Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 JLlV e útlönd stuttar fréttir Létust í skíðagöngu Tveir ungir Finnar létust úr kulda á fimmta degi skíðagöngu sinnar yfir Grænland. Þriðja manninum var bjargað. Rottuhland með bjór Heilbrigðisyfirvöld á írlandi vara við drykkju beint úr bjór- flöskum á krám vegna mögulegs rottuhlands á þeim. Hætta er á að bjórunnendur fái sjúkdóm sem getur leitt til dauða. Laxadeila Thorbjorn Jagland, forsætis- ráðherra Noregs, hvatti í gær fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins til að setja ekki refsitolla á norsk- an eldislax. Skotar hafa kvartaö und- an þvi aö seljendur norsks eldis- lax fái ríkisstyrki og selji laxinn undir framleiðsluverði. í kjölfar rannsóknar á málinu íhugar Evrópusambandið að setja 13,7 prósenta toll á norskan lax. Mannskæður jarðskjálfti Að minnsta kosti níu manns létust í öflugum jarðskjálfta er reið yfir Xinjiang hérað í Kína í gær. Herforingjar reknir Borís Jeltsín Rússlandsforseti rak í gær fjóra herforingja, þar á meðal yfirmann landvarna. Haft var eftir heimildarmönnum að hinir reknu hefðu misnotað að- stöðu sína. Sprengiefni á elliheimili Lögreglan í Brussel fann 40 kíló af sprengiefhi, rifla og skot- færi í bflskúr undir elliheimili í úthverfl borgarinnar. Skálað í geimnum Áhöfn rússnesku Mir geim- stöðvarinnar má skála í dag í til- efni geimdags Rússlands. Gæta þarf hófs þar sem menn geta orð- ið verulega ölvaðir af 50 g af áfengi úti í geimnum. Mannréttindanefnd Necmettin Erbakan, forsætis- ráðherra Tyrk- lands, hefur sam- þykkt stofnun nefndar sem hafa á eftirlit með mögu- legum mannrétt- indabrotum. Nefndin verður skipuö fulltrúum ýmissa ráðu- neyta. Ráðherraskipti Nýr forsætisráðherra Saír setti i gær herforingja í embætti ráðherra vamarmála og innan- ríkismála. Húsum lokað ísraelskir hermenn lokuðu í gær heimilum þriggja meintra hryöjuverkamanna á Vestur- bakkanum. Reuter Ásakanir þýsks dómstóls um morðfyrirskipanir íranskra yfirvalda: Háttsettur írani veitti upplýsingar Þýski dómstóllinn, sem kvað upp þann úrskurð á fimmtudaginn að írönsk stjórnvöld hefðu fyrirskipað morð á kúrdískum andófsmönnum í Berlín 1992, byggði niðurstöðu sína á upplýsingum þýsku leyniþjónust- unnar. Dagblaðið Frankfurter All- gemeine Zeitung fullyrti þetta í gær. Samkvæmt frétt blaðsins fékk leyniþjónustan nöfn þeirra sem stóðu á bak við árásina og aðrar upplýsingar frá háttsettum írönsk- um heimildarmanni. Leyniþjónust- an og gagnnjósnaþjónustan eru sagðar hafa hlerað öll samtöl milli írans og Þýskalands frá því seint á síðasta ári. Talsmaður stjómarinn- ar kvaðst á fundi með fréttamönn- um telja ólíklegt að svo hefði verið. Blaðið fullyrti einnig að það hefði fengið staðfestingu á því að yfírvöld hefðu fengið fyrirmæli um að rann- saka möguleikana á árásum írana. Gagnnjósnaþjónustan lýsti því yfir í síðasta mánuði að hún óttaðist of- beldi, bæði í Þýskalandi og íran, í kjölfar dómsniðurstöðunnar nú í apríl. í gær gengu þrjú þúsund íranir um fjögurra kílómetra leið frá bænastund í háskólanum í Teheran að þýska sendiráðinu. Köstuðu þeir tómötum á sendiráðið og hrópuðu slagorð gegn þýskum yfirvöldum. Flest aðildarríki Evrópusambands- ins kvöddu heim sendimenn sína frá íran i gær. Jeltsín Rússlandsfor- seti bauðst hins vegar í gær til að efla samskiptin við íran. Olíukaupmenn í Evrópu vom í viðbragðsstöðu í gær en töldu þó litla hættu á að Evrópusambandið færi að dæmi Bandaríkjanna og setti viðskiptabann á íran. Um 10 prósent olíunnar, sem flutt er inn til Evrópusambandsríkja, koma frá íran. Reuter John Major, forsætisráöherra Bretlands, er á kosningaferöalagi meö Normu konu sinni. Þau klappa hér veöreiða- hesti í Huntingdon. í gær veðjaði Lundúnabúi rúmleya 1 miiljón króna um að Verkamannaflokkurinn bæri sigur úr býtum í kosningunum 1. maí. Símamynd Reuter Öryggismálastjóri skotinn til bana Milosevics í Belgrad Grímuklæddur byssumaður skaut í gær til bana öryggismála- stjóra Slobodans Milosevics Serbíu- forseta, Radovan Stojicic. Byssu- maðurinn flýði ertir að hafa skotið Stojicic þar sem hann sat að snæð- ingi ásamt syni sínum á veitinga- stað í Belgrad í Serbíu. Morðið á Stojicic fylgdi í kjölfar morðs í febrúar síðastliðnum á nán- um viðskiptafélaga hins óvinsæla sonar Milosevics forseta, Markos, við verslunarmiðstöð í Belgrad. Morð á götum úti eru ekki óalgeng í Belgrad en fómarlömbin hafa oftast verið félagar í svartamarkaðsmafi- unni sem hefur blómstrað undir stjóm Milosevics. Radovan stojicic. Símamynd Reuter Stojicic stýrði óeirðalögreglunni í Belgrad þegar stjómarandstæðingar stóðu fyrir þriggja mánaða götumót- mælum í kjölfar kosningasvika stjórnarinnar í nóvember síðast- liðnum. Fjölmiðlar í Belgrad greindu frá því að Stojicic hefði neyðst til að vara Milosevic við því á meðan á götumótmælunum stóð að hann gæti ekki treyst á hollustu lögreglunnar ef henni yrði skipað að berja á mótmælendum. Andófið fór að mestu friðsamlega fram þar til lögregla réðst á frið- sama mótmælendur með kylfum eft- ir að Milosevic hafði þegar ákveðið að láta undan kröfum stjómarand- stöðunnar. Reuter Hlutabréfamarkaður: Hækkun í London Hlutabréf lækkuðu nokkuð á mörkuðum víða í Evrópu á fímmtu- dag en hækkuöu í London. Lágt verð í Wall Street hafði lítil áhrif þar sem lokunin á markaðnum um nóttina hafði þegar haft þau áhrif að evr- ópsk voru lág þegar markaðirnir opnuðu. í London náðu bréfin sér á strik en ekki gekk eins vel í Þýska- landi. Verð á hlutabréfum í Tokyo og Hong Kong em með lægra móti. Verð á bensíni og hráolíu hefur lækkað nokkuð síðustu vikur og hráolíuverðið hefur ekki verið lægra svo mánuðum saman. Nú fyr- ir helgina var tunnan af hráoliu komin niður í 17,50 dollara, 95 okt- ana bensínið kostaði 196 dollara tonnið og 98 oktana 200 dollara tonn- ið. Verðið á bensíninu helst í hend- ur við lækkunina á hráolíunni en þar mun vera eitthvert offramboð á markaðnum þessa dagana. -sv 7000 6800 6600 6400 6200 Dow Jones 6564,6 J F M A Kauphallir og vöruverð erlendis London 4400 R-SE100 4300 jfT \i? 4200 ¥ 4100 V 4000 4313,2 J F M A Sykur 280 270 260 i v ! 250 w 271,7 $/t J F M A ] Kaffi 2000 1500 i 1000 1569 $/t J F M A Frankfurt 3400 DAX-40 3200 3000 2800 2600 J 3355,49 F M A Tokyo 25000 )0 Æv 15000 17485,75 J F M A Hong Kong Hang Seng 12358,7 J F M A Hráolía $/ 17,50 tunna J F M A r»CTi Valdabarátta milli Norður- landa um varn- aráætlun Það hefur vakið athygli í Noregi að danska utanríkis- ráðuneytið ætlar innan skamms að kynna sérstaka áætlun um aðstoð við varnir I Eystrasaltslanda. Varnarmála- ráðherrar Norðurlandanna : samþykktu nefnilega í septem- ber síðastliðnum að Noregur skyldi gera slíka áætlun og var hún kynnt nú i vikunni. Bertel Heurlin, prófessor og einn yfirmanna dönsku utan- ríkismálastofnunarinnar, segir að um augljósa samkeppni sé að ræða milli Norðurlanda og ;; sérstaklega milli vamarmála- ráðuneytisins og utanríkisráðu- neytisins í Danmörku. Málið snúist um að vinna sér alþjóð- legt álit og áhrif. Niels Helveg Petersen, utanríkisráðherra í Danmerkur, staðfestir að sam- keppni og afbrýðisemi sé hluti norrænnar samvinnu. IMóður refsað fyrir að sfela mat handa börnum sínum Franskur áfrýjunardómstóll hnekkti i gær úrskurði undir- réttar og dæmdi blásnauða ein- stæða móður, sem stoliö hafði mat handa hungruðum bömum sínum, til að greiða um 36 þús- und íslenskar krónur fyrir að I stela fiski og kjöti í þremur 5 stórmörkuðum í borginni Poiti- ers í Frakklandi. Refsingin er j. skilorösbundin. Móðirin kvaðst hafa stolið mat fyrir um það bil 19 þúsund krónur þar sem mánaðartekjur hennar, sem eru um 21 þúsund krónur, dygðu ekki til að fæða börnin sem eru 3 og 19 ára. Móðirin hafði verið sýknuð í ! febrúar á grundvalli laga frá 19. öld sem leyfa þjófiiað vegna í nauðsynjar. Ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum til að ekki skapaðist fordæmi sem heimil- í aði búðarþjófnaði. Evrópusam- bandið fyrir- skipar mildari sígarettur | Evrópusambandið hefur fyr- irskipað að frá og með 1. janúar 1998 eigi mesta leyfilega tjöru- magn í sígarettum að vera 12 mg. Núna er mesta leyfilega magn 15 mg. Innan Evrópusambandsland- ! anna leita nú sígarettuframleið- . endur leiða til að láta nýju sí- garetturnar bragðast nokkum | veginn eins og þær sem nú em framleiddar. Einnig kemur til greina að þróa nýtt bragð sem fellur reykingamönnum í geð. Fangar í hung- urverkfalli í lífshættu Fjöldi kúrdískra og vinstris- innaðra fanga í borginni Erz- urum í Tyrklandi eru að dauða komnir eftir að hafa verið í rúmlega mánaðarlöngu hung- í urverkfalli. Alls taka 37 fangar þátt í hungurverkfallinu til að | leggja áherslu á kröfur um *; betri skilyrði í fangelsinu í Erz- umm. Ástand nokkurra fanga er svo slæmt að talið er að þeir geti dáið í byrjun næstu viku. I fyrra sveltu tólf vinstrisinn- aðir fangar sig til dauða í Tyrk- landi. Þeir höfðu kraflst þess að I látið yrði af illri meðferð og að greitt yrði fyrir samskiptum þeirra við fjölskyldur og lög- s fræðinga. Jyllands-Posten, Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.