Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1997, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997
Fréttir
Óánægja innan Garöasóknar vegna kjörs sóknarprests:
Sóknarbörn vilja
almenna kosningu
„Ég myndi styðja að það væri
eðlilegt hlutfall á milli sóknar-
nefndanna þriggja. Það er alveg
ljóst að Garðbæingar ráða of litlu
miðað við mannfjölda," segir HUm-
ar E. Guðjónsson, sóknamefndar-
maður í Garðasókn, um prests-
kosningar sem fram fóru um helg-
ina þar sem séra Bjarni Karlsson,
sóknarprestur í Vestmannaeyjum,
fékk stuðning meirihluta þeirra
þriggja sóknarnefnda sem starfa í
prestakaUinu. Sóknarbörn í Garða-
bæ eru nú að safna undirskriftum
í því skyni að knýja
fram almennar kosning-
ar. TU þess að það takist
þurfa 25 prósent sóknar-
barna að skrifa undir
áskorun.
Sóknamefndir
Kálfatjamarsóknar,
Garðasóknar og Bessa-
staðasóknar völdu sér
sóknarprest. Um 80 pró-
sent af heUdarmann-
fjölda í sóknunum þrem-
ur býr í Garðasókn sem
Séra Bjarni Karlsson
fékk flest atkvæði.
þó ræður aðeins 14
sóknamefndarmönn-
um af 34. Hinar tvær
sóknirnar ráða 10
mönnum hvor. Kosn-
ing meðal sóknar-
nefndanna var leynU-
eg en þar fékk Bjarni
17 atkvæði en Örn
Bárður Jónsson að-
eins 11 atkvæði. Mik-
U óánægja er í
Garðabæ vegna kjörs
séra Bjarna og studdi
hluti sóknarnefndar Garðapresta-
kalls séra Örn Bárð sem sókn-
arprest. Samkvæmt heimUdum DV
skipulögðu Garðbæingar ekki
stuðning við séra Öm Bárð en aft-
ur á móti telja heimUdarmenn DV
að hinar sóknamefndirnar tvær
hafi sammælst um að styðja séra
Bjama. „Það er greinUegt á þess-
um úrslitum að fólk var búið að
stUla sig inn á stuðning við séra
Bjarna,“ sagði sóknarnefndarmað-
ur sem DV ræddi við í gær.
-rt
Braut af sér meðan hann beið dóms:
Ofbeldismaður slepp-
ur við fangelsi
Tveir liðlega tvítugir Borgnesing-
ar, sem seint á síðasta ári vom
dæmdir tU fangelsisrefsinga, þar af
annar fyrir að valda tólf manns lík-
amsmeiðingum, hafa nú aftur verið
dæmdir fyrir fleiri líkamsárásir,
nauðung, húsbrot, þjófnaði og
Ueira. „Nýju brotin" frömdu menn-
imir ýmist á meðan þeir biðu dóms
í október sl. eða á meðan þeir biðu
afplánunar.
Olli 12 manns líkamstjóni
Fyrri dómurinn var kveðinn upp
í október. Þá var annar maðurinn,
Björgvin Sigursteinsson, dæmdur í
12 mánaða fangelsi, þar af 9 skil-
orðsbundna, fyrir það að valda 12
manns líkamsmeiðingum - nef-
brjóta tvo menn, veita tveimur öðr-
um áverka með byssuskefti og
verða valdur að umferðarslysi þar
sem 7 manns slösuðust, sumir al-
varlega. Hann var auk þess dæmdur
fyrir að hafa í félagi við Kjartan
Hauksson svipt ungan mann frelsi
sínu með því að „ræna“ honum,
misþyrma og niðurlægja í bíl.
Kjartan var auk síðasttalda brots-
ins með Björgvini dæmdur fyrir lík-
amsárás, eignaspjöll og ölvun-
arakstur. Fyrir þau brot fékk hann
9 mánaða fangelsi en 6 mánuði skil-
orðsbundna.
Brettu upp ermar á ný
Mennimir hafa nú báðir afþlánað
refsingar dómsins frá því í haust -
3ja mánaða fangelsi. En þeir sátu
ekki auðum höndum á meðan dóms
var beðið í október og eftir að hann
var kveðinn upp, þ.e. fyrir afplán-
un.
Kjartan hefur nú aftur verið
dæmdur í 3ja mánaða óskilorðs-
bundið fangelsi að auki fyrir hús-
brot og þjófnað með þvi að ryðjast
tvisvar í heimildarleysi inn í íbúð
þar sem hann sló eign sinni á pen-
inga, fyrir að hafa „rænt“ í félagi
við annan mann tveimur 14 ára pilt-
um inn í bíl og ekið með þá á brott
og hrætt þá, fyrir ölvunarakstur og
fleira. í nýja dóminum er Kjartan
einnig dæmdur í 6 mánaða skilorðs-
bundið fangelsi.
Hvernig má þaö vera?
Hin nýju brot Björgvins eru fram-
in um svipað leyti og „ný brot“
Kjartans en hann sleppur hins veg-
ar mun betur vegna þeirrar dóma-
framkvæmdar sem hér ríkir. Björg-
vin braut af sér á ný á meðan októ-
berdómsins var beðið. Þá veitti
hann karlmanni margsinnis hnefa-
högg í andlit sem höfðu ýmis meiðsl
í för með sér auk þess sem tönn
brotnaði. Hann skemmdi einnig bíl
með því að berja með barefli á þak
hans.
Þótt ótrúlegt megi virðast náði
Björgvin að sleppa fyrir hom með
því að brjóta af sér áður en október-
dómurinn var kveðinn upp. Dóma-
framkvæmd gerir nefnilega ráð fyr-
ir að ítrekunaráhrif gildi ekki fyrr
en eftir að dómar hafa verið upp
kveðnir - en ekki fyrir uppkvaðn-
ingu. Vegna þessa slapp Björgvin
því með aðra 3 mánaða refsingu fyr-
ir „nýju brotin" en hún er algjör-
lega skilorðsbundin. Hefði hann
brotið af sér eftir dóminn, eins og
Kjartan gerði, hefði refsingin með
öðrum orðum orðið óskilorðsbund-
in. Hvað sem því líður hefur Björg-
vin nú verið dæmdur í samtals 12
mánaða skilorðsbundið fangelsi -
„októberskilorðinu" hefur nú verið
bætt við nýja dóminn. Björgvin er
þvi laus úr afþlánun en Kjartan
verður næstu þrjá mánuðina i fang-
elsi.
-Ótt
Bjarni Friöriksson júdókappi
segist fullyröa aö engir sterar
séu meðal júdómanna á íslandi.
Engir
sterar hjá
júdómönnum
- segir Bjarni Friðriksson
„Ég kannast við þennan pilt.
Hann æfði um tíma júdó og
keppti i einu móti mér vitandi.
Hann hefúr ekkert stundað
íþróttina síðan 1995 og ég er mjög
ósáttur við að hann skuli vera
tengdur við júdó. Ég get fullyrt
að það eru engir sterar meðal
júdómanna hér á landi. íþróttin
gengur fyrst og fremst út á tækni
en ekki styrk og menn gætu ekk-
ert í íþróttinni ef þeir notuöu
stera,“ segir Bjami Friðriksson
júdómaður.
Eins og kom fram í DV í gær
var 22 ára gamall maður hand-
tekinn á flugvellinum í Glasgow
fyrir að reyna að smygla mjög
miklu af sterum til íslands. Mað-
urinn æfði og keppti í júdó á ár-
unum 1994 og 1995.
Tvær sendingar af sterum
voru stöðvaðar af tollvörðum á
Keflavíkurflugvelli á sl. hálfu ári.
Tveir menn voru handteknir með
sterana og æfðu þeir báðir kraft-
lyftingar. Þá var frjálsíþrótta-
maður dæmdur í keppnisbann sl.
sumar þegar steranotkun hans
komst upp.
Mjög slæmt
„Það er auövitað slæmt þegar
maður tengdur íþróttum er stað-
inn að svona ólöglegu atviki. Það
setur svartan blett á íþróttahreyf-
inguna í heild þegar svona ger-
ist,“ segir Bjarni. -RR
Dagfari
Græddur er geymdur eyrir
íslendingar eru löghlýðið fólk.
Þannig hafa þeir borgað möglunar-
laust í lífeyrissjóði verkalýðsfélag-
anna í áratugi undir þeim for-
merkjum að þeir séu að tryggja sig
til elliáranna og eftirlauna. í jafn
fángan tíma hefur þeim þó verið
ljóst að eftirlaunin eru klipin við
nögl og reyndar var það svo um
árabil að lífeyririnn brann upp í
verðbólgunni og verðgildi þeirra
skylduafborgana sem sjóðfélagar
inntu af hendi breyttist úr krónu í
eyri þegar best lét. Það var ekkert
lát á verðfallinu en lögin og verka-
lýðsfélögin og hinir ábyrgu máttar-
/étólpar þjóðfélagsins niðri á Al-
þingi og í öðrum valdstólum töldu
samt að það væri launþegum fyrir
bestu að láta fólk borga í lífeyris-
sjóðina enda fólkinu ekki
treystandi fyrir sínum eigin hag og
velferð.
Opinberir starfsmenn nutu hins
vegar þeirra sérréttinda að sjóðir
þeirra voru verðtryggðir í krafti
ríkisábyrgðar enda var svo komið
að ríkissjóður var nánast gjald-
þrota ef hann hefði þurft að standa
við skuldbindingar sínar. Allt var
þetta kerfi til mikillar fyrirmyndar
og fest í sessi í þágu almennings
sem ýmist tapaði langmestu af
skylduspamaði sínum í hinum al-
mennu sjóðum eða stóð undir óyf-
irstíganlegum fjárkröfum úr hönd-
um hinna opinberu sjóða, sem
skattborgarar.
Svo runnu upp þeir tímar að
verðbólgan hjaðnaði og hið marg-
fræga frelsi á peningamarkaðnum
sá dagsins ljós. Loksins hafði hinn
almenni launamaður möguleika á
að velja á milli sparileiða, ýmist í
formi ríkisskuldabréfa, verðbréfa,
hlutabréfakaupa eða mismunandi
kjara á hinum almenna vaxta-
markaði bankanna. Frelsið til að
ávaxta fé sitt var að því leyti ógn-
un við gömlu góðu lífeyrissjóðina
að þeir voru ekki lengur einir um
hituna i spamaðinum og það sem
verra var fyrir sjóðstjórnirnar, það
voru betri kjör í boði.
Nú vom góð ráð dýr og þar að
auki fréttist það inn í karphúsið
þegar aðilar vinnumarkaðarins
voru að semja um kaupið og kjörin
að ríkisstjórnin hygðist leggja fram
frumvarp á Alþingi og rýmka
heimildir fólks til að velja sér
sparileiðir. Það átti sem sagt að
gefa fólki kost á að draga úr
skylduiðgjöldum til gömlu lífeyris-
sjóðanna og leyfa fólki að ráða því
sjálft hvar það ávaxtaði peningana
sína til elliáranna. Þessu mótmælti
verkalýðsforystan einum rómi. Það
var aðför að hagsmunum umbjóð-
enda þeirra að leyfa þeim sjálfum
að ákveða hvemig þeir spömðu.
Verkalýðsforingjamir vita sem er
að fólkið þeirra er ekki fært um
það. Og það sem var öllu verra,
sjóðinnstæðumar mundu minnka,
völd sjóðstjóma og um leið verka-
lýðsfoingja rýrna og fólk færi allt i
einu að leita til séreignasjóða og fá
hugsanlega meira fyrir spariféð
sitt.
Þetta mátti ekki gerast og ríkis-
stjórn Davíðs Oddssonar dró hug-
myndir sínar strax til baka og
féúst á þau rök verkalýðsfélaganna
að fólki væri ekki treystandi íyrir
sparifé sínu. Það skyldi áfram
borga skylduiðgjöldin að fullu. Það
skyldi áfram afsala sér umráðum
yfir sparifé sínu til ábyrgra og ráð-
settra verkalýðsforingja. Þjóðin
hefur tapað ómældum milljörðum
á þessu trausta lífeyriskerfi. En
hún skal fá að tapa áfram. Hags-
munir hins óbreytta launamanns
krefjast þess. Dagfari