Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1997, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1997, Page 20
LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 -U"V Níundi dómurinn gengur brátt í forsjármálinu í Tyrklandi sem hófst fyrir 7 árum: fram undan hjá Sophiu - hún er flutt til Tyrklands. mikill fjölmiðlameðbyr og aukinn pelitískur stuðningur H B- B- P - meðferð tyrkneskra dómstóla - 1990:15. júní Halim Al fer með dæturnarfrá íslandi. "*1990:18. október Sophia höfðar forsjármál í Tyrklandi. V1992:12. nóvember Halim Al dæmd forsjá yfir dætrunum. q / f 1993: 24. febrúar j i Áfrýjunarréttur ómerkir héraösdóm og vísar heim I hérað. 0/ 1993:7. október P/ / f Héraösdómur staðfestir fyrri niöurstöðu sína. g/ / 1994:7. apríl H / Áfrýjunarréttur ógildir héraösdóminn P j j og sendir á ný í hérað. Q/ / f 1995:16. mars □ / Héraðsdómur vísar málinu frá dómi. y / v 1995:28. nóvember H / Áfrýjunarréttur vísar rhalinu heim í hérað í þriðja skipti. B / y * ’ ; • R / / f 1996:13. júní H / / / Héraðsdómur dæmir Halim enn forsjá. H / / f 1996:19. nóvember H / / / Áfrýjunarréttur klofnar en dæmir Halim forsjá. Lögmaður H/ / / Sophiu ferfram á endurskoðun dómsins. 0/ / / / P1997:7. mars I / Sakadómur dæmir Halim í tæplega 4ra mánaöa fangelsi. Hann áfrýjar. L-J / / .{j|jr / / !// gy/ HT' 11997: apríl? Niöurstaða áfrýjunarréttar á umbeöinni endurskoöun nóvemberdómsins í forsjármálinu. 1997:10. og 25. apríl Fyrirhuguö réttarhöld I tveimur nýjum sakamálum á hendur Halim vegna áframhaldandi brota á rétti móöur til umgengni. 1997: júní - september Von á niðurstöðu áfrýjunarréttar í sakamálinu. F*T*3j Á næstu dögum er von á afdrifa- rikri niðurstöðu í áfrýjunarrétti í Ankara sem mun að likindum segja til um hvort Sophia Hansen fær nokkum tíma forsjá yfir börnum sínum eða ekki. Hvemig sem hann fer mun hann einnig verða mjög stefnumarkandi gagnvart umgengn- isrétti móður við böm sín. Falli dómurinn Sophiu í óhag er fokið í flest skjól og málarekstrinum gagnvart forsjá sennilega lokið fyrir dómstólum í Tyrklandi. Umgengnis- réttur hennar um hverja helgi fellur þá niður en úrskurður héraðsdóms frá 13. júní 1996 um umgengni móð- ur við börn í júlí og ágúst á hverju ári mun þá standa eftir. Á hinn bóg- inn verður hægt að höfða sérdóms- mál til að freista þess að fá meiri umgengnisrétt, t.a.m. um helgar. Verði dómurinn móðurinni hins vegar hagstæður fer málið sjálf- krafa til undirréttar - enn eina ferð- ina. Þar mun héraðsdómari, sem á síðustu ámm hefur verið óhagstæð- ur hinni íslensku móöur, verða að Fréttaljós Úttar Sveinsson samþykkja niðurstöðu áfrýjunar- réttarins til þess að hann hafi fram- kvæmdalegt gildi, það er að móðirin hljóti forsjá. Geri hann það ekki er framhaldið óljóst en ekki er útilok- að að málið fari þá enn á ný til áfrýjunardómstólsins. Knappur meirihluti áfrýjunar- dómstólsins í Ankara felldi dóm í nóvember sem kvað á um forsjá fóð- ur. Eftir það var hins vegar óskað eftir að dómurinn notaði heimild til endurskoðunar málsins í ljósi breyttra aðstæðna. í millitíðinni hefur sakadómur síðan dæmt Halim í fangelsi og mun væntanlega verða tekiö miö af því þegar endurskoðun nóvemberdómsins í forsjármálinu verður upp kveðinn - væntanlega á næstu dögum. Af framansögðu má vera ljóst að útlitið í forsjármálinu gæti verið mun betra fyrir móðurina. Á hinn bóginn hafa ýmsir hlutir gerst á síð- asta misseri, óskyldir dómsmálum, sem hafa verulega breytt ásýnd Sop- hiumálsins til hins betra fyrir hana - fost búseta hennar i Istanbúl og verulega hliðhollt almenningsálit í kjölfar fjölmiðlaumtjöllunar ytra og aukinn pólitískur stuðningur bæði hér heima og í Tyrklandi. Níundi dómurinn Níundi dómurinn í forsjármáli Sophiu er fram undan - fjórir hér- aðsdómar og fjórir dómar áfrýjunar- dómstólsins eru þegar gengnir. Þá eru ótaldir tveir dómar í sakadómi í Istanbúl vegna umgengnisréttar- brota en sá þriðji er væntanlegur á næstu mánuðum á áfrýjunardóm- stigi sakamála en þangað áfrýjaði Halim A1 nýgengnum fangelsis- dómi. Fyrsti dómurinn, sem kvað á um forsjá fóður, gekk í nóvember 1992. Sá sem þetta skrifar var þá við- staddur. Kvöldið áður fullyrti Halim A1 m.a. í viðtali á heimili sínu: „Dætur mínar fara ekki til íslands fyrr en 18 ára.“ Halim var þarna að vísa til þess að dætumar verða sjálf- ráða 18 ára og þá fyrst sé möguleiki á að dætur hans fari til íslands, þ.e. ef þær óska þess sjálfar. Frá því að þetta var sagt eru liðin tæp 5 ár og dætur Halims og Sophiu verða 15 og 16 ára á þessu ári. Halim A1 fór með dætur sínar til Tyrklands frá íslandi árið 1990. Móðirin fékk síðan ekki að hitta dætur sínar fyrr en á vormánuðum 1992 og það var ekki fyrr en 1. des- ember síðastliðinn sem hún fékk að hitta þær á ný að tilstuðlan utanrík- isráðuneytisins og lögreglustjóra í Istanbúl. Annar fundur var þá ákveðinn en loforð þess efnis voru svikin. Fyrir skömmu talaði Sophia síðan við dætur sínar í síma í beinni sjónvarpsútsendingu þar sem þær nánast afneituðu móður sinni. Öllum er ljóst hvað lá að baki þeirri afstöðu barnanna - harðræði föðurins ásamt þrýstingi frá öfga- trúarfólki sem reynt hefur að heila- þvo telpumar. Breytt búseta Sophia hefur aðlagað sig breytt- um aðstæðum og er nú að segja má með fasta búsetu í Tyrklandi. Þessi staðreynd gerir stöðu hennar styrk- ari gagnvart því að fá umgengni við dætur sínar - burtséð frá forsjá. Þannig hefur hún einnig getað gefið sig betur að því að fylgjast með dætrunum og málarekstrinum, hvort heldur er í forsjár- eða saka- málinu að ógleymdu því að hún er farin að geta tjáð sig til gagns á tyrknesku. Auk þess hafa fjölmiðlar í Tyrklandi, sérstaklega sjónvarps- stöðvarnar, sýnt henni aukinn áhuga. Þær virðast hafa það sameig- inlegt að taka afstöðu með móður- inni - meira að segja sjónvarpsstöð- in Kanal 7, sem rekin er af heittrú- uðum, er farin að spyrja Halim verulega áleitinna spurninga, s.s. hvort eitthvað standi i Kóraninum þess efnis að faðir hafi virkilega rétt á að halda börnum frá móður sinni. Fangelsi yfirvofandi Hvort sem forsjárdómur áfrýjun- arréttarins verður jákvæður eða neikvæður fyrir Sophiu er ljóst að fangelsisrefsing vofir yfir Halim Al. Þann 7. mars var hann dæmdur í tæplega 4ra mánaða fangelsi. Þeim dómi hefur hann áfrýjað og er búist við niðurstöðu áfrýjunarréttar í sakamálinu eftir 3-6 mánuði. Saksóknari í Istanbúl hefur einnig lagt fram tvær aðrar ákærur á hendur Halim Al. Fangelsisdóm- urinn í mars var aðeins vegna hluta af tugum brota á umgengnisrétti móðurinnar en hin tvö málin eru höfðuð vegna síðari brota. Þegar dæmt hefur verið í öllum sakamál- unum eru sterkar líkur á að Halim verði dæmdur til enn frekari fang- elsisrefsingar vegna brota sem, ef að líkum, lætur munu hafa ítrekun- ar- og refsiþyngjandi áhrif í niður- stöðum. Pólitískur stuðningur? Vegna trúnaðarskuldbindinga hafa hvorki Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra né menn hans talið sér fært að gefa það upp enn þá hverju Tansu Siller, utanríkisráð- herra Tyrklands, lofaði Halldóri þegar þau hittust í Brussel 18. febr- úar. Siller sýndi máli Sophiu hins vegar skilning. Hún er sjálf móðir tveggja sona og lýsti vilja til þess að málið fengi sanngjarnan framgang. Á hinn bóg- inn má ekki gleyma að því eru tak- mörk sett hvað stjómvöld geta að- hafst þegar mál eru rekin fyrir dóm- stólum. Erindrekar utanrikisráðu- neytisins hafa engu að síður mætt aukinni velvild tyrkneskra embætt- ismanna að undanförnu. Náin tengsl hafa verið á milli þeirra og tyrkneskra stjómvalda sem leitt hefur til þess að staða Sophiu hefur bæði styrkst og skýrst að undan- fömu. Mál manna er að íslensk stjóm- völd hafi frá því á fyrri hluta síð- asta árs unnið markvisst í Sophiu- málinu og þau hafi gert allt sem mögulegt er fyrir málstað hinnar ís- lensku móður. Það verður hins veg- ar niðurstaða tyrkneskra dómstóla sem verður mest afgerandi á næst- unni og hugsanlega um ókomna framtíð. diisýmsogsöéiíég- Clæsllegt elntik - einn meb ttllu! Nýr Ford Explorer Llmlted V6-4,0 lítra-160 hestafla vél, sjálf- skipting, vökvastýri, loftpúbar, ABS, rafknúbar rúbur, samlæs- ing, rafstýr&ir hli&arspeglar, cruise control, útvarp, segul- band og 6 diska geislaspilari, höfu&pú&ar, sérlitab gler, toppbogar, ie&uráklæ&i, Automatic Ride Control, rafknú&ar sætastillingar, raf- knúin sóllúga meb gleri, álfelgur, sjálfvirk tölvustýrö mibstöb meb loftkælingu (ACC); upplýsingatölva, | samlitt grill og stubarar, gangbretti og margt, margt fleira. Bílasala Reykjavíkur Ath. Skipti á ódýrari bíl koma til greina, bílalán. Skeifunni 11, s: 588 8888 staögreiöslu- og greiöslukortaafsláttur ,. i I. i. °g stighœkkandi Smaa^ýslngar birtingarafsláttur % DVl 550 5000 Þessi teikning birtist í annars mjög jákvæ&ri tímaritsumfjöllun í Tyrklandi gagnvart málstað hinnar íslensku mó&ur vegna sjónvarpsþáttarins Arena þar sem Sophia hitti Halim og dæturnar nánast afneitu&u mó&ur sinni í síma. Tyrkjum þykir nú flestum Ijóst að heittrúarmenn hafa reynt að heilaþvo Dag- björtu og Rúnu sem nú hafa ekki stigið út fyrir tyrkneska jörð í 7 ár. « i i i i i i i i i i i Í i i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.