Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1997, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1997, Side 8
sælkerinn LAUGARDAGUR 5. APRIL 1997 Gylfi Pátursson matreiðslunemi: Selapiparsteik og jarðarbeijaostaterta Tælensk súpa Sælkeri vikunnar er Gylfi Pét- ursson matreiðslunemi á veit- ingastaðnum Laugarás. Gylfi gefur uppskrift að selapiparsteik og jarðarberjaostatertu. Piparsteik fyrir fjóra 800 gr. selafilé (einnig hægt að nota hrefnu eða hval) V21 vatn og teningur 2 msk. sólberjasulta 1 dl rjómi salt og pipar eftir smekk piparmix á kjötið Kjötið er skorið í 200 gr. steik- ur sem steiktar eru á pönnu 2 mínútur á hvorri hlið. Það er síðan kryddað með salti, pipar og piparmixi. Kjötið er steikt í ofni á 170 gráðum í 7-8 mínútur. Á meðan steikin er í ofninum er y2 litri af vatni settur á pönnuna ásamt kryddi. Sósan er bökuð upp og látin sjóða í 5-7 mínútur en þá er rjóma og sólbeijasultu bætt saman við. Borið fram með fersku grænmeti, eplasalati og sykurbrúnuðum kartöflum. Jarðarberjaostaterta 400 gr. rjómaostur 3 dl léttþeyttur rjómi 100 gr. fersk maukuð jarðar- ber 100 gr. flórsykur 1 msk. sitrónusafi 4 matarlímsblöð hentugt Rjómaostabland- an er sett ofan á og kakan kæld í 4-6 Botn 200 gr. hafrakex 50 gr. bráðið smjör 1 msk. sykur 1 tsk. kanill Byrjið að léttþeyta rjómann og að því búnu er rjómaosti, jarðar- berjum, flórsykri og sitrónusafa blandað saman. Matarlímið er brætt í 2 msk. af vatni og bland- að út í ostablönduna. Léttþeytt- um rjómanum er blandað síðast saman við. Kexið er mulið í botninn og öllu blandað saman og sett í tima. Gott er að setja jarðar- berjasultu ofan á. Osta- tertan er borin ‘'"v fram með þeytt- h um rjóma og \ ferskum ávöxtum. Gylfi Pétursson gefur gómsætar uppskriftir. DV-mynd Sigrún Lovísa matgæðingur vikunnar Kristín Guðjónsdóttir og Sigurgísli Ingimarsson: Villibráð og humar í uppáhaldi Kristin Guðjónsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur og húsmóðir, og Sigurgísli Ingimars- son tannlæknir ætla að bjóða upp á tvo rétti sem þau hafa verið að þróa undanfar- in ár. Villibráð og humar er í miklu uppá- haldi hjá þeim. Þau láta fylgja með tillögur af víni með báðum réttunum. Herragarðsgæs Hráefni: Villigæsabringur Rauðlaukur Skalottulaukur Salt og pipar Blóðberg (timian) Calvados Gæsasoð (sjá uppskrift) Villiber Sólberjalögur til marineringar 1 hl. Sólberjamarmelaði (sulta) 1 hl. Sólberjasaft 1 hl. Hlyns hunang (maple leaf) 1 hl. Hindberjaedik 1 hl. Ceme de Cassis Skerið bringumar frá og leggið í sól- berjalöginn og látið marinerast í a.m.k. 2 klst. um. Hitið ofninn í 175°C og setjið bringum- ar í ofhinn í u.þ.b. 10 mínútur. Gætið þess að hafa bringumar ekki of lengi í ofninum! Skerið niður rauðlauk og skalottulaukinn í báta, og steikið í smjöri ásamt trönuberj- um. Hellið sólberjaleginum yfir og látið krauma við vægan hita í nokkrar mínútur. Clos De Jacobins Grand Cm Classé 1993. Blátúnshumar Sósa Sigtið gæsasoðið (5 dl af soði duga fyrir 4-6). Leysið upp steikarskófina af pönnunni með smávegis gæsasoði og hellið í hreinan pott. Bætið í gæsasoði og sólberjamariner- ingslegi eftir þörfúm. Þykkið sósuna með dökkum maizena sósujafnara. Setjið að lok- um Calvados og fersk ber í sósuna (sólber, krækiber, bláber). Gæsasoð Skerið frá vængi og læri og hlutið í sundur beinin. Krydd- ið með salti og pipar. Hitið olíu á pönnu og brúnið vel á öllum hliðum og takið af pönnunni. Skerið niður 3 stk. sellerí, 3-4 gulrætur, 2 meðalstóra lauka/rauð- lauka, 1 blaðlauk, eitt ,, _. , ,. . knippi steinselju, 10 pipar,Kr.St.n og Sigurg.sl. bjóða upp á v.ll.brað og humar. kom, 10 mulin einiber, 2-3 blöð lárviðar- lauf, 1/2 matsk. salvia. Villt ber, kræki- ber eða bláber. „Svissið" eða allt að því brúnið grænmetið í olíu í potti (ekki svissa villiber og einiberin). Leggið gæsa- beinin, læri og vængi yfir grænmetið. Sáldrið kryddi og villiberjum yfir og sjóð- ið við vægan hita í 2 klst. þegar suðu hef- ur verið náð. Bætið vatni í eftir þörfum og fleytið froðu og fitu ofan af. Hitið oliu á pönnu. Takið bringumar úr sólberjaleginum og kryddið með salti, pipar og timian. Lokið steikinni vel á öllum hlið- Framleiðsla Humarhalar Humarskeljar Laukur Paprika (gul og græn) Ferskir tómatar (flisjaðir) Sveppir Meðalþurrt hvítvín Rjómi Salt Dill Blóðberg (timian) Takiö humarskeljamar og merjið þær í morteli. Hitið smjör á pönnu og steikið skeljarnar í smjörinu (gætið þess að brúna ekki smjörið). Tínið skeljarnar úr smjörbráð- inni sem orðin er ljósrauð. Skerið grænmetiö gróft og „svissið“ það nú í smjör- inu. Hellið rjóma og hvítvíni og þykk- ið sósuna með maizenamjöli. Kryddið með salti, pipar, blóð- bergi (timian) og dilli. Sjóðið vatn í potti með sjáv- arsalti. Leggið humarhalana í sjóðandi vatnið og bíðið þess að suðan komi upp á ný, en þá er hum- arinn nægjan- lega eldaður. Hellið græn- metis/vínsós- unni á disk. Raðið íjórum humarhölum á diskana og skreytiö með tómatrós og skreytingu úr agúrku. Hellið sósunni á diskana og skerið bring- urnar á sneiðar og raðið á miðja diskana. Setjið lauk, trönuber og kartöflubáta (t.d. ofnbakaða), til sitthvorrar hliðar. Vín: Með þessum rétti er kjörið að bera fram Bordeaux-vín frá St. Emilion, t.d. Chatau Vín: Með þessum rétti má gjarnan bera fram Grand Cru eða Premier Cru-vin frá Chablis, t.d. Chablis Premier Cru frá Dom- aine Laroche 1995. Kristín og Sigurgísli ætla að skora á Ósk- ar Guðjónsson saxafónleikara og áhuga- mann um hvers kyns matargerð. -em 10 stórar hráar rækjur 1 tsk. tómatpuré 2 vorlaukar 1 fersk sítrónu- melissa 1 rauður chilipip- ar 100 g sveppir 1 skifa fersk galangalrót (svipað og engifer) börkur af V2 lime y21 ljós kjötkraftur eða vatn 2 msk. fishsósa (nuoc-mam) safi af hálfri sítrónu púrrulaukur ferskt koriander Soðið í tíu mínútur. Takið utan af rækj- unum. Hreinsið utan af vorlauknum og skerið hann í skífur. Brjótið sítrónu- melissuna með þungum hníf. Deilið chil- ipiparmun langsum og fjarlægið kjamann og skerið kjötið i þunnar sneiðar. Hreins- ið sveppina undir rennandi vatni. Þurrkið þá strax og skerið í þunnar sneiðar. Látið kjötkraft eða vatn sjóða og hrærið tómat- puré saman við. Bætið við sítrónumelissu, galangarót og fishsósu. Sjóðið saman í fimm mínútur. Bætið rækjunum saman við, vorlauk, sveppum, lime berki, chili og sítrónusafa. Sjóðið í ca tvær mínútur. Rækjumar eiga að vera ljósrauðar og stinnar. Fjarlægið sítrónumelissuna og dreifið fínhökkuðum púrrulauk yfir súp- una ásamt koriander. Rækjurnar mega ekki sjóða of lengi því þá verða þær seigar. Ekki er nauðsynlegt að salta súpuna þvi það er salt í fishsósunni. Galangarod minnir á engifer þannig að hægt er að nota það í staðinn ef hitt er ekki fáan- legt. Indverskar kjötbollur í jógúrt 250 g hakkað lambakjöt 1 egg 1 msk. maisena 1 lítill laukur 1 hvítlauksrif 1 cm ferskt engifer 1 lítill chilipip- ar 1 tsk. kori- ander salt olía til steikingar yt 1 hrein jógúrt Takið utan af engifemum, afhýðiö lauk og hvítlauk. Deilið chili langsum og fjarlægið kjarnana. Fínhakkið aUt saman. Hrærið sam- an kjöt, egg, maisena, lauk og krydd og látið það kólna í hálftima. Mótið kjötið í litlar kjötbollur og steikið þær í olíu. Berið bollumar fram sjóðandi heitar í kaldri jógúrt. Dreifið fersku koriander yfir réttinn og berið fram með brauði og grænu salati. Hakkað kálfa- og svínakjöt er hægt að nota í staðinn fyrir lambakjötið. Holl, fitusnauð og Ijúffeng Eftirfarandi uppskrift að fitusnauðri tertu sem er engu síðri en þær sem innihalda fitu og eggjarauður, og nú er bara að prófa. Ljúflingsterta með Halo-freistingu. 3/4 bolli hrásykur eða púðursykur 4 eggjahvítur 2 bollar hveiti 11/2 tsk. lyftiduft 11/2 tsk. matarsóti 1/2 boUi eplamauk 3/4 bolli sjóðandi vatn 1 bolli hersli- hnetuspænir 1/2 boUi döðlur, saxaðar *3 stk. saxað Halo- súkkulaði, helmingi fituminna. Þeytið saman sykur og eggjahvítur, bland- ið þurrefninu varlega út í, síðan eplamauki og sjóðandi vatni. Að lokum er hnetum, döðl- um og Halo- súkkulaði hrært út i með sleif. Setjið deigið í tvö hringlaga (smurö) tertu- form, bakið í ca. 20 mín. við 175°C. Á miUi tertubotnanna er gott að setja ban- ana eða jarðarber. Nú svo má bæta við rjóma með nokkrum halo-bitum í á hátíðar- og tyUi- dögum. ATH. í tertunni er engin olía, smjörliki eða eggjarauður. *Halo-súkkulaði er fáanlegt í þremur bragðtegundum, þ.e. orange, honey og toffee. Höfundi uppskriftar finnst Halo Honey njóta sín best í kökunni en hinar bragðtegundim- ar eru einnig góðar. -em

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.