Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Blaðsíða 10
LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 Á^‘\T 10 lesið; skrift Frá undirskrift stóru samninganna í Karphúsinu á dögunum. Hér bíða þeir eftir pappírunum, tiibúnir að munda penn- ana, þeir Geir Gunnarsson vararíkissáttasemjari og Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjöri VSÍ. Á milli þeirra er Ólafur B. Ólafsson, formaður VSÍ, að fá sér í nefið á meöan beöið er. DV-mynd Hilmar Þór Amy Engilberts rýnir í persónuleika sex samningamanna út frá rithönd þeirra: J 1 A ■ ■ eins Halldór . ólíkir og dagur og nótt Ekki er langt um liðið síðan skrif- að var undir kjarasamninga nokk- urra stórra verkalýðsfélaga við vinnuveitendur, s.s. Dagsbrúnar, Framsóknar, Verkamannasam- bandsins, Samiðnar og verslunar- manna. Hér verður efni samning- anna ekki rakið heldur litið á þá frá allt annarri hlið, nefnilega undir- skriftirnar sjálfar. Hvernig rithönd- in segir til um persónuleika helstu forkólfa vinnuveitenda og verka- lýðsins. Til liðs við okkur fengum við Amy Engilberts sem hefur ára- tuga reynslu af því að lesa úr skrift og spá fyrir fólki. Amy voru fengnir í hendur samn- ingar VMSÍ, Dagshrúnar og Fram- sóknar við Vinnuveitendasamband- ið og Vinnumálasambandið. Þau nöfn sem hún var fengin til að rýna í voru undirskriftir Björns Grétars Sveinssonar. formanns VMSÍ, Hall- dórs Björnssonar, formanns Dags- brúnar, Rögnu Bergmann, for- manns Framsóknar, Þórarins V. Þórarinssonar, framkvæmdastjóra VSÍ, Ólafs B. Ólafssonar, formanns VSÍ, og Sigurðar Jóhannessonar, formanns Vinnumálasambandsins. Amy tók fram að hún kannaðist sama og ekkert við þetta fólk. Hún horfði lítið á sjónvarp og sagðist þó muna aðeins eftir Birni Grétari úr sjónvarpinu og Rögnu Bergmann lítillega. Eins og áður sagði hefur Amy langa reynslu af því að lesa úr skrift. Hún lærði þessa list á sínum tlma en segir þetta fyrst og fremst koma með æfingunni. Henni dugi núna að sjá eitt nafn, hún þurfi ekki sjá lengri handskrifaðan texta frá viðkomandi. Hún tók fram að hér væri eingöngu um persónuleikalýs- ingu að ræða, ekki væri hægt að spá út frá skrift. Líkt og þeir væru að missa af strætó! Hún sagðist geta séð það strax að undirskriftirnar bæru þess merki að fólk hefði verið orðið langþreytt þegar það skrifaði undir, enda ekki furða eftir margi-a klukkustunda samningaþref. Þetta sæist á því að skriftin sveiflaðist til, frá hægri og til vinstri. Sumum hefði greinilega legið á að skrifa undir, líkt og þeir væru að missa af strætó! Skriftin hefði verið öðruvísi ef fólkið hefði verið vel útsofið. Henni fannst einkennandi hvað rithönd samningamanna væri mis- munandi, sérstaklega innan raða at- vinnurekenda. Auk þess að lesa úr skrift hvers og eins gat hún séð hvernig sumir aðilar gætu náð sam- an, eða ættu ekki saman. Ekki lítið atriði í samningum! Þannig sá hún að Halldór Bjömsson og Þórarinn V. ættu ekki saman. „Þeir eru eins ólíkir og dagur og nótt,“ sagði Amy. Sama var að segja um samanburð á Birni Grétari og Þórami og Rögnu og Sigurði Jóhannessyni. En lítum á hvað Amy hafði að segja um þessa samningamenn. Með fylgja,.þeirra viðbrögð á lýsingum hennar. -bjb ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( Halldór Björnsson: Fljótfær tilfinningamaður „Ég myndi álíta að hann væri frekar fljótfær maður. Hann hugsar og vinnur hratt, er all snöggur en stund- um of fljótfær í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Tilfinningamaður, snöggur. Það sem hann kannski vantar er meiri þolinmæði.“ Eflaust margt til í þessu „Eflaust er margt til í þessu hjá henni,“ sagði Hall- dór Björnsson. „Ég er fljótur að hugsa og ákveða mig. Kannski kemur það niður á ákvörðinni. Samviskubit fæ ég ekki en stundum getur verið betra að vera leng- ur að hugsa áður en maður ákveður sig. Ég er sam- mála því að ég sé tilfinningamaður og í heildina getur þetta vel passað allt saman." Þórarinn V. Þórarinsson: Skapmikill og snöggur upp á lagið „Hann er frekar íhaldssamur, á varðbergi gagnvart öðrum. All stjórnsamur og metnaðargjarn. Hefur til- hneigingu til að vera drottnunargjarn maður. Þegar maður sér svona skrift sér maður skort á sveigjanleika. Er skapmikill og snöggur upp á lagið. Hann er flókinn, maður veit ekki alveg hvar maður stendur gagnvart honum. Getur verið refur. Ef einhver ætti að fara að vinna með honum myndi ég segja: Vertu varkár.“ Er blíðlyndur og sveigjanlegur „Jahá,“ sagði Þórarinn V. og hló þegar hann fékk að heyra lýsingu Amyar. „Ég er ekkert frá því að þetta sé sú ímynd sem ég hafi á meðal fólks. Sjálfur er ég sann- færður um að sé bæði blíðlyndur, sveigjanlegur og ljúfur í allri umgengni. Ég held að ég sé ekki refur því refsskap fylgir fals. Ég þyki tala of hreint út heldur en hitt. Ég er sæmilega útsjónarsamur." Ólafur B. Ólafsson: Metnaðargjarn og djarfur f „Þessi maður er all metnaðargjarn og skapstór, svolítið á þróngsýnn. Fljótfær, hlutirnir eiga að gerast hratt í ™ kringum hann. Ég myndi segja að hann væri aksjón- maður. Hann fer eftir sínum eigin geðþótta, er djarfur. “ Hittir ekki beint í mark „Ég verð að segja að ég kannast lítið við af þessu. En hver getur verið dómari í eigin sök? Ég hef þó heyrt að ég sé með sérstakt jafnaðargeð, ég vona að skapið sé samt til staðar. í starfinu reynir maður að f finna sameiginlegar lausnir. Mér finnst þetta ekki al- á veg hitta beint í mark en það er gaman að þessu,“ g sagði Ólafur um sína lýsingu. f í? <3 'OsYLry] Ragna Bergmann: íhaldssöm en sveigjanleg „Þessi persóna er mikil tilfinningavera, á köflum sveigjanleg. Ihaldssöm, getur verið frekar lokuð. Lætur stjórnast afhugsjón eða tilfinningum.“ Kannast við þetta „Ég kannast við þetta,“ sagði Ragna um lýsingu Amyar. Sagðist reyndar hafa einhvem tímann hafa farið til hennar til að spá fyrir sér. Hún hefði spáð henni langlífi, „því miður," sagði Ragna og hló. „Með aldrinum verður maður ósjálfrátt íhaldssam- ur. Það getur vel verið að ég sé lokuð en sjálfri finnst mér það ekki. En hugsjónir hef ég svo sannarlega, annars væri ég ekki búin að standa i verkalýðsbarátt- unni í 20 ár.“ ( ( ( ( ( ( Björn Grátar Sveinsson: Ofkeyrir sig á hraðanum „Þetta er mikill tilfinningamaður, lætur tilfinningarn- ar stjórna sér. Hann er samt blanda af tilfinningum og metnaði. Þetta bendir til að hann hafi tilhneigingu til að keyra sig áfram, hann ofkeyrir sig. Skriftin ber ein- kenni um þreytu, álag og stress. Þetta er hugsjónamað- ur en gæti vantað úthald og seiglu. Hættir til að of- keyra sig á hraðanum.“ Hef heyrt ýmislegt vitlausara „Já, ég hef heyrt ýmislegt vitlausara. Ég er steingeit og mér finnst hún fara nálægt þeim tilfinningasveifl- um sem þar ríkja gjaman. Verkin sem maður tekur að sér eru þannig að maður keyrir á þau. Ennþá hef ég haft úthaldið, kominn yfir fimmtugt. Ég hef engar for- sendur til að mótmæla svona merkri niðurstöðu," sagði Björn Grétar þegar persónugreining Amyar var borin undir hann. Sigurður Jóhannesson: Stendur fastur á sínu „Þessi hefur hugsað sér að komast áfram í lífinu og ætl- ' ar sér það. Hann stendur fastur á sínu og það þarf að hafa mikla þolinmæði gagnvart honum, t.d. í samning- A um ef svo væri. Hann er frekar íhaldssamur, lokaður að " mörgu leyti. Fer sínar eigin leiðir.“ Sumt gæti passað „Sumt af þessu gæti passað. Ég er hins vegar sáttur við það sem að haki er og hef ekki hugsað mér frekari frama, maður er orðinn það gamall. Ég er blíður og góður og þolinmóður gagnvart öðmm. Stjömuspá Vog- arinnar segir að við séum menn jafnvægisins, leitum ( ávallt lausnar. Það má síðan til sanns vegar færa að ég geti verið íhaldssamur við einhverjar aðstæður," sagði Sigurður um lýsinguna og var nokkuð sáttur við ( hana í heildina litið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.