Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Blaðsíða 16
LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 UV viðtal Ingólfur Guðbrandsson fer með Heimsklúbbinn í mánaðar hnattreisu um suðurhvelið í lok ársins: London sidney Auckland NÝJA-SJÁLAND Sydney í Ástralfu er meðal viökomustaöa í hnattferö Ingólfs næsta vetur. Hér getur á aö líta hina frægu og flottu óperuhöll í borginni. komið á alla þessa staði á ferðum mínum í gegnum tíðina og get lofað mjög spennandi ferð. Við fljúgum með traustum flugfélögum, gistum á fjögurra og fimm stjömu hótelum og ekkert á að geta fariö úrskeiðis. En öll emm við mannleg og alltaf getur eitthvað óvænt komið upp,“ segir Ingólfur. Með kauptilboð í fyrirtækið Hann gefur lítið upp um það hve lengi hann muni halda áfram en kannski skemur en margan gruni. Reksturinn standi með blóma en hann segist hafa gott kauptilboð í fyrirtækið sem hann sé aö skoða. Náttúrufeguröin á eyjunni Tahíti er engri lík eins og hér sést. Ferðalög okkar hug- myndasnauð flatneskja Þátttakendur í ferðinni eru á öll- um aldri, að sögn Ingólfs. Þeir yngstu era í kringum 25 ára og þeir elstu um áttrætt. Flestir þó um fimmtugt og sextugt. Hann segir þekkt andlit úr ferðum Heims- klúbbsins vera í hópnum en lang- flestir séu þó nýir viðskiptavinir. Það sé ný kynslóð af landkönnuð- um. „Það besta tákn sem ég hef séð í ferðamálum lengi,“ segir Ingólfur, „ferðalög flestra íslendinga eru skelfing hugmyndasnauð og algjör flatneskja, mest búðarráp." Eins og áður segir hefur Ingólfur starfað sjálfstætt í ferðaþjónustu í 40 ár. Hann er þó ungur í anda og útliti og hefur ótrúlega heilsu og starfsþrek sem margir ungir menn gætu verið stolltir af. Sér hafi þó aldrei leiðst í þessu starfi né neinu öðru sem hann hef- ur tekið sér fyrir hendur. „Það era alltaf mörg jám í eldin- um. Til viðbótar hnattreisunni og öðrum auglýstum ferðum er ég núna t.d. aö undirbúa söngferð Óp- erukórsins til Ítalíu og ferð kennara til Thaílands." Ingólfur segir gott ferðalag ávallt vera heillandi. Um leið og ánægjan sé ekki fyrir hendi og fólk vilji ekki kynnast einnhverju nýju og njóta fegurðar þess besta sem heimurinn hefur upp á bjóða á öllum sviðum þá sé það sama og dautt. „Ég hef ferðast um allan heim og tel mig vera búinn að sjá allt það besta. Það era engin lönd eftir sem era mér eitthvert kappsmál að kom- ast til. Þetta er lífsnautn sem ekkert annað jafnast á við og hlýtur að gera fólk víðsýnna og skilningsrík- ara,“ segir Ingólfur og telur sig geta með góðu móti skyggnst inn í ís- lenskt samfélag og greint kosti þess og galla. í samanburði við aðrar þjóðir heims. Okkur hefur hrakað á sumum sviðum „Ég verð að segja að okkur hefur hrakað á sumum sviðum, ekki síst í að varðveita menningu okkéu- og tungu. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af vissri þróun í þjóðfélag- inu. Ég tel að við séum ekki nógu vel á verði um okkar eigin menn- ingu. Þetta verður manni þeim mun ljósara sem maður kynnist betur menningu annarra þjóða. Ef við hefðum ekki okkar tungu, sem hrakar alveg stórlega, þá væri eng- in íslensk þjóð til. Engilsaxnesk lág- menning er orðin ískyggilega yfir- gnæfandi í þjóöfélaginu," segir Ingólfúr og því er ekki úr vegi að spyija hvort hann hafi áhuga á að eyða elliárunum á íslandi, miðað við þessa þróun. Hann viðurkennir að oft hafi hvarflað að sér að flytjast burt og ekki útilokað að það geti einhvem tímann gerst. Hann sé hvort eð er erlendis þriðjung af ár- inu en geti illa hugsað sér að missa af íslensku sirnn-i. Suðurhvelið höfðar til mín „Mér hefúr oft dottið í hug að setj- ast að tímabundið yflr vetrartímann á vel völdum stað í heitara loftslagi. Ég hef enn ekki valið þann stað en neita því ekki að löndin á suður- hveli jarðarinnar höfða hvað sterkast til mín. Syðstu lönd Suður- Ameriku era ákaflega heillandi og svipaða sögu má segja um Suður- Kyrrahafseyjar og Ástralíu," segir Ingólfur. Hann er að lokum spurður hvort hnattferðin í nóvember verði sú síð- asta af því tagi sem hann fer. Hann glottir og segist ekki vilja útiloka neitt. Ef vel takist til þá sé aldrei að vita. Sjáum hvað setur og við hnattfar- ana segjum við bara: Góða ferð! -bjb Heimsklúbbur Ingólfs Guðbrands- sonar og Ferðaskrifstofan Príma kynntu í ársbyrjun einstæða ferð í sögu íslenskrar feröaþjónustu sem fara á um suðurhvel jarðar í nóvem- ber nk. Um er að ræða fjögurra vikna hnattferð sem seldist upp á tveimur dögum, alls 80 sæti, og margir ferðaþyrstir íslendingar era á biðlista. Hver miði kostar 560 þús- und krónur og fyrir hjón má áætla að ferðin kosti ekki mikið undir 1,5 milljónum króna. í viðtali við DV segist Ingólfur hafa veriö þokkalega bjartsýnn á góðar viðtökur við þess- ari ferð en þetta hafi farið langt fram úr öllum væntingum. Viðtök- umar sýndu vissulega uppsveiflu í þjóðfélaginu en hann lítm- fyrst og fremst á þau sem traust á sitt fyrir- tæki og persónulega reynslu i ferða- þjónustu til 40 ára. „Enginn hefúr haft orð á því að ferðin væri dýr enda er hún boðin á mjög hagstæðum kjöram. Þarna er ekki eingöngu um að ræða hátekju- eða stóreignafólk heldur einnig fólk með meðaltekjur sem lítur á þetta sem lífsfyllingu og draum, tækifæri sem gefst kannski bara einu sinni á lífsleiðinni," segir Ingólfur. Fararstjórar með honum í hnatt- reisunni verða hjónin Sigurdór Sig- urdórsson og Sigrún Gissurardóttir, sem bæði búa yfir langri reynslitóf fararstjóm og störfuöu um hríð fyr- ir Ingólf á Spáni. Hann segist vera ákaflega heppinn aö hafa fengið þau með sér í þessa ferð. Þau búi yfir einstökum hæfileikum í að umgang- ast fólk. Flugleiðin „down under" Eins og sést á meðfylgjandi korti er um sér- staka leið að ræða. Farið verð- ur af stað frá Keflavík 1. nóvem- ber nk. með Flug- leiðum til London. \ngóWur Þaðan verður flogið með British Airways beint til Jó- hannesarborgar í Suður-Afríku. Dvalist veröur í heila viku i landinu og ferðast m.a. til Port Elizabeth og Höfðaborgar. Frá S-Afríku er flogið til Perth í Ástralíu með ástralska flugfélaginu Qantas. Þaðan er farið til Alice Springs og loks Sydney en hópurinn verður viku á ferðalagi um Ástralíu. Frá Sydney er flogið með Qantas til Aucklands á Nýja- „Það er fátítt að geta boðið upp á svona ferð og á þessar slóðir. Við fylgjum 30. gráðu suðlægr- ar breiddar nær allan tím- ann sem gefur okkur yndislegt veður á mesta gróðrar- tímanum. Hitinn er kannski á bil- inu 22 til 30 stig. Þarna er ferðast um ólíka menningarheima en ein- hver alfegurstu lönd jarðar, saman- ber Suður-Afríku. Þetta era lönd sem íslendingar hafa fengið fá tæki- færi til að ferðast til, hvað þá í einni ferð. Við höfúm verið að undirbúa þetta i tvö ár en ferðin byggir á sam- böndum og reynslu sem spannar áratugi. Langur og góður undirbún- ingur er lykill að góðri ferð. Ég hef Sjálandi þar sem stoppað verður í fimm daga í borginni og nágrenni hennar. Næst er flogið með Qantas flugfélaginu til Tahiti og lent í borg- inni Papeete. Þar er stoppað í fjóra daga og þaðan flogið með félaginu Lan Chile til Santiago í Chile með stuttri millilendingu á Páskaeyju. Stysta dvölin, 1 dagur, verður í Santiago, og þaðan farið til Buenos Aires í Argentínu og stoppað þar í þrjá daga. Siðasti viðkomustaður hnattferðarinnar á suðurhvelinu verður borgin Rio de Janeiro og næsta nágrenni. Eftir kynnisferðir og legu á sólarströndum í fjóra daga verður að end- ingu flogið með Brit- ish Airways til London og komið aft- ur til Keflavíkur síð- degis þann 2. desem- ber næstkomandi. menn- ingarheimar ÍSLAND ReyWaVík & Tahiti Hnattferð Ingólfs - í nóvember 1997 - BRASILÍA Páskaey . ——0^áarqent1njý' Ri° de Buenos Aires Jóhannésarborg Janeiro Höf&aborg SUÐUR-AFRÍKA 'J'/ Alice ÁSTRALÍA Springs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.