Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1997, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 5. Apríl 1997 UV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVlK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: httpV/www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Harmsaga þjóðkirkjunnar Kvörtun frá biskupi þjóökirkjunnar hefur leitt til þess, að ríkissaksóknari er farinn að undirbúa málshöfðun gegn þekktum spaugurum ríkissjónvarpsins fyrir meint guðlast á laugardegi fyrir páska, er þeir fóru með orða- leiki og fimmaurabrandara á kostnað þjóðkirkjunnar. Tilefni kvörtunarinnar er harla léttvægt, enda snerist grínið mest um utantrúaratriði, svo sem tvenns konar merkingu orða á borð við „Sýn“ og „glataður“. Kvörtun- in sýnir óeðlilega viðkvæmni þjóðkirkjunnar fyrir því, sem hún telur vera áreiti utan úr þjóðfélaginu. Mál þetta bætist við langa röð atriða, sem eru til þess fallin að auka þreytu manna á þjóðkirkjunni sem stofn- un. Það minnir á, að tímabært er að skilja milli ríkis og kirkju, svo að þjóðkirkjan fái að vera út af fyrir sig með endurteknar uppákomur eða endurreisn virðingar. Þjóðkirkjan getur ekki einu sinni rekið kirkjugarða án þess að brjóta landslög um ólögmæta viðskiptahætti og fá á sig dóm af því tilefni. Hún tregðast við að fram- fylgja dómsúrskurði og verndar þar á ofan á jólum okur- starfsemi á þjónustu við aðstandendur látinna. Sumir prestar standa í stöðugu þrasi við aðra presta, annað starfsfólk kirkna, söfnuði sína og umhverfi sitt yf- irleitt. Ýmis mál, sem varða samskipti kennimanna við annað fólk, hafa orðið landsfræg á síðustu árum og skað- að stöðu þjóðkirkjunnar sem opinberrar ríkiskirkju. Erfiðleikar sumra presta í umgengni við annað fólk byggjast að nokkru leyti á tilraunum þeirra til að túlka þjóðkirkjuna sem kennimannakirkju fremur en safnaða- kirkju; að kennimenn eigi að stjórna söfnuðum. Þessi stefna dregur úr þjóðkirkjuþætti ríkiskirkjunnar. Sem stofnun hefur þjóðkirkjan verið meira eða minna lömuð í rúmlega tvö ár vegna sérkennilegrar stöðu bisk- ups, sem hefur smám saman verið á undanhaldi úr emb- ætti og hefur sumpart reynt með litlum árangri að verja undanhaldið með aðstoð töffara úr lögmannastétt. Ofan á aðra ógæfu leiddist biskupinn út í að brjóta trúnað á fólki í einum söfnuði Reykjavíkur og að höfða andvana fætt meiðyrðamál gegn nokkrum konum, sem áttu í útistöðum við hann. Þetta er að sjálfsögðu óbæri- legt ástand í stofnun, sem kallar sig þjóðkirkju. Virðingarleysið einskorðast ekki við samskipti þjóð- kirkju og umhverfis hennar. Það er líka magnað innan kirkjunnar. Margir kennimenn áttu i útistöðum við biskupinn og sýndu honum virðingarskort áður en hann lenti í sviptingunum, sem leiddu til afsagnar hans. Meðan innri og ytri deilur og almenn skapstyggð marka þjóðkirkjuna magnast auðvitað gengi safnaða utan þjóðkirkjunnar. Misheppnaðar tilraunir þjóðkirkj- unnar til málaferla vegna meiðyrða eða fimmaurabrand- ara úti í bæ auka enn á niðurlægingu hennar. Þjóðkirkjan hefur verið að reyna á þolrif þjóðarinnar á undanfomum árum. Erfitt er að sjá, að úr því verði bætt á annan hátt en með róttækri aðgerð á borð við þá, sem oft hefur verið nefnd, aðskilnaði ríkis og kirkju og tilheyrandi eignaskiptasamningi ríkis og kirkju. Með aðskilnaði ríkis og kirkju geta núverandi söfnuð- ir í þjóðkirkjunni fengið að hafa áhrif á kristnihaldið og tekið upp aukna samkeppni við sértrúarhópa. Sam- kvæmt erlendri reynslu er slíkt líklegt til að efla trúar- líf, um leið og það eykur fjárhagslega ábyrgð safnaða. Líklegt er, að raunverulegt trúfrelsi muni auka veg þeirra kennimanna, sem mest erindi eiga til þjóðarinn- ar og draga úr áhrifum hinna, sem skaða lúterstrú. Jónas Kristjánsson Bretar kjósa nýja stjórn Baráttan vegna þing- kosninganna í Bretlandi fer ekki málefnalega af stað. Fyrstu dagarnir hafa að verulegu leyti snúist um einkamál einstakra þing- manna, hvort heldur fjár- mál þeirra eða ástarlíf. Verkamannaflokkurinn hefur sótt að John Major, forsætisráðherra og for- manni íhaldsflokksins, með kröfum um, að hann taki af skarið um velsæm- ismörk þeirra þingmanna, sem einkum hafa orðið fyr- ir aðkasti. Forsætisráðherrann hef- ur forðast að láta draga sig inn í þessar umræður og vísað til þess, að flokks- kerfið sé þannig, að heima- menn í kjördæmum ákveði frambjóðendur en ekki yf- irstjórn flokksins. Þess vegna sé það ekki á sinu valdi að dæma um málefni einstakra frambjóðenda. Þeir sæki umboð sitt til annarra. Skorar hann á andstæðinga sína að ræða frekar málefni en menn. Tony Blair, leiötogi Verkamannaflokksins, heilsar upp á stuöningsmenn sína í Northampton þegar hann var þar á ferö í byrjun vikunnar. Símamynd Reuter Málefni í felum Eftir að íhaldsmenn hafa stjóm- að Bretlandi samfleytt síðan 1979, er næsta sérkennilegt við fyrstu sýn, að andstæðingar þeirra leggi meiri áherslu á hneykslismál, tengd einstökum frambjóðendum, en málefni. Þegar betur er að gáð, er þetta í sjálfu sér ekki undarlegt, því að á almennan mælikvarða stjómmál- anna stendur ríkisstjóm Majors ekki illa. Efnahagur Breta batnar, atvinnuíeysi minnkar og síðast en ekki síst eru andstæðingar stjórn- arinnar að reyna að veiða atkvæði með þvi að tileinka sér ýmsa meg- inþætti þeirrar stefnu, sem íhalds- menn hafa mótað og fylgt á þessu langa stjómartímabili. Það er því ekkert sérstakt kappsmál stjórnarandstöðunnar að hampa málefnalegum ágrein- ingi. Hún vill í raun, að hann sé sem minnstur í kosningabarátt- unni. Margaret Thatcher, fyrrver- andi forsætisráðherra og leiðtogi íhaldsmanna, sem lagði gmnninn að þessari farsælu stjómarsetu þeirra, hefur í senn hrósað Tony Blair, formánni Verkamanna- flokksins, og hallmælt honum. Hrósað fyrir að tileinka sér stefnu og úrræði íhaldsflokksins en hall- mælt fyrir að hann muni ekki geta efnt loforðin í stjórn að kosningum loknum, því að á bak við kosninga- grímuna leynist gamlir sósíalistar, sem geti aldrei látið vera að sýna forræðishyggju sína í verki. Spurning um lýðræði | Undanfama áratugi hafa tveir S flokkar tekist á um það í Bretlandi | aö fá meirihluta á þingi til að I mynda eins flokks stjómir, það er “ íhaldsflokkurinn og Verkamanna- flokkurinn. í Bretlandi em ein- menningskjördæmi, það er fyrir hvert kjördæmi, en þau em fleiri en 600, situr einn þingmaður og nær sá kjöri, sem fær flest at- kvæði kjósenda, þótt hann nái Erlend tíðindi Björn Bjarnason ekki meirihluta, því að yfirleitt eru frambjóðendur fyrir fleiri flokka en tvo í framboði. Þess vegna getur flokkur fengið meiri- hluta á þingi án þess að njóta stuðnings meirihluta þjóðarinnar. Einn af kostum breska kerfisins er, að kjósendur ákveða sjálfir, hvaða ríkisstjóm fer með mál þeirra. Hér á landi er kerfið hins vegar þannig, að það kallar bein- línis á, aö flokkar semji eftir kosn- ingar um myndun ríkisstjómar. Áhrif kjósenda á það, hvaða flokk- ar sitja í stjóm, em því óbein. í Bretlandi hefur verið litið á það, sem snaran þátt í lýðræðis- kerfinu, að skipt sé reglulega um ríkisstjórnarflokk. Er því haldið fram af mörgum, að nái íhalds- flokkurinn enn einu sinni meiri- hluta eftir svo langa samfellda stjómarsetu, sé beinlínis vegið að meginforsendum lýræðislegra stjómarhátta. í ljósi þessa telur stór hópur kjósenda tímabært að gefa Verkamannaflokknum tæki- færi og hvíla íhaldsflokkinn. Evrópumálin Eftir hina löngu stjórnarsetu er íhaldsflokkurinn greinilega orð- inn þreyttur og hefði í sjálfu sér gott af því að gera upp ýmsa upp- safnaða spennu utan ríkisstjórn- ar. Togstreitan út af afstöðunni til Evrópusambandinu er það mál, sem hæst ber, þegar hugað er að vandræðum Majors. Hins vegar er rangt að draga þá ályktun, að Tony Blair verði auðveldara að glíma við evrópska efahyggju- menn í sínum flokki. Ákafinn eftir að komast í stjóm hjá frambjóðendum Verkamanna- flokksins er mikill. Viljinn til að sanna sig sem stjómhæfa verður einnig mikill hjá þingmönnum flokksins, komist þeir í meirihluta. Þess vegna verður hart lagt að þeim að vera samstiga og deila ekki inn- byrðis eða hreyfa málum, sem and- stæðingarnir geta fært sér í nyt. Vandinn er hins vegar sá í stjórnmálum, að ekki er unnt endalaust að ýta erfiðum málum á undan sér. Taka verður á þeim og finna lausnir. Þetta á við um Evr- ópumálin, eftir að ný stjóm tekur við völdum í Bretlandi. Þingmenn Verkamannaflokksins standa þar ekki síður frammi fyrir erfiðum ákvörðunum en þingmenn íhalds- flokksins. oðanir annarra Eystrasaltsríkin og NATO „Lýðræðisskipulag þeirra (Eystrasaltsríkjanna þriggja, Eistlands, Lettlands og Litiiáens) og frjálsir markaðir gera þau hæf til inngöngu í NATO en Rúss- ar era andvígir því að bandalagið komi sér fyrir á fyrr- um sovésku landi og Vesturlönd era hikandi vegna pólitiskrar áhættu og hemaðarlegs kostnaðar. Stjóm Clintons styður inngöngu þeirra, en síðar. Þangaö til vill hún að bandalagið bjóði þeim tryggingar og sam- vinnuverkefhi sem sé ætiað aö tengja þau betur við NATO.“Úr forystugrein Washington Post 1. apríl. Að rugla Kínverja í ríminu „Það væri skiljanlegt ef stjómvöld í Kína væru rugl- uð í ríminu þegar stefna Bandaríkjanna í þeirra garð er annars vegar eftir nýlega heimsókn Als Gores vara- forseta og Newts Gingrich, forseta fulltrúadeildar þingsins. Gore var maður sátta þegar hann boðaði bætt samskipti og svo virtist sem kosningasjóðaklúður Hvíta hússins væri honum ijötur um fót. Gingrich var þungorður þegar hann lýsti yfir áhyggjum sínum vegna mannréttindabrota og ofsókna á hendur andófs- mönnum og hann gaf líka að tilefnislausu loforð um að Taívan yrði veitt hervemd ef Kínverjar gerðu árás.“ Úr forystugrein New York Times 2. apríl. Danskir dátar gætu gert gagn „Enginn vafi leikur á því að danskir hermenn, með reynslu frá Króatíu og Bosníu, geta lagt mikið af mörk- um í að lægja ófriðaröldumar í Albaníu. En hvemig? Umboðið er óljóst. Eiga alþjóðlegu hersveitimar að af- vopna Albanina? Með valdi eða með því að tala um fyr- ir þeim? Og hvemig á alþjóðasveitin að tryggja að vopn hverfi ekki yfir landamærin til Makedóníu og Kósovó? Hemaðarsérfræðingar halda því fram að þeg- ar sé of seint í rassinn gripið. Rúmlega 200.000 hand- vopn, mikið magn skotfæra, handsprengna og jarð- sprengna era þegar komin í umferð og seld hæstbjóð- anda.“Úr forystugrein Politiken 2. apríl. assssKsœsi rniHKmmiixsam
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.