," segir Krist- ín. Yfirleitt þeytist Benóný fram úr rúminu og er kominn út á flugvöll á tólf eða þrettán mínútum. Þetta er eins og í fluginu að hlutirnir verða að ger- ast í réttri röð hjá hon- um. Hann er svo ná- kvæmur og verður að halda því í einkalífinu," segir Kristín. Benóný grípur fram í fyrir Kristinu og segist ætla að ramma inn setn- inguna um að hann sé yf- irvegaður. Hann jánkar því einnig að flugmenn verði að temja sér mjög nákvæm vinnubrögð og athafnir. Húslyklarnir og veskið verða að vera á sama stað ef grlpa skal til þess í flýti. Skórnir þurfa að snúa að útidyr- unum og gallinn á sínum stað ef útkall verður skyndilega. „Við sofum yfirleitt ekki mjög vel þegar hann er á vaktinni. Fjölskyldu- lífið snýst í kringum vinnuna hans og það er eins og við séu stöðugt i útkalli," segir Kristín. Þau segjast ekki fara neitt á kvöldin þegar Benóný er á bakvaktinni og bíllinn verður að vera til staðar ef kallið kæmi. Þau hugsa líka mikið um að hann sé vel útsofinn og úthvíldur. í þyrlu fyrir ofan varðskipið „Þegar snjóflóðið féll á Flateyri skaraðist starf okkar. Hún var kölluð fyrst út og fór með varð- skipi þangað. Ég var kallaður út í framhaldi af þvi og flaug þyrlunni fyrir ofan varðskipið. Við vorum 1 fjarskiptasambandi alla leiðina. Hún var svo sjóhraust á leiðinni að ég held að hún sé meiri sjómaður en ég. Það steinlágu allir í sjóveiki á leið- inni nema hún,“ segir Benóný. „Það var mjög notalegt að vita af honum þarna fyrir ofan mig. Ég mátti ekkert vera að því að vera sjó- veik því ég var svo hrædd um Ben- óný. Ég var í meira en viku á Flat- eyri eftir flóðin," segir Kristín. Einnig skar- Að sögn þeirra Benónýs og Kristínar tekur talsveröan tima að ná sér eftir átök sem björgun krefst. Benóný eyðir mikilli orku þegar adrenalínið flæðir. Þeim þykir best að bregða sér út fyrir bæinn í sumarbústað til þess að Benóný nái sér niður. aðist starf þeirra þegar Súðavíkur- flóðið féll en þá bjó Kristín á Sjúkra- húsinu á ísafirði en Benóný á hótel- inu. Bjargaði fálaga sínum „Fyrir nokkrum árum var ég flug- stjóri á TF-SIF en þá björguðum við manni úr sjó eftir að skútu hans hvolfdi. Við fluttum hann á spital- ann vegna ofkælingar. Morguninn eftir hringir Kristín í mig og segist vera með kveðju til min frá Sigurvin Bjarnasyni flugmanni. Ég spurði þá hvort eitthvað hefði komið fyrir hann. „Já, þú bjargaðir honum í gærkvöldi," segir Kristín. „Sigurvin er kunningi minn úr flugmannastétt en ég vissi ekki fremur en venjulega hverjum við björguðum. Við einbeit- um okkur að því sem við erum að gera þar sem við vitum að við höfum góðan mannskap aftur i til að hugsa um þann slasaða,“ segir Benóný. Skútusiglingar í sumar Að sögn Páls er Benóný mjög lið- tækur heima enda er hann annað- hvort í eldhúsinu eða þvottahúsinu þegar Páll kemur i heimsókn. „Mér finnst mjög gaman að elda góðan mat eftir að ég fór að læra það,“ segir Benóný. Fram að þessu hefur starfið verið aðaláhugamál Benónýs enda segir hann að það hafi verið nauðsynlegt á meðan verið var að byggja upp starf- ið í Landhelgisgæslunni. Kristín sjálf hafa mikinn áhuga á starfl hans. Að vísu getur stundum verið þreytandi þegar ekki er talað um neitt annað en flug. Þá biður hún um að talað sé um eitthvað annað. „Ég vann í Danmörku í SOS við að sækja sjúklinga í flugi en flug hefur alltaf heillað mig mjög mikið líka. Mér finnst mjög gaman að fljúga í þyrlu og get alveg sett mig inn í þetta. Stundum bið ég þá að tala um eitthvað annað. Þetta er í raun og veru alveg eins og þegar hjúkrunar- fræðingar koma saman og tala ein- göngu um sjúklinga og starfið. Ef maður hefur áhuga fyrir sínu starfi lifir maður fyrir það,“ segir Kristín. Vissulega eiga þau önnur áhuga- mál sem þau hugsa sér gott til glóð- arinnar að sinna síðar meir þegar hægist um. Þau ætla að eignast skútu síðar meir og hafa farið á nám- skeið. Þau ætla að leigja sér skútu í sumar og sigla við landið. Páll lofar að vera á vaktinni og aðstoða þau þegar það gerist. Slappað af í sumarbú- stao Að sögn þeirra Benónýs og Krist- ínar tekur talsverðan tíma að ná sér eftir átök sem björgun krefst. Ben- óný eyðir mikilli orku þegar adrena- línið flæðir. Þeim þykir best að bregða sér út fyrir bæinn í sumarbú- stað til þess að Benóný nái sér niður. Eftir björgun Vikartinds og Dísar- fells fóru þau i sumarbústað og slöppuðu af. Benóný sofnaði eftir matinn og svaf í þrettán klukkutíma til þess að ná úr sér þreytunni. Þau urðu að komast frá þar sem enginn sími truflaði þau. Það er stutt í áfallahjálpina fyrir hann ef hann þarf á að halda eftir svona atburði. Kristín segir mjög mikilvægt að fólk loki ekki inni tilfinningar sínar. Benóný og Kristín halda væntan- lega áfram að bjarga sál og líkama ís- lendinga um ókominn tíma og þau eru samhent í því sem þau taka sér fyrir hendur. Starf þeirra beggja er mjög mikilvægt og áframhaldandi þróun í björgun hjá Landhelgisgæsl- unni er nauðsynleg til þess að sem flestum mannslífum sé hægt að bjarga í svo harðbýlu landi sem ís- land er. Straujaði tólf skyrtur „Mér líður auövitað ekki vel þegar hann er í útkalli. Ég hef þó óbilandi traust á honum sem þyrluflugmanni. Ég treysti honum fullkomlega til þess að taka réttar ákvarðanir. Ég held að hann fari ekki lengra en hann treystir sér sjálfur. Ég get yfir- leitt ekki farið að sofa þegar hann er í björgun en reyni að hafa nóg fyrir stafni til þess að dreifa huganum. Þegar áhöfninni á Vikartindi var bjargað straujaði ég tólf skyrtur og var byrjuð á gallabuxum og bolum líka,“ segir Kristín. Hún segir að það sé mjög erfitt að bíða án þess að vita neitt hvað er að gerast og hvar Benóný er staddur. „Ég treysti því að hann komi heim aftur til mín. Benóný er mjög yfir- vegaður maður og hlutimir eru í mjög fóstum skorðum hjá honum. Stundum einum of, að mínu mati. Hetjurnar og vinirnir Páll og Benóný í TF-LÍF - lífgjafa 39 manns í síð- ustu viku. Páli er stoltur af uppeld- inu. DV-myndir GVA „Við yfirgefum konurnar i rúminu um miðjar nætur og þær vita aldrei hvenær við komum aftur,“ segir Páll. DV-myndir GVA Páll Halldórsson, yfirflugstjóri Landhelgisgæslunnar: Hef aldrei litið á mig sem hetju „Ég er einhleypur en á þrjú börn. Það vilja svo fáar konur búa með svona mönnum eins og mér. Við yfirgefum þær í rúminu um miðjar nætur og þær vita aldrei hvenær við komum aftm-,“ segir Páll Halldórsson, yfirflugstjóri Landhelgisgæslunnar. Páll var flugstjóri á TF-LÍF þegar tíu skipverjum af Þorsteini GK var bjargað úr sjó þegar báturinn strandaði undir Krísuvíkurbergi í vikunni. Páll hefur tekið þátt í mjörgum hetjudáðum á þeim þrjátíu árum sem hann hefur starfað sem flugmaður í Landhelgis- gæslunni. Meðal annars bjargaði hann áhöfn Barðans, 9 mönnum, í stórgrýtinu við Hólahóla árið 1987. Þar til í síðustu viku hafði sú björgun verið stærsta þyrlu- björgun íslandssögunnar. Þrautseigja Páls hefur gert það að verkum að við eigum svo öílugt björgunarlið sem raun ber vitni. Hann hefur byggt upp flugrekstrar- deild Gæslunnar og aldrei gefist upp þó á móti hafi blásið. Nú síðast með tilkomu nýju þyrlunnar, TF- LÍF, sem hefur rækilega sannað sig á einni viku. Þrjátíu og níu mönnum var bjargað úr sjó og að sögn Páls hefði það ekki verið möguleiki á eldri vélinni - TF-SIF. Óneitanlega er áhöfn TF-LÍF þjóðhetjur og margir eiga þeim að þakka lífgjöf ást- vina sinna. En líta þessir menn á sig sem hetjur? Vel stillt hljómsveit „Ég hef aldrei litið á mig sem hetju. Skelfilegir atburðir eiga sér stað og fólk er í lífshættu. Við fáum tækifæri til þess að bjarga lífi þess en það er mjög gefandi starf. Það er gott að skila svona dagsverki eins og Benóný gerði um dag- inn. Áhöfnin vinnur eins og vel stillt hljómsveit og allir gera eins vel og þeir geta enda er mikið í húfi. Það sem situr í mér eru þau flug þegar maður hefur þurft að snúa við og koma heim með skottið á milli lappanna. Það hefur kom- ið fyrir að það haldi fyrir mér vöku en þetta er alltaf spurning um hvenær maður tekur einu skrefi of rnikið," seg- ir Páll. Páll er borinn og barnfæddur Reyk- víkingur, nánar tiltekið vesturbæingur. Hann er fráskilinn og á þrjú böm af fyrra hjónabandi. Hann byrjaði sem flugmaður hjá Landgræðslunni áður en hann gekk til liðs við Landhelgisgæsl- una. „Það er kannski tilviljun hvar hver og einn lendir í lífinu. Þegar ég fór að læra að fljúga var markmiðið ekki endi- lega að fara að vinna hjá Landhelgis- gæslunni. Flugið er mitt eina áhugamál sem einnig er vinnan mín. Óneitanlega héf ég mikinn áhuga á flugi enda geng- ur þetta ekki öðruvísi. Við Benóný höf- um verið í þessu saman frá því 24 stunda vaktir hófust í stjómstöð og hjá okkur,“ segir Páll. Páll á mikinn þátt í uppbyggingu þessarar sveitar og það hefur gefið hon- um mjög mikið. Hann segir að tækja- kostur hafi vaxið gríðarlega á þessum árum frá því hann hóf störf hjá Gæsl- unni og mannskapurinn þjálfast að sama skapi. Fljótlega fundust takmark- anirnar á TF-SIF, sem kom til landsins árið 1985, þó vissulega hafi hún skilað sínu. Allan þann tíma sem TF-SIF var í notkun lentu Páll og félagar hans ekki í neinum atvikum líkum þeim sem gerð- ust í síðustu viku en það var alltaf yflr- vofandi. Uppeldið mitt „Við Benni höfum gengið í gegnum margt saman en hann er talsvert yngri en ég. Sumir kalla hann uppeldið mitt þegar þeir tala um hann við mig. Ég hef séð hann verða til sem flugstjóra og björgunarþyrlumann. Ég er auðvitað mjög stoltur af uppeldinu. Það hefur skapast mikil og góð vinátta á milli okk- ar á þessum tíma. Við ráðfærum okkur mikið hvor við annan en ég ákveð auð- vitað sjálfur hvað ég kaupi í matinn. Áður en Benni varð flugstjóri flugum við mikið saman í áhöfn. Við lærðum hvor af öðrum og höfum alltaf lagt okk- ar metnað í að vera gagnrýnir hvor á annars vinnubrögð. Við erum alltaf að reyna að bæta okkur,“ segir Páll. Að sögn Páls er talsvert álag að vera á bakvakt þar sem menn eiga alltaf von á kallinu. Hann hefur meiri vara á sér í svefni og er alltaf að athuga hvort tæk- ið sé í lagi. „Stundum læt ég hringja í mig og at- huga hvort tækið virkar. Þegar ég fer í sturtu tek ég það með mér. Það getur ■haft alvarlegar afleiðingar ef ekki næst í mann,“ segir Páll. Líf Páls og Benónýs er talsvert sam- tvinnað því auk þess að starfa saman eru þeir góðir vinir og félagar. Flugið á hug þeirra allan og þeir hringjast á dag- lega og oft á dag auk þess að hittast í vinnunni. Páll segir að þeir bæti hvor annan upp og séu mjög sterkt lið sam- an. Benóný er sjómaður en Páll segist aldrei hafa mígið í saltan sjó. „Ég er nýbúinn að venja Benóný af því að tala um bakboröa og stjórnborða og við erum farnir að tala um hægri og vinstri eins og annað fólk. Ég talaði alltaf um að skipin rugguðu á meðan hann segir að þau velti,“ segir Páll glott- andi. Páll segir að afisingarbúnaður þyrl- unnar sé mjög mikilvægur. Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæsl- unnar, setti sig fljótt inn í málin og sá að þetta væri eitt af því sem þyrfti til þess að gera þyrluna að þessu öfluga björgunartæki sem hún er. -em
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.