Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1997, Qupperneq 12
12
LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 LíV
Yngsti smiðurinn sem útskrifast hefur úr sveinsprófi:
Var hæstur á prófinu
þrátt fyrir lesblindu
Atli Erlingsson er yngsti smiður-
inn sem útskrifast hefur með
sveinspróf en hann er aðeins nitján
ára gamall og útskrifaðist 2. febrú-
ar. Það átti ekkert annað fyrir hon-
um að liggia en að læra smíði, segir
hann, þar sem faðir hans er húsa-
smíðameistari.
Atli byrjaöi ungur að starfa hjá
fóður sínum og var síðan á samn-
ingi hjá honum. Það er samt sem
áður mjög óvenjulegt að Atla hafi
vegnað svona vel þar sem hann er
einnig lesblindur. Þrátt fyrir það
fékk hann hæstu einkunn sem gefin
var fyrir sveinsstykki sitt sem var
gluggi með krosspósti og opnanlegu
fagi.
„Ég fór á samning strax í tíunda
bekk en venjulega fer maður ekki á
samning fyrr en sextán ára. Mér
hefur síðan gengið mjög vel í skól-
anum,“ segir Atli.
Atli er uppalinn í Mosfellsbænum
og heita foreldrar hans Erlingur
Kristjánsson húsasmíðameistari og
Ingunn Bjömsdóttir, ritari í Rima-
skóla.
Til Ítalíu í nám
Hann er um þessar mundir í hús-
gagnasmíði og klárar hana á næstu
jólum ef vel gengur. Atli hefur mest-
an áhuga á viðgerð á gömlum hús-
um og húsgögnum og hann hyggst
mennta sig frekar á því sviði. Til
þess ætlar hann að fara til Ítalíu og
fá að starfa á verkstæði sem sérhæf-
ir sig í slíku. Hann hefur sótt um
Leonardo styrkinn og verið er að
vinna í því að útvega honum vinn-
una.
„Mér finnst miklu skemmtilegra
að fást við gamla handbragðið held-
ur en það nýja. Menn hafa gefið allt
sitt í verkið og leggja alúð í það. Það
fer eftir persónuleika manna hvern-
ig þeir smíða og hvernig þeir gera
við hlutina. Maður verður að hafa
ákveðna smekkvísi og þekkja við-
komandi stíl á húsgögnunum," seg-
ir Atli.
Atli segir að lesblindan hafi auð-
vitað háð sér en hún uppgötvaðist
ekki fyrr en hann kláraði tíunda
bekkinn. Hann segist nota þær að-
ferðir sem lesblindir nota en það
er hlustun. Hann gæti
aldrei komist i
gegnum allt
námsefnið þar
sem hann sé
miklu lengur
að lesa en
þeir sem
ekki eru les-
blindir.
„Þegar
ég var
þrettán ára
var ég sett-
ur í hálf-
gerðan
tossabekk
en þaðan
fékk ég
ágætis ein-
kunnir.
Þegar
hann
var síðan
í tíunda
bekk var
ég á meðal
Atli Erlingsson hyggst læra aö gera upp gömul húsgögn og hús.
hraða í skólanum,“ segir Atli.
Ef lesblindan heiði greinst
fyrr þá hefði Atli strax feng-
ið sérkennslu við
hæfi. Þetta
sýnir mikil-
vægi þess
greina
lesblindu
strax í
bama-
I skóla svo
börnin
þurfi
ekki að
ganga í
gegnum
það að
vera sett í
tossabekk
með öllu
sem því
fylgir.
DV-mynd þök
éerlend bóksjá
Metsölukiljur
• • • • •• •••••••♦♦
Bretland
Skáldsögur:
1. Graham Swlft:
Last Orders.
2. Mlchael Ondaatje:
The Engllsh Patlent.(Kvlkm.útgáfa)
3. Mlchael Ondaatje:
The Engllsh Patlent.
4. Tom Clancy & Steve Plecenlk:
Op Centre: Acts of War.
5. Nick Hornby:
Hlgh Fldellty.
6. Hugh Laurle:
The Gun Seller.
7. Mlchael Klmball:
Undone.
8. Catherlne Cookson:
The Upstart.
9. Nlcholas Evans:
The Horse Whlsperer.
10. Robert Jordan:
A Crown of Swords.
Rlt almenns eðlls:
1. Blll Bryson:
Notes from a Small Island.
2. John Gray:
Men Are From Mars, Women Are
From Venus.
3. Paul Wllson:
A Llttle Book of Calm.
4. Grlff Rhys Jones rltstjórl:
The Natlon's Favourlte Poems.
5. Alan Bennett:
Wrltlng Home.
6. D.J. Goldhagen:
Hltler's Wllllng Executloners.
7. Nlck Hornby:
Fever Pltch.
S. Sebastlan Faulks:
The Fatal Engllshman.
9. Fergal Keane:
Letter to Danlel.
10. Lorenzo Carcaterra:
Sleepers.
Innbundnar skáldsögur:
1. Wllbur Smlth:
Blrds of Prey.
2. Patrlcla D. Cornwell:
Hornet's Nest.
3. Arthur C. Clarke:
3001: The Flnal Odyssey.
4. Kate Atklnson:
Human Croquet.
5. Mary Wesley:
Part of the Fumlture.
Innbundln rlt almenns eölls:
1. Dava Sobel:
Longltude.
2. Tlm Smlt:
The Lost Gardens of Heligan.
3. Anne Frank:
Dlary of a Young Glrl.
4. Scott Adams:
The Dllbert Prlnclple.
5. Klngsley Amis:
The Klng's Engllsh.
(Byggt á Tho Sunday Tlmes)
Soyinka ákærður
Nigeríska nóbelskáld-
ið Wole Soyinka, sem
flúði heimaland sitt með
leynd fyrir rúmum
tveimur árum af ótta við
yfirvofandi handtöku og
fangelsun af hálfu her-
foringjastjórnar lands-
ins, hefur notað veru
sína í útlegð til að vekja
athygli umheimsins á
hroðalegu ástandi í Ni-
geríu.
Nú hafa stjórnvöld í
höfuðborginni Lagos
gripið til gagnráðstafana
og ákært Soyinká, og
fjórtán kunna samherja
hans í pólitiskri lýðræð-
ishreyfingu, fyrir
hryðjuverk. Þyngsti
dómur fyrir þann verkn-
að sem þeir eru ákærðir
fyrir er líflát. Soyinka
hefur vísað á bug öllum
ásökunum stjórnvalda
um aðild að hryðjuverk-
um og segir þær sakir
upplognar.
Soyinka, sem hefur
um langt árabil verið
kunnur í heimalandi
sínu fyrir leikrit sín og
sögur, hlaut bókmenntaverðlaun
Nóbels árið 1986. Síðustu árin hefur
hann öðru fremur einbeitt sér að
pólitískri baráttu gegn herforingja-
stjórn landsins.
Ný bók um ástandið
Soyinka hefur verið óþreytandi
að ræða um hörmungamar í heima-
landi sínu á fúndum og ráðstefnum
viða um heim síðustu misseri, en
hann ferðast um á vegabréfi frá
Sameinuðu þjóðunum.
Hann sendi einnig frá sér fyrir
nokknnn mánuðum bók um ástand-
ið. Hún nefnist: „The Open Sore of a
Continent: A Personal Narrative of
the Nigerian Crisis". Þar rekur
Wole Soylnka - landflótta nóbelskáld.
hann þróun mála i Nígeriu frá þvi
herforinginn Sani Abacha hrifsaði
völdin í sínar hendur árið 1993. Her-
foringjastjóm hans hefur barið allt
andóf niður með harðri hendi. Þess
er skemmst að minnast að hann lét
taka rithöfundinn Ken Aaro-Wiwa
Umsjón
Elías Snæland Jónsson
af lifi í nóvember árið 1995 ásamt
átta öðrum leiðtogmn Ogonis-ætt-
bálksins, en sú þjóð hefur fengið
sérstaklega slæma út-
reið hjá herforingja-
stjórninni, með dyggi-
legri aðstoð auðhringa á
borð við hið alþjóðlega
Shell-fyrirtæki. I kjölfar
þessara aftaka setti Evr-
ópusambandið, og
reyndar fleiri ríki,
vopnasölubann á Níger-
íu og hætti allri efna-
hagsaðstoð en herfor-
ingjastjómin hefur enn
frjálsar hendur um olíu-
sölu til annarra landa.
Fjölskyl
ognað
Idunni
Soyinka sagði í ný-
legu blaðaviðtali að hon-
um þætti það mjög leitt
að geta ekki farið heim,
ekki síst vegna þess að
útsendarar herforingja-
stjórnarinnar væra
farnir að ógna fjölskyldu
hans og vinum.
„Það er auðvitað dap-
urlegt að geta ekki fariö
heim vegna þess að
morðsjúkur asni hefur
tekið völdin í landinu. En ég get
ekki gert sjálfan mig að fanga
Abacha. Það myndi gera alla alla
starfsemi mina og sköpun
marklausa,“ sagði hann og bætti því
við að það hlytu alltaf að fylgja því
hættur að berjast fyrir lýðræði í
einræðisríki. Vegna þessara nýju
hótana hefði hann hækkað líftrygg-
ingu sína til að tryggja að sínir nán-
ustu hefðu tekjur til að lifa á ef eitt-
hvað kæmi skyndilega fyrir sig.
Þá hefur Soyinka svarar árásun-
um á sig með því að undirbúa máls-
höfðun á hendur Abacha og banda-
ríska blaðinu The Washington Post
fyrir að hafa kallað sig „hryðju-
verkamann" opinberlega.
Metsölukiljur
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. John Grlsham:
Runaway Jury.
2. Wally Lamb:
She's Come Undone.
3. Tom Clancy & Steve Pleczenlk:
Acts of War.
4. Ursula Hegi:
Stones From the Rlver.
5. LaVyrle Spencer:
The Camden Summer.
6. Davld Baldacci:
Absolute Power.
7. Taml Hoag:
Gullty as Sin.
8. Mlchael Ondaatje:
The Engllsh Patlent.
9. Stephen Whlte:
Harm's Way.
10. Heather Graham:
Rebel
11. Marlo Puzo:
The Last Don.
12. Judlth Krantz:
Sprlng Collectlon.
13. Llllan Jackson Braun:
The Cat Who Sald Cheese.
14. Jane Hamllton:
The Book of Ruth.
15. Sandra Brown:
Love’s Encore.
Rit almenns ebiis:
1. Jonathan Harr:
A Clvil Actlon.
2. Mary Plpher:
Revlvlng Ophella.
3. Jon Krakauer:
Into the Wlld.
4. Danalel Jonah Goldhagen:
Hitler's Wllllng Executloners.
5. Thomas Cahlll:
How the Irlsh Saved Clvllizatlon.
6. C. A. Darden & J. Walter:
In Contempt.
7. James McBride:
The Color of Water.
8. Howard Stern:
Private Parts.
9. Kay Redfield Jamlson:
An Unqulet Mlnd.
10. Andrew Well:
Spontaneous Heallng.
11. Joseph D. Plstone & R. Woodley:
Bury Me Standlng.
12. Mary Karr:
The Uar’s Club.
13. Dava Sobel:
Longltude.
14. Carmen R. Berry & T. Traeder:
Glrlfrlends.
15. Chrlstopher Andersen:
Jack and Jackle.
(Byggt á New York Tlmes Book Revlew)