Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1997, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1997, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 15. MARS 1997 49 Áskriftarferð úr sólarpotti DV og Flugleiða: Held ég fái nú tvöfalda áskrift - segir lukkulegur vinningshafinn SUN ’n FUN flugkoman stendur í vlku og er haldin árlega í borginni Lakeland í Flórída. Bandaríkjaferð flugáhugamanna SUN ’n FUN flugkoman, Cana- veral-höfði og Smithsonian flug- og geimvísindasafnið í Washington- borg eru þrír heimsfrægir staðir sem tengjast flugi í heiminum. „Fyrsta flugs félagið", sem er félag flugáhugamanna, hefur skipulagt hópferð fyrir íslendinga til að skoða þessa annáluðu staði dagana 7.-14. apríl. Ýmislegt annað athyglisvert verður á boðstólum í þessari viku- löngu ferð sem er til Bandaríkjanna. Gunnar Þorsteinsson, formaður Fyrsta flugs félagsins, segir að þetta sé síður en svo eingöngu ferð fyrir fólk með brennandi flugáhuga. „Flugáhugamenn eru eins og annað fólk og geta ekki verið gónandi upp í loftið alla ferðina enda er fjölmargt annað hægt að gera í eina viku í Bandaríkjunum. Eftir umhleyping- ana hér heima síðustu vikumar er upplagt að njóta sólarinnar í Flórída fyrstu fimm daga ferðarinnar og svo get ég mælt með verslunarferðum í Washington/Baltimore seinni tvo dagana,“ segir Gunnar. Hann bætir við að á dagskránni sé einnig heim- sókn í nýjan skemmtigarð sem heit- ir Fantasy and flight og skoðunar- ferð um Washington-borg og ýmis- legt annað sem eigi eftir að koma á óvart. Yfir hálf milljón gesta SUN ’n FUN flugkoman stendur í viku og er haldin árlega í borginni Lakeland í Flórída. Þangað er að- SmÍthSfinÍíin eins eins tima akstur frá Orlando. Flugkoma er íslenska heitið á því sem á ensku kallast „fly-in“ en það er geysimikil flughátíð þar sem áhugamenn um flug finna allt milli himins og jarðar er tengist flugi. Um 1200 flugvélar munu koma á SUN ’n FUN að þessu sinni. Flugmenn og farþegar tjalda gjaman við vélar sínar eftir að þær eru lentar og þessi skemmtilegi sið- ur skapar sértaka stemningu á há- tíðarsvæðinu. Alls er reiknað með 650.000 gestinn í ár. „Þetta er eins og áfengislaus þjóðhátíð þar sem flugið er aðalatriðið. Sjálfar flugsýning- amar hefjast á hádegi og standa fram eftir degi en fyrir og eftir þær er hægt að skoða þúsundir flugvéla á jörðu niðri. Á daginn er boðið upp á 40-50 fyr- irlestra um flug, flugkvikmyndasýn- ingar, risastór útimarkaður er starf- ræktur og á fimmta hundrað fyrir- tæki eru með vörukynningar í stórri sýningarhöll. Skammt frá svæðinu er sérstakt flugminjasafn þar sem rúmlega 70 flugfarartæki em til sýnis, sex sérdeildir era í safninu og að auki geysilega stórt flugbókasafn. Á kvöldin svífur karnivals- og kaffihúsaandi yfir svæðinu," segir Gunnar Þorsteins- son. í Flórída verður farið í eins dags skoðunarferð. Dagurinn hefst á Canaveral-höfða en þar eru banda- ríska geimferðastofnunin (NASA) og flugherinn með umfangsmikla starfsemi. M.a. verða skoðuð geimminjasöfn og farið á skotpalla geimskutlunnar. Síðdegis verður haldið í Disneyworld og dvalið þar góða stund. Nýr skemmtigarður, sem einvörðungu er helgaður flugi (Fantasy of flight), er skammt fyrir utan Lakeland og hyggst hópurinn gera sér sérferð þangað. Spánarfarar athugið Ertu á leiö tii Spánar? Þá vil ég veita athygli á þjón- ustu sem við veitum. Flytjum fólktil og frá ALICANTE-flugvelli. Erum með 8 manna bíl, sjáum um eftirlit, þrif, leigumiðlun (aðallega á Las Mimosas svæðinu) og alla almenna þjónustu fyrir ferðamanninn allt árið, allan sólarhringinn. Sjáum einnig um ferðir til og frá diskótekum, veitingahúsum og margt fleira. Hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Sími og fax: 00 34 5632 8367 Fársími: 00 34 0966 3710 arferðir í Baltimore enda afar hag- stætt verðlag þar i borg og risastór- ar verslunarmiðstöðvar. Ferðin stendur yfir í viku. Flogið er með Flugleiðum til Orlando mánudaginn 7. apríl en komið heim frá Baltimore að morgni þriðjudags- ins 15. apríl. Áætlað ér að ferðin kosti rúmar 70.000 krónur, miðað við tvo í herbergi. Innifalið er flug- far, gisting, rútuferðir í Bandaríkj- unum og úrvals íslensk fararstjórn. Fararstjóri, auk Gunnars Þorsteins- sonar, verður Þorsteinn E. Jónsson, fyrirverandi flugstjóri og flugkappi með meira. Mögulegt er að víkja frá skipulagðri dagskrá hópsins og enn fremur er unnt að framlengja dvö- lina í Bandaríkjunum. Enn þá era laus sæti í ferðina. Frekari upplýsingar eru veittar hjá Fyrsta flugs félaginu í síma 561 2900 alla daga frá kl. 9 til 22. -ÍS „Þetta eru æðislegar fréttir. Ég trúi þessu varla en ég held ég gerist bara tvöfaldur áskrifandi að DV, svo ánægð er ég með þetta,“ sagði Guð- ríður Jónsdóttir, áskrifandi að DV í tíu ár, þegar blaðamaður tilkynnti henni að hún hefði verið, sem skuld- laus áskrifandi að blaðinu, dregin úr sólarpotti DV og Flugleiða. Hún fær nú ferð til St. Petersburg Beach á Flórída með Flugleiðum og gist- ingu fyrir tvo í viku. „Ég ætla í viku til Ungverjalands í júní en annað hefur ekki verið skipulagt. Ég hef aldrei komið til Bandaríkjanna svo þetta er kær- komið tækifæri fyrir mig og auðvit- Guðríður Jónsdóttir var himinsæl þegar henni voru færð tíðindin um að hún hefði verið dregin út sem vinn- ingshafi í áskriftarferð DV og Flug- teiða. Hún fer til St. Petersburg á Flór- ída meö Flugleiðum og fær gistingu fyrir tvo í viku. að fær bóndinn að fara með. Það er ekki hægt að skilja hann eftir heima,“ sagði Guðríður. St. Petersburg Beach er sólarpara- dís Flórída og Flugleiðir verða með íslenskan fararstjóra í ákveðnum ferðum í sumar. Guðríður getur far- ið með bóndann í sólina frá 27. maí til 2. september. Hún er fimmti skuldlausi áksrifandinn sem dreg- inn er úr sólarpottinum en þeir verða alls tíu. Einn er dreginn út í viku hverri. -sv I Washington er hið heimsþekkta Smithsonian flug- og geimferðasafn. Þar era margar af frægustu flugvél- um heims varðveittar og stærð safnsins er slík að þar er auðveld- lega hægt að eyða heilum degi. Heill dagur er frátekinn fyrir skoðunar- ferð um þetta merka safn og skoðun- arferð um Washington- borg. Síðasti dagurinn er hugsaður fyrir verslun- Benidorm Beint ffug í 26/3-9/4 - 2 vikur Verð miðað við 4 í íbúð /[0/^5 (2 börn og 2 fullorðnir) frá kr. 14 stgr. 2ííbúðfráki. 52^?,? 629?,0 Les Dunes Suits-SÉRTILBOÐ 2 I íbúð frá kr. Loftkældar íbúðir - engin aukagreiðsla fyrir loftkælingu. A BENIDORM eru allir gististaðir Ferðaskrifstofu Reykjavíkur staðsettir miðsvæðis eða við ströndina þar sem stutt er í alla þjónustu i allt sumar Vorferð 9. apríl -14.maí 36 dagar Verð miðað við 4 í íbúð (2 börn og 2 fullorðnir) frá kr 40«5 2 í íbúð frá kr. 58205 13 dagar 14. maí Verð miðað við 4 í íbúð OOCQC (2 börn og 2 fullorðnir) frá kr. jqJQJ 2 í íbúð frá kr. 5220? Les Dunes Suits 579S? 2 í íbúð lnnifalið:Flug, gisting, flutningur til og frá flugvelli erlendis - íslensk fararstjórn og allir skattar Sumarbæklingurinn |997er kominn. Komdu og fáðu eintak Pantíð ■ sima 552 3200 QATIAS^ EUROCARD FERÐASKRIFSTOFA ^ REYKJAVÍKUR Aðalstræti 16 - sími 552-3200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.