Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Blaðsíða 2
j LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 I iV Rannsóknarnefnd sjóslysa telur Dísarfellsslysiö hvergi nærri fullrannsakað: i „Miklar upplýsingar skortir" vegna slyssins - Samskipsmenn gagnrýna samgönguráðherra - hann hlaupi eftir dómstóli götunnar „Málið er ekki fullrannsakað," sagði Kristján Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Rannsóknarnefndar sjóslysa, við DV í gær um fyrirhug- að framhald sjóprófa í næstu viku vegna Dísarfellsslyssins. Kristján sagði jafnframt að nefndin hefði nú unnið að því „í langan tíma“ að undirbúa framhald prófanna, þ.e. frá því að frá var horfið í fyrri hluta marsmánað- ar. í bréfi sem sjóslysanefnd hefur sent Héraðsdómi Reykjavíkur með ósk um framhald sjóprófanna kemur fram að „miklar upplýsingar skorti" og „mörgum spurningum sé ósvarað" um DísarfeÚsslysið. Samkvæmt upplýsingum frá Hér- Halldór Blöndal samgönguráðherra svo að helstu fulltrúar Samskipa fengu að vera viðstaddir en Sjó- mannafélagið telur það hafa getað haft slæm áhrif á skipverjana er þeir voru yfirheyrðir. Það að full- trúi Sjómannafélagsins hafi síðan fengið að vera viðstaddur yfir- heyrslur eftir talsvert málþóf í rétt- inum telja forsvarsmenn félagsins aukaatriði. Viðgerö verði rannsökuð, segir ráðherra Sjómannafélag Reykjavíkur fór fram á það við við samgönguráðu- neytið í vikunni að það óskaði eftir að opinber rannsókn færi fram á Dísarfellsslysinu. Samgönguráð- herra sagði síðan m.a. eftirfarandi í Morgunhlaðinu í gær um afstöðu Rannsóknarnefndar sjóslysa: „Við teljum frekari rannsókn nauðsynlega, bæði til að athuga for- sögu málsins, hvert ástands skips- ins hafi verið og hvort fullnægjandi viðgerð hafi farið fram á því, auk þess sem við viljum að reynt verði I sjóprófunum vegna Dísarfellsslyssins hefur m.a. komið fram að nokkrum vikum fyrir slysið gerðiu kafarar við gat á byrðingi skipsins. Gatið var rakið til tæringar. í bréfi sem sjóslysanefnd sendi Héraðsdómi Reykjavíkur kemur fram aö miklar upplýsingar skorti og mörgum spurningum sé ósvaraö. Kristján Guömundsson,, framkvæmdastjóri nefndarinnar, viö sjóprófin, lengst til hægri á myndinni. Fréttaljós: Óttar Sveinsson aðsdómi í gær hafa dagsetningar ekki verið ákveðnar en óskað hefur verið eftir að framhald sjóprófanna fari fram á miðvikudag og föstudag í næstu viku. Ósamkomulag um frumskýrslur Þegar sjópróf hófúst í mars var sú leið farin að taka frumskýrslur af skipverjum fyrir dómi, þ.e. lögregla tók ekki fyrstu skýrslur af málsaðil- um eins og tíðkast hefur, þótt dæmi séu um annað. Kristján hjá sjóslysa- nefnd var á sínum tíma ósammála þessari aðferð enda hefur vaninn verið sá að nefndin og siglingadóm- ur hafi tóm til að kynna sér fyrstu framburði í lögregluskýrslum áður en farið er í sjópróf. Þetta hefur Sjómannafélag Reykjavíkur einnig gagnrýnt. Það sem auk þess hefur farið fyrir brjóstið á fulltrúum félagsins er að þegar sjóprófin fóru fram í mars var þeim lokað - en þó ekki meira en „Þau eru bæði á batavegi," sagði Kristinn Sigvaldason, sér- fræðingur á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, við DV í gær, aðspurður um líðan hjón- anna úr Hafnarfirði sem lentu i mjög alvarlegu bílslysi á annan dag páska. Kristinn sagði að að skýra tildrög slyssins betur.“ Olíusmit í lestum og tæring á skrokk En hverjar eru hinar miklu upp- lýsingar sem skortir og hverjar eru þær mörgu spumingar sem enn er ósvarað? Þessu vildi Kristján Guð- mundsson ekki svara DV í gær enda Linda væri laus úr öndunarvél, hún væri með öðrum orðum vak- andi. Gunnar gekkst undir aðgerð í fyrradag. Áfram er beðið fyrir hjónunum og piltunum úr hinum bílnum í Víðistaðakirkju. -sv komi þessi atriði væntanlega fram við framhald sjóprófanna í næstu viku. Það sem kom m.a. fram við fyrri sjóprófm var að olíusmit var komið í lestar skipsins. Hvort það atriði kemur heim og saman við fullyrð- ingar Sjómannafélagsins um að „tankdekkið hafi verið ónýtt“ verð- Héraðsdómur Vestfjaröa hefur dæmt 18 ára gamlan Bolvíking, Einar Örn Konráðsson, í 15 mánaða fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás, þar af 12 mánuðir skilorðsbundið. Einar Örn var einnig dæmdur til að greiða fóm- arlambi sínu rúma milljón króna í skaðabætur og samtals 240 þúsund krónur í kostnað. Árásin átti sér stað 22. júni í fyrra fyrir utan skemmtistaðinn Víkurbæ í „Ég er búinn að skoða málið og svar til beiðenda er farið í póst. Ég vil ekki tjá mig um málið og tel eðli- legt að þeir fái að kynna sér svarið," segir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður í ísafjarðarbæ, vegna kröfu þeirra Guðmundar Gunnars- sonar og Önundar Ásgeirssonar um ur væntanlega úrlausnarefni í fram- haldi sjóprófanna. Tankdekk er lest- argólf og efsti hluti sjótanka sem undir því er. í sjóprófunum í mars kom einnig fram að nokkrum vikum fyrir slys- ið hafði kafari gert við gat á byrð- ingi Dísarfellsins - gat sem rakið var til tæringar. Þessi atriði jafnt sem önnur munu væntanlega skýr- ast enn betur við fyrirhugað fram- hald sjóprófanna. Samskipsmenn segjast ekki skilja raðherra En hver er afstaða Samskipa til yfirlýsingar ráðherra og krafna Sjó- mannafélagsins. Því svöruðu Hjört- ur Emilsson og Kjartan Ásmunds- son í samtali við blaðamann DV í gær: „Við leggjum áherslu á að allar umbeðnar upplýsingar fáist og það verður að sjálfsögðu reynt að graf- ast betur fyrir um orsakir slyssins ef það er mögulegt. Sjóprófin eru sá vettvangur sem á nú við. En við skiljum ekki hvað sam- gönguráðhera er að fara með því að óska eftir opinberri rannsókn. Við höfum lagt öll gögn fram og það væri eðilegra að hann bæði okkur um upplýsingar heldur en að vera með yfirlýsingar í blöðum. Þama er Bolungarvík. Einar Örn réðst á mann- inn og stakk hann nokkrum sinnum með hnífi í andlit og hægri öxl auk þess sem hann sló manninn nokkur högg. Fórnarlambið hlaut tvö stungu- sár á hægri öxl, eitt stungusár á efri vör, sem náði inn í munnholið, auk þess sem sprunga kom á efra kjálka- bein vinstra megin og fjórar tennur brotnuðu. -RR að fram fari opinber rannsókn á hönnun og framkvæmd við snjó- flóðavamargarða ofan Flateyrar. Samkvæmt heimildum DV er opinberri rannsókn á framkvæmd- inni hafnað á grundvelli þess að ákæruefni séu ekki markviss. -rt verið að hlaupa eftir fulltrúum í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur sem er { ekkert annað en dómstóll götunn- . ar.“ ’ Hjörtur og Kjartan vísuðu jafn- framt til þess að í fyrri sjóprófum hefðu veriö lögð fram gögn sem staðfestu að DísarfeO var í góðu ásigkomulagi við upphaf ferðar. Hvað sem þessu líður þykir ljóst að Dísarfell fórst ekki vegna óveð- urs og þegar hefúr komið fram að leki kom að skipinu með þeim af- { leiðingum að það sökk. Hvort orsak- ir lekans verða að einhverju leyti ' skýrðar í næstu viku verður hins ' vegar að koma í ljós. stuttar fréttir Söfhun fyrir ekkjuna Fjársöfhun fyrir ekkju varð- | skipsmannsins sem fórst við til- j raunir til að bjarga Vikartindi : frá strandi er hafin og hefur ver- -j ið opnaður bankareikningur í \ | Sparisjóði Reykjavikur. Ekkjan | og tvö ung börn hennar fá aðeins ' j rúmlega 1,9 milljóna kr. dánar- | bætur og eru eignalitil þannig að | afkomu þeirra er ógnað vegna I fráfalls mannsins sem var eina I fyrirvinna fjölskyldunnar. sus gengur úr ÆSÍ 1 Samband ungi'a sjálfstæðis- | manna hefur sagt sig úr Æsku- í lýðssambandi íslands og segir að I | sambandið hafi orðið að fyrir- j | bæri sem hafi þann tilgang einan t ó að viðhalda sjálfu sér. Úrsögnin " j kemur stjóm ÆSÍ á óvart, sam- j starfið hafi verið gott. BSRB að semja ; BSRB og sveitarfélögin hafa j náð samkomulagi um að lífeyris- j réttur starfsmanna sveitarfélaga verði jafngóður og hjá rikinu. Þar j með er stærstu hindruninni rutt | úr vegi kjarasamninga. Samn- j ingafúndur starfsmanna og sveit- ( j arfélaga stóð í gærkvöldi á Hótel j j Örk í Hveragerði og var búist við j undirritun samninga þá og þegar. Stjórnvöld skaða | Mestu umhverfisslysin verða f V£jgna rangrar umhverfisstefnu j sljórnvalda. Alvarleg dæmi um j slíkt er iðnaðarstefna fyrrum I Sovétríkjanna og landbúnaðar- | stefna Evrópusambandsins, segir - Frances Caimcross, fyrrv. um- I hverfismálaritstjóri tímaritsins { The Economist. -SÁ | i ,i Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 9041600. 39,90 kr. mlnútan J*B Nel *í j rödd FOLKSINS 904 1600 ta dagskrá sjónvarps ar íþróttaútsendingar? Á að brey fyrir beiiu Búinn aö skoða máliö - segir sýslumaður Hjónin á batavegi: Ungur Bolvíkingur: Linda laus úr öndunarvél 15 manaða fangelsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.