Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 27 Itlönd José Ramos-Horta, leiötogi sjálfstæöissinna á Austur-Tímor, gistir ísland fram á þriöjudag. Símamynd Reuter Friðarverðlaunahafi Nóbels, José Ramos-Horta, til Islands í dag: Sterkur karakter en Ijúfur og hógvær José Ramos-Horta, friðarverð- launahaíl Nóbels og leiðtogi sjáif- stæðissinna á Austur-Timor, kemur til landsins í dag í boði Mannrétt- indaskrifstofu íslands. Hann verður gestur á opnum fundi í Norræna húsinu í fyrramálið þar sem hann mun kynna mannréttindabaráttu landa sinna en þeir hafa mátt sæta miklu harðræði af völdum stjóm- valda í Indónesíu sem lögðu Austur- Tímor undir sig fyrir rúmum tutt- ugu árum. Ramos-Horta deildi nóbelsverð- laununum með Carlosi Belo, bisk- upi rómversk-kaþólskra í Dili, höf- uðborg Austur-Timor. í framvarðasveit mann- ráttindafrömuða Ágúst Þór Ámason, fram- kvæmdastjóri Mannréttindaskrif- stofu islands, kynntist Ramos-Horta árið 1993 og segir hann vera í fram- varðasveit þeirra sem berjast fyrir mannréttindum í heiminum. „Hann er óvenjusterkur karakter en um leið mjög ljúfur og hógvær. Hann á auðvelt með að gera manni ljóst ástand mála, án nokkurs of- fors,“ segir Ágúst Þór í viðtali við DV. Ramos-Horta hefur dvaliö í útlegð í á þriðja áratug og barist fyrir rétt- indum Austur-Tímorbúa allan þann tíma, hvort sem honum hefur líkað betur eða verr. „Menn eiga ekki margra kosta völ þegar þeir eru erlendis og reyna að vinna gegn óheillaþróun heima fyr- ir. Menn verða útlagar við þær kringumstæður," segir Ágúst Þór Árnason. „Fyrir menn með sterka siðgæðisvitund er ekki önnur leið en að halda baráttunni áfram.“ Á meðan á íslandsdvölinni stend- ur mun Ramos-Horta ræða við nokkra helstu ráðamenn landsins. Hann hittir utanríkisráðherra, for- „Við teljum að pyntingamennirn- ir hafi sjálfir tekið myndbandið og að einn þeirra hafi síðan selt það,“ sagði Ramos-Horta. Skemmtilegra að leika sár við börnin í viðtali sem blaðamaður norska blaðsins Verdens Gang tók við Ramos-Horta i tilefni afhendingar nóbelsverðlaunanna í desember sið- astliðnum, segir mannréttindafröm- uðurinn að hann hati stjómmál, í þeim skilningi að hann vildi ekki vera atvinnustjórnmálamaður. „Ég hefði aldrei getað orðið þingmaður," segir Ramos-Horta í viðtalinu. „Ef ég á að vera alveg hreinskil- inn, þá er ég enginn stjómmálamað- ur.“ Hann vildi miklu heldur vera að Erlent fréttaljós á laugardegi leika sér með litlum frændum sín- um og frænkum sem era tveggja og þriggja ára. „Ég er með þeim í hvert skipti sem ég á frí.“ Sjálfur á Ramos-Horta einn son með eiginkonu sinni sem er lög- fræðingur. Sonurinn er á nítjánda ári og heitir Lorosae. „Ég var pabbi í fullu starfi frá því hann var sex mánaða og þar til hann varð fjög- urra ára af því að móðir hans var við nám. Ég kunni afskaplega vel við að leika við hann og vera með honurn," segir hann. José Ramos-Horta er fæddur árið 1949, af portúgölsku og tímorsku bergi brotinn. Hann fór ungur að vinna fyrir sér sem blaðamaður og varð virkur í frelsisbaráttu Austur- Tímor sem þá var portúgölsk ný- lenda og hafði verið um aldaraðir. mannréttindum í heimalandi sínu. Hann á heimili í Sydney í Ástralíu þar sem hann starfrækir mannrétt- indastofnun sem fylgist grannt með ástandi mála á Austur-Tímor. Fjölskylda Ramos-Horta hefur þurft að gjalda frelsisbaráttuna í heimalandinu dýru verði. Systir hans, Maria Hortencia, týndi lífl í eldflaugaárás indónesíska hersins á þorp hennar. Guillermo bróðir hans lést ásamt hundraöum annarra í þyrluárás á þorpið þar sem hann bjó og enginn veit hvar hann er grafinn. Tveir bræður hans til við- bótar hafa einnig verið drepnir. Nuno var skotinn með M16 riffli og Antonio var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést þremur dögum síðar á dularfullan hátt. Ramos-Horta tel- ur víst að eitrað hafl verið fyrir hann. „Við sem voram svo mörg. Húsið okkar var iðandi af lífi. Sex systkini í baráttunni. En núna erum við bara tveir bræður eftir,“ segir Ramos- Horta í viðtali við kanadíska blaðið Vancouver Sun. Byggt á Reuter, NTB, VG, Vancouver Sun o.fl. / / ' Hún valdi skartgrípi frá Silfurbúðinni /Q) SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þar fcerðu gjöfina - svn KYNNIR: WHITAKER seta íslands, forseta Alþingis og ut- anrikismálanefnd- Myndir af pyntingum Austur-Tímor er eystri helming- ur eyjarinnar Timor og liggur á milli Indónesiu og Papúa Nýju- Gíneu, austarlega í eyjaklasanum sem skilur að Austur-Asíu og Ástr- alíu. Friðarverðlaunahafinn kemur hingað frá Lundúnum þar sem hann sat ráðstefnu um minnihlutahópa. Fyrr í vikunni var hann í Genf þar sem hann flutti ræðu á fundi mann- réttindanefndar Sameinuðu þjóð- anna. Þar sýndi hann fréttamönn- um m.a. myndband þar sem sjá má ljósmyndir af mönnum sem hafa verið pyntaðir á hroðalegan hátt af útsendurum indónesískra stjórn- valda. Indónesíustjórn segir mynd- bandið falsað en Ramos-Horta segir það ósvikið og að menn úr mann- réttindanefnd SÞ hefðu einnig séð það. Árið 1970 var hann dæmdur í tveggja ára útlegð fyrir að gagnrýna nýlenduherrana. Árið 1974 tók hann þátt í að stofna undanfara hinnar róttæku frelsishreyfingar Fretilin sem lýsti yfir sjálfstæði Austur- Tímor þann 28. nóvember 1975. Ramos-Horta varð utanríkisráð- herra nýrrar stjómar landsins. Hann sat þó ekki lengi á þeim ráð- herrastóli þar sem indónesíski her- inn gerði innrás í landið rúmri viku síðar, eða þann 7. desember. Talið er að um þriðjungur ibúa Austur- Tímor hafi verið drepinn á þeim tæpu 22 árum sem liðin era frá inn- rásinni. Þá voru íbúar landsins um 700 þúsund. Missti bræður og systur í baráttunni Allt frá því innrásin var gerð hef- ur Ramos-Horta ferðast vítt og breitt um heiminn og verið óþreyt- andi baráttumaður fyrir frelsi og Svarið fæst í beinni útsendingu á Sýn. Einn stærsti viðburður síðustu ára í boxheiminum. Hinn fjallmyndarlegi Oscar De La Hoya færir sig upp um þyngdarflokk og skorar á Pernell Whitaker, handhafa eftirsóttasta titils hnefaleikaíþróttarinnar „The Pound For Pound Champion". Meistari meistaranna, Whitaker, leggur titilinn að veði í þessum bardaga. LAUGARDAGSKVÖLDID 12. APRÍL KL: 00:55 Á SÝN H Tæknival svn COMPAO. -slccr öllum við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.