Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Page 56

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Page 56
'J % > FRÉTTASKOTIÐ cc O LXJ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR ^ CD Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. s: LO <c C/3 C~3 1— LTD 1— 550 5555 Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 v: X Maður slasaðist í andliti Maður slasaðist í andliti þegar hann féll af hestbaki við Rauðavatn í gærdag. Maðurinn var fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur en meiðsl hans reyndust ekki alvarleg. Hann fékk að fara heim að lokinni rann- sókn á slysadeild. -RR Friðarverð- launahafi Nóbels til ís- lands José Ramos-Horta, handhafi frið- arverðlauna Nóhels, kemur til ís- lands í dag í boði Mannréttinda- skrifstofu íslands. Horta hlaut friðarverðlaunin ásamt Dom Ximenes Belo biskupi fyrir áralanga bar- áttu fyrir mannréttind- um, friði og sjálfstæði Austur- Tímor. Kvennalist- inn á íslandi beitti sér fyr- ir því að þeir hlytu friðarverðlaunin. Horta verður gestur á opnum fundi í Norræna húsinu á sunnu- daginn kl. 11. Hann verður á íslandi fram á þriðjudag. Horta hittir meðal annars forseta Islands, utanríkis- ráðherra, utanríkismálanefnd og forseta Alþingis. Sjá erlent fréttaljós á bls. 27 í blaðinu í dag. -IBS José Ramos-Horta. LÆRA BÖRN EKKI A€> HAGA SÉR í HAGASKÓLA? MikU ólæti hafa verið í vest- urbænum á milli nemenda úr Hagaskóla og Þinghólsskóla í Kópavogi. í fyrradag brutust út slagsmál við Hagaskóla þegar nokkrir nemar úr Kópavogi komu að skólanum vopnaðir kúbeini. Ætlunin mun hafa verið, sam- kvæmt upplýsingum frá lög- reglu, að berja á stúlku sem eitt sinn bjó í Kópavogi en er nú í Hagaskóla. Þegar Hagaskóla- nemar sáu árásarliðið snerust þeir til vamar og upphófúst þá slagsmál. Lögregla fékk tilkynn- ingu um atburðinn en kennarar og starfsmenn skólans stöðvuðu slagsmálin áður en í of mikla hörku fór. Enginn mun hafa slasast í slagnum. í gær fréttist síðan af hefndar- aðgerðum Hagaskólanema og ætluðu þeir að sitja fyrir ung- lingum úr Þinghólsskóla sem voru á leið á hljómleika í Há- skólabíói. Voru nokkrir ung- linganna vopnaðir loftrifflum og kylfum. Á annan tug lögreglu- manna var sendur á vettvang til að koma í veg fyrir ólætin. Tvö Lögreglan tylgir nemendum úr Þinghólsskóla út úr Háskólabiói í gær en þangaö komu þeir á tónleika. Nemendur Hagaskola ætluöu aö sitja fyrir börnunum meö loftriffla og kylfur aö vopni. Á innfelldu myndinni sést viðbúnaður lögreglu vegna ástandsins. DV-myndir S ungmenni úr Hagaskóla voru reglubíl. Að sögn lögreglu verð- ina til að koma I veg fyrir ólæti handtekin fyrir að sparka í lög- ur viðbúnaður áfram um helg- á milli hópanna. -RR Stríð milli Hagaskóla og Þinghólsskóla - nemendur vopnaðir kúbeinum og loftrifflum Kafað í Æsu: Ákvörðunar ráðherra beðið Hitabylgja á Akureyri - handboltaveisla í bænum í dag DV, Aknreyri: Akureyringar gátu fækkað fötum í vorblíðunni i gær. Spáð er 17 stiga hita þar í dag, eins og á góðum sumardegi. Það má búast við að enn heitara verði í kolunum á Akureyri i dag þegar 4. leikur KA og Aftureldingar fer þar fram. Með sigri getur KA orð- ið íslandsmeistari í frysta sinn. Áhuginn fyrir leiknum á Ákureyri er nánast yfirþyrmandi og snemma dags í gær var ljóst að troðfullt verð- ur út úr dyrum í íþróttahúsinu í dag. -gk/RR „Við fengum tilboð frá breska fyr- irtækinu í morgun og sendum það til samgönguráðuneytis og fjármála- ráðuneytis til endanlegrar ákvörð- unnar sem verður vonandi tekin sem fyrst,“ segir Jón Leví Hilmars- son, forstöðumaður tæknideildar Siglingastofnunar, um tilboð breska köfúnarfyrirtækisins Seawork Ltd um að kafa ofan í skelfiskbátinn Æsu ÍS þar sem hún liggur á botni Arnarfjarðar. Samkvæmt heimild- um DV hljóðar tilboðið upp á 7 til 9 milljónir króna. Tilgangur með köfuninni er að sögn Jóns Leví tvíþættur: annars vegar að upplýsa um orsakir sjó- slyssins og hins vegar að ná upp lík- um mannanna tveggja sem fórust með skipinu. -rt Veðrið á sunnudag og mánudag: Léttskýjað um austanvert landið Veðurstofan gerir ráð fyrir að á morgun og mánudag verði suðvestangola eða kaldi, skýjað og víða súld eða dá- lítil rigning um vestanvert landið. Um austanvert landið verður hæg vestanátt, þurrt og víðast léttskýjað. Hiti verð- „r á 1-1 stig. Veðrið J dag er á bls 57

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.