Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Blaðsíða 47
JLlV LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 afmæli K Til hamingju með afmælið 13. apríl 90 ára Grímur Pálsson, Hrafnistu í Reykjavík. 70 ára Margrét Gunnarsdóttir, Bakkárholti, Ölfushreppi. Katrín Gunnarsdóttir, Sogavegi 24, Reykjavík. Evlalia Sigurgeirsdóttir, Minni-Hlíð, Bolungarvik. Þorbergur Pétursson, Leifsgötu 15, Reykjavík. 60 ára Marías Þórarinn Guðmundsson Marías Þórarinn Guðmundsson, Skipholti 54, Reykjavík, verður sjötíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Marías fæddist í Hnífsdal og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum á Isafirði 1941 og útskrifaðist frá Samvinnuskólan- um í Reykjavík 1943. Marías var einn af stofnendum út- gerðarfélagsins Hf. Vörður í Hnífsdal 1938, var útibússtjóri Kaupfélags ís- firðinga í Súðavík 1943^6, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélagsins And- vara hf. í Súðavík 1943-46, bókari hjá Shell-umboðinu á ísafirði, þ.e. Verslun J.S.Edwald, 1948-52, starfsmaður Olíu- samlags útvegsmanna á ísafirði 1952-63, framkvæmdastjóri Síldarsölt- unar ísfirðinga á Siglufirði 1959-64, framkvæmdastjóri Ishúsfélags ísfirð- inga hf. 1963-74, stundakennari við Gagnfræðaskóla ísaQarð- ar 1949-62 og við Iðnskóla ísafjarðar um skeið, fram- kvæmdastjóri Lífeyris- sjóðs Vestfirðinga 1975-79 og starfsmaður Fiskifé- lags íslands 1980-92. Marías sat i flokksráði Alþýðuflokksins 1944-48, miðstjórn flokksins 1946-48, var forseti SUJ 1946-48, situr í flokkstjórn Alþýðuflokksins, var vara- bæjarfulltrúi á ísafirði 1950-54 og bæjarfulltrúi þar 1954-58. Marías sat um lengri tíma í stjórn- um Sjómannafélags ísfirðinga, Al- þýðusambands Vestfiarða, Leikfélags ísafiarðar, skátafélagsins Einherja og fleiri félaga, var formaður Sjómanna- dagsráðs á ísafirði í tólf ár, formaður skólanefndar húsmæðraskólans Óskar á ísafirði í tólf ár, formaður Kaupfé- lags ísfirðinga 1962-74, stjórn- arformaður Mjölvinnslunnar hf. í Hnífsdal, í stjórn Fiskifé- lags íslands 1971-80, í verð- lagsráði sjávarútvegsins 1966-84, í stjórn útgerðarfé- lagsins Hrannar hf. frá stofn- un 1956-97, hefur setið flest Fiskiþing frá 1968 og einnig nokkur þing ASÍ og BSRB. Fjölskylda Eiginkona Maríasar er Mál- fríður Finnsdóttir, f. 22.11. 1923, hjúkrunarfræðingur. Hún er dótt- ir Finns Finnssonar og Guðlaugar Sveinsdóttur, bænda í Hvilft í Önund- arfirði. Dóttir Maríasar og Ingibjargar Ól- afsdóttur er Hildur, f. 25.9. 1944, gift Þórði Oddssyni skipstjóra og er dóttir þeirra Linda Bára. Börn Maríasar og Málfríðar eru Guðmundur Stefán, f. 3.10. 1954, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, en kona ^ hans er Kristín Jónsdóttir og eru börn þeirra íris María og Sara Jóna; Áslaug, f. 11.4. 1956, sjúkraliði á Akranesi, en maður hennar er Skúli Lýðsson bygg- ingarfulltrúi og eru böm þeirra Fríða Björk, Brynhildur og Marías Þór; Bryn- dís Hlíf, f. 3.5.1960, húsmóðir í Reykja- vík, en maður hennar er Krisfián Ein- arsson byggingameistari og eru börn þeirra Arndis, Ármann og Rut; Árni, f. 1.12. 1969, en sambýliskona hans er Guðrún Oddsdóttir. Systkini Maríasar eru Ingibjörg, f. 27.10. 1922, húsmóðir í Hnífsdal; Guö- mundur, f. 11.4. 1916, framkvæmda- stjóri á ísafirði. Foreldrar Maríasar voru Stefán Guðmundsson, lengst af formaður og útgerðarmaður í Hnífsdal, og Jóna Salomonsdóttir húsmóðir. Marías verður staddur að Jörundar- holti 28 á Akranesi á afmælisdaginn. Marías Þórarinn Guömundsson. Gyða Björnsdóttir, Réttarholti 2, Selfossi. Stefán Jónsson, Hrepphólum, Hrunamanna- hreppi. Ottó David Tynes, Glaðheimum 24, Reykjavík. Birgir Rafn Gunnarsson, húsasmíða- meistaiú, Stigahlíð 64, Reykja- vík. Eiginkona hans er Auður H. Finnboga- dóttir. Þau ætla að taka á móti ætt- ingjum, vinum og velunnur- um í Sunnusal Hótel Sögu á morgun, sunnudaginn 13.4., kl. 13.00-16.00. Þórir Friðriksson, Réttarbakka 25, Reykjavík. 50 ára Davíð Schiöth Óskarsson, Funafold 27, Reykjavík. Klara Guðmundsdóttir, Heiðmörk 26H, Hveragerði. Þorbjörn Sigurðsson, Neðra-Nesi, Borgarbyggð. Sigrún Sveinsdóttir, Sílakvísl 8, Reykjavík. Gunnar Scheving Thor- steinsson, Dalseli 40, Reykjavík. Þórimn Alfreðsdóttir, Víðimel 40, Reykjavík. Eiríkur Jónsson, Aratúni 28, Garðabæ. 40 ára Janusz Walerian Janus- zewski, Búð 3, Djúpavogi. Reynir Snæfeld Stefánsson, Hafnardal, Hólmavíkurhreppi. Kristbjörg Guðmundsdóttir, Ásbúð 54, Garðabæ. Rögnvaldur R.D. Ármanns- son, Brautarholti 18, Reykjavík. Kristján Steingrímur Jóns- son, Leifsgötu 26, Reykjavík. Þóra Elísabet Leifsdóttir, Vallargerði 2A, Akureyri. Hrefna Kristófersdóttir, Urðarbraut 14, Blönduósi. Hjördís Petra Jónsdóttir, Langholti 23, Akureyri. Sigríður Ásta Sigríður Ásta Stefánsdóttir húsmóð- ir, Lagarási 17, Egilsstöðum, verður sjötug á morgun. Starfsferill Sigríður Ásta fæddist í Loðmundar- firði og ólst þar upp á mannmörgu heimili. Hún tók snemma virkan þátt i öllum störfum við búskapinn, lauk barnaskólaprófi í Loðmundarfirði en sextán ára fór hún í vinnumennsku á Seyðisfirði og síðar á Patreksfirði. Enn fremur stundaði hún nám í Hús- mæðraskóla Reykjavíkur i einn vetur. Árið 1949 hóf hún ásamt eiginmanni sínum, Magnúsi Sigurðssyni, búskap í félagi við foreldra Sigríðar Ástu í Stakkahlíð í Loðmundarfirði. Þau bjuggu í Stakkahlíð í nítján ár en þá brugðu þau búi og settust að á Seyðis- firði. Þar stundaði hún, ásamt manni sinum búskap í smáum stíl, jafnframt því sem hún vann við fiskvinnslu. Ásta Sigríður missti mann sinn 1983. Hún bjó áfram á Seyðisfirði til 1993 en þá fluttist hún til Egilsstaða þar sem hún býr núna, á dvalarheimili aldraðra, Lagarási 17. Fjölskylda Sigríðu Ásta giftist 12.08.1950 Magn- úsi Sigurðssyni, f. 14.11. 1917, d. 17.04. 1983. Foreldrar hans voru Sigurður Steindórsson og Guðný Jónsdóttir frá Finnstöðum. Börn Sigríðar og Magnúsar eru Anna Kristín f. 17.8.1949, húsmóðir og bóndi að Tókastöðum, Eiðaþinghá, gift Áskel Gunnari Einarssyni, bónda á Tókastöðum, en sonur þeirra er Magn- ús Einþór, f. 24.6. 1978, og dóttir Önnu er Dagný Sylvía Sævarsdóttir, gift Sig- fúsi Jónssyni og er dóttir þeirra Aldís Anna, f. 19.08. 1995; Óla Björg, f. 5.2. 1951, húsmóðir og skrifstofumaður á Seyðisfirði, gift Kristjáni Jóhanni Stefánsdóttir Tryggvasyni, húsasmíða- meistara og múrai'a á Seyð- isfirði, og eru Börn þeirra Svanhildur Ásta, f. 9.12. 1971, en maður hennar er Jón Ómar Erlingsson, Magnús Baldur, f. 25.3. 1974, en kona hans er Guð- rún Valdís ísaksdóttir, og Elvar Snær, f. 4.3. 1978, en kona hans er Rósa Lárus- dóttir; Sigurður Reynir, f. 26.8. 1952, vélvirki á Egils- Sigríður Ásta Stef stöðum, kvæntur Þrúði ánsdóttir. Þórhallsdóttur, húsmóður og póstafgreiðslumanni á Egilsstöðum, en börn þeirra eru Eva Snædís, f. 29.10. 1976, Davíð Sindri, f. 12.8. 1979, og Magnús Þór, f. 4.2. 1989; Stefán Smári, f. 30.5.1960, verkamaður og hlunninda- bóndi i Stakkhlíð, býr á Seyðisfirði, kvæntur Sigríði Þórstínu húsmóður og er sonur þeirra Siginður Snæbjörn, f. 5.12. 1993; Steindór Gunnar, f. 28.6. 1962, húsasmiður og forstöðu- maður Stólpa á Egilsstöðum, býr í Fellabæ, kvæntur Sig- rúnu Þuríði Broddadóttur, þroskaþjálfa og forstöðu- manni Leikfangasafns, og er dóttir þeirra Freydís Dögg, f. 21.3.1984. Systkini Sigríðar Ástu: Baldvin Trausti, f. 7.2.1910, d. 6.12.1983; Sigurður Snæbjöm, f. 29.12. 1912, d. 16.11. 1980; Kristbjörg, f. 21.4. 1914; Ingi- björg, f. 18.11.1915, d. 9.4.1987; Hulda, f. 26.12. 1920, d. 26.4. 1989; Ólafur, f. 18.4. 1923. Foreldrar Sigríðar Ástu voru Stefán Baldvinsson, f. 9.1. 1883, d. 10.8. 1964, bóndi í Stakkahlíð í Loðmundarfirði, og Ólafía Ólafsdóttir, f. 12.11. 1985, d. 3.1. 1971, húsmóðir. Sigríður Ásta býður til sín gestum að Miðvangi 22, Egilsstöðum, milli kl. 15.00 og 16.00 á afmælisdaginn. Björgólfur Sigmar Björgólfsson Björgólfur Sigmar Björgólfsson verkamaðm-, Mánagötu 22, Reykja- vík, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Fjölskylda Björgólfur Sig- mar Björgólfs- son. 1951, húsmóðir í Reykjavík; Guðrún Eygló Björgólfsdóttir, f. 18.10. 1952, húsmóðir í Reykjavík; Margrét Björg- ólfsdóttir, f. 4.10. 1954; Konráð Klem- ens Björgólfsson, f. 21.3. 1956; Sigurð- ur Óli Björgólfsson, f. 29.1. 1959. Foreldrar Björgólfs: Björgólfur Schou Jensen Kristjánsson, nú lát- inn, verkamaður, og Guðveig Ingi- björg Konráðsdóttir húsmóðir. Björgólfur verður að heiman á af- mælisdaginn. Björgólfur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Gerðunum. Að lokinni skólaskyldu stundaði hann ýmis verkamannastörf og var td sjós á fiskiskipum, olíuskipum og á farþega- skipi. Björgólfur var i byggingarvinnu og starfaði hjá Vatnsveitu Reykjavíkur. Hann vann lengi hjá ýmsum verk- takafyrirtækjum og í sfldarverk- smiðjunum. Eiginkona Björgólfs var Hanna Helgadóttir Jakobsen, f. 19.3. 1951, húsmóðir. Hún er dóttir Hilmars Gunn- laugssonar prentara og Sigríðar Ingu Þorkelsdóttur húsmóður. Björgólfur og Hanna skfldu 1973. Börn Björgólfs og Hönnu eru Berg- lind Björgólfsdóttir, f. 21.6. 1968, hús- móðir í Reykjavík, en hennar maður er Ólafur Erlendsson verkamaður og eru börn hennar Ásbjörn Leó Christ- ensen Halldórsson og Eyjólfur Thor Ólafsson; Sigmar Helgi Björgólfsson, ■ f. 24.4. 1971, sjómaður í Vestmanna- eyjum. Systkini Björgólfs eru Ólína Stef- anía Björgólfsdóttir, f. 5.4.1943, d. 7.7. 1944; Ólína Ráðhildur Björgólfsdóttir, f. 7.6. 1945, d. 28.10. 1945; Ólafur Rún- ar Björgólfsson, f. 19.6. 1948, verka- maður í Reykjavík; Guðni Björgólfs- son, f. 8.8. 1949, kennari á Akranesi; Davíð, f. 28.7. 1950 (ættleiddur), gull- smiður; Sigrún Björgólfsdóttir, f. 21.9. Helgin fyrir heimilið Flísaútsala - verö frá kr. 900 fm. Plastparketútsala, takmarkað magn. Verð frá kr. 1000 fm. Ótrúlegt úrval smávöru fyrir heimilið Hörpumálning á 15% helgartilboði. Málningarverkfæri, tröppur og yfirbreiðslur. Grohe blöndunartæki og varahlutir. Sphinx, Villeroy & Boch. Ifö hreinlætistæki. Stór og lítil baðkör. Opið alla helgina frá kl. 9-21 / m Metró -Normann Hallarmúla 4, sfmi 553 3331. Alltaf til taks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.