Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1997, Side 22
22
sérsiæð sakamál
LAUGARDAGUR 5. APRIL 1997
Skammvinnt frelsi
Heike Zeller bjó í Iglostadt í
Þýskalandi, um þijátíu kílómetra
frá heimili foreldra sinna. Sunudag-
inn eftir páska kom hún ekki til
þeirra eins og um hafði verið rætt.
Þá varð móðir hennar, Maria ZeOer,
óróleg. Daginn eftir heyrðist heldur
ekkert frá Heike og á þriðjudegin-
um ákváðu Maria og hin óóttir
hennar, Marion, að fara til
Inglostadt. Þangað óku þær síðdegis
þann dag.
í stigaganginum á húsinu sem
Heike bjó í hittu mæðgumar einn
íbúa hússins en hann sagðist ekki
hafa séð Heike i þrjá daga. Mæðgun-
um brá og sagði Maria síðar að hún
hefði verið með mikinn hjartslátt
þegar þær komu að íbúð Heike. Þær
gátu hins vegar ekki opnað, og urðu
að kalla á lögregluna.
Óhugnanlegur fundur
Lögregluþjónamir sem komu á
Alwin Pöll í íbúð Heike.
vettvang brutu upp dymar og
spurðu hárri röddu hvort nokkur
væri heima. Ekkert svar barst úr
íbúðinni. Mæðgurnar gengu þvi inn
fyrir með vörðum laganna. Alger
þögn ríkti. Köttur Heike heyrðist
ekki mjálma og var reyndar hvergi
að sjá. AUt var snyrtilegt og hvergi
nein merki átaka að sjá. En Heike
var horfin. Var nú leitað í íbúðinni,
en án árangurs.
Lögregluþjónamir sögðu að rétt
væri fyrir þær mæðgur að tilkynna
hvarf Heike og báðu þær um að gefa
lýsingu á henni. Síðan gengu þeir út
í lögreglubílinn tU að sækja eyðu-
blöðin sem fyUa þurfti út. En Maria
var þeirrar skoðunar að rétt væri
að leita betur í íbúðinni. Með tárin
í augunum gekk hún miUi herbergj-
anna. Þegar hún reyndi að draga út
rúmfatakassann undir rúmi Heike
gat hún ekki hreyft hann því hann
var svo þungur. Hún bað því einn
lögregluþjónanna að hjálpa sér þeg-
ar hann kom aftur með eyðublöðin.
í fyrstu var ekki annað að sjá í
rúmfatakassanum en teppi, tösku og
ryksugu. En skyndUega sást í nak-
inn hrygg á konu. Mæðgumar ráku
upp óp og Marion hljóp að svefnher-
bergisdyrunum. Svo hrópaði hún:
„Hann hefur myrt hana! Morð!
Morð!“
Mikið breytt
Frú Maria ZeUer hafði lengi haft
áhyggjur af Heike, hinni tuttugu og
níu ára gömlu dóttur sinni. í fjögur
ár hafði hún verið trúlofuð atvinnu-
leysingjanum Alwin PöU sem var
tjörutíu og eins árs.
„Móðir getur aUtaf séð hvort dótt-
ir hennar er hamingjusöm," var síð-
ar haft eftir Mariu. Og engum duld-
ist að Heike hafði breyst mikið þau
fjögur ár sem hún hafði verið í sam-
búð með Alwin. Hún hafði verið lífs-
glöð og haft áhuga á því sem henni
fannst skemmtilegt en var nú orðin
hlédræg og döpur.
Þegar Maria gekk að dóttur sinni
til að reyna að fá hana til að ræða
sambúðina við Alwin var hún fá-
mál. Og Maria fékk heldur ekki
nein þau svör sem hún gat talið við-
unandi þegar hún spurði dóttur
sína hvað yUi því að hún hefði
breyst jafn mikið og raun bar vitni.
En á páskadag 1995 kom Heike í
heimsókn til foreldra sinna. Móðir
hennar sagði lögreglunni frá því
hvað þá var rætt.
í gifsi og þunnhærð
„Ég varð að flétta á henni hárið,“
sagði Maria, „því Heike var með
vinstri handlegginn í gifsi. Hún
sagði mér að hún
hefði dottið á veit-
ingahúsi og skorið
sig á bjórglasi. En ég
trúði henni ekki, því
ég hafði sterkar
grunsemdir um að
eitthvað mikið væri
að.“
Móðurinni fannst
Heike einnig vera
orðin þunnhærð og
líta Ula út. Heike
neitaði því að nokk-
uð væri að. „En þeg-
ar ég gekk að henni,“
sagði Maria, „viður-
kenndi hún að Alwin
hefði stungið hana í
handlegginn með
hnífi.“
Maria segist hafa
orðið alvarlega
hrædd þegar hún
heyrði þetta. Hún
P*. vissi sem var að
OM Alwin var ekki bara
atvinnuiaus heldur í
rauninni slæpingi
sem lagði ekkert tU
heimUishaldsins.
Heike vann hjá síma-
félagi og borgaði hús-
leiguna, allan mat og aðrar nauð-
synjar þeirra beggja.
En það sem Maria vissi ekki var
að það eina sem Alwin hafði
nokkurn áhuga á var kynlíf. Hann
velti stöðugt fyrir sér nýjum sam-
lífsstellingum og lét Heike stiUa sér
upp á mismunandi máta þegar hún
kom heim úr vinnunni. Neitaði hún
að taka þátt í þeim kynlífsleikjum
sem hann hafði skipulagt meðan
hún var í vinnunni var henni refs-
að með barsmíðum.
Fjölskyldan til hjálpar
Páskadaginn sem Heike var
heima hjá foreldrum sínum og sagði
frá hnífstungunni ræddu foreldrar
hennar lengi
hafði samband við bróður hennar
og systur en þau höfðu væri verið
þeirrar skoðunar um hríð að eitt-
hvað væri að í sambúð þeirra Heike
og Alwins. Er hnífstungumálið
hafði verið til umræðu um hríð
ákvað fjöskyldan að heimsækja
Heike og reka Alwin á dyr. Var hon-
um gert orð um að hann skyldi búa
sig undir að
flytja úr íbúð-
inni.
Heike var
mjög óstyrk
þennan dag, en
Alwin gekk um
gólf í íbúðinni
bálreiður. Þegar
foreldrar Heike
og systkini
komu bað hann
ýmist um að
mega vera kyrr
eða hafði í hót-
unum. Loks fór
Heike að gráta
en þá sagði
Alwin: „Þú get-
ur ekki fleygt
mér út á göt-
una. Leyfðu
mér að vera
áfram.“
hún hafði lofað að gera eitthvað en
gat það ekki af einhverjum ástæð-
um. En þar eð foreldramir vissu að
Alwin bjó ekki lengur með henni
höfðu þeir ekki mjög miklar áhyggj-
ur þennan dag. Það hlaut að vera
einhver eðlileg skýring á því að
Heike kom ekki.
Það var þó sú staðreynd að Alwin
sókn hafði farið fram, var gefin út á
hendur honum ákæra.
Dómurinn
Meðal þeirra vitna sem ákæru-
valdið leiddi fram í málinu voru
tvær fyrrverandi vinkonur hans,
Alexandra og Brunhilde. Sögðu þær
Sagði alla
við hana.
Maria hafði
lengst af orð-
ið og hvatti
dóttur sína
ákaft til að
reka Alwin á
dyr.
„Þú verð-
ur aldrei
hamingju-
söm með
honurn,"
sagði hún
viö Heike.
„Þú skalt
binda enda á
þetta sam-
band.“ Engin
soguna
Nú brast þol-
inmæði bróður
Heike. Hann
skipaði Alwin á
dyr og hótaði
lögreglunni ef
hann færi ekki.
Þá tók slæping-
inn föggur sín-
ar, og eftir að fá
jafnvirði um
ijögur þúsund
króna gekk
hann á dyr.
Þá ,um kvöld-
ið sagði Heike
systkinum sín-
um hvemig
gengið hafði til í Heike Zeller.
sambúðinni.
Hún sagðist oft hafa orðið að til-
kynna veikindaforfoll af því hún
hefði skammast sín fyrir að koma í
vinnuna með glóðarauga eða aðra
áverka eftir að Alwin hafði barið
hana. Hún sagði að hann hefði oft
slegið hana í magann ef hún neitaði
að hafa samfarir við hann og loks
lýsti hún þeirri hræðslu sem hafði
náð tökum á henni er leiö á sam-
búðina.
Systkini Heike og foreldrar sýndu
henni fullan stuðning og báðu hana
um að skipta um lás á ganghurð
íbúðarinnar. Það vildi hún ekki
gera þvi það væri í rauninni viður-
kenning á því hve hrædd hún væri
við Alwin. Hún þyrfti að sigrast á
þeirri hræðslu og best væri að lifa
sem eðileg-
ustu lífi. Hún
gæti ekki sett
sig í þá að-
stöðu að þora
ekki að opna
glugga af ótta
við að Alwin
kæmi inn um
hann.
hafði verið rekinn á dyr sem fékk
Mariu til að fara heim til Heike á
þriðjudeginum. En þá var allt um
seinan, eins og fyrr segir. Heike
hafði verið myrt og líkið af henni lá
Maria Zeller.
niðurstaða
fékkst þó í
málið þá.
Heike vissi hins vegar ekki hvaða
umræður fylgdu í fjölskyldunni eft-
ir að hún hélt heim til sín. Maria
Þegar
Heike kom
ekki til for-
eldra sinna
sunnudaginn
eftir páska
varð Maria móðir hennar óstyrk
eins og fyrr segir. Það var ólíkt
Heike að láta ekki frá sér heyra ef
Alwin Pöll í réttarsalnum.
í rúmfatakassa.
Rannsóknarlögreglan fékk að
heyra söguna af framkomu Alwins
og þótti lítill vafi nú leika á hver
morðinginn væri. Var leit hafin en
það’var komið fram í næstu viku
áður en tókst að hafa uppi á Alwin
Pöll. Hann þóttist koma af fjöllum
og ekkert vita um örlög Heike. Við
yfirheyrslur neitaði hann að bera
nokkra ábyrgö á morðinu en engu
að síður var hann settur í varöhald
og nokkru siðar, er nákvæm rann-
sínar sögur, sem og fyrrverandi
kona hans, Martina. AUar lýstu
konurnar því að Alwin hefði oft
neytt þær til samfara þótt það hefði
verið þeim óljúft því þeim hefði
ekki fallið hin afbrigðilega kyn-
lifstilhneiging hans. En þegar þær
hefðu neitað hefði hann stundum
refsað þeim með því að berja þær.
Zellers-fjöskyldan var í sárum eft-
ir morðið á Heike því bæði foreldr-
ar hennar og systkini höfðu varað
hana við Alwin og meðal annars
beðið hana að skipta um lás á gang-
hurðinni. En hún hafði ekki tekið
mark á þeim aðvörunum þrátt fyrir
það ofbeldi sem hún hafði orðið fyr-
ir í sambúðinni.
22. mars í fyrra féll dómur í mál-
inu. Alwin Pöll var sekur fundinn
um morðið á Heike Zeller og dæmd-
ur í lífstíðarfangelsi. Hann brosti
þegar hann var leiddur út úr réttar-
salnum.
Málið fékk talsverða umfjöllun,
ekki síst af því að það þótti varpa
ljósi á hlutskipti margra kvenna
sem búa við ofbeldi af hendi eigin-
manna eða sambýlismanna en leyna
því, ýmist af skömm eða öðrum
ástæðum, svo sem þeim að þær
skortir kjark til að reka ofbeldis-
manninn af höndum sér eða leita
sér aðstoðar. Þá lifðu þær í voninni
um að eiginmaðurinn eða sambýlis-
maðurinn tæki sig á þótt vonin til
þess væri oft lítil eða engin. Var í
því sambandi talað um að Heike
hefði verið fjórða konan sem hafði
orðið fyrir slæmri reynslu í sambúð
við Alwin Pöll og sýndu örlög henn-
ar að i raun hefði sú breyting ein
orðið á honum með árunum að
hann hefði gerst ofbeldisfyllri.