Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1997, Side 33
LAUGARDAGUR 5. APRIL 1997
41
Meinlausar dýraveiðar
Veiðieðlið er ríkt í mannskepn-
unni og alltaf er til nóg af mönnum
sem vilja borga stórfé fyrir að fá út-
rás fyrir veiðieðli sitt. í sumum til-
fellum er það engum vandkvæðum
bundið þar sem veiði á dýrategund-
um hefur litil áhrif á náttúruna. En
oft beinist áhugi veiðimanna að dýr-
um sem eru í útrýmingarhættu og
það skapar mikil vandamál þegar
veiðimenn láta sér ekki segjast.
Veiðar á fjölmörgum dýrategund-
um eru bannaðar vegna náttúru-
vemdarsjónarmiða en ákaflr veiði-
Þegar fíliinn er kominn í skotfæri er baunað á hann með máiningarbyssunni
og afleiðingin er ekki banvænt sár heldur hressileg, bleik málningarklessa.
menn láta sig oft reglur engu skipta
og kæra sig kollótta. í þeim tilfellum
er oft blóðug barátta milli dýra-
vemdunarsinna og veiðimanna. Al-
þekkt em dæmin frá Afríku um
veiði á fílum, nashyrningum, górill-
um og fjöldamörgum öðrum tegund-
um sem hafa verið í útrýmingar-
hættu áratugum saman.
Málning og byssur
Nýverið var bryddað upp á
skemmtilegri nýjung í Simbabve, á
víðáttumiklum landsvæðum nálægt
Viktoríufossunum, en þau eru heim-
kynni margra stærstu villtu fíla-
hjarða heims. Ágjamir veiðimenn,
eða öllu heldur veiðiþjófar, hafa
lengi dundað sér við þann ljóta leik
á þessu svæði að skjóta fila sér til
skemmtunar við litla hrifningu yfir-
valda og náttúruverndarsinna.
Búgarðseiganda á þessu svæði,
Adrian Read, datt í hug það snjall-
ræði að bjóða áhugasömum veiði-
mönnum upp á veiðitúra með byss-
ur að vopni - og einnig myndavélar.
í stað þess að byssumar séu hlaðn-
ar banvænum kúlum em þær fyllt-
ar bleikri málningu. „Veiðimenn-
imir“ haga sér á nákvæmlega sama
hátt og veiðimenn í fymdinni meö
sín banvænu vopn og fá alla þá
spennu sem því fylgir.
Þegar fillinn er kominn í skotfæri
er baunað á hann með málningar-
byssunni og afleiðingin er ekki ban-
vænt sár heldur hressileg bleik
málningarklessa. Síðan er að reyna
að ná mynd af „skotinu" til að
sanna að bráðin hafi „náðst“. í
hverri veiðiferð eru með í för þraut-
þjálfaðir veiðimenn sem hafa ban-
vænar fílabyssur með sér. í þeim til-
vikum þar sem filarnir ráðast á fólk
(sem er sjaldgæft) eru veiðimenn-
imir baktryggingin.
Málningin í byssunum er þeim
eiginleikum búin að hún hverfur á
nokkrum klukkustundum með svit-
anum frá skepnunni. Málningin
pirrar fílana á engan hátt og ekki er
hætta á að hún mengi vatnsból. Bú-
garðseigandinn Adrian Read datt
niður á þessa hugmynd þegar hann
las um niðurstöður könnunar sem
gerð var í Evrópu. í þeirri könnun
kom fram að fjöldi fólks hefúr áhuga
á dýraveiðum en flestir láta þær
ekki eftir sér vegna dýravemdunar-
sjónarmiða.
Náttúruverndarsinnar eru mjög
hrifnir af uppátæki Reads, enda hef-
ur dregið úr raunverulegum veiði-
þjófnaði síðan þessar nýju veiöiaö-
ferðir voru teknar upp. Einfalt mál
ætti að vera að uppfæra þessa veiði-
aðferð á aðrar dýrategundir og mætti
haga magni málningarinnar í sam-
ræmi við stærð veiðidýrsins. ÍS
6 daga sigling um Malakkaflóann:
Undur Asíu
Óhefðbundnar slóðir þar sem
möguleiki er að kynnast ólíkum
menningarheimum og frábmgðnum
lífsháttum njóta sífellt meiri vin-
sælda hjá íslenskum ferðalöngum.
íslenskar ferðaskrifstofur leggja sí-
fellt meiri áherslu á sérferðir á staði
sem hingað til hafa aðeins verið til í
hugarheimi landans.
í sérferðabæklingi Samvinnu-
ferða-Landsýnar er getið um eina
slíka, draumasiglingu um
Malakkaflóann með heimsókn til
eyjarinnar Balí í Indónesíu dagana
25. september til 9. október. Farar-
stjóri i þeirri ferð er Friðrik Har-
aldsson. Þeir em nú orðnir nokkur
hundmð íslendingarnir sem prófað
hafa að fara í draumasiglingu á
Karíbahafi en þessi draumasigling
er á allt aðrar slóðir.
Ólík þjóöarbrot
Ferðatilhögun er þannig að flogið
er frá Keflavík til London með Flug-
leiðum 25. september og þaðan
áfram til Singapúr með Singapore
Airlines. SA hefur árum saman ver-
ið talið meðal bestu flugfélaga í
heiminum. Komið verður til Singap-
úr kvöldið 26. september og gist á
fjögurra stjömu hóteli.
Daginn eftir verður farið í hálfs
dags skoðunarferð um borgina. Þar
ægir saman ólíkum þjóðarbrotmn
sem hefur á aðdáunarverðan hátt
tekist að lifa saman í sátt og sam-
lyndi. Meðal þess sem heimsótt
verður er dýragarður, Kínahverfið,
veitingastaðir frá öllum heimshom-
um og íjölbreytt næturlíf.
Sunnudaginn 28. september hefst
síðan ævintýrasiglingin frá
Singapúr með skemmtiferðaskipinu
Superstar Gemini. Þar er aðbúnað-
ur allur fyrsta flokks: veitingastað-
ir, barir, setustofur, spilavíti, diskó-
tek, karaoke, spilaherbergi, kabar-
ett, verslanir, hlaupabraut, sund-
laug, nuddpottur og margt fleira.
Siglingin hefst á ferð norður
Malakkaflóa. Daginn eftir er komið
til Port Klang í Malasíu og þaðan er
boðið upp á skoðunarferðir til höf-
A milli þess að siglt er á milli áhugaveröra staða er upplagt að slappa af í
sólinni.
uðborgarinnar Kuala Lumpur. Um
nóttina er siglt norður með fram
Malasíuskaganum.
Fegursta eyjan
Þriðjudaginn 30. september er
komið til Langkawi-eyjanna sem
liggja nyrst í Malasíu og em frægar
fyrir drifhvítar strendur sínar. Dag-
inn eftir er komiö til Phuket, feg-
Óheföbundnar slóöir þar sem möguleiki er að kynnast ólíkum menningarheimum og frábrugðnum lífsháttum njóta
sífellt meiri vinsælda hjá íslenskum feröalöngum.
urstu eyjar Taílands, og næsta dag
siglt í suður í átt til Singapúr. Um
kvöldið er hátíðarkvöldverður í
boði skipstjórans. Síðdegis 3. októ-
ber er komið til Singapúr, flogið
þaðan beint til Balí og lent þar um
kvöldmatarleytið. Dvalið verður þar
næstu 6 næturnar á Sanur Beach,
fyrsta flokks strandhóteli. Boðiö
verður upp á fjölda skoðunarferða á
þeim tíma.
Balí er fögur eldfjallaeyja austur
af Jövu og menningin þar hefur
ekki orðið fyrir miklum vestrænum
áhrifum. Innfæddir geisla af hlýju
viðmóti og listfengi þeirra er meira
en menn eiga að venjast. Þar má sjá
heilu byggðarlögin sem sérhæfa sig
í hvers konar iðnaði: silfursmíði,
tréútskurði, listmálun eða öðrum
skemmtilegum listgreinum. Að sjálf-
sögðu fá ferðalangamir að kynnast
„morgunleikfimi" innfæddra, bar-
ongdansinum, sem stiginn er af
áköfum trúarhita.
Fimmtudaginn 9. október, síödeg-
is, er flogið til Singapúr og áfram til
London og komið þangað fóstudag-
inn 10. október. Flogið verður til
Keflavíkur samdægurs. Verð á
mann í tvíbýli er 194.900 krónur.
Innifalið í því gjaldi er flug, akstur
til og frá flugvelli erlendis, gist-
ing/morgunverður á Balí, skemmti-
siglingin með fullu fæöi, hafnar-
gjöld, hálfsdags skoðunarferð í
Singapúr og íslensk fararstjórn.
Flugvallarskattar og forfallagjald er
ekki innifalið. -ÍS
Tími til kominn
Spánverjar hafa loksins látið
undan kröfum fólks um að hætta
ógeðfelldum dýraslátrmium sin-
um sem hefð er fyrir í nokkrum
héruðum landsins. Spánverjar
hafa til dæmis slátrað geithafri á
hveiju ári með því að henda
honum niður úr kirkjutumi. í
öðru þorpi er asni dreginn nauö-
ugur um stræti og líftóran murk-
uð úr honum með því að hella
hann fullan af léttvíni. Nú er
búið að setja lög sem banna þessi
óvinsælu dráp á dýrum og liggja
háar sektir viö því að bijóta
gegn lögunum. Sökudólgar verða
sektaðir um 1,4 milljónir króna
ef þeir verða uppvísir að því að
bijóta þessi lög.
Ovinsæll skattur
Viktoríufossar í Afríku hafa
alla tíð dregið að sér mikinn
fjölda ferðamanna. Fossarnir
eru á landamærum Simbabve
og Zambíu. Þeir eru stórfengleg-
ir mjög og sums staðar með yfir
100 metra vatnsfall. Fossarnir
þykja tilkomumestir séðir frá
Simbabve og yfirvöld í landinu
sjá sér hag í því til að blóð-
mjólka ferðamenn sem koma til
að skoða þetta náttúruundur.
Nýverið settu yfirvöld í
Simbabve óvinsælan skatt á
ferðamenn. Þeir sem koma
þarna til skoðunar í nokkrar
klukkustundir, án gistingar,
eru látnir borga um 700 króna
skatt, þeir sem koma á eigin
vegum með gistingu fyrir aug-
um, eru látnir borga 3.500 krón-
ur. Aðeins þeir sem koma í
skipulögðum ferðum á vegum
ferðaskrifstofa landsins sleppa
við þennan óvinsæla skatt.
V
■V'
Frakkarí London
Frakkar hafa aukið mjög
komur sínar yfir Ermarsundið
síðan Eurostar-lestin hóf göngu
sína og aukinn fjöldi franskra
ferðamanna kallar á sérhæföa
þjónustu fyrir þá. I júní verður
opnuð sérstök ferðaskrifstofa
fyrir franska ferðamenn á
Piccadilly-torgi í London þar
sem hægt er að fá gjaldmiðli
skipt, hvort heldur sem er í
pund eða franska franka. Á
skrifstofunni verður einnig
veitt þjónusta um feröir 1
Englandi fyrir alla frönskumæl-
andi.