Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1997, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1997, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 Fjöldi hneykslismála skekur breska íhaldsflokkinn: Þriggja barna faðir í ástarsambandi við annan Páskavikan var ömurleg hjá breskum íhaldsmönnum. Á mánu- deginum dró fyrrum ráðherrann Allan Stewart sig í hlé úr kosninga- baráttunni eftir að hafa viðurkennt að eiga við ofdrykkjuvandamál að stríða og hafa átt í ástarsambandi með blondínu sem hann hitti á með- ferðarstöð. Á miðvikudeginum sagði þing- maðurinn og fyrrum ráðherrann Tim Smith af sér. Hann viður- kenndi að hafa þegið fé fyrir að bera upp fyrirspurnir í þinginu fyrir eig- anda Harrods-vöruhússins. Farið var að hitna undir Smith og hann kaus að verða fyrri til áður en menn á toppnum bæðu hann að fara frá. Á skírdag birtu bresk blöð fréttir af ástarsambandi þingmannsins Pi- ers Merchants, sem er kvæntur maður, og 17 ára gamaUai- fram- reiðslustúlku, Önnu Cox. Á föstu- daginn langa neitaði Merchant að segja af sér þrátt fyrir þrýsting frá áhrifamönnum í flokknum og vísaði ásökununum á bug. Leiddur í gildru með kossi Anna Cox kallaði hann lygara. Merchant hélt því fram að hann hefði aðeins þekkt Önnu í skamman tíma og að hún hefði endilega viljað fara um með honum og safha at- kvæðum. Hún hefði síðan kysst hann opinberlega og hann hefði leyft það. Hins vegar hefði ekki ver- Erlent fréttaljós á laugardegi ið um neitt kynferðislegt samband að ræða. Merchant fullyrðir að hann hafi verið leiddur í gildru. Viðbrögð Johns-Majors forsætis- ráðherra voru þessi: „Ætla þeir aldrei að læra? Gera þeir sér ekki grein fyrir því að það er ljósmynd- ari á bak við hvern einasta runna?“ í kjölfar þessara atburða jókst þrýstingurinn á þingmanninn Neil Hamilton að víkja vegna ásakana um að hafa þegið fé fyrir að bera upp spumingar á þingi. Dapurlegur afmælisdag- ur forsætisráðherrans John Major forsætisráðherra varð 54 ára síðastliðinn laugardag. Dagurinn varð ekkert sérstaklega ánægjulegur. Frambjóðandinn Sir Michael Hirst, sem er kvæntur þriggja bama faðir, viðurkenndi að hafa átt í ástarsambandi við annan karlmann. Hann fór síðan í felur með eiginkonu sína og börnin þrjú. Major er sagður hafa verið æfur yfír því að kosningabarátta hans skyldi enn einu sinni hefjast með hryllilegum hneykslismálum íhalds- manna. Þingmönnum hafði verið fyrirlagt að haga sér ekki einungis vel meðan á kosningabaráttunni stæði heldur þyrftu þeir einnig að láta það sjást að þeir höguðu sér vel. Fyrirlitinn Egypti hefnir sín Með því að rjúfa þing næstum sex vikum fyrir kosningarnar, sem fara fram 1. maí næstkomandi, tókst Major að minnsta kosti að komast hjá umfjöllun um viðamikla skýrslu þar sem fjallað er um mútuþægni tíu þingmanna. Aðalmaðurinn í mútumálinu er kaupsýslumaðurinn Mohamed A1 Fayed sem er Egypti. Áhrifamenn 1 bresku viðskiptalífi fyrirlíta hann þar sem hann keypti Harrods-vöru- húsið í London beint fyrir framan nefið á breskum keppinautum sín- um. A1 Fayed dreymir um að verða breskur ríkisborgari og afhenti reglulega nokkrum þingmönnum neðri deildar breska þingsins um- slög með þúsund punda seðli gegn því að þeir bæru fram hinar og þessar fyrirspumir á þinginu. Þegar umsókn hans um að verða breskur ríkisborgari var hafnað reiddist hann bresku ríkisstjórn- inni svo heiftarlega að hann greindi fjölmiðlum frá fjárhagsstuðningi sínum við þingmenn neðri deildar- innar en þeir höfðu haldið „launa- greiðslunum" frá honum leynileg- um. Ekkert ólöglegt Þingmaðurinn Tim Smith, sem var upprennandi stjarna í breska íhaldsflokknum eins og Neil Hamilton, viðurkennir að hafa þeg- ið allt að 25 þúsund pund frá A1 Fayed. Hann kveðst hins vegar ekki hafa framið neitt ólöglegt. Hamilton vísar harðlega á bug ásökunum Als Fayeds um að hafa þegið enn meira fé auk gistingar oftar en einu sinni á Ritz hótelinu í París sem Fayed á. Hamilton er einnig sakaður um að hafa haldið leynilegum greiðslum frá öðrum sérhagsmunapoturum. Hvað vissi Major? Major, sem hingað til hefur ekki tengst fyrri spillingarmálum stjóm- arflokksins, er í þetta sinn sakaður um að hafa í tíu daga vitað um ólög- Breskir fjölmiölar birtu þessa mynd af Piers Merchant, þingmanni breska íhaldsflokksins, og Önnu Cox, 17 ára framreiöslustúlku. Merchant kveöst hafa veriö leiddur í gildru. legar greiðslur Als Fayeds til Tims Smiths án þess að hafa gripið inn í. Smith sté úr stóli aðstoðarráðherra eftir að dagblaðið The Guardian hafði haustið 1994 skrifað um ásak- anir Als Fayeds. Major hefur lagt áherslu á að Smith hafi vikið eins fljótt og auðið var úr embætti eftir að Major frétti af málinu. Verkamannaflokkurinn hefur krafist þess að þing verði kallað saman á ný fyrir kosningamar til þess að fjalla um skýrsluna. Major hefur vísað kröfunni á bug og segir hana pólitískt bragð. Reyndar eru kjósendur þeirrar skoðunar að stjóm- málamenn í öllum flokkum hreiðri vel um sig. En skipu- leggjendur kosningabaráttu Verkamannaflokksins eru vissir um að spillingarmálin kyndi undir þeim skoðunum að kominn sé tími til breyt- inga og komi í veg fyrir að íhaldsmenn, sem þegar hafa yfirgefið flokkinn, skipti aft- ur um skoðun. „Breska þjóð- in er húin að fá nóg,“ segja menn í Verkamannaflokkn- um. „Og íhaldsmenn sjá sjálfir um vinnuna fyrir okkur. Spillingin loðir við þá eins og drulla." Sunday Times, Jyllands- Posten og News of the World. Piers Merchant, þingmaöur íhaldsflokksins í Bretlandi, ásamt Helen eiginkonu sinni. Merchant var valinn frambjóöandi flokksins í kjördæmi sínu þrátt fyrir háværar kröf- ur um aö hann segöl af sér vegna ástarsambands viö 17 ára framreiöslustúlku. Símamynd Reuter Afb.verð Stgr. verð Nýjatækið Gainlatækið Samtals MÖGULEtKAR Settu gamla heimilistækið þitt upp í nýtt Candy heimilistæki ! ný tæki PFAFF Ef þú kaupir þvottavél sem kostar 6.000,- 8.000,- 10.000,- 44.000,- 42-67.000,- 65.000,- 1000 sn. þvottavéi Gamla vélin þín Samtals: 57.900, - 8.000,- 49.900, - 53.850, - 8.000,- 45.850, - Að 50.000,- 50-75.000,- Frá 75.000,- 6RENSÁSVEGI 13 SÍMI 533 2222
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.