Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997
23
Lárus H. Jónsson, oft nefndur Lalli leikari, er kynnir á heimaleikjum Aftureldingar:
Tala í lægri nótunum
þegar gestirnir skora
- segir Lalli sem tekst jákvæður og fullur lífsgleði á við MS-sjúkdóminn
Úrslitakeppnin í handknattleik
karla er í fullum gangi. Afturelding
í Mosfellsbæ og KA á Akureyri hafa
mæst þrisvar sinnum og hefur
síðamefhda liðið vinninginn, búið
að vinna tvo leiki og Afturelding
einn. Fjórði leikurinn fer fram í dag
á Akureyri og með sigri munu KA-
menn hampa íslandsmeistaratitli í
handknattleik í fyrsta sinn í sögu fé-
lagsins. Ef Afturelding sigrar þá
kemur til oddaleiks í Mosfellsbæ á
þriðjudagskvöld.
Liðið úr „kjúklingabænum",
eins og Mosfellsbær hefur verið
nefndur eftir að Afturelding komst
í fremstu röð í handboltanum, hef-
þá er þetta bara búið. Fyrstu árin
tókst mér að fela þetta en núna
reyni ég að gera gott úr öllu saman
og bara hlægja að því,“ segir Lalli
og rifjar upp mörg skondin atvikin
þegar sjúkdómurinn hefur sagt
skyndilega til sín með tilheyrandi
köstum.
Hált karakternum í
framíkallinu
„Ég hef starfað mikið með leikfé-
laginu í Mosfellsbæ. í uppfærsl-
unni á Deleríum búbónis í fyrra
breytti Valgeir Skagfjörð bara
að hann væri með MS-sjúkdóminn.
Hann var þá á kafi í bæði hand- og
fótbolta. Hefur t.d. leikið í öllum
deildum fótboltans, alveg frá 1. deild
með Víkingi og Haukum og niður í
4. deild með Aftureldingu og fleiri
félögum. Lék nær eingöngu í sókn-
inni og var með marksæknari
mönnum. Hann náði því að vera
deildarmeistari með Mosfellingum í
4. deild árið 1986 og varð marka-
hæstur í B-riðli. Sjúkdómurinn var
þá farinn að há honum og ári
seinna varð hann að hætta í fót-
bolta. Um svipað leyti varð hann að
hætta í sinni aðalatvinnu sem bíla-
málari.
Áfram Afturelding, segir Lalli, Lárus H. Jónsson, kynnir á heimaleikjum Mosfellsbæjarliðsins og að sjálfsögöu
klæddur í réttu peysuna. DV-mynd E.ÓI./BG
ur traustan mann í sínum herbúð-
um. Hann leikur ekki með liðinu
heldur hefur síðustu ár verið
kynnir á heimaleikjunum, að það
mjög liflegur kynnir. Við erum að
tala um Lárus H. Jónsson, betur
þekktan undir nafninu Lalli og þá
oftar en ekki með viðumefninu
Lalli leikari. Hann er með MS-sjúk-
dóminn og hefur gengið með ein-
kenni hans frá 23 ára aldri eða í
bráðum 19 ár.
Sjúkdómurinn hefur sagt veru-
lega til sín síðastliðin tvö ár. Undan-
farið ár segir Lalli hafa verið
„óbærilegt". Nú þarf hann að styðj-
ast við göngugrind heima hjá sér og
kemst ekki út hjálparlaust. Hann
fær góða aðstoð frá syni sínum, sem
býr með honum í Mosfellsbæ, og
dóttur sem heimsækir þá feðga
reglulega.
Ætla ekki í hjólastól
Félagar Lalla í Aftureldingu
sækja hann heim fyrir leiki og bera
hann til og frá íþróttahúsinu. Hann
segist vera fullur bjartsýni og lífs-
gleði og bindur vonir við að lyf sem
hann fari brátt að taka fresti því
sem allra lengst að hann þurfi að
notast við hjólastól.
„Ég ætla ekkert í hjólastól og
skal rífa mig upp úr þessu. Ég hef
alla tíð verið mjög jákvæður til
lífsins og haft það að markmiði að
láta sjúkdóminn ekki brjóta mig
niður. Ef fólk gefst upp og fer í fýlu
hlutverkinu svo ég gæti verið með
því ég átti mjög erfitt með hreyf-
ingar. Hann setti á mig bumbu, lét
mig drekka mikið viskí og fá
hjartaáföll og svona. Leikhúsgestir
töluðu mikið um hvað „þessi væri
djöfull góður leikari, meira að
segja í framíkallinu heldur hann
karaktemum".
Leikfélagsstússið hefur skapað
Lalla ýmis önnur störf. Hann hefur
komið fram í mörgum sjónvarps-
auglýsingum, leikið aukahlutverk í
fjórum áramótaskaupum og í kvik-
myndunum Karlakórnum Heklu og
Djöflaeyjunni, svo fátt eitt sé talið.
Lalli lifir nú fyrir handboltaleik-
ina og hans æðsti draumur er að
Afturelding verði íslandsmeistari.
Hann segist vera nokkuð viss um að
svo verði þrátt fyrir tap í
fyrrakvöld. Titill yrði enn sætari
fyrir þá sök að Lalli lék handbolta
með Aftureldingu á fyrstu árunum í
kringum 1970. Hann var þá nýflutt-
ur í „sveitina", 14 ára gamall Reyk-
víkingur. Lalli var þá einn af „son-
um“ Davíös B. Sigurðssonar sem
nefndur er „faðir“ handboltans í
Mosfellsbæ og því eiginlega orðinn
„afi“ þeirra stráka sem nú standa í
eldlínunni.
Á kafi í boltanum þegar
áfallið kom
Vitanlega fylgdi því áfall haustið
1978 þegar Lalli fékk þann úrskurð
„Eftirminnilegast í fótboltanum
var með Haukum í 1. deild þegar ég
skoraði sigurmarkið gegn Skaga-
mönnum, í eina leiknum sem við
unnum sumarið 1979,“ segir Lalli og
greinilega skemmt. „Þá náði ég að
skalla úr vítateignum og upp í
skeytin, með Sigga Lár og Sigga
Donna hangandi í mér við hvora
hlið. Það var náttúrulega alveg
meiriháttar.“
Lalli hefur verið hrókur alls fagn-
aðar hvar sem hann hefur komið,
stjórnað skemmtiatriðum í góðra
vina hópi og einnig verið í jóla-
sveinabransanum eða þar til um
síðustu jól að hann varð að hætta
vegna sjúkdómsins. Nú er það
kynnisstarfið í íþróttahúsinu að
Varmá sem er honum allt.
„Það er rosalega gaman að sitja
þarna, öskra og skapa stemmningu
hjá áhorfendum. Maður fær ákveðið
„kikk“ þegar maður öskrar ein-
hverja vitleysu og fær svar frá
áhorfendum. Eitt árið var alltaf ver-
ið að reykja í húsinu og reykurinn
fór allur inn. Ég var að brýna fyrir
fólkinu að fara út aö reykja og einu
sinni öskraði: Hættiði að reyKja! Þá
kom til baka: Þegiðu fiflið þitt. Þá
var ég búinn að sigra! Ég reyni auð-
vitað að gæta eins mikils hlutleysis
í kynningum og hægt er og passa
mig á að vera aldrei með svívirðing-
ar í garð dómara eða gestaliðsins.
En þegar gestimir skora tala ég
kannski í lægri nótunum," segir
Lalli og brosir í kampinn. -bjb
-
'iJLt.V,7TTH
17.990,
Öko Vampyr 8251
1 Sexföld ryksíun
1 Stillanlegur sogkraftur
1 Stillanlegt Sogrör
’ Fylgihlutageymsla
1 þrír auka sogstútar
1 Inndraganleg snúra
1 Rykpoki 5,5lítrar
1 900vött ( Nýr Öko-mótór
skilar sama sogkrafti
og 1500 vatta mótor)
Verö:18.936,-
stgr. 17.990,-
Vampyr 6400
ERGO-
GRIFF*
Nýtt handfang
fer betur f hendL
Sexföld ryksiun*
Ultra- filter (Skilar útblósturs- •
lofti 99,97% hreinu)
Stillanlegur sogkraftur •
Stillanlegt Sogrör •
Fylgihlutageymsla •
Tveir auka sogstútar •
Inndraganleg snúra •
Rykpoki 4 lítrar •
1400 vött •
Þyngd 7 kg •
Verft: 17,842,- stgr. 16.950,-
VERÐ STGR.
Œ
ÁEG
Vampyr 6100
• Fjórföld ryksíun
• Stillanlegur sogkraftur
• Fylgihlutageymsla
• Tveir auka sogstútar
• Inndraganleg snúra
• Rykpoki 4 lítrar
• 1300 vött
• Þyngd 7 kg
Ver&:15.409,-
stgr. 14.639,-
Á meðan hlé er
gert á ryksugun
er sogrörinu fest I Vampyr 5010
viðenda J
, ryksugunnar^/ F|ortold ryksiun •
Stillanlegur sogkraftur •
Tveir auka sogstútar •
Inndraganleg snúra •
Rykpoki 4 lítrar •
1300 völt •
Þyngd 6 kg •
Ver&: 13.674,-
stgr. 12.990,-
VERÐ STGR.:
2.99
S í m
533 2800
Umbobsmenn um allt land
Reykjavík: Byggt og Búið Kringlunni. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi,
Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi.Guöni E.i-iallgrímsson, Grundarfirði. Vestflrölr.Rafverk,
Bolungarvík.Straumur.ísafiröi. Norðurland: Kf. Steingrímsfjarðar, Hólmavík. Kf. Húnvetninga,
Blönduósi. Skagfiröingabúö.Sauðárkróki. KEA, byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.
KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Urö, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson,
Egilsstööum. Stál, Seyöisfirði. Verslunin Vík, Neskaupstaö. Kf. Fáskrúösfiröinga,
Fáskrúösfiröi.KASK, Höfn Suöurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn.
Jón Þorbergsson, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell,
Keflavík. Rafborg, Grindavík.