Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Blaðsíða 22
Carol Fisher og eldri systir henn- ar, Georgia, voru einu afkomendur hjóna af búaættum í Höfðahéraðinu í Suður-Afríku. Fjölskyldan hafði ætíð haft í heiðri gamla siði, en einn þeirra var sá að foreldrar skyldu velja dætrum sínum eigin- menn. Georgia hafði fyrir löngu verið lofuð Adrian Dwyer, ungum bónda. Því miður var það þó svo að Carol, yngri systirin, var yfir sig ástfangin af Adrian. Um það vissi hann ekkert, en á því varð þó breyting eftir trúlofunar- veislu hans og Georgiu í júní árið 1974. Afbrýðisemin nagaði hana Carol fylgdist vel með því er Adri- an hauð konuefninu sínu, Georgiu, upp í dans. Carol stóð við litla tjörn í garðinum og kastaði smásteinum í hana á meðan dcmsinn stóð. Ekki liggur fyrir hvort hún óskaði sér einhvers um leið Er Carol hafði staðið þama ein um hríð gekk móðir hennar til hennar og sagði rólega: „Ég held að það sé kominn tími til að þú hættir að láta þig dreyma á þennan barna- lega hátt um Adrian. Hann er trúlofaður Georgiu. Þau elska hvort ann- að, og eftir ár verða þau gengin í hjóna- band. Reyndu að horfast í augu við staðreynd- irnar, barn.“ Frú Fis- hart gekk nú í burtu, en eftir stóð Carol döpur í bragði. Eftir nokkra stund fann hún að einhver kom við handlegginn á henni, og þegar hún leit til hliðar sá hún að þar var kom- inn Daniel Laurence. Hann var besti vinur Adrians, og gamall skólabróðir hennar sjálfrar. Carol virti hann fyrir sér um stund, en svo var eins og hún segði við sjálfa sig að gæti hún ekki fengið það besta yrði hún að láta sér nægja það næstbesta. Hún brosti til Daniels, eins og hún væri að segja að hún vildi gjaman verða hans. Daniel varð mjög glaður og sagði Carol að hann hefði verið ástfanginn af henni um langan tíma. Óvenjulegur brúðkaups- dagur veisluna var haldið tvöfalt brúð- kaup á búgarði Fishart-fjölskyld- unnar. Georgia stóð við hlið Adri- ans meðan Daniel gekk með Carol fram gólfið. En það voru aðeins þrjú af þeim fjórum sem vora að ganga í heilagt hjónaband þennan dag sem vora ánægð. Það var eins og tilraun- ir Carol til að brosa misheppnuðust, því brosið náði aldrei til augnanna. Þau lýstu depurð, og um hríð barð- ist hún við grátinn þar sem hún beið eftir að athöfninni lyki. Um kvöldið dró Carol Adrian mág sinn afsíðis, kastaði sér í fang hans og dró hann síðan að sófa. Á sömu stundu var Georgia að leita að manninum sínum. „Við verðum að hittast fljót- lega aftur,“ hvíslaði Adrian nokkru síð- ar þegar hann og Carol gengu aftur til veislugest- anna. Hann skammað- ist sín ekki fyrir það sem gerst hafði. Og næsta dag hittust þau aftur á laun, hann og Carol. Eftir þetta hittust elskendurnir reglulega með leynd á afskekktum stöðum úti í skógi. Var aðferð þeirra yfirleitt sú að Carol fór á hestbak um svipað leyti og Adrian hélt í eftirlitsferð á jeppanum sín- um. Á nýtt stig Dag einn sagði Carol við Adrian: „Við höfum þekkst alla ævi, en engu að síður létum við gifta okkur öðrum áður en við gátum staðfest ást okkar hvort til annars! Það voru mikil mistök. Ég vildi óska að Ge- orgia og Daniel væra dauð.“ Adrian brá. „Hættu nú!“ sagði hann hátt, og greip í axlir Carol. „Svona máttu ekki tala. Við verðum að hafa stjórn á tilflnningum okkar. Ef til vil er best að við hittumst bara einu sinni í viku framvegis." En Carol hafði annað í huga, og lét hugarangur sitt bitna á eigin- manninum, Daniel, sem skildi ekki þann kulda sem hann varð var við í fari konu sinnar. Afleiðingin varð sú að hann fór að drekka, en án þess þó að gera sér grein fyrir orsökinni. Adrian fór aftur að sýna Georgiu meiri tillitssemi, og var nú sem hann væri gripinn sektarkennd. Er kom fram yfir 1980 hafði Carol ákveðið að leysa þann vanda sem við var að glíma. Hún hafði nýlega eignast bíl með fjögurra hjóla drifi, og kvöld eitt bað hún Daniel að aka sér til veislu í Wilmington, en leið- in þangað lá um fjalllendi. Carol sá til að Daniel fengi nóg að drekka er þangað var komið. Fram af vegarbrúninni Á heimleiðinni bjó Carol sig und- ir að lokaþátt áætlunar sinnar. Hún beið þess að þau kæmu að slæmri beygju. Þar stökk hún út úr bílnum, en Daniel, sem var undir áhrifum áfengis, áttaði sig ekki á því sem var að gerast í tæka tíð og fór með bílnum niður í gilið fyrir neðan. Carol skrámaðist, en meiddist ekki mikið, og sá þegar bíllinn endasent- ist niður hliðina. Loks kviknaði í honum, og nokkru síðar var henni ljóst að maður hennar var ekki lengur á lífi. Áætlunin hafði staðist. Lögreglan kom á vettvang, og hún lagði trúnað á þá sögu sem Carol sagði. Að Dani- el hefði verið dmkkinn og misst stjórn á bílnum á slæmum stað. Nú gat Carol beint athygli sinni að næsta viðfangsefni, sem var að koma systurinni, Georgiu, úr þess- um heimi. Þegar það hefði tekist stæði ekkert á milli hennar og Adri- ans. Hann grunaði ekki að Carol hefði komið Daniel fyrir kattanef á Daniel Laurence. fjallveginum, og hafði jafnvel reynt að hugga Carol. Þá var honum held- ur ekki ljóst að Carol gaf Georgiu svefntöflur í kaffið svo þau Adrian gætu elskast i friði. Kóngulærnar Loks ákvað Carol að taka það skref sem myndi tryggja að Adrian yrði hennar um alla framtíð. Nú yrði Georgiu rutt úr vegi. í fyrstu íhugaði Carol að gefa systur sinni deyfilyf sem stórgripum er gefið. Hún féll hins vegar fljótlega frá því ráði þar sem henni þótt líklegt að Carol Fishart. rannsókn gæti leitt í ljós að það hefði orðið Georgiu að hana. Hún ákvað því að finna „eðlilegri“ leið, og að lokum fann hún svarið. Hún ætlaði að láta eitraðar kóngulær drepa Georgiu. Carol fór nú að kanna hvar hún gæti fengið kóngulæmar og hvemig best myndi að láta þær vinna sitt verk. Eftir nokkra athugun komst hún að því að kóngulærnar sem hún þarfnaðist væri hægt að fá í Malmesbury, sem var í öðru héraði. Þar var tilraunastöð sem gerði með- al annars tilraunir með kóngulær af þessu tagi. Dulbúin, með hárkollu og dökk gleraugu, hélt Carol til Malmes- bury. Þar gaf hún upp falskt nafn. Hún sagðist vera vísindakona sem ynni að þróun móteiturs við biti kóngulóa af þessu tagi, og tókst að fá þrjár þeirra lánaðar. Úpið úr svefnherberginu Þegar Carol var komin heim beið hún fram á kvöld, en setti þá, eins og oft áður, svefntöflur í kaffi systur sinnar. Síðan sleppti hún kóngulón- um í rúm hennar. Þau Carol og Adrian sátu og spjölluðu þegar mikið óp heyrðist úr svefnherbergi Georgiu, sem hafði skyndilega orðið mjög syfjuð og ákveðið að ganga til náða. Er að var komið lá hún látin í rúminu. Lögreglan kom á vettvang og varð brátt ljóst að eitthvað mjög óvenju- legt hafði gerst. Á þessu landsvæði áttu engar eitraðar kóngulær að vera. Enginn hafði nokkru sinni orðið þeirra var þar. Vitað var hins vegar að þær vom í Malmesbury. Er staðfest hafði verið með rann- sókn að kóngulóareitur hafði orðið Georgiu að bana og að í blóði henn- ar var einnig svefnlyf í óeðlilegum mæli, var haft samband við til- raunastöðina í Malmesbury. Þá kom í ljós að vísindakona hafði komið þangað og fengið þrjár kóngulær að láni. Fékkst lýsing á konunni, og þegar hún var borin saman við Carol varð ljóst að hún svaraði á ýmsan hátt til hennar. Vofveifleg endalok Rannsóknarlögreglumenn hófu nú yfirheyrslur yfir starfsfólki bú- garðanna. Kom þá fram að þau Carol og Adrian höfðu átt í ástar- sambandi árum saman. Hafði sést til þeirra úti í skógi, enda erfltt að leyna fundum sem staðið höfðu svo lengi. Var nú gerð húsrannsókn hjá Ca- rol, og fundust þá miðar með upp- lýsingum um eitruð skordýr, en þó einkum um kóngulær. Tók skamm- an tíam að ganga úr skugga um að rithöndin væri hennar. Er hér var komiö þótti enginn vafi lengur leika á því hvernig allt væri í pottinn búið. Var nú ákveðið að yflrheyra Carol. Voru rannsóknarlögreglu- menn sendir heim til hennar. Er þeir komu þangað komu þeu að henni og Adrian þar sem þau sátu saman. Þegar Carol sá hverjir vom komnir varð henni ljóst að hún hafði tapað. Hún stóð í skyndi á fæt- ur, hljóp upp stigann upp á efri hæðina, fór inn í svefnherbergið sitt og læsti að sér. Á eftir fylgdu lög- reglumennirnir og Adrian. Um hríð var reynt að fá Carol til að opna, en það tókst ekki. Og eftir rúma mínútu heyrðist skothvellur. Þá var hurðin brotin upp. Carol lá á gólfinu og við hlið hennar skamm- byssa. Hún hafði framið sjálfsvíg. Á borði fannst miði, en það sem á honum stóð hafði greinilega verið skrifað í miklum flýti meðan menn- irnir sem staðið höfðu fyrir framan dyrnar höfðu reynt að fá Carol til að opna. Á miðanum stóð: „Ég drap hæði manninn minn og systur mína. Adrian vissi ekkert um það sem ég gerði. Hann er alsaklaus. Fyrirgefið mér..." Átta mánuðum eftir trúlofunar- Georgia Fishart.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.