Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1997, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJTJDAGUR 15. APRÍL 1997 Neytendur DV Mataræði landans mjakast í hollustuátt - segir Laufey Steingrímsdóttir, forstöðumaður Manneldisráðs „Þarna er verið að bera saman hvað fólk notar mikla peninga í vörurnar en ekki hve mikið er borðað af ákveðnum fæðutegund- um. Raunar vitum við að fólk hefur aukið grænmetisneyslu sína og þá hefur verð á grænmeti lækkað mið- að við niðurstöður Hag- stofunnar," segir Lauf- ey Steingrímsdóttir, for- stöðumaður Manneldis- ráðs, um nýja neyslukönnun Hagstof- unnar sem birt var á föstudag. Neyslukönn- unin var gerð árið 1995 og tóku 1375 heimili með 4519 einstaklingum þátt í könnuninni. í liðnum grænmeti, kartöflur og aðrir rótarávextir lækkar vísitölugrunn- urinn úr 1,5 í 1,2 eða um 0,3%. „Við höfum vísbendingar um að mataræði landans mjakist í holl- ustuátt. Sem betur fer hefur verð á ávöxtum og grænmeti farið aðeins lækkandi á liðnum árum en alls ekki nógu mikið ef við eigum að ná markmiðum Manneldisráðs um aukna neyslu á þessum fæðuflokk- um.“ Hefðin skiptir máli Laufey segir að fleira komi til en verð grænmetis þegar verið er fjalla um grænmetisneyslu og hvemig eigi að auka hana. „Hefðin og menningin hefur mik- ið að segja í matargerð fólks en verðlagningin hefur sín áhrif. Fólki finnst minna mál að kaupa kjöt háu verði en þegar kemur að grænmet- inu má það helst ekkert kosta. Mið- að við tölur um verð og magn í út- gjöldum heimilanna eru grænmetis- kaupin ekki sá liður sem er að sliga heimilin í landinu. Mér finnst um- ræðan um grænmetisverð oft ósann- gjörn því talað er um það þegar það er hátt en minna þegar grænmetið er ódýrt. Verðið á grænmeti þyrfti að lækka því neikvæð umræða um hátt verð dregur úr kaupum fólks. Að leggja tolla og skatta á grænmeti er þvert á markmið Manneldisráðs um aukna neyslu á grænmeti. Til þess að það sé samræmi í orði og æði þá er lítið trúverðugt þegar rik- isvaldið vinnur þvert á markmið um aukna grænmetisneyslu. Það hljómar líkt og læknir sem reykir." Skyndibitarnir mishollir Samkvæmt neyslukönnun Hag- stofunnar hafa íslend- ingar í auknum mæli snúið sér að kaupum á skyndibitum. Hvað segir Manneldisráð um hollustu skyndibit- anna? „Það er ákveðin til- hneiging í þá átt að skyndibitar séu óhollir og helst vegna þess að þeir eru almennt of saltir. Næsta skrefið væri að bæta úr þessu því enginn stöðvar þróunina í þá átt að fólk fari að nota meir og meir skyndibita. Það þurfa líka að koma kröfur um það frá neytendum en ekki að eitthvert yfirvald sé að skipta sér af því.“ Neysla á pasta eykst „Það sem er áhugavert er að breyta þessum könnunum Hagstof- unnar i magntölur en Manneldisráð hefur tölur um heildarneyslu græn- metis á hvem landsmann. Það má sjá ýmsar breytingar á matarinn- kaupum fjölskyldunnar út frá verð- tölum í þessari könnun og til dæm- is að fiskneysla hefur greinilega dregist saman. Neysla á pasta hefur aukist og þá aðallega á kostnað kjöts og kartaflna." -jáhj Nýjar umbúðir Mjólkursamsölunnar: Léttmjólkin í 1% lítra umbúðir Mjólkursamsalan hefur sett á markað nýjar l/2 lítra umbúðir fyr- ir nýmjólk og von er á léttmjólk í sams konar umbúðum um miðja vikuna. Það hefur vakið athygli neytenda að mjólk í nýjum umbúð- um fæst ekki alls staðar. „Að loknu verkfalli fór mjólk í þessum nýju umbúðum í allar versl- Von er á léttmjólk í nýjum 11/2 lítra umbúöum í þessari viku. Gömlu lítraumbúöirnar verða enn á boðstólum en misjafnt er hvort verslanir hafa aðstöðu til að bjóða báðar þessar pakkningar vegna þess að breyta þarf kælum verslana til að geyma stærri fernurnar. AUKIN OKURETTINDI • leigubifreið • vörubifreib • hópbifreiö Ökuskóli S.G. mun hefja námskeið til aukinna ökuréttinda í Reykjavík 21. apríl nk. ef næg þátttaka fæst. Ökuskóli S.G. hefur starfað rúm 4 ár og hefur á þeim tíma brautskráð um 750 nemenáur víðs vegar um landið við góðan orðstír. - Ath! Seinasta námskeið fyrir sumarið. Kennsla fer fram í húsnæði skólans að Suðurlandsbraut 16 Símar 581 1919 LEICUBIFREIÐ ■ VÖBUBIFBEIÐ - HÚPBIFBEID og 892 4124 anir á höfuðborgarsvæðinu meðan verið var að koma fyrstu mjólkinni á markað á ný. Verslunareigendur ráða því hins vegar hvað þeir vilja og geta boðið sínum viðskiptavin- um,“ segir Baldur Jónsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðs- sviðs Mjólkursamsölunnar. Hann segir að nýju umbúðimar útheimti breytingar i kælum verslana en í mánuð fyrir verkfall hafi verslunar- eigendum verið tilkynnt um nýjar umbúðir og hvaða breytingar þyrfti að gera. Það sé vilji Mjólkursamsöl- unnar að nýmjólk og léttmjólk í nýj- um umbúðum verði til sölu alls staðar. Lítraumbúöir áfram í boði Aðspurður segir hann að 1!4 lítra umbúðirnar eigi ekki að koma í stað lítraumbúðanna, þær verði áfram í boði. Samkvæmt könnun vilji helmingur neytenda á höfuð- borgarsvæðinu þær umbúðir. Sum- ir hafi þó kvartað undan því hvað sullist úr þeim við opnun en aðrir geti mjög auðveldlega meðhöndlað þær. Að sögn Baldurs eru lítraumbúð- imar mun ódýrari í framleiðslu en nýju fernurnar og það sé ástæðan fyrir því að mjólk í l'/2 lítra fernum er hlutfadslega dýrari. Miðað við kaup á 3 lítrum af mjólk kostar það 6 krónum meira að velja nýju um- búðirnar miðað við leiðbeinandi smásöluverð. Baldur segir að undanrenna og fjörmjólk hafi mjög litla markaðs- hlutdeild, eða 8% hvor um sig, og þvi sé ekki verið að huga að nýjum umbúðum fyrir þær tegundir. „Ætlunin er að auka fjölbreytn- ina í mjólkurpakkningunum og það er í athugun að bjóða upp á minna en 1 lítra umbúðir í framtíðinni," segir Baldur Jónsson, framkvæmda- stjóri sölu- og markaðssviðs Mjólk- ursamsölunnar. -jáhj Dæmi um mynd af forsetahjónun- um sem bæði er hægt að fá sér- pantaöa hjá Ijósmyndara og einn- ig endurgjaldslaust sem vegg- spjald. Forsetinn á vegg Almenningur getur nú fengið mynd af forsetanum, forseta- frúnni eða forsetahjónunum eftir pöntun hjá ljósmyndaranum Sig- urgeiri Sigurjónssyni. Valið stendur um sjö myndir; forsetinn í kjól og hvítu (brjóst- eða andlits- mynd) einn eða með forsetafrúnni í skautbúningi, forsetinn í jakka- fötum einn eða með konu sinni í dragt eða mynd af forsetafrúnni einni klæddri skautbúningi. Myndirnar eru fáanlegar í ýms- um stærðum og kostar 18x24 cm mynd 4.700 kr., 20x25 cm kostar 5.301 kr., 27x35 cm kostar 7.911 krónur og 30x40 kostar 9.937. Myndirnar eru í fullkomnum ljós- myndagæðum. Aðrar stærðir eru fáanlegar og fer það eftir óskum kaupandans. Algengt er að fyrir- tæki og stofnanir kaupi slíkar myndir. Þeir sem engu vilja eyða en vilja samt hengja forsetann og for- setafrúna á vegg hjá sér geta feng- ið veggspjöld endurgjaldslaust á skrifstofu Forseta íslands að Sól- eyjargötu 1. Veggspjöldin eru af stærðinni 46x62,5 cm. Á forseta- skrifstofu fengust þær upplýsing- ar að það væri ekkert nýtt að gefa veggspjöld af sitjandi forseta því alltaf væri mikið spurt um slíkt, sérstaklega af erlendum ferða- mönnum. Hægt er að fá sendan bækling með sýnishomum með því að panta hann á skrifstofu Forseta íslands. -jáhj Varað við bit- hringlum Dönsku neytendasamtökin hafa hvatt foreldra til að sýna aðgæslu í kaupum á bithringlum fyrir ungböm. Þetta kemur fram í Jyl- lands-Posten sem segir að á danska markaðnum sé þónokkuð af hringlum sem ekkert erindi eigi í munn barnanna og sumar hverjar geti verið hættulegar. Hættulegustu bithringlurnar eru svo mjúkar að auðvelt er fyrir barnið að troða þeim upp í sig og alveg nið- m- í kok. Gerist það er hætta á köfnun. Aðrar geta verið fram- leiddar úr svo hörðu plasti að það brotnar í munninum og brotin hrökkva ofan i hálsinn. Einnig er varað við því að sum plastefni geti innihaldið hættuleg efni, svo sem PVC, sem er í mjúk- um hringlum, en PVC er meðal annars talið valda ófrjósemi. Apótekiö löufelli líka ódýrast í grein um verðkönnun Sam- keppnisstofnunar sem birtist í DV á dögunum láðist að geta þess að Apótekið Iðufelli er líka ódýrast en sama verð er þar og í apótek- inu á Smiðjuvegi. Þessi tvö apó- tek bjóða afgerandi lægst verð á þeim 32 lyijategundum sem kann- að var verð á. Apótekin tvö voru 27 sinnum meö lægsta verðið. Lyflabúð Hagkaups var næstlægst og síðan Breiðholtsapótek. Kann- að var verð í 30 apótekum á höf- uðborgarsvæðinu. -jáhj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.