Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1997, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1997, Page 10
LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 10 taug Var þáttur Spaugstofunnar fyndinn eða gekk hún of langt og guðlastaði? Fólk væntir ekki kímni af Biblíunni en Jesús var mikill húmoristi Miklar og heitar umræöur hafa skap- ast í vikunni vegna kvörtunar herra Ólafs Skúlasonar til Útvarpsráðs um Spaugstofuþáttinn laugardaginn fyrir páska. Það hefur dregið dilk á eftir sér þar sem lögreglu- rannsókn hefur haf- ist. Sitt sýnist hverj- um hvort um guðlast sé að ræða eða ekki og kirkjunnar menn eru ekki á eitt sáttir um það. Sem dæmi má nefna að séra Geir Waage sá ekkert athugavert við þátt- inn og fannst Spaug- stofan beinlínis gagn- rýna umgengni okk- ar við hina heilögu hluti frekar en gera grin að þeim. Sumt af því minnti Geir á predikun frelsarans sjálfs. Hér á eftir fara þau atriði sem herra Ólafur var ekki sátt- ur við: Guðfræðinaar tregastir til að viðurkenna húmor og Guð Eru bestu grínarar landsins fyndnir eöa eru þeir einungis trúlausir guölastarar? Hér eru félagarnir á góöri stund þeir Örn Árnason, Karl Ágúst Úlfsson, Siguröur Sigurjónsson, Pálmi Gestsson og Randver Porláksson. Ekki eru allir sam- mála um hvort húmor og kímni eigi við þegar Guð er ann- ars vegar en margir guðfræðingar hafa þó verið einna tregastir til þess að viður- kenna það, segir Jak- ob Jónsson sem skrif- aði á sínum tima bók um Kímni og skop í Nýja testamentinu. Hann segir mikla kímni að finna þar ef menn leiti vel. Hann tekur sem dæmi að meðal annars sé kímni í leikhúsinu tengd eftirvænting- unni og það komi fyr- ir að sorgleg atvik á sviði verði brosleg vegna þess að áhorf- endur vænta kímni. Á sama hátt getur kímni í Biblíutexta farið fram hjá fólki af því það væntir ann- ars frá guðrækilegum höfundum. „Hvemig svo sem Kristshugmyndin kann að vera, er það ríkjandi hugsun, að hann opinberi föðurinn sem kærleikans Guð. Af því leiðir að sjálfsögðu, að kímni getur ekki verið í samræmi við Krist, nema hún sé góðviljuð, samúðarrík og vinsamleg. Sannir og einlægir kristnir menn munu því eiga örðugt með að trúa á kímni í Nýja testamentinu, nema unnt sé að samræma hana hugmyndinni um guð- legan kærleika," segir Jakob í Kímni og skop í Nýja testamentinu. Að sögn Jakobs miðar samtalstækni Jesú að því að lokka andstæðinga hans í gildru með athugasemdum sem virðast saklausar. Þannig skop kemur fram í sög- unni um bersyndugu konuna, en þar er skop á háða bóga. (Jóh. 8,1-11) Andstæð- ingamir spyrja Jesúm, hvort ekki eigi að halda lögmál Móses í slíkum tilfellum og hann viðurkennir að það ætti að grýta konuna ef einhver viðstaddra væri þess umkominn að varpa fyrsta steininum. „En Jesú veit með sjálfum sér að enginn stenst það próf,“ segir Jakob. Eins og litlir krakkar Að sögn Jakobs er engan veginn sjálf- sagt að líta svo á að öll skopleg ummæli séu illgjöm eða af hatri sprottin, ffemur en heitar deilur um trú eða stjómmál. „Þegar Jesús ræðir við andstæðinga sína, notar hann mörg orðatiltæki, sem eru að meira eða minna leyti skop. Þeir eru eins og litlir krakkar, sem vita ekkert hvað þeir vilja þegar þeir era að leika sér (Lúk. 7,31-34),“ segir Jakob. Hann segir jafnframt að rabbíarnir hefðu átt það til að viðhafa kímni, er þeir ræddu um Guð. Jakob kemst að því að mikla kímni sé að finna í Nýja testament- inu ef menn leiti vel. -em Síðasta kvöldmáltíðin Titill: kvöldmáltíöin... Jesú og lærisveinarnir sitja til borðs... þjónn leggur disk fyr- ir framan Jesú... Jesús: Ég trúi þessu ekki... Lærisneiö- ar einu sinni enn...! Af hverju er aldrei neitt í matinn annað en lærisneiðar...? Þetta erf sko, siðasta kvöldmáltíðin sem ég borða með ykkur... Rödd utan myndar: Kött...! Djísus Kræst...! Jesús: Já, varstu að tala viö mig...? Rödd utan rayndar: Já... Heyrðu... Haltu þessu svona... Þetta er miklu betri titill á myndina... Jesús: Hvað...? Rödd utan myndar: Síðasta kvöldmáltiðin... Við byrj- um aftur... Klapptré í mynd: siöasta kvöld- máltiðin... Titill: Siðasta kvöldmáltiöin Jesús: Þetta er siðasta kvöldmáltiðin sem ég snæöi meö ykkur... og i tilefni af þvi ætla ég að taka ykkur i fótsnyrtingu... Lærisveinn: Nei, Jesús minn... Jesús: Hvað...? Lærisveinn: Það er alltaf hlegið að okkur eftir þessar fótsnyrtingar þin- Jesús: Nú...? Lærisveinn: Já... Hvernig heldurðu að það sé að ganga um með rakaða leggi og hárautt sanserað naglalakk...? Sérstaklega þegar við þurfum lika að ganga i þessum sandölum... Jesús: Nú, jæja þá... Þjónn: Fyrirgefiöi, en ætliði að borga þetta allir saman eða sitt i hvoru lagi... Það verður hrikalegt mál að sundurliða reikninginn... Lærisveinn: Júdas... Júdas: Já. . . Lærisveinn: Þú splæsir... Júdas: Af hverju ég...? Lærisveinn: Af þvi þú ert sá eini sem á pen- ing... Júdas: Já, svoleiðis... Jesús: Pétur... Pétur: Já, meistari... Jesús: Áöur en haninn galar þrisvar munt þú svikja mig tvisvar... Pétur: Hvaða vitleysa... Hani galar utan myndar... Lærisveinar: (i kór) Eeeeeinn... Pétur: Hei, strákar, þið takið mig á taugum... Hani galar utan myndar... Lærisveinar: (i kór) Tveeeeir... Pétur seilist út úr mynd og snýr hanann úr hálsliðnum... Pétur: Má bjóða einhverjum steiktan hana...? Blindur f*r sýn Blindur maður situr i stofu sinni... Jesús er aö eiga viö sjónvarpið hans... Jesús: Jæja, Jakob minn... Þá er þetta komið... Ðlindur maöur: Jæja, vinur, þaö var gott... Og er ég þá kominn með Sýn...? Jesús: (Skiptir um rásir á sjónvarpinu) Já... Nú ertu kominn með Sýn og fjölvarpið... Þannig að þér þarf nú aldeilis ekki að leiðast i framtiðinni þó að þú sért blind- ur... Blindur maöur: Nei, það var þó gott...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.