Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1997, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1997, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 Sagan um sorpið Árið 1946 birtist grein eftir Guðmund Hannesson prófessor í tímaritinu Heilbrigt líf. Sagan um sorpið nefnir Guðmundur grein sína og fjallar hann um fortíð og samtíð í sorphirðumál- um. Guðmundur er líka að gera 1 sér grein fyrir framtíðinni um sorphirðumál í höfuðstaðnum og er framsýnn: „Það gæti, ef til vili, komið til tals að hafa sérstök ílát fyrir matarleifar og önnur fyrir pappír. Þetta er gert sums stað- ar erlendis. Pappírinn er þá seldur en svín alin á matarleif- unum, sem eru þá matreiddar á sérstakan hátt, svo að þær séu lausar við sóttnæmi. Hvað á að gera við sorpið? í öllum borgum er ráðið fram úr þessu með sorptunnum og sorpkössum sem fylgja hverju húsi. Þeir eru gerðir úr vænu galvaníseruðu járni, eru með þéttu innfelldu loki, um 4 teng- ingsfet að stærð, ýmist ferkant- aðir eða sívalir og með tveimur handföngum, sínu hvorum meg- in. Tveir menn bera þá létti- lega. Hvar á tunnan að standa? Hún (tunnan) má ekki bjóða gestum við framhlið hússins og hvergi standa undir glugga, sem stendur við og við opinn, vegna flugna og fýlu, sérstak- lega í hitatíð. Oftast er góður staður vandfundinn, því að helst má enginn sjá hana. Manni dettur þá óðara í hug innihaldið og fýlan, flugur og annar óþverri. 1 Flutningur sorpsins Ef við lítum t.d. á flutning sorpsins úr sorpílátinu og út í fLutningsvagninn á götunni þá gekk hann til skamms tíma þannig i Reykjavík að- sorpinu var mokað úr tunnunum í bala og það borið í honum út í vagninn. Þetta var seinlegt og óþrifalegt. I þurrki og hvass- viðri rykaðist sorpið upp en í frostum fraus það í tunnunni og varö þá að pjakka það úr henni með skóflu. Þetta fór að sjálfsögðu illa með sinkhúð- ina. Þá vildi og sorpið rykast upp þegar því var hvolft á vagninn. Sorpið borið í inn Nokkur bót var ráðin á þessu þegar hætt var að moka úr sorptunnunum og þær voru bornar á smábörum út að vagn- inum og steypt úr þeim þar. Þó var þetta ekki alls kostar þrifa- legt og nokkur upprykun fylgdi þessum vinnubrögðum. Erlend- is hefur verið reynt að komast hjá henni með því að hafa allar tunnurnar af sömu gerð og stærð, vagninn yfirbyggðan með opum á þakinu, sem tunn- urnar falla i. Þetta minnkaði Irykið en það var erfitt aö lyfta þungum tunnum og stundum var því lítil lyfta á vagninum til þess að lyfta þeim upp.“ Sorpstöðvar þær, sem Reykvíkingar nota nú, virðast heppilega valdar, og er sorpið notað til þess aö fylla mikla lægð milli Seltjarnarness og Reykjavikur. Þar hefur orðið svo mikið landsig, að ekki var annað sýnna en aö Seltjarnarnesið slitnaði frá bænum og yrði að eyju. -jáhj mmmmií—mmmmmmmmm JfJdJi/aj'iLiJ- Sorptæknar en ekki öskukallar „Við lögðum á okkur þjóðarsátt- ina og héldum launakröfum niðri. Því héldum við að við fengjum eitt- hvað í nýju kjarasamningunum en það var aldeilis ekki. Ég ætla að fella samningana því ég bjóst við meiru,“ segir Gísli Ivar Jóhannes- son, sorphreinsimaður hjá Reykja- víkurborg, en hann hefur verið í starfinu síðan 1985. „Við erum sorptæknar en ekki öskukallar," segir Ingibergur Vig- stóru járntunnunum var skipt út fyrir léttar plasttunnur á hjól- um. -jáhj Ingibergur og Gísli draga tunnurnar þvert yfir Njarðargötuna í átt að bilnum sem lagt er á Nönnugötu. fússon og hlær. Hann hóf störf i sorphreinsideild Reykjavíkurborgar 1981. Aðspurður um vinnuna segir hann að hún sé ágæt. „Við erum í ákvæðisvinnu sem þýðir að við höldum mjög stíft áfram því okkur er ætlað að skila ákveðnu verki yfir daginn. Það gengur venjulega vel en er erfiðara á veturna þegar snjór er mikill. Fólk er ekki duglegt að moka frá tunn- unum,“ segir Ingibergur. íbúar borgarinnar setja alls konar hluti í ruslið sem ekki á heima í fotunum. Verst þykir þeim að fá stál og grjót í tunn- urnar. Þeir félagar eru s a m m á 1 a um að mikl- ar breyting- ar hafi orðið á sorphirð- unni þegar trillunum „Ég ætia að greiða atkvæði gegn samningunum," segir og gömlu Gísli ívar. Hvað er öskukall að vilja í bíó? - hugsaði fólk og fitjaði upp á trýnið Reynir Árnason hefur verið í öskunni frá árinu 1976. DV-myndir Brynjar Gauti meiri áhuga á að vera áfram at- vinnulausir," segir Reynir. „Skólakrakkar, sem á annað borð sækjast eftir þvi að komast í „ösk- una“, vilja vinna og þeir bæta við okkar reynslu en kallar á okkar aldri hafa ekkert að bjóða sem við ekki þekkjum." Reynir er spurður að þvi hvort þeir verði fyrir andúð af því að þeir vinni við að safna ruslinu frá okkur hinum. „Fyrst þegar ég byrjaði í þessu mátti ég ekki fara í bíó án þess að fitjað væri upp á trýnið og galað hvað öskukall væri að flækjast i bíó. Þetta hefur breyst til batnaðar en það kemur fyrir að fullorðið fólk haldi fyrir nefið þegar það gengur fram hjá okkur með tunnurnar,“ segir Reynir hlæjandi og segist skilja að krakkar sýni einhverja svona stæla en ekki fullorðið fólk. Að sögn Reynis er færra fólk á götunum i Þingholtunum en í nýju hverfunum og hending að hitta á „framleiðendur ruslsins". „Fólk er enn að setja rusl í sorptunnurnar sem ekki á heima þar heldur á að fara á gámastöðvarnar. Þar má nefha dagblöðin en við öm- umst ekki við þeim en það fer í verra þegar það setur steypustykki og járnarusl í tunnurnar. Slikt getur hreinlega eyðilagt bílinn. Við eigum að skilja all- ar tunnur eftir sem innihalda slíkt drasl,“ segir Reyn- ir. -jáhj Það vekur athygli að menn í þess- um vinnuflokki hafa langan starfs- aldur hjá sorphreinsideild Reykja- víkurborgar. Reynir Ámason, sem hefur verið i sorphreinsun frá árinu 1976, segir að það sé vegna þess að laun sorphreinsimanna séu með þeim bestu sem ófaglærðir verka- menn eigi kost á hjá borginni. „Menn endast vel í þessu starfi vegna launanna. Síðan er hreyfing- in af hinu góða og því eldumst við vel,“ segir hann og hlær. „Eftir að nýju tunnurnar komu hefur starfið orðið léttara því hinar vora svo geysilega þungar og erfiðar." í þessum töluðu orðum minnast Gísli og Ingimundur gamals félaga sem vann fram á sjötugsaldur og var alltaf frískur og vel á sig kom- inn. Það þakka þeir hreyfingunni. Aðspurður segir Reynir að starfið geti verið skemmtilegt. „Á sumrin tökum við skólakrakk- ana inn og það er mjög gott því þeim fylgir nýr og ferskur andi. Hins veg£ fylgdu því bara leiðindi þegar teknir voru menn af atvinnu- leysisskrá inn í flokkana. Slík- ir menn höfðu í flestum tilfell- Þórir Geirmundsson sorpbílstjóri fylgist vel með umferöinni og sínum köll- um sem draga tunnurnar aö bílnum. Göturnar í gamla bænum em erfiðar - segir Þórir Geirmundsson sorpbílstjóri I hverjum sorphirðuflokki eru Qórir til fimm menn með bílstjór- anum sem er flokksstjóri. Þeir hirða sorp frá ákveðnum svæðum og flokkurinn sem DV spjallaði við sér um hluta Þingholta, frá Hringbraut að Skólavörðuholti. Þeir sinna alltaf sama svæðinu viku eftir viku allt árið um kring. Þórir Geirmundsson hefur ekið sorp- bíl frá árinu 1963 og í ýmsum hverfum borgarinnar. Hann segir að gömlu hverfm i borginni séu sorphirðumönn- unum erfið og bílstjóranum líka. „Göturnar í gamla bænum eru þröngar, erfitt að aka um þær og enn erfiðara að finna hentugan stað til að stöðva bílinn," segir hann og sorphirðumennirnir taka undir þetta og segja brosandi að í gömlu hverfunum hafi ekki verið gert ráð fyrir sorptunnum og öskuköllum. Þórir segir að það sé liðin tíð að krakkar hlaupi á eftir bílnum og hrópi „öskubíllinn, öskubíllinn". Núna séu flestir krakkar á afgirtum lóðum og fáir á götunni. „Það er helst í nýju og bammörgu hverfunum að krakkarnir hlaupa á eftir okkur.“ -jáhj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.