Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1997, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 15. MARS 1997 %éttir___________________________________________________ Landhelgisgæslan: Ljóma stafar af flugdeildinni en skuggi yfir skiparekstrínum Manntjón Landhelgisgæslunnar - frá fyrsta þorskastríði til þessa dags. 21 maður látinn - 1959 febrúar Gæsluskipið Hermóður ferst í ofviðri og 12 menn með því. 1973 - ágúst Vélstjóri á Ægi að gera við skemmdir eftir ásiglingu bresks herskips. Sjór gekk yfir rafsuðuvél og, olli skammhlaupi. Maöurinn lést. a'v . 1980*- janúar Skipverji á Tý banaði tveimur skipsfélögum sínum og týndist síðan fyrir borö. .. 1983 nóvember Þyrlári TF Rán fórst í Jökulfjöröum á Vestfjorðum og með henni fjórir menn. 1997 mars Mánn tók út af Ægi í stórsjó við Þykkvabæjarfjöru. Tveir aðrir slösuðust. POT Landhelgisgæslan og starfsmenn hennar hafa verið í sterku sviðsljósi undanfama daga og hafa endurtek- in sjóbjörgunarafrek þyrluáhafna hennar vakið verðskuldaða athygli og þakklæti. Skipafloti Gæslunnar, aðstæður sjómanna hennar bæði hvað varðar tækjakost og úrræði til að bjarga sjómönnum og skipum hefur hins vegar birst á annan hátt og dekkri undanfarin ár og nú síð- ast í sambandi viö strand Víkart- inds og það hryggilega slys sem varð um borð í varðskipinu Ægi við strandstaðinn á Þykkvabæjarfjöru í fyrri viku. Þá tók skipverja fyrir borð og nokkrir aðrir slösuðust, þar af einn illa. Fréttaljós Stefán Amgrímsson „Þær aðstæður sem sjómönnum Landhelgisgæslunnar eru boðnar upp á eru ekki boðlegar nú til dags. Þar er þó ekki við yfirmenn eða starfsmenn Gæslunar að sakast heldur er ástæðan sú að Gæslan er fjárvana. Hún á sér engan tekju- stofn heldur er hún á fjárlögum og er þannig ofurseld duttlungum fjár- veitingavalds sem ekki hefur gert það upp við sig hvort Gæslan eigi að vera fullburða löggæslu- og björgunarstofnun eöa ekki.“ Þetta em orð fyrrverandi sjómanns hjá Landhelgisgæslunni, sem tekið hef- ur þátt í mörgum björgunaraðgerð- um. Tregða skipstjórans og slysið um dorð í Ægi Viðmælandi DV segir að systur- skip Gæslunnar, Ægir og Týr séu um margt afbragðs skip, góð sjó- skip, vel haldið við og með mjög öfl- ugar vélar, en alltof lítil til að geta talist fullburða gæslu- og björgunar- skip fyrir 200 mílna landhelgina. En hann telur engu aö síður að Ægir hefði getað bjargað Víkartindi og dregið skipið út á rýmri sjó og forð- að því að hann strandaði, hefði skip- stjórinn þegið aðstoð skipsins í tæka tíð. En vegna þess að skipstjór- inn dró að þiggja aðstoðina væntan- lega til þess að freista þess að spara útgerðinni hjörgunarlaunin, þar til í algjört óefni var komið, og vegna aðstæðna um borð í varðskipinu þá fór sem fór- mann tók fyrir borð af Ægi og tveir slösuðust. Þessi fyrrverandi sjómaður full- yrðir að aðstæður um borð í varð- skipunum og systurskipunum Ægi og Tý séu mjög varasamar sem sýni sig í því að slys um borð í þeim séu ekki einsdæmi. Þessum aðstæðum sé auðvelt að breyta til betri vegar, en nánar um það síðar. 21 Gæslumaður hefur farist Síðan í fyrsta þorskastríðinu við Breta í kjölfar útfærslu landhelginn- ar í 12 mílur árið 1958 hefur 21 mað- ur farist við skyldustörf hjá Land- helgisgæslunni. í febrúar 1959 fórst varðskipið Hermóður og meö því 12 menn. 1 þorskastríðinu sem fýlgdi í kjölfar útfærslunni í 50 mílur árið 1972 reyndu bresk herskip mark- visst að sigla á íslensku varðskipin og eftir eina slika ásiglingu á varð- skipið Ægi í ágúst 1973 var vélstjóri skipsins að rafsjóða í skemmdir sem urðu við ásiglingu niðri i gangi undir þyrlupalli þegar sjór gekk yfir skipið og inn á ganginn. Skamm- hlaup varð í rafsuðutækjunum og vélstjórinn lést af völdum raflosts. í febrúar árið 1980 truflaðist skip- verji á Tý á geðsmunum og banaði tveimur skipsfélögum sínum með hnífi en týndi svo sjálfum sér fyrir borð. Þá fórst þyrla Gæslunnar, TF Rán á Jökulfjöröum inn af ísaljarð- ardjúpi síðla árs 1983 og með henni fjórir menn og loks tók mann út af Ægi í síðustu viku sem fyrr er sagt. Úrbætur mögulegar Nokkur fleiri dæmi munu vera um slys á mönnum á fyrmefndum göngum aftur á systurskipunum Ægi og Tý, en þessir gangar liggja út frá tækja- og bátaskýlinu mið- skips, sem er áfast yfirbyggingu skipsins, en gangamir era opnir allt frá skuti skipanna og fram að tækja- skýlinu. Þama er borðstokkurinn mjög lágur yfir sjólínu og í miklum sjógangi gengur sjór inn á gangana og getur hrifiö menn með sér og kastað þeim um gangana og á það sem fyrir er, eða þá útbyrðis, eins og nýlegt dæmi sýnir. Fyrrverandi varðskipsmaður, viðmælandi DV fullyrðir að tiltölulega auðvelt sé að draga verulega úr slysahættu á þessum stað í skipinu fyrir menn sem þar era að störfum, t.d. við björgunaraðgerðir í slæmum veðr- um með því að loka þessum opnu göngum sem liggja aftur með skip- unum undir þyrlupöllunum. Auk þess að draga úr slysahættu muni þetta einnig verða til þess að skipin verjist sjógangi mun betur en nú og eigi auðveldara með að rétta sig af úr slagsíðu, vegna þess að sjór kom- ist ekki lengur inn fyrir borðstokk- ana og inn á gangana. Þegar búiö væri að loka göngun- um telur varðskipsmaðurinn fyrr- verandi að mætti síðan koma fyrir lúgu aftur í skuti skipanna til að slaka út dráttartógi og til að skjóta út línu og þessháttar. Slíkar endur- bætur myndu stórlega draga úr hættu á slysum og manntjóni með þeim hætti sem varð í Þykkvabæj- arfjöru á dögunum. Vafasamur sparnaður Höskuldur Skarphéðinsson fyrr- verandi skipherra telur engan vafa leika á því að skipstjóri Víkartinds hafnaði aðstoð varðskipsins til að komast hjá greiðslu björgunarlauna og reyndi því í lengstu lög að koma bilaðri aðalvél skipsins í gang, en án árangurs. Hann telur það víta- vert af honum að draga það svo lengi sem raunin var að þiggja að- stoð og verða uppvís að því að vera á sama tíma að reyna að semja um björgunarlaun. Skipverjinn fyrrverandi, viðmæ- landi blaðsins segir margt sláandi líkt með strandi Víkartinds og strands vélbátsins Heimaeyjar á svipuðum slóðum og Víkartindur árið 1981, en þá var hann skipverji á Tý, sem um þetta leyti var að koma úr hringferð umhverfis landið frá því að flytja nýja peningaseðla og mynt á haJEnir landsins. Skipið lá við festar í Vestmannaeyjahöfti, en Ægir í vari við Eiðiö í Vestmanna- eyjum. Aðdragandi strands Heimaeyjar var í stuttu máli sá að skipið varð vélarvana við Þrídranga og var að- stoðar varðskips hafhað þar sem annað fiskiskip Heimae^iefði tekið skipið í tog. Ekki tókst betur til en að dráttartaugar, sem voru togvírar, slitnuðu í þrígang og tók Heimaey að reka upp í land. Að sögn Hösk- uldar Skarphéðinssonar þáverandi skipherra á Tý var aðstoðar varð- skips hafnað á þeim forsendum að búið væri að semja við annað fiski- skip um aðstoð. „Ég var á vakt í brúnni á Tý ásamt þáverandi fyrsta stýrimanni á Tý og við hlustuðum á talstöðvar- samskipti Heimaeyjar við bæði varðskipið, útgerðarstjóra skipsins og forstjóra tryggingafélags þess og tókum þau upp á segulband," segir skipverjinn fyrrverandi. Hann segir þá félagana hafa greinilega heyrt þegar bæði útgerðarmaður og full- trúi tryggingafélags Heimaeyjar bannaði skipstjóranum að þiggja að- stoð varðskipsins, sem þó var í ná- grenninu og hefði getað brugðist skjótt við. „Það var ömurlegt að heyra neyðarópin í skipstjóranum þegar skipiö var komið i strandið og eftir að hann hafði sent tvo menn fram á skipið til að slaka út akkeri til að skipið færi rétt inn í strandið, og misst þá báða í sjóinn,“ segir skipverjinn fyrrverandi. Höskuldur segist hafa heyrt þessi talstöðvarsamskipti einnig og segir að það hafi verið hart að liggja síð- an undir ámæli alþingismanna með- al annarra fyrir að tvö Gæsluskip hefðu ekkert aðhafst og ekki griðið fram fyrir hendumar á skipstjóran- um og útgerðinni. Höskuldur telur ekki að segul- bandsupptakan sem gerð var um borð í Tý af fjarskiptum skipstjóra Heimaeyjar í strandinu hafi verið varðveitt. Hann minnist þess að í framhaldinu hafi verið flutt frum- varp á Alþingi um að skylda Gæsl- una til að bjarga skipum endur- gjaldslaust, til að koma í veg fyrir slys af þessu tagi. Megum ekki grípa inn Helgi Hallvarðsson skipherra og upplýsingafulltrúi Landhelgisgæsl- unnar segist í samtali við DV ekki treysta sér til þess að segja hvort og þá hvaða lagabreytingar þurfi til að koma svo skipherra á varðskipi geti gripið inn í atburðarás af þessu tagi og tekið ráðin af skipstjóra. „Þegar yfir á þetta svið er komið höfum við ekkert vald. Þá hefur skipstjóri hins nauðstadda skips öll lögin sín meg- in þannig að ef þannig færi að menn um borö, þvert ofan í vilja skipstjór- ans, tilbúnir að taka á móti enda frá okkur, eða skip væri komið upp í flöru en við sæjum fram á að geta kippt því út í hvelli til þess að bjarga verðmætum frá skaða og koma í veg fyrir olíumengun og annað, þá erum við í allri sök. Ef út- gerðin eða skipstjórinn hefur ekki beðið um aðstoð, þá er hægt að kæra okkur t.d. fyrir skemmdir á skipinu." Varðandi umræður á Alþingi og vítur á starfsmenn Gæslunnar i framhaldi af Heimaeyjarstrandinu segir Helgi að hann hafi verið fylgj- andi því á þeim tíma að Gæslan færi í málaferli vegna þessara ásak- sma. „Við vorum bara að gegna skyldum okkar innan okkar valds- viðs og það var og er ekki okkar sök að það nær ekki lengra en þetta,“ segir hann. Af slíkum málaferlum varð ekki. Skipstjórinn alvaldur um boro „Skipstjóri hefur mjög sterkt vald yfir skipi sínu og áhöfn, bæði sam- kvæmt siglingalögum og sjómarma- lögum. Það er aldagamalt fyrir- komulag að skipstjóri ræður á sínu skipi," segir Stefán Melsted lögmað- ur Landhelgisgæslunnar í samtali við DV. Stefán var spurður hvort Gæslunni væri heimilt að grípa inn í atburðarásina til að afstýra hættu, ef ljóst væri að einhverjir aðrir, svo sem útgerð og tryggingafélög mætu peningahagsmuni sína meir en líf áhafnarmeðlima og skipstjóri þigg- ur ekki hjálp vegna þess að honum er skipað að gera það ekki. Hann sagði að slíkt væri mjög erfitt að sanna og hugsanlegar segulbands- upptökur eins og fyrr era nefndar gætu verið marktæk gögn í sam- bandi við málarekstur, en líka óheimil gögn í réttarfari vegna þess aðviðkomandi hafi ekki vitað af upptökunni. Stefán sagði að strand Heimaeyj- ar og manntjón sem í því varð hafi leitt til samkomulags milli Land- helgisgæslunnar og LÍÚ, samstarfs- vettvangs þeirra tryggingarfélaga sem tryggja íslenska fiskiskipaflot- ann og sjómanna um ákveðnar við- miðunarreglur og taxta um björgun skipa í vanda. Þetta samkomulag nær til skipa yfir 100 tonn að stærð. Önnur fiskiskip undir 100 tonnum era hins vegar tryggð hjá Samá- byrgð íslenskra fiskiskipa og í gildi er gamall samningur milli Gæsl- unnar og Samábyrgðar um björgun þess hluta flotans sem er undir 100 tonnum. Spurður um hvort skipherrar Gæslunnar geti gripið til neyðar- réttar til að bjarga þeim sem ekki vilja láta bjarga sér segir Stefán að mjög ríkar ástæður verði að vera til að honum verði beitt. Þær séu aldrei algildar heldur byggist alltaf á mati og viðbúið að miklar deilur hefjist eftir að neyðarrétti hefur verið beitt. „Sá sem beitir neyðar- rétti án þess að það takist að rétt- læta það eftirá, hann bakar sér hugsanlega bæði refsi- og skaða- bótaábyrgð. Þetta er því ekkert ein- falt mál.“ Varöskipiö Týr. Fyrrverandi skipverji á skipinu segir aö veröi opna gangin- um undir þyrlupalli skipsins og systurskips þess, Ægis, lokaö dragi þaö stórlega úr hættu á slysum af því tagi sem varö um borö í Ægi viö strand- staö Vikartinds á dögunum og geri skipiö einnig aö betra sjóskipi. DV-mynd Svelnn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.