Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1997, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1997, Síða 34
42 Hætta á ferð Bent hefur verið á það í dag- blöðum í Þýskalandi að hættu- ástand hafi myndast víða á flugumferðarsvæðum þýskra flugvalla. Hættuástandið hefur myndast vegna siaukinnar um- ferðar smærri flugvéla sem trufla flugumferð stórra far- þegaþotna. Flugmenn minni flugvéla eru gjarnir á að virða ekki almennar reglur um flug- hæð við flugvellina. Bent hefur verið á að flugmenn á stórum þotum hafi litla möguleika á að afstýra árekstri vegna þess hve stórar vélamar eru. Opnar á ný Yosemite-þjóðgarðurinn frægi í Bandaríkjunum hefur verið opnaður ferðamönnum á ný en undanfarna mánuði hef- ur hann verið lokaður vegna flóðaskemmda á vegum og mannvirkjum. Stöðva hraðlest Verkamenn í Renault-verk- smiðju í bænum Vilvoorde í Belgíu stöðvuðu Eurostar-hrað- festina á milli London og Briissel með því að hlaða inn- kaupakörfum á járnbrautatein- ana. Verkamenn vildu, með að- gerðum sínum mótmæla áform- um Renault-bílaverksmiðjanna um að loka útibúinu í Vilvoor- de í júlímánuði næstkomandi. Stór sekt Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa sektað flugfélagið Alaska Airlines um 50 milljónir króna fyrir að hafa ekki staðið nægi- lega vel að viðgerð á lendingar- búnaði Boeing 737 200 þotu fé- lagsins og fyrir að hafa sett hana í notkun án þess að hún fullnægi öryggiskröfum. Bandaríkjamenn eru þekktir fyrir mjög strangt eftirlit í flug- málum. Miami Vice Miami-borg á Flórída komst í fréttirnar á árunum 1992-93 þegar sagt var frá síendurtekn- um ofbeldisárásum misindis- manna á ferðamenn sem kost- aði margan ferðamanninn líf- ið. Lögreglan tók til hendinni og tókst að uppræta þetta vandamál að mestu leyti á sín- um tíma. Nýverið hefur þó far- ið að bera á ofbeldisárásum á ferðamenn á ný, aðallega í námunda við flugvöll borgar- innar. Lögreglan segist gera sitt besta til að handsama of- beldismennina. Grænland í sviðsljósi Grænland hefur verið tölu- vert í sviösljósi fjölmiðla vegna þess að kvikmyndin „Miss Smilla’s Feeling for Snow“, sem að mestu gerist á Græn- landi, hefur verið tekin til sýn- inga víða um lönd. Þetta er sannkölluð stórmynd með frægum leikurum í aðalhlut- verki, Gabriel Byme og Juliu Ormond. Kvikmyndin var frumsýnd fyrir stuttu og er nú til sýninga í einum 25 löndum. Ferðamálayfirvöld í Grænlandi ætla að fylgja þessu vel eftir og hafa prentað auglýsingabæk- linga mn Grænland sem dreift er ókeypis til kvikmyndagesta. Hjólreiðatúr á eyðilendum - eru íslendingar ómannblendnir? Síðastliðið sumar kom danski heimildakvikmyndagerðarmaður- inn Stig Hartkopf hingað til lands og eyddi hér nokkmm vikum á hjól- fáki sínum og hjólaði yfir 600 km leið. í sömu ferð fór hann til Fær- eyja í sömu erindagjörðum og gerði jafnframt heimildamynd um ferðir sínar til þessara eyja, íslands og Færeyja. Heimildamyndin gefur ansi mis- jafna mynd af íslandi og íslending- um og Færeyingar fá svipaða eink- unn. „Ég verð að segja það hreint út að ég held að eina leiðin til þess að halda það út að búa á þessum stöð- um sé að vera innfæddur,“ segir Stig Hartkopf í heimildamynd sinni. Frá því er greint í danska dagblaðinu Morgenavisen Jyllands- Posten í heilsiðugrein (22. mars 1997). Fyrir nokkmm áram fór Stig Hartkopf í hjólreiðatúr um Kúbu og gerði heimildakvikmynd um ferðir sínar þar. Sú mynd vakti mikla at- hygli og hefur verið sýnd víða í Evrópu. Hartkopf hefur alla tíð verið heillaður af þjóðfélögum sem á ein- hvem hátt era einöngruð og sérstök og „af þeim sökum" urðu Island og Færeyjar fyrir valinu hjá honum síðastliðið sumar. Hartkopf segist hafa gert sér háar hugmyndir um þjóðfélagið og menninguna á íslandi og Færeyjum en hafi orðið fyrir töluveröum von- brigðum. „Þetta eru afskaplega daufleg þjóðfélög og ekkert gerist á þessum slóðum," er haft eftir Hart- kopf í greininni. Hartkopf kvartar nokkuð undan því að honum hafi gengið erfiðlega að ná sambandi við fólk á íslandi. íslendingar era jafnvel stirðari í samskiptum en Færeyingar. Enda er það ekki nema von. Það er lítið um að vera utan höfuðstaðarins á íslandi og á landsbyggðinni fer mestallt lifið fram innandyra. „Ég saknaði þess mjög að sjá nánast ekkert fólk á mínum löngu hjól- reiðatúram. Þegar ég hjólaði i gegn- um byggðarlög stóð fólk bak við gardínumar í húsunum sínum og starði á mig. Ef ég veifaði því hrökk það aftur á bak við gluggatjöldin. Það var virkilega niðurdrepandi. Fyrir utan Reykjavík eru íslend- ingar ekki vanir að tala við ókunn- uga. Sem hjólreiðamaður hittir maður nánast engan til að tala við, nema ef vera skyldi aðra útlend- inga. íslendingar, jafnt og Færey- ingar, nota bilinn til að ferðast, jafnvel þó að þeir þurfi aðeins að skreppa 200 metra út í búð.“ Misjafnar skoöanir Þessar lýsingar Hartkopfs eru ekkert sérstaklega jákvæðar fyrir landann, sérstaklega þegar tekið er tillit til afstöðunnar gagnvart ferða- mönnum. Nú era margir eflaust ekki sammála Hartkopf í lýsingum sínum og þeir era margir sem telja að við íslendingar séum yfírleitt mjög alúðlegir og hjálplegir við er- lenda ferðamenn. En ef til vill leyn- ist sannleikskom í því sem Hart- kopf segir. Undanfarin ár hefur verið lögð mikil áhersla á að efla ferðamanna- þjónustu í landinu og margt hefur áunnist í því efni. Ferðamönnum hingað til lands fjölgar stöðugt og gjaldeyristekjurnar að sama skapi. En ferðamaður sem mætir „fjand- samlegu" viðmóti hefur lítinn áhuga á því að koma aftur og hann segir einnig kunningjum sínum frá því hvaða móttökur hann fékk. Orð Hartkopfs era því umhugsunarefni fyrir íslendinga og þá sérstaklega þá sem starfa að ferðaþjónustumál- um. -ÍS Undanfarin ár hefur veriö lögö mikil ahersla á aö efla feröamannaþjónustu á íslandi og margt hefur áunnist í því efni. DV-mynd ÍS LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 Baðstrandargæði Wales er með bestu bað- strendur Bretlandseyja. Sam- tökin TBG (Tidy Britain Group) hafa látið gera úttekt á sólar- ströndum á Bretlandseyjum og þeirra niðurstaða er á þá leið á baðstrendur í Wales séu yfir- leitt þær bestu á Bretlandseyj- Íum, þegar tillit er tekið til allra þátta, svo sem mengunar, gæða sands og þjónustu sem veitt er á svæðinu. Strendur við Great Yarmouth og Rhyl voru sérstak- lega nefndar, en fjölsóttasta baðströndin, við borgina Black- pool, kemst ekki á listann yfir bestu strendurnar. Fimmtudagsflug Grænlenska flugfelagið Greenlándair ætlar að hefja vikulegt flug milli Narsarsuaq Iog Kaupmannahafhar í sumar og áformað er að fljúga alla fimmtudaga. Einnig er flogiö að sumarlagi á laugardögum og þriðjudögum á þessari leiö. Arctic '97 Grænlendingar ætla að halda alþjóðlega skíðagöngu- keppni á Grænlandsjökli í apr- ílmánuði og skráningarfrestur er nú þegar útrunninn. 110 Iskiðamenn frá 14 löndum hcifa tilkynnt þátttöku sína, meðal annars norsku heimsmeistar- amir Vegard Ulvang og Grete Nykkelmo og svissneski meist- arinn Koni Hallenbarter. Sænskar og danskar sjónvarps- stöðvar ætla að fylgjast náið með keppninni. „Hvað segirðu, kom nafnið mitt upp þegar dregið var í sólarpott- inum?“ spurði Dagur Kristmundsson, at- vinnurekandi á Egils- stöðum. „Það var skemmtilegt að heyra og eiginkonan, Þuríð- ur Kolbrún Ingólfs- dóttir, verður öragg- lega ánægð með þær fréttir því hún verður nefnilega fimmtug á morgun (fimmtudag- inn 3. apríl).“ Dagur Kristmunds- son er skuldlaus áskrifandi að DV og nafn hans kom upp er vinningshafi vikunnar var dreginn út síðast- liðinn miðvikudag. Þau hjónin fá í vinn- ing ferð fyrir tvo í viku til St. Petersburg Beach á vesturströnd Flórída, með hóteli og íslenskri fararstjóm. „Það mætti segja Dagur Kristmundsson og Þuríöur Kolbrún Ingólfsdóttir, vinnings- hafarnir í sólarpotti DV og Flugleiöa, hafa safnaö DV frá því þaö byrjaði aö koma út. mér að DV hafi verið að launa mér fyrir söfnunaráráttu mína en ég hef safnað DV alla tíð frá fyrsta degi, eftir að blaðið byrjaði að koma út. Ég á meira að segja tvö stykki af fyrsta ein- taki blaðsins. Ég hef alltaf fengið blaðið í áskrift en vantaði reyndar sjötta eintak- ið á sínum tíma. Því varð ég að bæta í safn- iö og varð að punga út einum 1400 krónum fyrir það eintak til að fullkomna safnið." Dagur segist aldrei hafa fengið neina happdrættisvinninga áður, utan nokkra smávinninga. Nú væri aðalmálið að finna sér einhvern tíma til að skreppa í sólina á Flórída. -ÍS Vegabráfsáritun Svíar og Eistar hafa náð sam- komulagi um afnám vegabréfsá- ritunar milli landanna. Torfærutröll Grænlendingar hafa fjárfest i tveimur torfærujeppum að ís- lenskri fyrirmynd sem ætlaðir eru til nota, bæði að sumar- og vetrarlagi, í jöklaferðir fyrir ferðamenn. Áformað er að fara í ferðir á þessum jeppum frá flugstööinni við Kangerlussuaq á vesturströndinni. Grænlend- ingar era mjög hrifnir af þess- um jeppum og getu þeirra í akstri og áforma kaup á fleiri jeppum í framtiðinni. Malaría Borist hafa tilkynningar um fiölgun malariutilfella í Taí- I landi á síðasta ári og vora í því landi skráð 2646 tilfelli veikinn- ar. Þau greindust flest á land- svæðum sem liggja að Kambó- díu, en tölur frá því landi um malaríu liggja hins vegar ekki á lausu. Vindasamt Funchal-flugvellinum á eynni Madeira hefur þurft að loka nokkrum sinnum undanfama daga vegna óvenjumikils hvass- viðris. Beita sektum Um nokkurt skeið hafa verið í gildi reglur sem banna akstur stórra flutningabifreiða á sunnudögum og almennum frí- dögum í Frakklandi. Fram að þessu hefur enginn, sem brotið hefur þessar reglur, verið sektaður, en héðan í frá verða ökumenn sektaðir um sem nem- ur 11.000 krónur. . v/, -I m.__ Sólarpottur DV og Flugleiöa: Hefur safnað DV frá upphafi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.