Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Blaðsíða 56
'J % > FRÉTTASKOTIÐ cc O LXJ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR ^ CD Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. s: LO <c C/3 C~3 1— LTD 1— 550 5555 Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 v: X Maður slasaðist í andliti Maður slasaðist í andliti þegar hann féll af hestbaki við Rauðavatn í gærdag. Maðurinn var fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur en meiðsl hans reyndust ekki alvarleg. Hann fékk að fara heim að lokinni rann- sókn á slysadeild. -RR Friðarverð- launahafi Nóbels til ís- lands José Ramos-Horta, handhafi frið- arverðlauna Nóhels, kemur til ís- lands í dag í boði Mannréttinda- skrifstofu íslands. Horta hlaut friðarverðlaunin ásamt Dom Ximenes Belo biskupi fyrir áralanga bar- áttu fyrir mannréttind- um, friði og sjálfstæði Austur- Tímor. Kvennalist- inn á íslandi beitti sér fyr- ir því að þeir hlytu friðarverðlaunin. Horta verður gestur á opnum fundi í Norræna húsinu á sunnu- daginn kl. 11. Hann verður á íslandi fram á þriðjudag. Horta hittir meðal annars forseta Islands, utanríkis- ráðherra, utanríkismálanefnd og forseta Alþingis. Sjá erlent fréttaljós á bls. 27 í blaðinu í dag. -IBS José Ramos-Horta. LÆRA BÖRN EKKI A€> HAGA SÉR í HAGASKÓLA? MikU ólæti hafa verið í vest- urbænum á milli nemenda úr Hagaskóla og Þinghólsskóla í Kópavogi. í fyrradag brutust út slagsmál við Hagaskóla þegar nokkrir nemar úr Kópavogi komu að skólanum vopnaðir kúbeini. Ætlunin mun hafa verið, sam- kvæmt upplýsingum frá lög- reglu, að berja á stúlku sem eitt sinn bjó í Kópavogi en er nú í Hagaskóla. Þegar Hagaskóla- nemar sáu árásarliðið snerust þeir til vamar og upphófúst þá slagsmál. Lögregla fékk tilkynn- ingu um atburðinn en kennarar og starfsmenn skólans stöðvuðu slagsmálin áður en í of mikla hörku fór. Enginn mun hafa slasast í slagnum. í gær fréttist síðan af hefndar- aðgerðum Hagaskólanema og ætluðu þeir að sitja fyrir ung- lingum úr Þinghólsskóla sem voru á leið á hljómleika í Há- skólabíói. Voru nokkrir ung- linganna vopnaðir loftrifflum og kylfum. Á annan tug lögreglu- manna var sendur á vettvang til að koma í veg fyrir ólætin. Tvö Lögreglan tylgir nemendum úr Þinghólsskóla út úr Háskólabiói í gær en þangaö komu þeir á tónleika. Nemendur Hagaskola ætluöu aö sitja fyrir börnunum meö loftriffla og kylfur aö vopni. Á innfelldu myndinni sést viðbúnaður lögreglu vegna ástandsins. DV-myndir S ungmenni úr Hagaskóla voru reglubíl. Að sögn lögreglu verð- ina til að koma I veg fyrir ólæti handtekin fyrir að sparka í lög- ur viðbúnaður áfram um helg- á milli hópanna. -RR Stríð milli Hagaskóla og Þinghólsskóla - nemendur vopnaðir kúbeinum og loftrifflum Kafað í Æsu: Ákvörðunar ráðherra beðið Hitabylgja á Akureyri - handboltaveisla í bænum í dag DV, Aknreyri: Akureyringar gátu fækkað fötum í vorblíðunni i gær. Spáð er 17 stiga hita þar í dag, eins og á góðum sumardegi. Það má búast við að enn heitara verði í kolunum á Akureyri i dag þegar 4. leikur KA og Aftureldingar fer þar fram. Með sigri getur KA orð- ið íslandsmeistari í frysta sinn. Áhuginn fyrir leiknum á Ákureyri er nánast yfirþyrmandi og snemma dags í gær var ljóst að troðfullt verð- ur út úr dyrum í íþróttahúsinu í dag. -gk/RR „Við fengum tilboð frá breska fyr- irtækinu í morgun og sendum það til samgönguráðuneytis og fjármála- ráðuneytis til endanlegrar ákvörð- unnar sem verður vonandi tekin sem fyrst,“ segir Jón Leví Hilmars- son, forstöðumaður tæknideildar Siglingastofnunar, um tilboð breska köfúnarfyrirtækisins Seawork Ltd um að kafa ofan í skelfiskbátinn Æsu ÍS þar sem hún liggur á botni Arnarfjarðar. Samkvæmt heimild- um DV hljóðar tilboðið upp á 7 til 9 milljónir króna. Tilgangur með köfuninni er að sögn Jóns Leví tvíþættur: annars vegar að upplýsa um orsakir sjó- slyssins og hins vegar að ná upp lík- um mannanna tveggja sem fórust með skipinu. -rt Veðrið á sunnudag og mánudag: Léttskýjað um austanvert landið Veðurstofan gerir ráð fyrir að á morgun og mánudag verði suðvestangola eða kaldi, skýjað og víða súld eða dá- lítil rigning um vestanvert landið. Um austanvert landið verður hæg vestanátt, þurrt og víðast léttskýjað. Hiti verð- „r á 1-1 stig. Veðrið J dag er á bls 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.