Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Blaðsíða 31
39 JaAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 | Samdráttur ÍBandaríska flugfélagið USA- irways hefur sagt upp hundruð- um starfsmanna sinna og hætt áætlunarflugi til Karíbahafsins og Kanada frá Baltimore-Was- hington flugvellinum. 1 !t 1 Breytingar fargjalds Leiguhílar hafa aldrei þótt ódýrir í Tokyo, höfuðborg Jap- ans. Startgjaldið hefur verið um 370 krónur. Breytingar hafa verið gerðar á fargjöldum margi-a leigubílstjóra og start- gjaldið lækkað um helming hjá mörgum. Það gildir þó aðeins fyrir styttri ferðir, undir tveim- ur kílómetrum, en ef keyrt er lengra verður fargjaldið enn hærra en áður. Ekki ensku, takk Upplýsingar sem gefnar eru í símaklefum í borginni Sjanghai hafa hingað til verið á ensku. Kínversk stjórnvöld hafa lagt til að því verði breytt og frekar verði notuð kínverska máflýsk- an mandarín. Umferðarvandræði Umferð er svo mikið vanda- mál í taílensku borginni Bang- kok að fjöldi kvenna neyðist til að ala börn í bifreið á leiðinni á fæðingardeildina. Á verkefnaskrá er að hressa vel viö nokkrar þekktar gönguleiðir fyrri tíðar með merkingum svo sem úr Steingríms- firði norður í Árneshrepp yfir svonefnda Trékyllisheiði. Strandasýsla: Paradís náttúruunnenda DV, Hólmavík: Velgjömingur við gesti og gang- andi er flestu dreifbýlisfólki í blóð borinn. Sveitaheimilin voru lands- byggðarhótel fyrri tíma og sagan endurtekur sig jafnan. Strandamenn voru engir eftirbátar annarra í þeim efnum. Þeim hefur jafnan verið bor- in vel sagan. Nægir í því sambandi að nefna frásögn meistara Þórbergs þegar hann snemma á þessari öld lagði á sig gönguferð úr nyrsta sveitarfélag- inu, Árneshreppi, suður allar Strandir í þeim tilgangi einum að fá augum litið elskuna sina, heimasæt- una á Bæ í Bæjarhreppi - ferð sem var nokkur hundrað kílómetra og tók hátt í hálfan mánuð. Þórbergur gefur Strandamönnum þann vitnis- burð að óvíða hafi hann þurft að reiða fram gjald fyrir gistingu og hvergi fyrir veitingar. Heimili Strandamanna, ekki síst í norðurhluta sýslunnar, voru og skjólreitur margra hrakinna og hrjáðra í misviðrasömum mannlífs- heimi fyrri tíðar, sem lítt miskunn- söm refsilög gerðu margan manninn brotlegan við. Hinn langi armur réttvísinnar náði síður þangað norð- ur - samgönguleysið og einangrunin var oft algjör. Þar geymir sagan dulúðugar frásagnir um löngu liðna atburði, sem stórbrotin náttúra kall- aði fram, bæði hroll og unað þeirra er upplifðu og á hlýddu og er svo enn. Aflan þennan hrikaleik, tign og töfra og ekki síst skjólreitinn, vilja Strandamenn með ferðamálasamtök sýslunnar í broddi fylkingar, skapa öllum þeim sem sækja þá heim. Hafa þeir þegar stigið fyrstu skrefin í þá veru. Rómuð náttúrufegurð Á sumri komanda verður eitt og annað í boði sem markvert verður að telja og áhugafólk um ferðaþjón- ustu er að undirbúa. Náttúrufegurð sýslunnar er rómuð ásamt lítt snortnu umhverfí. Nánast eins og paradís hverri mannssál sem útivist þráir. Sérstök áhersla verður lögð á að aflur viðgjömingur við ferða- menn verði góður og í því sambandi er stefnt að námskeiðshaldi í vor fyrir leiðsöguaðila og þá sem gesta- móttöku annast. Fyrir forgöngu ferðamálafulltrúa Vestfjarða, Dorot- hee Lubecki, fékkst lítils háttar styrkur til námskeiðshalds, 50.000 kr. Á verkefnaskrá sumarsins er m.a. að hressa vel við nokkrar þekktar leiðir fyrri tíðar með merkingum svo sem úr Steingrímsfirði norður í Árneshrepp yfir svonefnda Trékyll- isheiði. Stefnt er að því að hlaða upp ifla farnar og niður fallnar vörður á þeirri leið og verður kunnáttumað- ur fenginn til að leiðbeina um verk- lag þeirrar vinnu. Þessi leið verður svo merkt með viðarskiltum úr rekaviði af Ströndum ásamt afleggj- urum og útleiðum. Þetta verður einn af valkostum fyrir gönguhópa en teknar verða fyrir fleiri leiðir og þær auðkenndar með sama hætti ef efni og aðstæður leyfa. Hestaferðir verða i boði en nokkrir aðilar, sem þær hófu með skipulegum hætti sl. sumar við vaxandi vinsældir, halda þeim áfram og ef til vill bætast nýir þar við. Boðið verður upp á skoðun- arferðir á bátum til að líta á eyjar og annnes. Þar er hugsað til náttúru- perlunnar Grímseyjar á Steingríms- firði með eitt stærsta lundavarp í heimi og er áhugi á að koma á hvalaskoðun og sjóstangaveiði. Á fundinum lýstu aðilar, sem undanfarin ár hafa unnið í hand- verkshóp sem ber heitiö Stranda- kúnst, áhuga á samstarfi við ferða- þjónustuaðila en samstarf þessara aðila hefur verið laustengt fram að þessu. Allt efni sumardagskrár verð- ur kynnt í atburðadagatali, sem er nokkur nýjung í upplýsingamiðlun hér á landi. Kynning með þessu sniði kom fyrst fram hér á síðasta ári og vakti verðskuldaða athygli. Að því verki unnu ásamt öðrum ungur þjóðfræðingur, Jón Jónsson, og Rakel Pálsdóttir þjóðfræðinemi. Framlag þeirra til eflingar ferða- þjónustu í Strandasýslu naut styrks úr nýsköpunarsjóði námsmanna og Héraðsnefndar Strandasýslu. Starfs- krafta Jóns munu ferðaþjónustuað- ilar í sýslunni fá notið meginhluta þessa árs við það er við kemur skipulagi vinnunnar. Guðfinnur 1 Samstarf Belgíska flugfélagið Sabena hóf reglubundið flug til Moskvu þann 1. apríl síðastliðinn í sam- starfi við breska flugfélagið Virgin Express. Sabena áform- ar einnig að hefja áætlunarflug til Mallorca þrisvar i viku og fjölga flugferðum til borganna Prag og Búdapest. Sabena hefur undanfarin ár átt í rekstrarerf- iðleikum en virðist vera að rétta úr kútnum. Hugsanleg sátt Flugmenn hjá bandaríska flugfélaginu American Airlines hafa undanfarnar vikur átt í deilum við fyrirtækið vegna launakrafna og verkfafl hefur verið yfirvofandi. Náðst hefur samkomulag um nýjan kjara- samning en eftir er að bera hann undir atkvæði félags- manna sem eru 9.000 talsins. Ef flugmenn fella samninginn gæti komið til verkfalls í lok mánað- arins. Lá við árekstri . I síðasta mánuði lá við árekstri tveggja stórra farþega- þotna yfir La Guardia flugvell- inum við New York. Flugum- ferðarstjóra á vellinum er kerrnt um tilvikið en vegna mis- taka hans munaði ekki nema rúmum 300 metrum að til áreksturs kæmi. Þoturnar voru frá bandarísku flugfélögunum Delta og U.S. Airways. Mikil farþegafjölgun Flugfarþegum fjölgaði um heil 6% á síðasta ári og hefur fjölgunin sjaldan verið meiri milli ára. Mest varð hún í Asíu og á Kyrrahafssvæðinu. Þessar tölur koma fram í skýrslu Al- þjóða flugmálastofnunarinnar. Flugfarþegar í fyrra voru rúm- lega 2,5 milljarðar. O’Hare flug- völlurinn við Chicago er sá flugvöllur á jarðarkringlunni sem tekur á móti flestum far- þegum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.