Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 Leam Neeson, írski hjartaknúsarinn, í nýrri mynd: er kominn „í Los Angeles fer fólk út að skokka í tvo tíma á dag og heldur að það sé gott fólk. Það er þá sem mann langar til þess að kyrkja fólk,“ segir írski leikarinn Leam Neeson sem er mörg- um að góðu kunnur eftir leik sinn i kvikmynd Spielbergs, Schindler’s List. Fyrir hlutverk sitt í þeirri mynd var hann tilnefndur til óskarsverð- launa, Golden Globe- verðlauna og BAFTA-verðlaunanna sem besti leik- arinn. Rétt nafn hans er William Neeson. Hann fæddist 7. júní árið 1952 á Norð- ur-írlandi og gekk í St. Mary’s Teaching School. Eiginkona hans er Natasha Richardson. Þau eiga strák- ana Michael og Daniel Jack. Neeson hóf feril sinn í kennslu í há- skóla í Belfast og gekk síðan til liðs við leikhúsið í Belfast þar sem hann steig sín fyrstu skref á sviði. Hann lék síðan í mörgum sjónvarpsmyndum og seríum bæði í Bretlandi og Bandaríkj- unum. Hann hefur leikið í yíir 20 kvikmyndum þó hann hafi ekki náð neinni sérstakri frægð til að byrja með. Hann hefur leikið á móti helstu stórstjörnunum í Hollywood, eins og Mel Gibson, Anthony Hopkins, Julie Andrews, Mickey Rourke, Bob Hoskins, Robert De Niro og Jeremy Irons, svo eitthvað sé nefnt. Styrkur boxarans Neeson hefur til að bera þann styrk sem einkennir norður- írskan strák sem eitt sinn var boxmeistari. Fínleik- ann og næmið hefur hann til að bera vegna náms i klassísku leikhúsi í Dublin’s Abbey Theater. Konur hafa Liam Neeson í hlutverki uppreisnarforingans Michaels Ccilins í samnefndri mynd Neil Jordans sem tekin verður til sýninga um helgina. Vesaling- arnir ' næstir átt það til að falla fyrir kelt- neskum sjarma hans og meðal þeirra eru Barbra Streisand, Jul- ia Roberts, Sinead O’Connor og Helen Mirren. Neeson steig sín fyrstu skref og sló í gegn á Broadway árið 1993 í Önnu Christine eftir Eu- gene O’Neill. Hann lék á móti leikkonunni Natasha Richardson og leikritið færði honum til- nefningu tO Tony-verðlaun- anna. Hann var talinn fram- úrskarandi klassískur leikari og hlaut aftur verðlaun fyrir leik sinn í Ethan Frome eftir Edith Wharton. Næsta verkefni Liams Neesons er Vesal- ingarnir eftir Vict- or Hugo. Hvernig höndlar hann Fann ástina Ástarlíflð blómstraði hjá Neeson eftir að Natasha Ric- hard- son hreppti hann í hnapphelduna og hann fékk hlutverk í Schindler’s List. Eftir það fór stjarna hans að skína skærar í Hollywood, sérstaklega eftir Schindler’s List. Hann lék á móti Jessicu Lange í Rob Roy og nú síðast lék hann írskan uppreisnarmann í Michael Collins sem tekin er til sýn- inga um helgina. Þar leikur hann uppreisnarforingj- ann Michael Collins sem fæddist þeg- ar hvorki var friður né frelsi á ír- landi. Kvikmyndaleikstjórinn Neil Jordan býst við að þetta verði stór- mynd og mikilvægasta myndin sem hann hefur gert. Jordan segir að eng- inn leikari í heiminum komist með tærnar þar sem Liam Neeson hafi hælana. Hann var sá eini sem hefði getað leikið þetta hlutverk, að sögn Jordans. Að sögn Neesons hefur margt gerst í lífi hans og Jordans þar sem velgengni þeirra beggja hefur vaxið að undanfórnu. Þeirra tími er kominn eins og þar stendur, að sögn Neesons. frægðina? Að sögn eiginkonu hans vaknar hann upp á hverjum morgni, feginn því að keyra ekki vörubíl. Neeson hefur frá árinu 1979 leikið í fjölda misgóðra kvikmynda eins og gerist og gengur með leikara áður en þeir ná frægð. Hér á eftir fer upptaln- ing á kvikmyndum sem hann hefur leikið í: Pilgrims Progress, Krull, The ' Bounty, Lamb, The Mission, Duet for One, Á Prayer for the Dying, Suspect, Satisfaction, The Dead Pool, The Good Mother, High Spirits, Sweet as You Are, Next of Kin, Darkman, The Big Man, Crossing the Line, Under Suspicion, Shining Through, Hus- bands and Wives, Leap of Faith, Decetion, Ethan From, Schindler’s List, Ruby Cairo, Nell, Rob Roy, Out of Ireland, Lumiere et compagnie, Before and After, Michael Collins, A Leap of Fath, auk sjónvarpsmynda- flokka og leikritahlutverka. -em ‘A|h'..»>4W4 kvikmyndir Leikstjóri í snjó Scott Hicks, maðurinn sem stýröi Geoffrey Rush til ósk- arsverðlauna í myndinni Shine, er mikið að hugsa um að taka að sér að leikstýra Snow Fall- ing on Cedars sem byggð er á sögu eftir David Guerson. Hún fjallar um japansk-amerískan mann sem kemur fyrir rétt vegna morðs. Réttarhöldin eru miðpunktur myndarinn- ar, auk eiginkonu þess sem réttaö er yfir og blaðamanns sem Qallar um málið og þekk- ir eiginkonuna frá fyrri tíð. Enginn samningur hefur verið gerður við Hicks en sögusagnir eru uppi um að það verði ekk- ert mál að ganga frá samningi við Universal Pictures. Neeson í Star Wars Liam Neeson hefur átt nokkra fundi með George Lucas og er stefnt að því að hann leiki aðalhlutverk í nýrri þriggja mynda röð Star Wars. Þessar fréttir fást ekki staðfestar hjá talsmanni Lucasar en því er þó ekki neitað að hann sé líklegur val- kostur. Tim Burton stýrir of- urmenni Mjög alvarlegar viðræður eru í gangi um það að Tim Burton (Beetlejuice, Batman) ætli sér að leikstýra endurkomu ofurmennisins Superman. Lítið er vitað um viðræður milli <. manna en Nicholas Cage mun leika ofurhetjuna. Myndin hef- ur hlotið nafnið Superman Re- bom og mun Kevin Smith, leikstjóri Clerks og Chasing Amy, vera búinn að semja nýtt handrit upp úr öðru eldra. Þetta verður fyrsta sagan um ofurmennið síðan 1987. Uppi em sögusagnir um að þessi Superman muni ekki fljúga. ‘ ’ í tilefni af 5 ára afmæli Krakkaklúbbs DV bjóða klúbburinn og Stjörnubíó öllum Krakkaklúbbsfélögum í bíó á myndina Gullbrá og birnirnir þrír. Krakkaklúbbssýningar verða alla (augardaga og sunnudaga í apríl. kl. 15. Miðar verða afhentir á laugardögum hjá DV. Þverholti 11. frá kl.11-15. Hverfélagi færtvo bíómiða. Munið að koma með Krakkaklúbbsskírteinin. . / i ^ msm IJLUM! Þeir sem geta ekki nýtt sér bíómiðana fá í staðinn gómsaetan Kjöríshtunk. Ávísanir á Kjöríshlunkana verða afhentar hjá umboðsmönnum DV um land allt. Afhendingartími á hverjum stað var augtýstur [ DV fimmtudaginn 10. apríl. í BOÐI KRAKKAKLÚBBS DV 0G STJÖRNUBÍÓS 'X
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.