Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Qupperneq 21
LAUGARDAGUR 12. APRIL 1997 frétt/r. Fjárhagur liðanna er stöðug barátta við núllið Undanfama daga hefur staðið yfir úrslitakeppnin i handbolta. Fjölmiðlar beina að vonum spjótum sínum að þessum atburði og hafa þeir verið uppfuliir af frásögnum af leikjunum. Það vita abir, sem komið nálægt störfum í íþróttahreyfingunni, að rekst- ur hennar byggist að stórum hluta á traustum og öruggum tekjum. Að reka íþróttafélag er ekkert öðruvísi en að reka heimili. Það hlýtur því að vera lífspursmál fyrir félögin að stefha þangað sem pening- amir em og þá er að finna þegar komið er í úrslita- keppnina. Þá fyrst vaknar fyrir alvöra áhugi áhorfenda fyrir leikjunum sem eru upp á líf og dauða. Það hefur líka sýnt sig að húsfyllir hefur verið á öllum leikjum frá því í 8 liða úrslit- unum og þetta hlýtur að skipta liðin öllu máli. Það er ekki einungis í formi að- gangseyris sem tekjurnar verður meiri heldur vaknar áhugi fyrirtækja á að auglýsa á keppnisstöðum. Það er sam- an hvert litið er í þessu dæmi að fjárhagsafkoman tekur stakkaskiptum þegar liðin komast alla þessa leið í keppninni. Kvennfólkið fór heldur ekki varhluta af gífurlegum áhuga og jókst tala áhorfenda með hverj- um leik Hauka og Stjörnunnar. í síðasta leiknum, sem skar úr um hvort liðið hreppti titilinn, var hús- fyllir í Garðabæ. Þarna fékk kvennahandboltinn gífurlega góða auglýsingu sem skilar sér enn betur ef rétt verður á spilum haldið. KA og Afturelding leika um ís- landsmeistaratitilinn í karlaflokki og stendur úrslitakeppni nú sem hæst. Það hefur þvi verið í nógu að snúast hjá leikmönnum og stjómar- mönnum síðustu vikumar enda í mörg horn að líta. Tii að skyggnast örlítið inn í þennan heim handboltans lá beinast við að heyra í stjómarmönnum lið- anna sem berjast um sigurinn i deildinni. 20 útileikir á tímabilinu dýrt dæmi „Það skiptir öllu máli að komast Fréttaljós á laugardegi Jón Kristján Sigurðsson þetta langt í keppninni. Við í KA höfum verið í eldlínunni sl. þrjú ár, bæði í deildinni og í bikamum, og höfum því svolitla reynsLu í þessum málum. Við eram þvi í mjög góðri stöðu til að sjá hvað það er mikil- vægt að liðið standi sig. Afkoma deildarinnar byggist á frammistöðu liðsins, á því leikur enginn vafi. Að reka heila handboltadeild er bara hörkuvinna. Það segir sig alveg sjálft að með fleiri áhorfendum koma meiri peningar í kassann og ekki veitir af. Ég veit það ekki ná- kvæmlega hvað áhorfendum hjá okkur fjölgar mikið í úrslitakeppn- inni. Ég gætið þó skotið á að fjölg- unin næmi í kringum 30% og það hjálpar mikið í öllum rekstri deild- arinnar. Hinu má ekki heldur gleyma að með betri árangri verður auðveldara að fá auglýsingar og annað því samfara. í úrslitakeppn- inni sjá fyrirtæki að þarna er eitt- hvað í gangi og þess virði að aug- lýsa og styrkja okkur. Við eigum marga frábæra stuðningsmenn sem styrkja okkur mikið og án þeirra væri erfitt að halda starfseminni úti. Það er kostnaðarsamt að reka handknattleiksdeild á borð við KA. Við erum í þeim sporum að þiufa að leika í kringum 20 útileiki á tímabil- inu og það er gífurlega dýrt. Við stöndum í öðrum sporum en flest liðin sem aðeins þurfa að kosta 4-5 útileiki en í aðra fara leikmenn hara á einkabílum. Við eram af þessum sökum í mjög sérstöku dæmi sem kostar meiri fjárútlát. Þátttaka í Evróppukeppninni hefur enn fremur verið dýr biti fyrir okk- ur en þátttaka í henni gefur enga PústekirpiÆMU m/3ái.eáafMii ogfœráaérafría P|arðargata 11 styrki. Félögin þurfa þar ein- göngu að treysta á sína eigin buddu. Úr þvi að við förum alia leið í úrslit á íslandsmót- inu hef ég trú á því að við verðum á núllinu þegar dæmið verður gert upp. Við værum í betri málum ef við hefðum ekki verið með í Evr- ópukeppninni. Ég get ekki svarað fyrir önnur lið en við stöndum á sléttu þegar upp verður staðið en þátttakan í Evrópukeppninni tók gífur- legan toll. Stjórnarseta í handknattleiksdeild KA gef- ur manni mikið þegar vel gengur og við stefnum ávallt að að verða í fremstu röð,“ sagði Sveinn Rafnsson, vara- formaður hnadknattleiks- deildar KA. Jóhann Guðjónsson, for- maður handknattleiksdeild- ar Aftureldingar, tók undir orð Sveins og sagði að það skipti öllu máli að vera með í úrslitakeppninni og helst af öllu að komast alla leið. Tekjur í úrslitunum meiri en allan vet- urinn í deildinni „Það er ekkert launungar- mál að við hjá Aftureldingu erum að fá meira í aðgangs- eyri í úrslitakeppninni en allan vet- urinn í deildakeppninni. Það er því mikið kappsmál fyrir okkur að vera með í þessari keppni en i leiknum í Mosfellsbæ á fimmtudagskvöldið settum við met hvað áhorfenda- fjölda snertir en þá borguðu inn 1050 manns enda var húsið pakkað. Að reka handboltadeild verður alltaf barningur en handknattleiks- deildin á samt ekki við neinn skuldahala að etja. Við erum auðvit- að með okkar yfirdráttarheimild á heftinu en þetta verður alltaf bar- átta og við hjökkum í sífellu í núll- inu. í fyrra töpuðum við tveimur milljónum króna í Evrópukeppn- inni en í dag erum við búnir að vinna okkur út úr því. Liðið hefur þegar tryggt sér keppnisrétt í þá keppni en ég held að við hugsum okkar gang hvað við gerum í þeim efnum næsta haust. Að öðra leyti eru fjárhagsmál deildarinnar í þokkalegu standi. Við höfum heyrt það út í bæ að við skulduðum marg- ar miiljónir hér og þar vegna kaupa á leikmönnum undanfarin ár. Sann- leikurinn er bara sá að þetta er mesti misskilningur. í fyrra mátti sjá það í fjölmiðlum að við værum að kaupa leikmenn fyrir 1,6 milijón- ir, sem er alveg rétt, en við vorum líka á sama tíma að selja leikmenn. Jóhann Samúelsson fór til Dan- merkur og Róbert Sighvatsson til Þýskalands. Þegar öllu er á botninn hvolft erum við ekki farnir að sjá neinn hagnað í þessu. Þetta er og verður alltaf baráttan við núllið en leikirnir í úrslitakeppninni hjálpað mikið við að halda fjárhagnum i far- inu. Það verður ekki fram hjá því horft að það að reka handboltadeild er mikil vinna,“ sagði Jóhann Guð- jónsson. Vantar þig *Húshjálp *Heimilisþrif Traustur maöur og ábyggilegur. Svarþjónusta DV, sími 903-5670, tilvnr. 80831. ISPO Góöur og ódýr kostur Ispó er samskeytalaust akrýlmúrkerfi. Yfir 600 hús klædd á síðastliðn- um 14 árum. 5 ára ábyrgð. Gerum tilboð í efni og vinnu, þér að kostnaðarlausu. Múrklæöning hf. Smiðsbúð 3, 210 Garðabær Sími 656 8826 m/3áleéatteiri 9*pmam/4ah tit*ptanm/$ál. W(ptegam/3át* 18" piirn m/t ál /■fíftíMn/fit /mz hnnnv/m 1*"m/3át. ðOOkr. Wm/Sát. 900*r. li“phtam/3ál. t8Hm/3ái. tOOO*r. t0-t3april I8“piztam/3ál. tZ-kvitlbr. &21kókáaðeim 1800kr. /jtfffstMMi Í}/J Kflílftvfifi I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.