Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1997, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 13 íslenskur land- búnaður Við erum ekki mikið fyrir að hafa fjölbreytni í störfum. Fram að þessu hefur aðeins verið hægt að stunda hér tvær starfsgreinar, sjáv- arútveg og landbún- að. Svo kom lítilfjör- legur iðnaður og núna þjónustustörf. Lífvænlegasta at- vinnugreinin við ald- arlok varðar þjón- ustu við sjúka. Hún er „komin til að vera“, eins og sagt er, og það hefur verið mikil gróska í veik- indabísnisnmn, enda allir á einhvern hátt veikir eða hugsanleg- ir sjúklingar. Óvirkir eldhugar Þótt bændur séu minna virtir en ræstingartæknar hér í Reykja- vik þá hefur engin starfsgrein tek- ið eins miklum og heillavænlegum breytingum og landbúnaðurinn. Bændur, sem áður voru kenndir við stöðnun og afturhald, hafa framleitt og fært á markað og í munn landsmanna meiri ný- breytni en aðrir starfshópar. Úr framleiðslu þeirra hafa verið gerðar ótal ostategundir, mjólkin hefur verið í miklu úrvali, þeir hafa ræktað ævintýralegt græn- meti og fjölmargt annað af þeirri „stærðargráðu" og hugviti sem fyrir nokkrum árum hefði verið óhugsandi í ís- lensku höfði nema kannski í talfærunum. Á meðan þetta gerist í sveitum halda sjó- menn áfram að vinna úr því sem þeir veiða fremur í átt til fortíð- ar en framtíðar. Þannig fer stöðugt meira af fiski í salt, líkt og á árunum fyrir stríð, en frystingin leggst niður. Að full- vinna vöru til sölu á erlendum mörkuðum er ekki rætt. Eldhug- um dettur ekki einu sinni í hug að fá ríkis- styrki til að reyna að kynna soðna ýsu með tólg í stóru verslunar- keðjunum í New York. Aftur á móti reyna þeir að selja þar lambakjöt. Englar og lambslæri Þá komum við að kjarna máls- ins í listum: Á þeim tímum sem við tórum skiptir aðferðin höfuð- máli, ekki efni- viður eða inni- haldið. Aðferðin við að selja kjöt- ið kemur í veg f^TÍr söluna. Það er af því að Am- eríkanar eru hættir að borða eðlilega fæðu, eins og hún kemur fyrir af skepnunni. I staðinn borða þeir tilreiddan mat. Væri þeim sýnt heilt lambslæri yrði auðveld- ara að sannfæra þá um að það sé höggmynd eða object en eitthvað af lifandi dýri. Ástæðan fyrir þessu er sú að til- finningalíf þeirra segir þeim að það megi ekki vera bein i mat. Aft- Kjallarinn Guðbergur Bergsson rithöfundur „Aöferðin vid aö selja kjötiö kemur í veg fyrir söluna. Þaö er af því aö Ameríkanar eru hættir aö boröa eölilega fæöu, eins og hún kemur fyrir af skepnunni. “ „Islenskt fjallalamb er sem englar himinsins: ekkert bein í því!“ ur á móti, ef hver lærvöðvi væri numinn frá öðrum og látinn í sér- umbúðir en hægt raða lærinu saman á pönnunni, mundi blossa upp löngun í bragðlaukunum. Þeir mundu leggja saman tvo og tvo við að sjá svona litla sæta bita og trúa að lambakjöt lúti sömu lögmálum og englarnir: það sé beinlaust. Helsta ráð til að selja kjöt í Ameríku er að auglýsa þannig: Is- lenskt fjallalamb er sem englar himinsins: ekkert bein í þvi! Guðbergur Bergsson A5 sprengja fordóma Þann 18. janúar sl. sameinaðist fiöldi félagshyggjufólks í samtök- unum Grósku. í setningunni felst í rauninni mótsögn því hvemig getur félagshyggjufólk annað en verið sameinað? Jú, félagshyggju- fólk er vissulega sameinað, bara ekki ennþá með réttum formerkj- um. Sameiginleg lífssýn Hugtökin frelsi, valddreifing, framsýni, umburðarlyndi og jafn- rétti og aðrar hugsjónir í svipuð- um dúr leggja grunninn að lífssýn félagshyggjufólks. Það hefur hins vegar fram að þessu kosið að kalla sig krata, allaballa eða eitt- hvað annað og þannig tapað sjón- um á hinni sameiginlegu lífssýn sem allir eru þó sammála um. Það má segja að hinn sameiginlegi stóri jafnaðarmannaflokkur hafi fram að þessu verið deildarskipt- ur, með heldur slökum árangri á stundum fyrir markmið flokksins - sameiginlega lífssýn jafnaðar- manna. Þetta er kjarni málsins, við höf- um sameiginlega lífssýn en höf- um fram að þessu látið dægur- þrasið villa okkur sýn. Albert Einstein sagði eitt sinn að sorglegt væri að lifa í heimi þar sem auð- veldara væri að sprengja atóm en fordóm. Ýms- ir hafa orðið tO þess að draga kjarkinn úr sameiningar- sinninn hin síð- ustu ár. Sumir beinlínis vegna eigin hagsmuna þar sem ríkjandi skipulag er þeim í hag. Aðrir sem slíkt hafa stundað byggja mál sitt einfaldlega á hræðslu. Þeir hræð- ast það að vera ekki ALLTAF sammála. En við þurfum ekki „Gróska veröur lifandi og lýöræö- islegur vettvangur fyrir þá sem sjá vilja LSD veröa aö veruleika. - LSD, „langstærsti draumurinnu um sameiginlegan jafnaöarmanna- flokk.“ alltaf að vera sammála, það er mis- skilningur. Börn síns tíma Það sem sundrað hef- ur jafnaðar- menn er ekki ágrein- ingur um grunnmark- miðin. Það eru dægur- málin, s.s. álver eða ekki, ESB eða ekki, svona eða hinsegin fiskveiði- stjórnun og svo mætti lengi telja. Vissulega eru þetta allt stórmerk og mikilvæg málefni sem hafa áhrif á velferð þjóðarinnar. En þau eiga það sameiginlegt að vera öll börn síns tíma. Um þetta verð- ur tekist á og málin til lykta leidd, hvernig sem flokkakerfinu er háttað, enda hefur það sýnt sig að ágreiningur um slík málefhi eru ekki síður innan flokkanna en milli þeirra. Þess vegna eru slík mál ekki þess virði að standa í vegi fyrir samein- ingu. Það væri að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Hvorki hræösla né for- dómar 18. janúar markaði spor í sögu samfylkingar félags- hyggjuaflanna. Ungt fólk, sem lætur hvorki hræðslu eða for- dóma standa í vegi sínum, mun skapa umræðugrund- völlinn Grósku. Það er við hæfi að ungt fólk leiði um- ræðuna því gamlar væringar og hræðsla fortíðar sem ekki þekkja sinn vitjunartíma þurfa tíma tU að átta sig. Gróska, samtök jafnaðar- manna, mun verða mikUvæg- ur vettvangur þeirra sem stuðla vUja að samfylkingu jafn- aðarmanna. Gróska verður lif- andi og lýðræðislegm- vettvangur fyrir þá sem sjá vUja LSD verða að raunveruleika ... LSD, „langstærsti draumurinn" um sameiginlegan jafnaðarmanna- flokk. - Fiktum ekki við það sem við ráðum ekki við, látum atómin vera. Sprengjum fordóma. Anna Sigrún Baldursdóttir Kjallarinn Anna Sigrún Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur 1 Með og á móti Er lag Páls Óskars nógu gott í Eurvision? Siguröur Valgeirs- son, dagskrárstjórl Sjónvarsins. Grípandi lag „Minn hinsti dans er grípandi lag sem nær að höfða tU breiðs hóps tónlistarunnenda. Þessum árangri hefur Páll Óskar náð án þess að gera nokkrar mála- miðlanir enda voru honum gefnar frjálsar hendur þegar hann var ráð- inn tU verks- ins. Þegar við bætist að Páll Óskar er einn sá mesti sjar- mör og besti sviðsmaður sem við eigum þá held ég að full ástæða sé til bjart- sýni. Fleira má telja laginu til tekna. Laglinan er grípandi þannig að flestir landsmenn ættu nú orðið að geta sönglað hana. Viðfangsefni textans er skemmti- legt og býður upp á líflega svið- setningu. Síðast en ekki síst end- urspeglar Minn hinsti dans það sem er að gerast í nútímadægur- tónlist. Ég tel að við íslendingar höfum stundum farið of langt ofan í hið imyndaða evrópska tónlistarfar þar sem mæst hefur verið í gervidægurlagahefð sem ekki er til i neinu landi. Aðalat- riðið í þessari keppni er að velja góða listamenn sem síðan vinna samkvæmt sannfæringu sinni án þess að velta vöngum yfir því hvernig íslensku errin falli í kramið í Frakklandi eða hvort allt fyrirbragð útsetningarinnar taki ekki áreiðanlega af öU tví- mæli um að við séum miUjóna- þjóð. Minn hinsti dans á að mínu mati góða möguleika á að lenda ofarlega í Dublin." Ekki nógu gott lag „Mér finnst lagið ekki nógu gott og þá sérstaklega ekki til að vera framlag Islands í Eurovision. Lagið er ekki nógu grípandi tU þess að dóm- nefndir í Evr- ópu taki eftir því. PáU Óskar er góður söngvari og með fiotta sviðsfram- komu en hann hefði þurft að nemi. flytja annað og betra lag. Ég held að ef ísland fær einhver stig þá sé það dans- stúlkunum að þakka en þær eru mjög góðar. Ég vUdi sjá meira grípandi lag vera framlag ís- lands í keppninni tU að vinna upp tunugmálið, sem er ekki auðvelt fyrir útlendinga að skUja. Lag eins og Eitt lag enn með Siggu og Grétari komst langt enda var það grípandi og skemmtUegt og þau voru auðvit- að frábær á sviðinu. Síðan þá hafa verið frekar óspennandi lög frá íslandi í keppninni. Ég vona auðvitaö að PáU Óskar komist langt í keppninni en raunhæft séð tel ég það vera mjög ólíklegt, því miður.“ -RR Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því aö ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eöa á netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.