Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1997, Blaðsíða 36
FRÉTTASKOTID
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Frjálst,óháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997
Eldsvoði í Eyjafirði:
Á fjórða tug
nautgripa
1 drápust
DV, Akureyri:
Hún var óhugnanleg aðkoman í
fjósinu að bænum Leyningi í Eyja-
fjarðarsveit í nótt en elds varð
vart þar í fjósinu og áföstu mjólk-
urhúsi á fimmta tímanum. Það
var húsfreyjan á bænum sem
vaknaði og varð eldsins vör en
fjósið er í um 50 metra fjarlægð
frá bænum. Strax var kallað eftir
aðstoð slökkviliðs frá Akureyri og
hjónin á hænum fóru að huga að
nautgripum í fjósinu sem reynd-
ust allir dauðir á básum sínum.
í flósinu voru 23 mjólkurkýr, 5
< *geldneyti og 6 kálfar og var ljóst af
ummerkjum að dauðastríð dýr-
anna hafði verið óhugnanlegt. Þau
virðast hafa drepist af hita og við
að fá yfir sig brennandi hluti úr
þaki fjóssins. Kviður sumra þeirra
var sprunginn og ljóst af aðkom-
unni að þau hafa beðið kvalafull-
an dauðdaga.
Slökkvilið Akureyrar kom fljót-
lega á vettvang en Leyningur er í
tæplega 50 km fjarlægð frá Akur-
eyri. Þá hafði reyndar horist að-
stoð nágranna og slökkviliðs í
'"sveitinni sem hafði yfir að ráða
einni dælu. Með harðfylgi tókst að
varna því að eldurinn kæmist í
áfasta hlöðu og fjárhús.
Húsráðendur í Leyningi treystu
sér ekki til að ræða við fjölmiðla í
morgun en líklegast er talið að eld-
urinn hafi komið upp í mjólkur-
húsinu og borist þaðan eftir lofti
fjóssins sem er mjög illa farið. -gk
Hveragerði:
Tveir slösuðust
í árekstri
Mjög harður árekstur varð í Hvera-
n"erði í gærkvöld. Sendibifreið var á
;ið út úr bilastæði hjá Blómaborg og
beygði til suðurs. Þá kom fólksbifreið,
sem ekið var á mjög miklum hraða, í
norðurátt og lenti hún harkalega á
sendibílnum.
Ökumaður og farþegi úr sendibíln-
um slösuðust og voru fluttir á sjúkra-
hús á Selfossi. Meiðsl þeirra eru ekki
talin alvarleg. Ökumaður fólksbílsins
slapp svo til ómeiddur. Hann hefúr oft
komið viö sögu lögreglu, sérstaklega
vegna hraðaksturs. Báðir bílamir eru
mikið skemmdir. -RR
Lýst eftir konu
Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir
Sigrúnu Kristinsdóttur, 24 ára gam-
r:agjli mállausri konu, sem hvarf á
töstudag. Ekkert hefur spurst til
konunnar síðan. -RR
28 og 29 ára karlmenn nú í haldi vegna ránsins á Suðurlandsbraut í gær:
Ræningjarnir reyndu að
rota peningasendilinn
- náðu samtals 7-8 milljónum króna, þar af tæpum 4 milljónum í reiðufé
Samkvæmt upplýsingum DV
náðu ræningjarnir á Suðurlands-
braut í gær 7-8 milljónum króna,
þar af tæplega 4 milljónum í
reiðufé. 28 ára karlmaður var
handtekinn í Grafarvogi í nótt
grtmaður um aðild að ráninu og
eru þá tveir af þremur grunuðum
nú í haldi.
Maður sem var handtekinn í
Brautarholti í gærmorgun vegna
ránsins er 29 ára og var hann
dæmdur í þriggja og hálfs árs
fangelsi í Hæstarétti í janúar
vegna smygls á tæpu einu kílói af
amfetamíni í mörgæsarstyttu árið
1995. Ekki liggur ljóst fyrir hvers
vegna hann hefur ekki hafið af-
plánun.
Starfsmaður 10-11, sem var
rændur í gær, var margbarinn
þegar tveir ræningjar réðust á
hann í gærmorgun. Ræningjarnfr
voru greinilega að reyna að rota
hann til að hann gæti ekki veitt
þeim eftirfor.
Maðurinn fór á sjúkrahús í gær
eftir ránið enda var hann beittur
miklu ofbeldi - hann fékk þó að
fara heim að lokinni aðhlynningu.
Ljóst þykir að ef hann hefði ekki
verið eins vel á sig kominn líkam-
lega og raun ber vitni hefði senni-
lega farið verr en ella.
Hann var á leið að skrifstofu 10-
11 að Suðurlandsbraut 48 með
uppgjör úr versluninni í Glæsibæ
þegar ránið átti sér stað. Ræningj-
amir biðu eftir honum á þriðju
hæð hússins og stukku að honum
í stiganum fyrir neðan og hófu að
Mörgæsin er í vörslu fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík en hún var notuð til aö smygla amfetamíninui til
landsins síðla árs 1995. Þessi mynd var tekin í gær. DV-mynd ÞÖK
beita hann miklum barsmíðum.
Létu þeir höggin stöðugt dynja á
hnakka hans til að reyna að rota
hann. Honum tókst hins vegar að
standa orrahríðina af sér enda er
hann vel á sig kominn. Hann
meiddist einnig á brjósti en var
mjög vankaður eftir höfuðhöggin.
Atburðarásins var síðan mjög
hröð eins og fram kemur í viðtöl-
um DV í dag á bls. 2 við mennina
sem óku ræningjana uppi.
Hinir grunuðu ræningjar fóm
inn í brúna Mazda-bifreið með
númerinu R-80180. Lögreglan
handtók eiganda hennar í Braut-
arholti 4 tveimur klukkustundum
síðar, 29 ára karlmann. Hann var
dæmdur í þriggja og hálfs árs
fangelsi í Hæstarétti i janúar.
Dóminn fékk hann fyrir að senda
tæpt kíló af amfetamíni til íslands
í mörgæsarstyttu síðla árs 1995.
Hann sendi síðan mann fýrir sig
til að vitja efnanna á Tollpóststof-
unni en sá var handtekinn. Mað-
urinn viðurkenndi síðan að hafa
ætlað amfetamínið, sem var að
söluandvirði 7-8 milljónir króna,
til sölu hérlendis. -Ótt
Everestfararnir:
Aftur í grunnbúðir
íslensku Everestfaramir fá nú
nokkurra daga hvíld eftir
erfiðleika og áfóll síðustu daga.
Litlu munaði að illa færi þegar
tjaldið þeirra brann að mestu
vegna gassprengingar í fyrrinótt.
Þeim tókst að forða sér út úr tjald-
inu og sluppu með að hár Hall-
gríms Harðarsonar sviðnaði. ís-
lendingamir notuðu restina af
tjaldinu en urðu að mestu að sofa
VE R
■11
úti undir bemm himni i um 20
gráða frosti og töluverðum vindi.
Hópurinn var í 6.100 metra hæð
i fyrrinótt og hélt síðan í gær upp
í það sem þeir kalla búðir 2, í um
6.500 metra hæð. í dag var stefnan
sett á að fara niður í grunnbúðir
(5.300 metrar) til þess að hvíla sig í
nokkra daga fyrir frekari átök. Þar
er nóg til af aukabúnaði. Um þijár
vikur era i það enn að reynt verð-
m- við tindinn en DV mun segja
reglulegar fréttir af
fjallamönnunum nú þegar
lokaspretturinn er að heíjast. -sv
Talsverð jarð-
skjálftavirkni
„Það er talsverð virkni enn í
gangi við Ölkelduháls norðan
Hveragerðis. Stærstu skjálftarnir
hafa í gærkvöld og í nótt verið um
1,5 á Richterkvarða. Frá miðnætti
hafa verið mn hundrað skjálftar á
svæðinu. Þetta getur færst í auk-
ana á ný, það er alveg ljóst, en við
fylgjumst vel með þessu ,“ sagði
Barði Þorkelsson, jarðfræðingur á
Veðurstofu íslands, við DV í morg-
un aðspurður um jarðskjálftavirkn-
ina. -RR
L O K I
Veðriö á morgun:
Hiti allt
að 15 stig
Á morgun verður fremur hæg
suðvestlæg og vestlæg átt. Áfram
má reikna með þokusúld suðvest-
an- og vestanlands, en annars
staðar verður þurrt og allvíða létt-
skýjað austan- og suðaustan til.
Þar verður hitinn allt að 12 til 15
stig yfir hádaginn, en annars 4-8
stig.
Veðrið í dag er á bls. 36
Ingvar
Helgason hf.
Sævarluiföa 2
Sími 525 8000