Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1997, Blaðsíða 20
24
ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997
íþróttir unglinga
Úrslitakeppni íslandsmótsins í körfu 1997 - 8. flokkur:
Grindavíkurliðið best
- strákarnir unnu alla sína leiki í úrslitaviðureign í Hagaskóla
amir í 2. sæti og kom það
svolítið á óvart.
Úrslit leikja
KR-Grindavík........ 40-46
Tindastóll-Keflavík.. 40-37
Leiknir-Fjölnir..... 33-28
KR-Tindastóll....... 36-38
Grindavík-Leiknir . . 50-38
Keflavík-Fjölnir .... 38-35
Leiknir-KR............. 29-31
Keflavík-Grindavík.. 37-52
Fjölnir-Tindastóll. . . 29-42
KR-Keflavík............ 52-43
Tindastóll-Leiknir.. . 26-44
Fjölnir-KR............. 50-43
Keflavík-Leiknir.... 27-42
Grindavík-Fjölnir. .. 51-35
TindastóU-Grindavík 32-38
íslandsmeistari 1 8. flokki
1997: Grindavik
,Þrisvar sinnum
íslandsmeistarar
Jóhann Þór Ólafsson fyrir-
liði 8. flokks Grindavíkur var
að vonum mjög ánægður
með frammistöðu liðsins:
„Við sigruðum í öllum
leikjum okkar og sönnuðum
með því að við værum bestir.
Þetta er þriðji íslandsmeist-
aratitill okkar flestra en við
göngum allir upp i 9. flokk
eftir þetta leiktímabil og ætl-
um við að æfa mjög vel á
næsta leikári og stefnum á
meistaratitil," sagði Jóhann.
fslandsmeistarar Grindavíkur í 8. flokki f körfubolta 1997. Liðið er þannig skipaö, aftari röö frá
vinstri: Ellert Magnússon, þjálfari, Jóhann Einarsson (9), Páll Pálsson (6), Ásgeir Ásgeirsson (7),
Tobías Sveinbjörnsson (15) og Helgi Helgason (14). - Aftari röö frá vinstri: Ólafur Ólafsson,
liösstjóri, (11), Reynir Hallgrfmsson (4), Matthfas Svansson (5), Jóhannes Ólafsson, fyrirliöi (3),
Siguröur Ásgeirsson (12) og Hermann Sverrisson (10). - Á efri myndinni er fyrirliði
Grindavfkurliösins, Jóhann Ólafsson, aö hampa hinum eftirsótta íslandsbikar. Flestir þessara
stráka leika f 9. flokki á næsta keppnlstfmabili.
DV-myndir Hson
Úrslitakeppni íslandsmóts-
ins í 8. flokki stráka í körfu-
bolta fór fram í Hagaskóla 4.
og 5. apríl. Það voru strák-
amir úr Grindavík sem urðu
íslandsmeistarar og tryggðu
þeir sér titilinn með sigri
gegn Tindastóli í úrslitaleik,
38-32, í bráðskemmtilegum
leik og var staðan í hálfleik
21-13 fyrir Grindavík. Ljóst
var á öllu að Grindavík var
með besta liðið að þessu
sinni, enda liðið skipað
stórum og stæðilegum
strákum sem kunna líka að
spila góðan körfubolta. Stiga-
hæstir í Grindavíkurliðinu
urðu þeir Ásgeir með 13 stig
og Helgi með 6 stig. í Tinda-
stóli var stigahæstur Steinar
með 10 stig og Gunnar með 6
stig. Leiknir, Reykjavík, stóð
sig mjög vel og urðu strák-
Leiknisstrákarnir komu á óvart og uröu f 2. sæti. Liöiö er þann-
ig sklpaö, aftari röö frá vinstri: Baldur Kristjánsson, Siguröur
Gfslason, Hallgrímur Tómasson, Hilmar B. Haröarson, Ragnar
Ásgeirsson, Hjalti Vilhjálmsson, Skúli Auöunsson, þjálfari.
Fremri röö f.v.: Marteinn Jóhannsson, Helgi Jóhannsson,
Einar Örn Einarsson, Heimir Árnason, Ingólfur Pálsson og
Óskar Guömundsson.
Borðtennis unglinga:
Sigurför landsliða
Islands til Færeyja
- unnu í öllum landsleikjunum nema þeirra yngstu
Landslið íslands í borðtenn-
is hélt til Færeyja, hér var um
að ræða karla- og kvenna-
landsliðin og þrjú unglinga-
landslið.
Karlaliðið sigraði 10-0 og
var liðið skipað mjög ungum
leikmönnum, þeim Guðmundi
Stephensen, nýkrýndum ís-
landsmeistara, Adam Haröar-
syni og Markúsi Ámasyni.
Kvannalandslið íslands
sem er skipað þeim Evu Jó-
steinsdóttir, nýkrýndum ís-
landsmeistara, Lilju Rós Jó-
hannesdóttur og Líneyju Ám-
adóttir, sigraði einnig ömgg-
lega, 10-0.
Unglingalandsli&in
Einnig voru leiknir þrir
unglingalandsleikir og unnust
allir nema í yngsta liðinu. -
Unglingalandslið íslands,
16-18 ára, sigraði örugglega,
7-0, en liðið er skipað þeim
Umsjón
Halldór Halldórsson
Ingimar Jenssyni, Kristni
Bjamasyni og Ingunni Þor-
steinsdóttur.
Unglingalandslið íslands,
13-16 ára, sigraði einnig af
miklu öryggi, 7-0, en liðið er
skipað þeim Tómasi Aðal-
steinssyni, Kjartani Baldurs-
syni og Matthíasi Stephensen
(11 ára).
Tap hjá yngsta liöinu
Unglingalandslið íslands, 12
ára og yngri, beið lægri hlut,
4-6, en liðið er skipað þeim
Guðmundi Pálssyni, Vigfúsi
Jósefssyni, Kristínu Bjama-
dóttur og Halldóri Sigurðs-
syni. Liðið lék vel og barðist
af dugnaði, enda tapiö mjög
naumt.
Sigur í öllum opnu
flokkunum
í keppni í opnum flokkiun
sigraði Guðmundur E.
Stephensen og í opnum flokki
kvenna vann Eva Jósteins-
dóttir.
í opnum flokkum unglinga
sigraði Ingimar Jónsson í
flokki 16-18 ára. í flokki 13-15
ára sigraöi Matthías Stephen-
sen. í stúlknaflokki 13 ára og
yngri vann Kristín Bjama-
dóttir og í stúlknaflokki, 15-18
ára, sigraði Ingunn Þorsteins-
dóttir.
Frábærar móttökur í
Færeyjum
„Það er alltaf mjög gaman
að koma til Færeyja og eins
og venjulega voru móttökur
frænda okkar alveg frábærar
í alla staði og blátt áfram leik-
ið við okkur allan tímann,“
sagöi Pétur Ó. Stephensen,
stjómarmaður í Borðtennis-
sambandi íslands.
Landsllöiö 12 ára og yngri, tapaöi naumlega, 4-6, þrátt fyrir góöa
baráttu, frá vinstri: Krístfn Bjarnadóttir, Guömundur Pálsson,
Vigfús Jósefsson og Halldór Guömundsson.
Unglingalandsliö íslands, 16-18 ára, stóö sig vel, frá vinstri:
Ingimar Jensson, Ingunn Þorsteinsdóttir, Ingimar Jensson og
Kristinn Bjarnason.
A-landslið íslands í kvennaflokki sigraöi af öryggi f
Færeyjum. Liöiö er þannig, frá vinstri: Eva Þorsteinsdóttir,
Lfney Árnadóttir og Lilja Rós Jóhannesdóttir.
A-landsliöiö f karlaflokki, frá vinstri: Markús Árnason, Adam
Harðarson og Guömundur E. Stephensen.
Hiö sigursæla landsliö ísiands, 13-15 ára, frá vinstri:
Matthías Stephensen, Kjartan Baldursson og Tómas
Aðalsteinsson.