Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1997, Page 51

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1997, Page 51
JLP-^ÍT LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997 ^fikmyndir Harrison Ford í Devils Own: Ameríski draumurinn varð að veruleika ) i > i > i „Ég er aðstoðarsögumaður. Það er alveg eins og að vera þjónn á bensínstöð. Ég þjóna sex milljón manneskjum á viku ef ég er hepp- inn,“ segir leikarinn Harrison Ford. Hann er flestum lesendum bíósíðnanna að góðu kunnur enda hefrn' hann verið vinsæll leikari til gölda ára. Aðdáendur hans eiga nú kost á að sjá hann í kvikmynd- inni Devil’s Own þar sem hann leikur aðalhlutverkið ásamt Brad Pitt. Hann fæddist í Chicago 13. júlí árið 1942. Hann gekk í Ripon-há- skólann en hætti mánuði áður en hann útskrifaðist. Ford á tvo uppkomna syni, Benj- amin og Willard, með fyrri eigin- konu sinni, Mary Marquardt, en hjónabandi þeirra lauk árið 1979. Fjórum árum síðar gekk hann að eiga handritshöfundinn Melissu Mathison og eiga þau tvö börn saman, Malcolm og Georgiu. Þyrnum stráður ferill Á bak við hverja einustu amer- íska stórstjörnu virðist vera ein- hver saga um erfiða lífsbaráttu. Harrison Ford fæddist ekki bein- línis með silfurskeið í munni. Fer- ill hans er þyrnum stráður og ein- kennist af höfnun og angist vegna þess. Hann var bláfátækur og lærði sjálfur að leggja teppi til þess að sjá sér farborða. En amer- íski draumurinn verður auðvitað að veruleika og allt er gott sem endar vel. Núna þarf Ford ekki að leggja teppi því hann fær ávísanir upp á átta stafa tölur (í dollurum) sendar heim á búgarðinn sinn í Jackson Hole í Wyoming. Nördinn í hverfinu Harrison Ford er mest dáður sem hetjan á hvíta tjaldinu. Það er því dálítið kaldhæðnislegt að hann var allt annað en hetja á bemsku- árum sínum í úthverfum Des Plaines í IUinois. Þá var hann nör- dinn sem hlegið var að og gert grin að og átti mjög fáa vini. Hann þótti bæði vonlaus námsmaður og hinir nemendumir höfðu engan sérstakan áhuga á að umgangast hann. Þegar hann var í Main Township High fékk hann C og D í einkunn og hékk aðaUega með stelpunum. (Mörgum hefði þótt það í lagi). Eftir að Ford útskrifað- ist fékk hann inni í mjög litlum menntaskóla, Ripon College í Wisconsin en sá skóli var talinn frekar afturhaldssamur. Hann lærði þar ensku en skólavistin reyndist honum erfið þar sem hann var uppreisnarsamur og neitaði að klippa hár sitt stutt. Ford segist hafa eytt menntaskóla- árunum í svefn i stað menntunar. Sumarleikhús Á sumrin tók hann þátt í upp- færslum með leikhúsinu í heima- bæ sínum. Þegar honum var tU- kynnt að hann hefði of lélegar ein- kunnir tU þess að ná prófum yfir- gaf hann heimkynni sín og hélt tU borgar englanna. Hann fór í af- gömlum Volkswagen með æskuást sinni og eiginkonu Mary Marqu- ardt og drauminn um að verða frægur leikari. Það kom þó fljótt í ljós að margt var auðveldara heldur en að finna draumastarfið i leiklistinni. Ford var mikill nákvæmnismaður og leikstjórum og fram- leiöendum veittist erfitt að vinna með honum. Hann var útskúfaður Hjót- lega frá Col- umbia og Universal vegna sam- starfsörðug- leika. Þegar Ford var tuttugu og fjögurra ára hóf hann störf sem teppa- lagninga- maður. Eina reynsla hans af teppalögn var í gegnum bók sem hann las. <? - Harrison Ford á að baki langan þyrnum og stjörnum stráðan feril í leiklistinni. Hittí George Lucas Vendipunktur í ferli Fords var þegar George Lucas bauð honum aukahlutverk i kvikmyndinni Amer- ican Graffiti. Ford gekk burt sár- móðgaður þar sem launin voru minni en hann hafði fyrir teppalögn- ina. Sem betur fer skipti hann um skoðun þar sem vinátta tókst með honum og Lucas og kvikmyndin sló í gegn. Vinskapur Fords við Lucas færði honum hlutverkið sem gerði hann að smástjörnu, Han Solo í kvikmyndinni Star Wars. Það var ekki fyrr en hann lék í Raiders of the Lost Ark sem Ford datt inn í það hlutverk sem hentaði honum full- komlega og hann var fæddur til þess að leika. Hlutverk hans sem forn- leifafræöingurinn Indiana Jones færði honum heimsfrægð og kyn- táknsímynd og festi hann í sessi sem leikara. Hlutverk Fords í kvikmyndinni Blade Runner festi hann í sessi sem greindan leikara og hlutverk hans í Witness varð til þess að hann var til- nefndur til Óskarsverölauna árið 1985. Kvikmyndaunnendur muna einnig eftir kvikmyndunum Pres- umed Innocent, Patriot Games, The Fugitive og Clear and Present Dan- ger auk Working Girl. -em Aheyrendaprufa fyrir söngleikinn „EVITU", sem verbur í íslensku Óperunni í sumar. Vib leitum ab hæfileikaríku fólki (1 7-50 ára), sem getur sungib og dansab. Lögb verbur áhersla á lögin: Don't cry for me Argentina, Oh what a circus ..., Another suitcase... 0/7 this night of... Áhugasamir mæti kl. 10:00 sunnudag 6. apríl í Islensku Óperuna og taki númer. Pé-leikhópurinn 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.