Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1997, Síða 27
LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 27 Itlönd José Ramos-Horta, leiötogi sjálfstæöissinna á Austur-Tímor, gistir ísland fram á þriöjudag. Símamynd Reuter Friðarverðlaunahafi Nóbels, José Ramos-Horta, til Islands í dag: Sterkur karakter en Ijúfur og hógvær José Ramos-Horta, friðarverð- launahaíl Nóbels og leiðtogi sjáif- stæðissinna á Austur-Timor, kemur til landsins í dag í boði Mannrétt- indaskrifstofu íslands. Hann verður gestur á opnum fundi í Norræna húsinu í fyrramálið þar sem hann mun kynna mannréttindabaráttu landa sinna en þeir hafa mátt sæta miklu harðræði af völdum stjóm- valda í Indónesíu sem lögðu Austur- Tímor undir sig fyrir rúmum tutt- ugu árum. Ramos-Horta deildi nóbelsverð- laununum með Carlosi Belo, bisk- upi rómversk-kaþólskra í Dili, höf- uðborg Austur-Timor. í framvarðasveit mann- ráttindafrömuða Ágúst Þór Ámason, fram- kvæmdastjóri Mannréttindaskrif- stofu islands, kynntist Ramos-Horta árið 1993 og segir hann vera í fram- varðasveit þeirra sem berjast fyrir mannréttindum í heiminum. „Hann er óvenjusterkur karakter en um leið mjög ljúfur og hógvær. Hann á auðvelt með að gera manni ljóst ástand mála, án nokkurs of- fors,“ segir Ágúst Þór í viðtali við DV. Ramos-Horta hefur dvaliö í útlegð í á þriðja áratug og barist fyrir rétt- indum Austur-Tímorbúa allan þann tíma, hvort sem honum hefur líkað betur eða verr. „Menn eiga ekki margra kosta völ þegar þeir eru erlendis og reyna að vinna gegn óheillaþróun heima fyr- ir. Menn verða útlagar við þær kringumstæður," segir Ágúst Þór Árnason. „Fyrir menn með sterka siðgæðisvitund er ekki önnur leið en að halda baráttunni áfram.“ Á meðan á íslandsdvölinni stend- ur mun Ramos-Horta ræða við nokkra helstu ráðamenn landsins. Hann hittir utanríkisráðherra, for- „Við teljum að pyntingamennirn- ir hafi sjálfir tekið myndbandið og að einn þeirra hafi síðan selt það,“ sagði Ramos-Horta. Skemmtilegra að leika sár við börnin í viðtali sem blaðamaður norska blaðsins Verdens Gang tók við Ramos-Horta i tilefni afhendingar nóbelsverðlaunanna í desember sið- astliðnum, segir mannréttindafröm- uðurinn að hann hati stjómmál, í þeim skilningi að hann vildi ekki vera atvinnustjórnmálamaður. „Ég hefði aldrei getað orðið þingmaður," segir Ramos-Horta í viðtalinu. „Ef ég á að vera alveg hreinskil- inn, þá er ég enginn stjómmálamað- ur.“ Hann vildi miklu heldur vera að Erlent fréttaljós á laugardegi leika sér með litlum frændum sín- um og frænkum sem era tveggja og þriggja ára. „Ég er með þeim í hvert skipti sem ég á frí.“ Sjálfur á Ramos-Horta einn son með eiginkonu sinni sem er lög- fræðingur. Sonurinn er á nítjánda ári og heitir Lorosae. „Ég var pabbi í fullu starfi frá því hann var sex mánaða og þar til hann varð fjög- urra ára af því að móðir hans var við nám. Ég kunni afskaplega vel við að leika við hann og vera með honurn," segir hann. José Ramos-Horta er fæddur árið 1949, af portúgölsku og tímorsku bergi brotinn. Hann fór ungur að vinna fyrir sér sem blaðamaður og varð virkur í frelsisbaráttu Austur- Tímor sem þá var portúgölsk ný- lenda og hafði verið um aldaraðir. mannréttindum í heimalandi sínu. Hann á heimili í Sydney í Ástralíu þar sem hann starfrækir mannrétt- indastofnun sem fylgist grannt með ástandi mála á Austur-Tímor. Fjölskylda Ramos-Horta hefur þurft að gjalda frelsisbaráttuna í heimalandinu dýru verði. Systir hans, Maria Hortencia, týndi lífl í eldflaugaárás indónesíska hersins á þorp hennar. Guillermo bróðir hans lést ásamt hundraöum annarra í þyrluárás á þorpið þar sem hann bjó og enginn veit hvar hann er grafinn. Tveir bræður hans til við- bótar hafa einnig verið drepnir. Nuno var skotinn með M16 riffli og Antonio var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést þremur dögum síðar á dularfullan hátt. Ramos-Horta tel- ur víst að eitrað hafl verið fyrir hann. „Við sem voram svo mörg. Húsið okkar var iðandi af lífi. Sex systkini í baráttunni. En núna erum við bara tveir bræður eftir,“ segir Ramos- Horta í viðtali við kanadíska blaðið Vancouver Sun. Byggt á Reuter, NTB, VG, Vancouver Sun o.fl. / / ' Hún valdi skartgrípi frá Silfurbúðinni /Q) SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þar fcerðu gjöfina - svn KYNNIR: WHITAKER seta íslands, forseta Alþingis og ut- anrikismálanefnd- Myndir af pyntingum Austur-Tímor er eystri helming- ur eyjarinnar Timor og liggur á milli Indónesiu og Papúa Nýju- Gíneu, austarlega í eyjaklasanum sem skilur að Austur-Asíu og Ástr- alíu. Friðarverðlaunahafinn kemur hingað frá Lundúnum þar sem hann sat ráðstefnu um minnihlutahópa. Fyrr í vikunni var hann í Genf þar sem hann flutti ræðu á fundi mann- réttindanefndar Sameinuðu þjóð- anna. Þar sýndi hann fréttamönn- um m.a. myndband þar sem sjá má ljósmyndir af mönnum sem hafa verið pyntaðir á hroðalegan hátt af útsendurum indónesískra stjórn- valda. Indónesíustjórn segir mynd- bandið falsað en Ramos-Horta segir það ósvikið og að menn úr mann- réttindanefnd SÞ hefðu einnig séð það. Árið 1970 var hann dæmdur í tveggja ára útlegð fyrir að gagnrýna nýlenduherrana. Árið 1974 tók hann þátt í að stofna undanfara hinnar róttæku frelsishreyfingar Fretilin sem lýsti yfir sjálfstæði Austur- Tímor þann 28. nóvember 1975. Ramos-Horta varð utanríkisráð- herra nýrrar stjómar landsins. Hann sat þó ekki lengi á þeim ráð- herrastóli þar sem indónesíski her- inn gerði innrás í landið rúmri viku síðar, eða þann 7. desember. Talið er að um þriðjungur ibúa Austur- Tímor hafi verið drepinn á þeim tæpu 22 árum sem liðin era frá inn- rásinni. Þá voru íbúar landsins um 700 þúsund. Missti bræður og systur í baráttunni Allt frá því innrásin var gerð hef- ur Ramos-Horta ferðast vítt og breitt um heiminn og verið óþreyt- andi baráttumaður fyrir frelsi og Svarið fæst í beinni útsendingu á Sýn. Einn stærsti viðburður síðustu ára í boxheiminum. Hinn fjallmyndarlegi Oscar De La Hoya færir sig upp um þyngdarflokk og skorar á Pernell Whitaker, handhafa eftirsóttasta titils hnefaleikaíþróttarinnar „The Pound For Pound Champion". Meistari meistaranna, Whitaker, leggur titilinn að veði í þessum bardaga. LAUGARDAGSKVÖLDID 12. APRÍL KL: 00:55 Á SÝN H Tæknival svn COMPAO. -slccr öllum við

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.