Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Blaðsíða 35
JLÞ*W LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 Landsbankamótið 1997 : bridge 76 einstaklingar hafa unnið meistaratitilinn á 49 árum Einungis 76 einstaklingar hafa náð þeim árangri að vinna íslands- meistaratitilinn á þeim 49 árum sem keppt hefir verið. Fimm bætt- ust við í ár en frá upphafí hafa þess- ir einstaklingar unnið oftast: Stefán Guðjohnsen 12 sinnum Einar Þorfinnsson 10 sinnum Símon Símonarson 10 sinnum Ásmundur Pálsson 9 sinnum Eggert Benónýsson 9 sinnum Hjalti Elíasson 9 sinnum Jón Baldursson 8 sinnum Hallur Símonarson 7 sinnum Karl Sigurhjartarson 7 sinnum Lárus Karlsson 7 sinnum Einar, Eggert og Lárus eru látnir fyrir nokkrum árum en hinir eru flestir að reyna við einn í viðbót. Eins og mönnum er í fersku minni munaði einungis fjórum vinnings- stigum á sveit Antons og sveit Landsbréfa þegar mótinu lauk. Landsbréf töpuðu 4 vinningsstigum í einu spili á móti sveit Málningar og því mætti setja málið þannig upp að þeir hafi tapað mótinu á þvi. Auðvitað er það nokkur einfóldun en það er heldur ekki á hverjum degi sem menn tapa 21 impa og 4 vinningsstigum á einu spili. Skoð- um þetta mikla veltuspil! N/N-S * G87643 * 9 * ÁK10852 * Á * D9872 4 - * DG94 * 10873 * ÁK1043 * ÁKD1052 * 763 * D954 * - ♦ KG62 * G65 N V A S í opna salnum sátu n-s Jón Bald- Sveit Landsbréfa varð í öðru sæti. Talið frá vinstri: Ragnar Hermannsson, Sverrir Ármannsson, Sævar Þorbjörnsson, Jón Baldursson og Björn Eysteinsson. ursson og Sævar Þorbjömsson en a- v Hjálmtýr Baldursson og Baldvin Valdemarsson. Sagnir tók fljótt af: Norður Austur Suður Vestur 2* dobl 4« 6» pass pass dobl Allir pass Vestur trúði ekki sinum eigin augum þegar íjórir spaðar komu til hans en ákvað að stökkva í sex Umsjón Stefán Guðjohnsen hjörtu. Sævar ákvað að útspilsdobla þótt hann gæti varla átt von á öðr- um slag eftir að hafa trompað lauf- ið. Jóni var vorkunn að finna ekki laufútspilið en hann spilaði tígli. Þar með fékk Baldvin alla slagina. Það voru 1310 til a-v. í lokaða salnum sátu n-s Svavar Björnsson og Steingrímur Gautur Pétursson en a-v Björn Eysteinsson og Sverrir Ármannsson. Nú var sagnröðin ögn vísindalegri: Norður Austur Suður Vestur pass 2* 2* 4G ! 5* pass 6* 6* dobl Allir pass Svavar gaf aðeins á tígulásinn og fékk 1210 í sinn dálk. Raunar tryggði hann góðan árangur spilsins með því að segja fimm hjörtu, sögn sem kom í veg fyrir að a-v gætu far- ið í sjö lauf og unnið þau, hvað þá fundið hjartalitinn. En fyrir mestum vonbrigðum urðu Páll Bergsson og Símon Sím- onarson. Þeir sögðu og unnu sex hjörtu dobluð með yfirslag en komust að raun um að þeir höfðu tapað 10 impum á því. Á hinu borð- inu hafði Sigtryggur Sigurðsson klifrað alla leið í sjö hjörtu, fengið þau dobluð og unnið þegar norður fann ekki laufútspilið. skák Stórmótinu í Dos Hermanas á Spáni lýkur í dag: Kramnik vann Karpov og er í efsta sæti - fjórir íslenskir stórmeistarar freista gæfunnar í Las Vegas. Stórmótið i Dos Hermanas, nærri Sevilla á Spáni, hefur unnið sér fast- an sess sem eitt best skipaða skák- mót ársins. Mótið í ár telst af 19. styrkleikaflokki FIDE en sterkari í stigum talið gerast mótin ekki. Fyr- ir síðustu umferðina, sem tefld verður í dag, var Rússinn Vladimir Kramnik einn efstur. Kramnik náði snemma foryst- unni en þar skipti miklu vænn sig- ur á Anatoly Karpov í 3. umferð. Umsjón Jón L. Árnason Skákin var um margt dæmigerð fyr- ir Karpov, að því undanskildu, að nú sat heimsmeistarinn fyrrverandi öfugum megin við borðið. Kramnik tókst með öðrum orðum að leggja Karpov í rólegri stöðubaráttu og undir lok taflsins hafði Karpov hrökklast með alla menn sína upp í borð og mátti sig hvergi hræra. Kar- pov hefur ekki tapað fleiri skákum á mótinu en sótt í sig veðrið í síð- ustu umferðum. I áttundu umferð- inni vann Karpov enska stórmeist- arann Nigel Short og náði að hífa sig upp í deilt 3. sæti. Staðan fyrir lokaumferðina er þessi: 1. Vladimir Kramnik 5,5 v. 2. Viswanathan Anand 5 v. 3. -5. Anatoly Karpov, Veselin Topalov og Judit Polgar 4,5 v. 6.-7. Valery Salov og Boris Gelf- and 4 v. 8. Alexei Sírov 3,5 v. 9. Nigel Short 3 v. 10. Manuel Rlescas 1,5 v. I 9. og síðustu umferð teflir Kramnik við Topalov, Anand mætir Júdit Polgar, Karpov teflir við Gelf- and, Short við Sírov og Salov og Illescas leiða saman hesta sína. Hér eru tvær skákir frá mótinu. Fyrst mikilvægur og eftirtektar- verður sigur Kramniks gegn Kar- pov og síðan laglegur sigur Shorts gegn Illescas, sem sýnir að þótt ekki gangi allt í haginn geta menn teflt býsna skemmtilega. Hvítt: Vladimir Kramnik Svart: Anatoly Karpov Nimzo-indversk vörn. 1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 0-0 5. a3 Bxc3 6. Dxc3 b6 7. b4 Bb7 8. Bb2 d6 9. e3 Rbd7 10. d4 Eftir eilítið breytta leikjaröð er komin fram þekkt staða í Nimzo- indverskri vöm. 10. - Re4 11. Db3 a5 12. Be2 axb4 13. axb4 Hxal-i- 14. Bxal Rdf6 15. 0-0 Dd7 16. b5 Ha8 17. Bb2 c6 Svartur hefur þrengri stöðu og freistar þess nú að losa um taflið. 18. bxc6 Dxc6 19. Hcl Rd7 20. Rel Da4 21. Dxa4 Hxa4 22. f3 Ref6 23. Bdl Ha2 24. Rd3 Kf8 25. Bb3 Ha8 26. e4 Rb8? Hvítur bindur vonir sínar við biskupaparið en nú opnast óvænt færi sem Kramnik er ekki seinn að nýta sér. 27. c5! bxc5 28. bxc5 dxc5 29. Rxc5 Bc8 30. e5! Re8 31. Ba4 Rc7 32. Ba3 Kg8 33. Re4! Hxa4 Ef 33. - Rba6 34. Bd6 Ha7 35. Bb5! og nú verður ekki ráðið við hótun- ina 36. Bxa6 - svartur missir mann. 34. Hxc7 Ba6 35. Rc5! Karpov kaus að gefast upp. Ef 35. - Hxa3 36. Rxa6 og vinnur mann, því að 37. Hc8 mát vofir yfir. Hvítt: Manuel Illescas Svart: Nigel Short Spænskur leikur. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. 0-0 Be7 5. Hel d6 6. c3 0-0 7. d4 Bd7 8. d5 Rb8 9. Bxd7 Rbxd7 10. c4 Re8 11. Rc3 g6 12. Hbl f5 13. b4 f4 14. a4 Hf7 15. Ba3 g5 16. Rd2 Ref6 17. f3 Hg7 18. Khl g4 19. De2 Kh8 20. Hecl Hg6 21. c5 dxc5 22. bxc5 Bxc5 23. Bxc5 Rxc5 24. Rb5 b6 25. a5 De7 26. Rb3 gxf3 27. gxf3 Rxb3 28. Hxb3 Hag8 29. Df2 Dg7 30. Hbbl Hg2 31. Dh4 Dg6 32. Rc3 32. - b5! 33. Hel Ef 33. Rxb5 þá 33. - Rxe4! og ekki gengur heldur 33. Hxb5 Hgl+ og mátar. 33. - b4 34. Re2 Rxe4! 35. fxe4 Hgl+! - Og hvítur gafst upp. Eftir 36. Hxgl Dxe4+ verður hann mát i næsta leik. ffflV Hefur þú prófað ostafylltu pizzurnar? Aöalfundur SameinaSa lífeyrissjóðsins verður haldinn mónudaginn 28. apríl 1997 kl. 16.30. að Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38. Dagskrá: 1997 | Venjuleg aSalfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins. j Tillögur til breytinga á reglugerS sjóSsins. j Kynning á nýju lífeyriskerfi stéttarfélaga og vinnuveitenda í Danmörku. Onnur mál löglega upp borin. H ASildarfélögum sjóSsins hefur veriS sent fundarbcS og eru þau beSin aS tilkynna skrifstofu sjóSsins fyrir 25. apríl n.k. hverjir verSa fulltrúar þeirra á fundinum. Allir sjóSfélagar eiga rétt til setu á fundinum meS tillögu og málfrelsi. Þeir sjóSfélagar sem hyggjast nýta sér þennan rétt eru beSnir aS tilkynna þaS skrifstofu sjóSsins eigi síSar en 25. apríl n.k. og munu þeir þá fá fundargögn viS setningu fundarins. tiÉTillögur til breytinga á reglugerS liggja frammi á skrifstofu sjóSsins frá 7. apríl n.k. og geta þeir sjóSfélagar sem áhuga hafa á aS kynna sér þær fyrir fundinn, fengiS þær á skrifstofu sjóSsins eSa sendar í pósti. Frá og meS 22. apríl munu reikningar sjóSsins liggja frammi á skrifstofu hans fyrir þá sjóSfélaga, sem vilja kynna sér þá. Reykjavík, 2. apríl 1997 Stjórn SameinaSa lifeyrissjóðsins. Suðurlandsbraut 30 108 Reykjavík Sími 510 5000 Fax 510 5010 Grænt númer 800 68Ó5 Heimasí&a: http://www.lifeyrir.rl. Netfar • \ • oameinaöi lífeyrissjóðurinn lur er geymd-ir Hönnun: Gísli B.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.