Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1997, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1997, Side 11
13"\^ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 Qljpiðsljós ii Níræð fyrirsæta í London í hverju verkefninu á fætur öðru: Björk er falleg stelpa - segir Margot Dillon sem lák tannlækninn í myndbandi Bjarkar, Army of Me „Björk er falleg stelpa,“ segir níræða fyrirsætan Margot Dillon í viðtali við Sunday Times Magazine nýlega en hún lék tannlækninn sem fékk Björk Guð- mundsdóttur í stólinn í myndbandinu við lagið Army of Me. Margot er orðin þekkt í Bretlandi fyrir fyrirsætustörf sín, komin á þennan háa aldur. Auk myndbands Bjarkar hefur hún komið fram i sjónvarpsauglýsingum, tónlistar- myndbandi með Pulp, kvikmyndum á borð við Flintstone, unnið fyrir tískuhús og verið i viðtölum í flest- um frægu tímaritunum eins og t.d. Dazed & Confused. í viðtalinu í Sunday Times Magazine fer hún lof- samlegum orðum um Björk sem og strákana í Pulp. Alveg frá árinu 1974 hefur hún starf- að sem fyrirsæta, eða frá 67 ára aldri. Þar áður vann hún lengst af sem ráð- gjafi í auglýsingagerð. Einhver hefði sjáifsagt farið sáttur á eftirlaun á þess- um tíma en Margot vildi ekki setjast í helgan stein. Níutíu ára gömul vinnur hún allan daginn ef því er að skipta og tekur góð frí þess á milli. Viðskiptavinir hennar hafa krafist þess við umboðsmann hennar að senda bíl eftir henni til að sækja hana í verkefni, ekki síst eftir að hún hrasaði úti á götu í fyrra og fékk gat á hausinn. Panasonic-auglýsing í uppáhaldi Aðspurð segir hún uppáhalds- verkefni sitt vera þegar hún lék 1 auglýsingu fyrir Panasonic um jól- in 1994. Þar hafi hún verið ráðin með örskömmum fyrirvara og feng- in til að taka nokkur létt dansspor í auglýsingu fyrir Panasonic-sjón- vörp. Mestu vonbrigðin segir hún vera þegar hún lék í auglýsingu fyrir ástr- alskt símafyrirtæki árið 1977. Hún hefði gert samning sem kvað á um eingreiðslu en ekki fyrir endurtekn- ingar. Auglýsingin sló í gegn og var sýnd margsinnis á sjónvarpsstöðv- um, vann m.a. verðlaun á sjónvarps- auglýsingahátíð í Cannes. Margot segist þarna hafa orðið af miklum tekjum. Margot Dillon, 90 ára fyrirsæta í London, heldur hér á myndum sem birtust í tímaritinu Dazed & Confused. Hún hefur m.a. leikið í tónlistarmyndbandi með Björk. Kynbomban Heather Locklear í þættinum Melrose Place: Komin fimm mánuði á leið Kynbomban og leikkonan He- ather Locklear, 35 ára, úr sjónvarps- þáttunum vinsælu, Melrose Place, sem sýndir eru á Stöð 2, er komin fimm mánuði á leið. Á ótrúlegan hátt hefur henni tekist að halda þessu leyndu fyrir slúðurpennum eða þar til nú að öllum lýðnum er þetta ljóst. Enda erfítt úr þessu að ganga með veggjum því eilítil bumba er farin að sjást á He- ather. Hún á von á sér í lok júlí í sumar og faðirinn er gítar- leikarinn í Bon Jovi, Richie Sam- bora. Þetta verður þeirra fyrsta bam. Þau hafa búið sam- an í bráðum fjögur ár og giftu sig með pompi og prakt sumarið 1994. Richie er annar í röðinni að komast undir hjónasæng með Heather. Hún var áður gift Tommy Lee sem nú er í sambúð með hinni víðfrægu Pamelu Anderson. Kunnugir segja að Heather sé yfir sig spennt á meðgöngunni og hlakki mjög til fæðingarinnar. Hennar draumur hafi á sínum tíma verið að eignast fjögur böm en það var áður en hún gerði garðinn frægan í Hollywood. Leiklistarferillinn haföi forgang á barneignir. Nú kann draumurinn að rætast þótt margir myndu segja að seint væri í rassinn gripið. Dæmi em að vísu um að leikkonur í Hollywood séu í barn- eignum langt fram á fimmtugsald- urinn. Gítarleikarinn Richie er sömu- leiðis spenntur og þau sögð yfír sig ástfangin. Vinir þeirra segja að þeim sé sama hvort það verði strák- ur eða stelpa. Þau vilji ekki fá að vita það fyrirfram. Heather mun leika í Melrose Place eins lengi og framleiðendurn- ir leyfa. Hvað gerist eftir fæðingima er óljóst, þ.e. hvort fengin verði leik- kona í staðinn fyrir hana eða hún hreinlega látin leika ólétta konu í þáttunum. Hver veit? Heather Locklear og Richie Sambora haldast í hendur og hún meö hina höndina á maganum. Á innfelldu myndinni sést aö hún er aðeins farin aö gildna. Lavamat 9205 Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði. Ásiibúö.Búöardal. Vestflrðir: Geirseyrarbúðin.Patreksfiröl. Rafverk, Bolungarvík.Straumur.ísafirði.Norðurland: Kf.Steingrímsfjarðar.Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúð.Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvík. KEA, Siglufiröi Kf. Þingeyinga, Húsavík.Urð, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, EgHsstöðum. Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirði.Verslunin Vík, Neskaupstað. Kf. Fáskrúösfirðinga, Fáskrúðsfirði. KASK, Höfn. Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Kirkjubœjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík. I tilefni sjötíu og fimm ára afmælisárs Bræðranna Ormsson „Öko-Sysfem" sparar allt að 20% sápu Taumagn: 5 kg VindingarhraSi: 1000 og 700 snúninga UKS kerfi: Jafnar tau í tromlu fyrir vindingu Variomatik vinding: Sérstakt vindingarkerfi fyrir viSkvæman þvott og ull Ullarkerfi: Ullarvagga; ullinni vaggað „Bio kerfi" Fuzzy-logig: Sjálfvirk vatnsskömtun eftir taumagni, notar aldrei meira vatn en þörf er á Aukaskolun: Sér hnappur, skolar fjórum sinnum í staS þrisvar Þýskt vörumerki þýskt hugvit þýsk framleiðsla ■ ■ A » ___ 111651 seiuu AEG þvottavélina á íslandi á sérstöku afmælisverði Eitt verð kr: Þriggja ÁRA ÁBYRGÐÁ ÖLLUM ÞVOTTAVÉLUM ;75uUUUr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.