Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 Gísli Rúnar safnar kröftum eftir þættina á Stöð 2: Næst er að ná 20 kílóunum af! „Ég er eiginlega að saflia kröft- um eftir veturinn, kominn á þenn- an aldur. Þetta var krappur dans og mikil keyrsla, kalla ég þá ekki allt ömmu mína. Ætii ég fari ekki bara að ná af þessum 20 kílóum sem bættust á mig. Ég er að sækja í mig veðrið í þeim efnum. Hef að visu ekki stigið á vigt en finn það á fotunum að ekki er allt með felldu," sagði Gísli Rúnar Jónsson leikari þegar helgarblaðið sló á þráðinn til hans í vikunni til að forvitnast hvað tæki við hjá hon- um eftir skemmtiþættina á Stöð 2 í vetur, Gott kvöld með Gísla Rún- ari. Hann sagði það ekki ljóst hvort áframhald yrði á þáttunum næsta vetur. Hann hefði ýmis önnur járn í eldinum sem hann vildi ekki uppljóstra að svo stöddu. Ekki nema þá að hann myndi líklega klára gamanleik sem væri í smið- um hjá sér eða kíkja ofan í frystikistuna og taka upp nokkur óþýdd leikrit! Hálf þjóðin horfði Hann sagðist vera nokkuð ánægð- ur með útkomuna í vetur á Stöð 2. Vissulega hefði þátturinn verið um- deildur en ekki hefði mátt við öðru búast miðað við hvemig hann var hugsaður. „Rúmlega hálf þjóðin horfði á þáttinn að jafnaði, hvort sem henni líkaði betur eða verr. Það var mjög ánægjulegt. Ég fékk stundum beint framan í mig frá fólki að því fyndist ég leiðinlegur og þátturinn ennþá leiðinlegri. Það sagðist þó horfa á þáttinn til að sjá upp á hverju ég tæki. Mér finnst eftirsóknarvert að hafa náð því. Upphaflega átti þáttur- inn ekkert endilega að ganga svona lengi,“ sagði Gísli Rúnar. Hann vonaðist til þess að sjónvarpsstöðvarnar tækju sig taki núna, sérstaklega Sjónvarpið, og fæm að framleiða meira af leiknu íslensku efni. Mjög lítið sæist af slíku efni i dag. Það væri af sem ÖKisag Rlóma- sprautur • Tertur með rjóma • Kökur með rjóma •Kaffi meðrjóma 'ísmeðrjóma (passar í allar gerðir) Rjómasprautur og gashylki (passar í allar gerðir) áður var þegar Sjónvarpið á fyrstu eitt leikrit í hverjum mánuði. -bjb ámnum var kannski að framleiða Gísli Rúnar Jónsson er meö ýmis járn í eldinum eftir að skemmtiþættinum á Stöö 2 lauk á dögunum. Hann hefur m.a. kíkt ofan í frystikistuna og tekiö upp nokkur óþýdd leikrit! DV-mynd Hilmar Þór POWER MACINTOSH, PERFORMA5260:1,2 GB harður diskur, 12 MB RAM, PowerPC 603e RISC - örgjörvi með 120 megariða vinnslutíðni, 14 tommu (þumlunga) litaskjár með skuggasíu og 640x480 punkta skjáupplausn. 16 bita hljóðkerfi með innbyggðum víðóma hátölurum, inn- og úttök fyrir hljóð. Tengist netkerfum auðveldlega. Afar létt er að auka möguleika hennar og gæða enn frekara afli. Vinnslu- og leikjaforrit fylgja: Aladin, BOES, Descent, Full Thro., GME 1996, The Lion King, The Ultim., Toy Story, Claris Works. Skipholti 21 • 105 Reykjavík • Sími: 511 5111 Tölvupóstur: info@apple.is Slód: http://www.apple.is ...Power Macintosh 5 129.900 kr. stgr. í tilefni 20 ára almælis Apple tölvunnar bjóðum við Power Macintosh 5260 á sérstöku hátíðarveroi. Þessi öfluga margmiðlunartölva kostar aðeins 129.900 kr! Kíktu inn í verslun okkar að Skipholti 21 og kynnstu kostum Power Macintosh vélanna - þú sérð ekki efitir því. Apple-umboðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.