Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1997, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1997, Blaðsíða 54
LAUGARDAGIJR 15. MARS 1997 13 "'l/" æ kvihmyndir Háskólabíó - StarTrek: Fyrstu kynni: Stjörnustríð ★★★ og tímaflakk Star Trek: Fyrstu kynni (Star Trek: First Contact) er mikið afrek í kvik- myndagerð ef aðeins er horft á tæknilegu hliðina, þar er nánast allt fiillkom- ið. Þau miklu afrek sem tölvusniUingar, hönnuðir og grafíkmeistarar inna af hendi í myndinni endurspeglast í því hvað allt er eðlilegt og það er ekki fyrr en eftir á að maður gerir sér grein fyrir hversu stórkostleg myndin er, taekni- lega séð. Það er samt ekki nóg að sýna snilld á tæknisviðinu þegar kvikmynd á í hlut, það verður að vera kjöt á beininu, sem sagt einhver saga. Og það verður að segjast að sagan um að bjarga því aö þróim mannkyns á jörðinni verði breytt, er hin skemmtilegasta og betri en margar í sama myndaflokki, en Star Trek: Fyrstu kynni er áttunda kvikmyndin í þessari myndaröð, sem auk þess státar af tveimur eða þremur sjónvarpsseríum sem gerðar eru um sama efni. Aðalpersónumar í Star Trek: Fyrstu kynni eru flestar úr sjónvarpsseríunni Star Trek: Next Generation og þar fer fremstur í flokki Patrick Stewart i hlut- verki skipstjórans Picard. Þessi stórgóði leikari sem á sér klassískan bak- grunn í breskum leikhúsum fer ákaflega vel með hlutverk sitt og er mun betri og hefur meiri útgeislun heldur en fyrirrennarar hans i þungavigtar- hlutverkum í Star Trek-myndunum. Þá er einnig ágætur James Cromwell (lék bóndann í Babe), leikur hann sérkennilegan visindamann sem flæktur er í timaflakk Star Treks-liðsins og óvinanna af ættflokki Borgar, sem eru líf- ræn vélmenni. Star Trek: Fyrstu kynni er hröð og góð skemmtun. Sagan sem slík skilur ekki mikið eftir sig nema fyrir harða Star Trek-aðdáendur, sem eru víst orðn- ir nokkuð margir hér á landi. Leikstjóri er Jonathan Frakes, sem er einn af fóstu leikurum í sjónvarpsþáttunum og er ekki annað að sjá en að hann sýni góð tilþrif og festu bak við myndavélina. Leikstjóri: Jonathan Frakes. Handrit: Brannon Braga og Ronald D. Moore. Kvikmyndataka: Matthew F. Leonetti. Tónlist: Jerry Goldsmith. Aðallleikarar: Patrick Stewart, Jonathan Frakes, Brent Spiner, Alfre Woodward, James Cromwell og Alice Krige. Hilnlar Karlsson Stjörnubíó - Jerry Maguire , ★★★ Uppar og uppgötvanir í þessari nýjustu mynd Tom Cruise leikur hann uppa, Jerry Maguire, sem uppgötvar að tilveran hefur meira til að bera en peninga og frama; nefiiilega ást og umhyggju. Jerry er umboðsmaður íþróttamanna sem fær sam- viskubit yfir þvi hvemig hann drífur umbjóð- endur sína áfram til þess að græða á þeim. Áður en varir hefur hann einungis einn kúnna og einn ritara (einstæða móður og ekkju) á bak við sig. Upphefst nú vinskapur milli hans og kúnnans (Cuba Gooding, Jr.) og ástarsamband við ritarann (Renee ZellWeger) og gengur á ýmsu bæði efiiahagslega og tilfmningalega. Myndum af þessu tagi hættir afskaplega til væmni en handritið er vel skrif- að, þar sem heilmikil kímni vegur iðulega upp á móti væmninni. Cruise stendur sig vel og bæði Gooding og Zellweger eiga góðan leik, en aðalsjarmör- inn er hinn ungi Jonathan Lipnicki sem leikur son ritarans. Það er ánægju- legt að sjá þama harðan uppa uppgötva fleiri hliðar á tilverunni en finnast á feitum bankareikningi, en það er jafhframt þreytandi að sjá að þessar ,já- kvæðu“ eða „mýkri“ hliðar em svona gamaldags. Það er svarti íþróttamaður- inn sem er kominn upp á hvíta umboðsmanninn fyrir frama sinn, og það er konan sem stendur að baki mannsins sem ritari, bókhaldari og loks eigin- kona. Einstæð móðir er ósjálfrátt í örvæntingarfullri leit að eiginmanni og fráskildar konur hlægilegar. Þessi íhaldssemi kemur enn betur í ljós þegar Jerry Maguire er borin saman við hina bráðskemmtilegu First Wifes Club þar sem þær fráskildu tóku líf sitt í eigin hendur og vora ekki upp á uppa komnar. En þrátt fyrir þessa galla (og óþarfa lengd) þá era líka góðar hliðar og fyrir þau sem hafa gaman af þessari tegund kvikmynda má hiklaust mæla með Jerry. Leikstjóri og handritshöfundur: Cameron Crowe. Kvikmyndataka: Janusz Kaminski. Aðalleikarar: Tom Cruise, Cuba Gooding, jr. Renee Zellweger, Kelly Preston og Bonnie Hunt. Úlfhildur Dagsdóttir Bíóhöllin - Fierce Creatures: ★★★★ Tarantúlur og önnur gæludýr Tarantúlan Terry er sloppin úr vasa dýravarð- ar síns og viðstaddir fækka fótum snarlega af ótta við að loðin kóngulóin leynist innan- klæða. Þetta gerist í fataskáp á hótelherbergi á meðan leynilegri hlerunaraðgerð stendur. Þeir hleruðu ákveða að loka dýragarðinum þar sem hleraramir starfa. í næsta herbergi jarmar kind. Tarantúlan skríður út úr skápnum og þeir hleraðu reyna að myrða hana. Kvikmyndin Fierce Creatures, sem er hinn langþráði fylgifiskur (en ekki framhald) Fisksins Wöndu (1988), fjallar um baráttu breskra dýragarðsstarfs- manna gegn bandariskum auðkýfíngum um tilverurétt dýragarðs. Vince McCaine (Kevin Kline), sonur auðkýfmgsins Rod McCaine (Kevin Kline), og Willa Weston (Jamie Lee Curtis) eiga að reka dýragaröinn með hagnaði eftir að Rollo Lee (John Cleese) hefur mistekist það. Eins og búast mátti við frá þessum hóp eru dýrakynlffsbrandarar í hverju búri, dýraverðirnir líkjast dýrunum sinum og allir misskUja alla að hætti góðra grínmynda. Myndin siglir oft ansi nálægt væmni annars vegar (þetta með dýrin og virðinguna) og leiðinlega fyrirsjáanlegri ádeUu á stórfyrirtæki og fjármálabrask hins vegar (þetta með virðinguna og dýrin) en brennir sig Ula á hvoragu. Það er skotið í aUar áttir (nema á dýrin), á ofbeldi (StaUone væri ekki það sem hann er ef hann hefði leikið í Jane Austin- myndum) á auglýsingar (’absalut fierce’- hundakápa á tigrisdýrinu) og á pempíuskap Breta (dýrakynlífsbrandaramir). Handritið er gott og þétt (sérstaklega þetta með erótíkina og dýrin), dýrin era dýrslega sæt, leikurinn er góður, húmorinn er góður; eftir langan og erfiðan dag var þessi mynd alger dúUa. PS. Terry á hálfu stjömuna. Leikstjórar: Robert Young og Fred Schepisi. Handrit: John Cleese og lain Johnstone. Kvikmyndataka: Adrian Biddle og lan Baker. Tónlist: Jerry Goldsmith. Aðalleikarar:John Cleese, Jamie Lee Curtis, Kevin Kline og Michael Palin. Jerry Maguire í Stjörnubíói, Bíóhöllinni og Laugarásbíói: Umboðsmaður íþrótta- manna fær bakþanka Fimm kvikmyndir eru tilnefndar tU óskarsverðlauna sem besta kvik- mynd. Þegar hafa fjórar þeirra ver- ið sýndar hér á landi, Fargo, The English Patient, Secret and Lies og Shine og er hægt að sjá þær þrjá síðastnefndu í kvikmyndahúsum borgarinnar. Fimmta kvikmyndin, Jerry Maguire og sú sem notið hef- ur langmestra vinsælda í Bandarikjun- um, verður frumsýnd um helgina, þannig að þeg- ar kemur að óskarsverð- launaafhend- ingunni 24. mars hafa aU- ar helstu kvik- myndimar sem til greina koma verið sýndar hér á landi. Jerry Maguire, sem fær fimm tiln- efningar í heUdina, verð- ur sýnd í þremur kvik- myndahúsum í höfuðborg- inn, Stjömu- bíói, BíóhöU- inni og Laug- arásbíói. 21. mars verður hún svo einnig tekin tU sýningar í Borg- arbíói á Akureyri. Myndin fjáUar um íþróttaumboðs- manninn Jerry Maguire sem þekkir sitt fag. Hann er vel menntaður, fra- magjarn, dáður, myndarlegur og óvenju klár að fá nýja umbjóðend- ur. Hann á faUega kærastu, Avery Bishop, sem er ekki síður frama- gjöm en hann. Þegar myndin hefst stendur Jerry Maguire á tímamót- um. Velgengni hans er mikil en samt sem áður finnst honum vanta eitthvað við starfið. Hann semur 35 síðna yfirlýsingu um hvemig eigi betur að hlúa að umbjóðendum sín- um. Yfirskriftin er: Það sem við hugsum en segjum ekki - Framtíð viðskipta okkar. Sem sagt fækka viðskiptavinum svo hægt sé að veita betri þjónustu, gæði umfram magn. Jerry kemur yfirlýsingunni til aUra starfsmanna fyrirtækisins og fær klapp á bakið fyrir að þora að segja það sem aðrir hugsa en hafa veigrað sér við að koma á framfæri. Jerry Maguire kemst þó tljótt að því að hreinskilni og sam- viskusemi er ekki metin hátt og fær hann reisupassann. Maguire leggur þó ekki árar í hát og stofnar éigið tyrirtæki en verður að byggja afkomu fyrir- tækisins á einni faUandi íþróttastjömu. Tom Cruise Nú er Tom Cruise sá leikari í HoUywood sem er besta ijár- festingin, það er stað- reynd sem ekki verður ef- ast um. Fimm síðustu kvik- myndir hans að Jerry Maguire meðtaldri hafa aU- ar halað inn meira en 100 mUlj- ónir doUara. Þetta era A Few Good unglingamyndum og strákslegt yfir- bragð hefur ekki unnið með honum. Og þrátt fyrir að hann fengi strax góða dóma í dramatískum myndum á borð við Taps og Risky Business, þá er það ekki fyrr en með Born on the Fourth of July sem farið er að taka hann alvarlega. í miUitíðinni hafði hann meðal annars leikið í Rain Man, en þar beindist öll athyglin að Dustin Hofiman. En leikur hans í Born on the Fourth of July sannfærði aUa um að hann hefði ekki aðeins mikla hæfi- leika heldur væri leikari sem tæki vinnu sína alvarlega. Fyrir leik sinn fékk hann Gold- en Globe verðlaunin og var tU- nefndur tU óskarsverð- launa. Og nú hefur hann endur- tekið þann leik, hefur fengið Golden Globe verðlaunin fyr- ir leik sinn i Jerry Maguire og er tilnefhdur tU óskarsverðlauna. Tom Craise er aldeUis í spennandi verkefni þessa dagana. Hann og eig- inkona hans, Nicole Kidman, era að leika í Eyes Wide Shut, sem leik- stýrt er af Stanley Kubrick, en kvik- myndaaðdáendur hafa beðið lengi eftir að meistari Kubrick kæmi út úr híði slnu í Englandi og tæki tU við kvikmyndagerð að nýju. Cameron Crowe Leikstjóri Jerry Maguire er Cameron Crowe, sem byrjaði ferU sinn í blaðamennsku og var aðeins sextán ára þegar hann var ráðinn blaðamaður við hið þekkta tímarit RoUing Stone og aðeins rúmlega tvítug- ur var hann orðinn einn aðstoð- arritstjóra blaðsins. Meðan hann starfaði á RoUing Stone tók hann viðtöl við heimsþekkta tónlistar- menn, má þar nefna Bob Dylan, David Bowie, NeU Young og Eric Clapton. Þegar Crowe var 22 ára hætti hann á RoUing Stone og skrif- aði unglingabókina Fast Times at Ridgemont High, sem síðar varð gerð kvikmynd eftir og skrifaði Crowe handritið. Á næstu árum vann hann bæði við handritsskrif fyrir kvikmyndir og starf- aði einnig sem sjálf- stæður blaðamaður. 1989 skrifaði hann handrit að Say Anything og fékk að leikstýra mynd- inni sjálfur. Myndin fékk af- bragðsdóma. Þremur árum síðar gerði hann Sing- les, róman- tíska gam- anmynd sem sló í gegn. Jerry Maguire er þó langvin- sælasta kvik- mynd hans tU -HK Tom Cruise í hlutverki umboðsmannsins Jerrys Maguire. Men, The Firm, Interview with the Vampire, Mission Impossible og Jerry Maguire, sem um síðustu helgi var komin með um 140 miUj- ónir doUarar í aðgangseyri. Það vUl nú svo tU að Tom Craise var aUs ekki sá sem framleiðendur myndarinnar og leikstjórinn Cameron Crowe vUdu fá í hlutverk- Rod Tidwell (Cuba Gooding jr.) er fallandi íþróttastjarna sem Jerry Maguire (Tom Cruise) tekur upp á arma sína. ið í fyrstu. Þeir voru aUtaf með Tom Hanks i huga, en Hanks var ekki sáttur við hlutverkið og hljóp því Tom Craise í skarðið. Það efast fáir um leikhæfileika Tom Craise nú en fáar stórstjömur hafa þurft að hafa jafn mikið fýrir því að sanna sig og hann. í fyrstu var litið á Tom Cruise eingöngu sem faU egt and- lit í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.