Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Blaðsíða 28
F 28 h&lgarviðtalið P“ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 JjV JjV LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 Igarviðtalið v Ólöf Rún Skúladóttir sagði starfi sínu lausu hjá Sjónvarpinu og settist í ritstjórastól nýs tímarits: Ólöf Rún Skúladóttir, fréttamaður á Ríkissjónvarpinu í næstum áratug, er horfin af skjánum eins og áhorf- endur hafa vafalaust tekið eftir. Sumir eru þegar farnir að sakna þýðu raddarinnar og sannfæringar- krafts í fréttaflutningi. Hún las með söknuði síðasta fréttatímann sinn á fóstudaginn langa. Ólöf Rún hefur sem kunnugt er tekið við ritstjóra- stöðu tímaritsins Allt sem Þórarinn Jón Magnússon gefur út. Ólöf Rún er á nokkurs konar tímamótum. Hún hefur söðlað um og hyggst auka við reynslu sína og þekkingu með þessu nýja starfi. Starfið leggst mjög vel í hana og hún er sannfærð um að rit- stjórastarfið sé gefandi og skemmti- legt. „Þessir fyrstu dagar hafa verið mjög frábrugðnir því sem ég er vön úr Sjónvarpinu. Ég hef ekki orðið vör við nein rólegheit hingað til og á ekki neitt sérstaklega von á því að svo verði í framtíðinni. Þetta er samt sem áður allt önnur hrynjandi," seg- ir Ólöf Rún. Á tímaritinu verður harður kjarni fastra starfsmanna auk lausapenna. Þetta ætti að vera kærkomið tæki- færi fyrir marga í faginu til þess að koma á framfæri hugmyndum sín- um. Nokkrir starfsmenn sem starfað hafa hjá Fróða hafa gengið til liðs við Ólöfu Rún og félaga. Stefna blaðsins hefur verið mótuð og lesendur eiga von á hlýlegu og jákvæðu blaði sem vonandi verður skemmtilegt og fróð- legt í senn. Fjögurra barna móðir Það er í mörgu að snúast hjá Ólöfu Rún en hún býr ásamt fjölskyldu sinni í Garðabænum. Eiginmaður hennar er Sigurður Þór Ásgeirsson rekstrarverkfræðingur og steypu- skálastjóri hjá ÍSAL en hann tók við starfi Rannveigar Rist. Þau eiga börnin Skúla Hauk, þrettán ára, Hjördísi Hugrúnu, tíu ára, Heiðdísi Hönnu, sjö ára i dag, og Halldór Kára, tveggja ára. Hún er dóttir Skúla Brynjólfs Steinþórssonar, fyrr- verandi flugstjóra, og Ólafar Sigurð- ardóttur bankastarfsmanns og ólst upp í Hlíðunum fram að níu ára aldri en flutti þá í Garðabæ. Ólöf Rún útskrifaðist frá MR og síðan frá Háskóla íslands með BA-próf í þýsku og ensku. Eftir það lá leiðin vestur um haf þar sem hún stundaði mastersnám í tvö ár í Kalifomiu með sérhæfingu i fréttum í útvarpi og sjónvarpi. Hún hefur starfað hjá Stöð 2, Heimsmynd, Bylgjunni, morgunút- varpinu með Leifi Haukssyni á Rás 2 og tæpan áratug á fréttastofu Sjón- » varpsins. Óskaði eftir leyfi Ólöfu var boðin þátttaka í mótun þriggja nýrra tímarita. Það varð til þess að hún óskaði eftir ársleyfi frá Sjónvarpinu í byrjun apríl þar sem hún vildi spreyta sig á nýju verkefni. Hún fékk vilyrði fyrir leyfinu hjá fréttastjóra og framkvæmdastjóra Sjónvarpsins. „Það kom í ljós þegar fram- kvæmdastjórn fyrirtækisins fjallaði um mín mál tveimur dögum áður en ég hugðist fara í umrætt leyfi að ég fengi það ekki. Erindinu var hafnað og vísað til reglna þar að lútandi. Leyfið fékkst ekki þar sem ég var að fara til annarra starfa heldur en hjá Sjónvarpinu. Ég hafði þá þegar gefið vilyrði um að ég tæki þátt í þessu nýja verkefni þar sem ég vissi ekki betur en ég fengi umrætt leyfi. Mér fannst þetta nýja verkefni spennandi og sá mér ekki annað fært en að segja starfi mínu lausu hjá Sjónvarp- inu með ósk um að hætta samstund- is. Þó að það hefði mátt vinna úr Mikil breyting Ólöf er vön að vera í eld- línu fréttanna þar sem hlut- imir gerast hratt. Á tíma- riti gengur allt hægar fyrir sig. Hún óttast mest að hún verði óþreyjufull að bíða í heilan mánuð eftir því að sjá árangur erfiðisins. Margir eru þegar farnir að sakna Ólafar Rúnar af skjánum þar sem hún hefur verið nær daglegur gestur Ólöf Rún á folanum Aski sem hún hefur veriö aö þjálfa í vetur. inni á heimilum lands- manna. Þetta þykir henni vænt um falið sig á bak við blaðagrein eins og hún sakna þess að vera á skjánum. að heyra og áttar sig í raun fyrst á fréttamenn á dagblöðum gera. Maður því núna hversu nálæg hún hefur fórnar ákveðnum hluta af einkalíf- r_ L _____ ' ___ tg a enganjeppa „Þetta bar brátt að og ég neita því ekki að mér leið svolítið undarlega á fóstudaginn langa þar sem ég las síð- asta tréttatímann minn. Ég hafði tek- ið mína ákvörðun og vissi að þetta væri í síðasta sinn sem ég læsi frétt- irnar. Það væri óhreinskilni að segja að það sé ekki einhver söknuður. Þetta hefur verið svo stór hluti af mínu lífi lengi,“ segir Ólöf Rún. Ólöf hefúr þó engar áhyggjur af þvi að starfið verði rólegt. Að mörgu er að huga sem ritstjóri og það er margt sem hún mun læra. Hún sér þó ekki fyrir sér að hún taki upp á neinum stjórastælum, allavega eigi hún engan jeppa enn þá þótt hún sé orðin ritstjóri. „Ég vonast til þess að verða góður yfirmaður. Það hafa allir skoðanir á því hvernig hlutirnir eiga að vera. Núna fæ ég tækifæri til þess að móta hlutina eftir minu höfði. Ég vil þó að þeir sem starfa með okkur fái að njóta sín en verði ekki settir undir einhvern heraga," segir Ólöf Rún. Fjórða valdið Þrír stóratburðir Hún segist ekki geta sleppt því að minnast á daginn sem Persaflóastríð- ið braust út, Noregskonungur lést og Hekla gaus. Það tók nokkrar mínút- ur fyrir fólk að átta sig á því að Hekla væri i raun og veru farin að gjósa. Þá var ekki hægt að tala um gúrkutíð í fréttum á íslandi. Það er oft og tíðum rafmagn- að loft DV-myndir PÖK „Mér finnst fjölmiðlarnir hafa nálg- ast tuttugustu öldina ágætlega en það þyrfti að sinna málum ítarlegar með einhvers konar rannsóknarblaða- mennsku. Fréttamenn mættu gjarna vera aðgangsharðari við máttarstólpa þjóðfélagsins. Það er talað um að fjöl- miðlar séu flórða valdið. Á íslandi eru þeir það stundum en ekki alltaf. Mátt- ur þekkingarinnar er mikill en oft hafa fréttamenn ekki tækifæri til þess að kynna sér málin eins vel og þeir vilja gera. Það er meðal annars vegna vinnuálags. Stund- um hefur tekist að koma inn á þessa braut en það mætti vera meira af því,“ segir Ólöf Rún. Ólöf nefnir dæmi um fjöl- miðla sem fjórða valdið þegar þeir fletta ofan af hneykslis- málum ráð- herra og það veldur afsögn þeirra. Slíkt eigi sér ekki stað hér, allavega segir enginn af sér bíba ettit vegna wveriu tt' 1PesS; hessu Þrýst- öðtuWetta&.huga4þes ings. á frétta- stofum þegar mikið liggur við en sjaldan \ ---------— __„isu °o,u "/ eins og þá. ^ díanarittr matfltt'1®® Að sögn’ÁUnn\. Paö m*ttse9\r O'0'BU Olafar Rúnar®^ag\ urabans, var ógleyman-' legt að vinna þátt um Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrver- andi forseta íslands, og kynnast annarri hlið á henni. Það sannfærði Ólöfu Rún enn frekar um hversu vel Stundum segir hún blaðamenn fara offari og ætla að gerast rannsóknarblaða- menn á einum eftirmiðdegi en það misheppnist oft. Hún segir Sjónvarp- ið hafa lítinn þátt tekið í þeim leik og segir umfjöllun þar vandaða. Til þess að fá fram það sem maður vill í mér dags daglega að ég sé þekkt and- lit í þjóðfélaginu en það hefur síður en svo verið mér fjötur um fót. Það er hluti af starfinu og oft hefur það verið ánægjulegt þegar fólk kemur að máli við mig. Flestir eru hlýlegir og vilja mér vel. Það eru þó síður en svo eintómir kostir við það að vera þekktur. Oft væri kostur að geta Börnin hafa kvartað ótrúlega lítið en óneitanlega fá þau að heyra hvað móðir þeirra er að gera. Hún segir að sjónvarpsfólk verði að leiða hugann frá þvi að allir þekki það. Hún segir að það sé spuming um að láta starf- ið ekki rugla sig í ríminu. Fæstir geri það enda yrðu þeir tæpast lang- lífir í starfi. Áð vissu leyti kveðst „Ég er engin ofurkona heldur bara venjuleg íslensk kona,“ segir Ólöf Rún. Frá vinstri er eiginmaöur Ólafar Rúnar, Siguröur Pór, meö Halldór Kára viö hliö Ólafar. Fyrir ofan eru Hjördís Hugrún, Skúli Haukur og Heiödís Hanna. verið fólki í gegnum fréttamanns- inu. Ég held þó að ég hafi verið blind starfið. á þetta en fólk í kringum mig tekur „Ég hef ekki mikið velt því fyrir meira eftir þessu,“ segir Ólöf Rún. Hugði á breytingar Að mörgu leyti var Olöf Rún farin að huga að breyttum áherslum í lífi sinu. Fólk sem vinnur lengi í fréttum vill gjarna gera eitthvað annað í millitíðinni og koma síðan aftur til baka. Hún segir að Dagsljós t.d. hafi verið mjög góð tilbreyting. Með því að söðla um aukist sköpunarmáttur- inn. Eitt af því minnisstæðasta í frétta- mennskunni fannst henni að fara til Tyrklands þar sem dæmt var í máli Sophiu Hansen í undirrétti í Istanbúl í fyrsta sinn. Þar upplifði hún mikla heift heittrúarmanna vegna málsins og fylgdist með mjög sérstöku réttar- kerfi. Einnig fór hún í ógleymanleg- ar ferðir til Namibíu og Malaví í Afr- íku og vann þætti með öðrum sem sýndir voru í Sjónvarpinu. „Ég tók eitt sinn viðtal við tvær litlar stúlkur sem var bjargað úr jeppa sem fór á hvolf í á. Þær voru nær dauða en lífi en þetta eru at- burðir sem sitja eftir í huganum,“ segir Ólöf Rún. Vigdís hefði staðið sig í starfi. Einnig gerði hún þátt um Dúdda heitinn á Skörðugili og fleiri hestaþætti sem tengjast mjög hennar áhugamáli. Hún vonast til þess að eiga kost á því að leyfa hæfileikanum til þáttagerð- ar að blómstra meira en verið hefur. Kraftaverk á fréttastofu „Auðvitað eru fréttatímarnir frá degi til dags sumir mjög minnisstæð- ir. Á hverjum degi eru unnin krafta- verk á fréttastofunni. Ef áhorfandinn hefði einhvem gmn um hvað hefði gengið á rétt fyrir útsendingu. Það hafa komið stundir þegar maður vissi varla hvað sneri fram og hvað aftur. Stundum er myndverið eins og umferðarmiðstöð þar sem menn hlaupa stanslaust fram og aftur. Það er hlaupið inn með innganga allan fréttatímann og sendiboðar koma inn með blöð. Eitt sinn þurfti að ýta sendiboðanum út úr mynd þremur sekúndum áður en næsti inngangur fór í loftið. Fréttatíminn var samt óskaplega rólegur á yfirborðinu," segir Ólöf Rún. Margt hefur breyst í fjölmiðlun síðan Ólöf Rún hóf störf hjá Sjón- varpinu. Ólöf var spurð hvernig henni litist á íslenska fjölmiðlaflóru eftir allar þær hræringar sem átt hafa sér stað undanfarin ár. Hún seg- ir það synd að Stöð 3 hafi dottið upp fyrir en hins vegar megi deila um það hvort markaðurinn hafi verið nægilega stór fyrir fleiri stöðvar. Samkeppni er af hinu góða en hún þarf að vera heiðarleg, segir hún. mínum málum á annan hátt tel ég alls ekki útilokað að ég vinni aftur á einhvern hátt fyrir Sjónvarpið," seg- ir Ólöf. Ákveðin ögrun „Það er alltaf ákveðin ögrun að taka áhættu í lífinu, auk þess sem það er skemmtilegt. Það gerir öllum gott að breyta til öðru hverju en vissuléga er þægilegra að vera í ör- uggu skjóli. Með því að takast á við ný verkefni finnur maður oft nýjar hlið- ar á sjálfum sér,“ segir Ólöf Rún. Hún lofar ekki heiminum á silfurfati í einu tímariti en vonast til að blaðið verði kærkomin viðbót við það sem er fyrir. „Við reynum að láta þetta tímarit bera okkar svipmót og að lesendum finnist að tímaritið vilji þeim vel. Við ætlum að reyna að fara inn á jákvæðu brautimar,“ segir Ólöf Rún. Ólöf og Sigurður Þór hafa mjög gaman af þvi að stunda hestamennsku og Halldór Kári er líka kátur þegar hann fær að fara í hesthúsiö. fréttamennsku er best að vera kurteis en ákveðinn. Það þarf ekki frekju og yfirgang til. Hún segir suma misskilja starf sitt sem fréttamenn. Saknarkvenna í stjórastóla Hvernig finnst Ólöfu Rún konum takast að fóta sig í fjöl- miðlaheiminum? „Ég held að þeim hafi geng- ið ágætlega að fóta sig i fjöl- miðlum en annars er ég mjög á móti því þegar verið er að tala um karla og kvenna þetta eða hitt. Mér finnst ekki þurfa að fara mörgum orðum um það að það er sjálfsagt að karlar og konur fái sömu laun fyrir sömu vinnu. Ég væri kannski að loka augun- um fyrir raunveruleikan- um ef ég sæi ekki að stjóratitlunum virðist frekar vera deilt á karla heldur en konur. Ég vona þó að það sé að Þ . breytast en það er trá- ,rn 1 Ijós benar t leitt að þurfa að setja éq fJT'3' tveim“r dögum3']!kværr kvóta um hversu fen9< Þaö ekk S a0ur en margar kcnur séu stjórar en það er ein en Þja Sjónvarm * ?ar leið til þess að breyta P nu’ se9ir uiof Rý þessu. Margir menn eiga konur og n‘ konur eiga menn og við erum öll það hlýtur að vera saman í þessu þjóðfélagi þannig að okkar allra hagur að komast vel af og að hæfir einstaklingar fái að njóta sín,“ segir Ólöf. Verka- skipting á heimilinu Það er jafn- rétti eða verka- skipting á heim- ili Ólafar Rúnar eins og hún vill frekar kalla það. Hún segist ekki hafa heyrt það mikið að hún hugsi of mikið um starfsframann og of lítið um börnin. Ólöf Rún hefur áhuga á mörgu og vildi helst hafa meiri tíma eins og sjálfsagt allir. Það eitt gæti verið fullt starf að vera mamma fjögurra barna en íjölskyldan er samhent og hjálpast að. Hún segist hafa sam- viskubit eins og allar konur vegna þess að rjaiiaöinm hún sé ekki nóg með urrireett /eJ- m uornunum smum. Hún til regina i/f'að segir að þjóðfélagið mætti fara til annarrat að ver*'a bamvænna og það srarfa ætti að hvetja fólk til þess að fjölga þessari þjóð. Henni finnst að konur jafnt og karlar eigi að geta verið í góðum störfum og hugsað jafnframt um börnin sín. Þó sé ekki annað hægt en að horfast í augu við það að það er * nauðsynlegt að gefa börnunum tíma og vera með þeim. Ólöf Rún dáist jafnmikið að heimavinnandi konum og þeim útivinnandi þar sem þetta sé alltaf spurning um val. Ekki hin hefðbundna móðir „Er nauðsynlegt að fórna því sem manni finnst dýrmætast til þess að sýna fram á einhvern frama í starfi? Velgengni í starfi og fjölskyldulíf á alveg að geta átt saman. Sjálfsagt væri ágætt að vera heima og gefa bömunum kakó og baka fyrir þau en það kemur nú fyrir að ég geri það. Ég er væntanlega ekki hin hefð- bundna móðir. Bömin mín og eigin- maðurinn hafa, held ég, fyrirgefið mér það og sæst við mig eins og ég er. Við reynum að eiga okkar góðu stundir saman. Þetta væri ekki hægt án þess að allir hjálpuðust að. Ég er engin ofurkona heldur bara venjuleg íslensk kona,“ segir Ólöf Rún og skellihlær. Hún bætir því við að stór- atburður hafi gerst í Garðabænum í vikunni en þá hafi mamma verið komin heim fyrir kvöldmat, fiöl- skyldunni til mikillar ánægju. Alltaf viljað gera allt Ólöf Rún hefur alltaf viljað hafa mikið að gera en sá eiginleiki henn- ar kom fljótt fram. Hún þarf helst að fara út úr bænum til þess að geta slappað af með góða bók, annars er hún á þönum við að sinna einhverju hugðarefna sinna. „Ég var þó rólegt ungbarn en hef farið síversnandi síðan. Það á mjög vel við mig að vera í erlinum þó það sé auðvitað gott að breyta til. Maður finnur það á ákveðnum tímamót- um,“ segir Ólöf. Hún var að ferma elsta barnið sitt og það yngsta er tveggja ára. Það vakti hana til umhugsunar um að v við höfum börnin að láni í ákveðinn tíma. Áður en við vitum af eru önn- ur tíu ár liðin og börnin orðin upp- komin. „Ég ímynda mér að ég geti verið meira minn eigin herra og kannski sinnt bömunum á annan hátt. Það er mjög jákvætt," segir Ólöf Rún. Ólöf segir að fólk sem sækir í að starfa við fiölmiðla sé yfirleitt örlítið ofvirkt að eðlisfari. Áhugamálin auk starfsins eru mörg. Fjölskyldan á hesta sem þau hafa öll mjög gaman af. Það er fóður Ólafar Rúnar að þakka að hún byrjaði i hestamennsk- unni en hún hefði ekki viljað missa af því. Hún hefur einnig mjög gaman af því að fara á skíði en hefur ekki gert nóg að því upp á síðkastið. Hún er oft dugleg við að hreyfa sig og hef- ur stundað eróbikk í mörg ár þegar hún hefur tíma til. Einnig gekk hún í kór í haust og fer á æfingar einu sinni í viku, auk þess sem hún er í tveimur saumaklúbbum. Þannig að það er nóg að gera hjá ritstjóranum, mömmunni, eiginkonunni og hesta- manninum. Hún segist afreka miklu meiru þegar hún sé undir pressu. Þetta er allt spurning um að nýta þann tíma sem maður hefur, segir Ólöf Rún. Hún segist helst þurfa að þjálfa þann eiginleika að biða eftir sjálfri sér. „Þetta er eins og indíánarnir sem stoppuðu öðru hverju til þess að bíða eftir sálinni. Það mættu margir hcifa það í huga í þessu þjóðfélagi hrað- ans,“ segir Ólöf Rún og bætir við að það sé oft auðveldara að gefa ráðin en að fara eftir þeim. -em t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.