Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 12. APRIL 1997 frétt/r. Fjárhagur liðanna er stöðug barátta við núllið Undanfama daga hefur staðið yfir úrslitakeppnin i handbolta. Fjölmiðlar beina að vonum spjótum sínum að þessum atburði og hafa þeir verið uppfuliir af frásögnum af leikjunum. Það vita abir, sem komið nálægt störfum í íþróttahreyfingunni, að rekst- ur hennar byggist að stórum hluta á traustum og öruggum tekjum. Að reka íþróttafélag er ekkert öðruvísi en að reka heimili. Það hlýtur því að vera lífspursmál fyrir félögin að stefha þangað sem pening- amir em og þá er að finna þegar komið er í úrslita- keppnina. Þá fyrst vaknar fyrir alvöra áhugi áhorfenda fyrir leikjunum sem eru upp á líf og dauða. Það hefur líka sýnt sig að húsfyllir hefur verið á öllum leikjum frá því í 8 liða úrslit- unum og þetta hlýtur að skipta liðin öllu máli. Það er ekki einungis í formi að- gangseyris sem tekjurnar verður meiri heldur vaknar áhugi fyrirtækja á að auglýsa á keppnisstöðum. Það er sam- an hvert litið er í þessu dæmi að fjárhagsafkoman tekur stakkaskiptum þegar liðin komast alla þessa leið í keppninni. Kvennfólkið fór heldur ekki varhluta af gífurlegum áhuga og jókst tala áhorfenda með hverj- um leik Hauka og Stjörnunnar. í síðasta leiknum, sem skar úr um hvort liðið hreppti titilinn, var hús- fyllir í Garðabæ. Þarna fékk kvennahandboltinn gífurlega góða auglýsingu sem skilar sér enn betur ef rétt verður á spilum haldið. KA og Afturelding leika um ís- landsmeistaratitilinn í karlaflokki og stendur úrslitakeppni nú sem hæst. Það hefur þvi verið í nógu að snúast hjá leikmönnum og stjómar- mönnum síðustu vikumar enda í mörg horn að líta. Tii að skyggnast örlítið inn í þennan heim handboltans lá beinast við að heyra í stjómarmönnum lið- anna sem berjast um sigurinn i deildinni. 20 útileikir á tímabilinu dýrt dæmi „Það skiptir öllu máli að komast Fréttaljós á laugardegi Jón Kristján Sigurðsson þetta langt í keppninni. Við í KA höfum verið í eldlínunni sl. þrjú ár, bæði í deildinni og í bikamum, og höfum því svolitla reynsLu í þessum málum. Við eram þvi í mjög góðri stöðu til að sjá hvað það er mikil- vægt að liðið standi sig. Afkoma deildarinnar byggist á frammistöðu liðsins, á því leikur enginn vafi. Að reka heila handboltadeild er bara hörkuvinna. Það segir sig alveg sjálft að með fleiri áhorfendum koma meiri peningar í kassann og ekki veitir af. Ég veit það ekki ná- kvæmlega hvað áhorfendum hjá okkur fjölgar mikið í úrslitakeppn- inni. Ég gætið þó skotið á að fjölg- unin næmi í kringum 30% og það hjálpar mikið í öllum rekstri deild- arinnar. Hinu má ekki heldur gleyma að með betri árangri verður auðveldara að fá auglýsingar og annað því samfara. í úrslitakeppn- inni sjá fyrirtæki að þarna er eitt- hvað í gangi og þess virði að aug- lýsa og styrkja okkur. Við eigum marga frábæra stuðningsmenn sem styrkja okkur mikið og án þeirra væri erfitt að halda starfseminni úti. Það er kostnaðarsamt að reka handknattleiksdeild á borð við KA. Við erum í þeim sporum að þiufa að leika í kringum 20 útileiki á tímabil- inu og það er gífurlega dýrt. Við stöndum í öðrum sporum en flest liðin sem aðeins þurfa að kosta 4-5 útileiki en í aðra fara leikmenn hara á einkabílum. Við eram af þessum sökum í mjög sérstöku dæmi sem kostar meiri fjárútlát. Þátttaka í Evróppukeppninni hefur enn fremur verið dýr biti fyrir okk- ur en þátttaka í henni gefur enga PústekirpiÆMU m/3ái.eáafMii ogfœráaérafría P|arðargata 11 styrki. Félögin þurfa þar ein- göngu að treysta á sína eigin buddu. Úr þvi að við förum alia leið í úrslit á íslandsmót- inu hef ég trú á því að við verðum á núllinu þegar dæmið verður gert upp. Við værum í betri málum ef við hefðum ekki verið með í Evr- ópukeppninni. Ég get ekki svarað fyrir önnur lið en við stöndum á sléttu þegar upp verður staðið en þátttakan í Evrópukeppninni tók gífur- legan toll. Stjórnarseta í handknattleiksdeild KA gef- ur manni mikið þegar vel gengur og við stefnum ávallt að að verða í fremstu röð,“ sagði Sveinn Rafnsson, vara- formaður hnadknattleiks- deildar KA. Jóhann Guðjónsson, for- maður handknattleiksdeild- ar Aftureldingar, tók undir orð Sveins og sagði að það skipti öllu máli að vera með í úrslitakeppninni og helst af öllu að komast alla leið. Tekjur í úrslitunum meiri en allan vet- urinn í deildinni „Það er ekkert launungar- mál að við hjá Aftureldingu erum að fá meira í aðgangs- eyri í úrslitakeppninni en allan vet- urinn í deildakeppninni. Það er því mikið kappsmál fyrir okkur að vera með í þessari keppni en i leiknum í Mosfellsbæ á fimmtudagskvöldið settum við met hvað áhorfenda- fjölda snertir en þá borguðu inn 1050 manns enda var húsið pakkað. Að reka handboltadeild verður alltaf barningur en handknattleiks- deildin á samt ekki við neinn skuldahala að etja. Við erum auðvit- að með okkar yfirdráttarheimild á heftinu en þetta verður alltaf bar- átta og við hjökkum í sífellu í núll- inu. í fyrra töpuðum við tveimur milljónum króna í Evrópukeppn- inni en í dag erum við búnir að vinna okkur út úr því. Liðið hefur þegar tryggt sér keppnisrétt í þá keppni en ég held að við hugsum okkar gang hvað við gerum í þeim efnum næsta haust. Að öðra leyti eru fjárhagsmál deildarinnar í þokkalegu standi. Við höfum heyrt það út í bæ að við skulduðum marg- ar miiljónir hér og þar vegna kaupa á leikmönnum undanfarin ár. Sann- leikurinn er bara sá að þetta er mesti misskilningur. í fyrra mátti sjá það í fjölmiðlum að við værum að kaupa leikmenn fyrir 1,6 milijón- ir, sem er alveg rétt, en við vorum líka á sama tíma að selja leikmenn. Jóhann Samúelsson fór til Dan- merkur og Róbert Sighvatsson til Þýskalands. Þegar öllu er á botninn hvolft erum við ekki farnir að sjá neinn hagnað í þessu. Þetta er og verður alltaf baráttan við núllið en leikirnir í úrslitakeppninni hjálpað mikið við að halda fjárhagnum i far- inu. Það verður ekki fram hjá því horft að það að reka handboltadeild er mikil vinna,“ sagði Jóhann Guð- jónsson. Vantar þig *Húshjálp *Heimilisþrif Traustur maöur og ábyggilegur. Svarþjónusta DV, sími 903-5670, tilvnr. 80831. ISPO Góöur og ódýr kostur Ispó er samskeytalaust akrýlmúrkerfi. Yfir 600 hús klædd á síðastliðn- um 14 árum. 5 ára ábyrgð. Gerum tilboð í efni og vinnu, þér að kostnaðarlausu. Múrklæöning hf. Smiðsbúð 3, 210 Garðabær Sími 656 8826 m/3áleéatteiri 9*pmam/4ah tit*ptanm/$ál. W(ptegam/3át* 18" piirn m/t ál /■fíftíMn/fit /mz hnnnv/m 1*"m/3át. ðOOkr. Wm/Sát. 900*r. li“phtam/3ál. t8Hm/3ái. tOOO*r. t0-t3april I8“piztam/3ál. tZ-kvitlbr. &21kókáaðeim 1800kr. /jtfffstMMi Í}/J Kflílftvfifi I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.