Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1997, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 Fréttir Mættu tveimur hettuklæddum ræningjum í stigagangi Suðurlandsbrautar 48: Peningasendill 10-11 verslananna lá I blóði sínu Þeir Sigurður Kjartansson bygg- ingafræðingur og Hallgrímur Magn- ússon læknir voru þeir sem komu lögreglunni á sporið í ráninu á Suð- urlandsbraut 48 í gærmorgun. Þeir voru báðir að mæta í vinnu klukk- an liðlega níu þegar tveir hettu- klæddir menn urðu á vegi þeirra. Sigurður og Hallgrímur hafa aðset- ur á aimarri hæð hússins en Vöru- veltan, skrifstofur 10-11 verslan- anna, eru á þriðju hæð. Ránið átti sér stað í stiganum á milli annarrar og þriðju hæðar og höföu rænin- gjamir beðið á stigapallinum á þriöju hæð eftir starfsmanni 10-11 sem var með tösku með um 5 millj- ónum króna í - þar af 2 milljónum í reiðufé. Þegar peningasendillinn kom upp stigann létu þeir til skarar skríða, létu höggin dynja á mannin- um, hrifsuðu töskuna af honum og hlupu í burtu. Þeir mættu þá Sig- urði og Hallgrími: Ég var rændur - ég var rændur! „Þegar ég var að ganga að húsinu komu tveir grímuklæddir menn þjótandi út,“ sagði Sigurður í sam- tali við DV í gær. „Ég hélt fyrst að þetta væri grín. Síðan gekk ég áleið- is upp stigann og heyrði einhverjar stunur fyrir ofan. Þegar ég kom upp lá ungur maður þar hálfvankaður og það blæddi úr honum.“ „Hvað er að að ske?“ spurði ég. „Það var ótrúlegur sprettur á mönnunum sem ég gæti ímyndað mér að væru á milli tvítugs og þrít- ugs. Hins vegar sáum við aíveg hvert þeir hlupu og vorum klárir á að þeir kæmust ekki langt. Við Hallgrímur rukum út í bílinn minn og ókum upp Skeiðarvog og inn Sólheimana til að reyna að komast fyrir þá. Þar sáum við tvo grunsamlega menn. Þeir voru þá að stíga inn í bíl sem Hallgrímur sá. Ég hringdi strax í lögregluna og sagði að við hefðum séð menn sem gætu tengst þessu ráni,“ sagði Sig- urður. Ótrúleg bíræfni Hallgrímur og Sigurður náðu skrásetningarnúmeri bílsins sem var brún Mazda. Allt tiltækt lög- regluliö var sent af stað til að leita að bílnum og fannst hann rétt tæp- um tveimur klukkustundum eftir ránið. Sigurður sagði að ræningjamir tveir hefðu verið meðalmenn að burðum og alls engir kraftakarl- ar: „Mér finnst þetta ótrúleg bí- ræfni um hábjartan dag. En það er skemmtilegt ef þetta á eftir að ganga upp hjá lögreglunni," sagði Sigurður um ránið sem kom hon- um vissulega í opna skjöldu. , - eltu ræningjana inn í Vogahverfi „Ég var rændur - ég var rænd- ur,“ svaraði maðurinn. Hallgrímur var kominn og við sáum að maður- inn var þrælvankaður og blóðugur - ið rétt á undan Sigurði: „Þegar ég var að ganga inn í hús- ið heyrði ég einhvem hávaða," sagði Hallgrímur við DV. „Síðan að þetta væri eitthvert grín. Eftir það sá ég á eftir þeim hlaupandi á svakalegri ferð í átt að Gnoðarvog- inum.“ þetta hlaut að vera alvara. Ég sagði þá við Hailgrím: „Við skulum reyna að ná í helvít- is þrjótana." Hallgrímurhafði komið inn í hús- komu tveir menn stökkvandi hérna niður stigann og ég mætti þeim. Ég sá bara í augun á þeim. Ég vissi ekki hvað var að gerast en ég var ekkert skelkaður. Reyndar hélt ég Ótrúlegur sprettur á ræn- ingjunum Sigurður segir að nú hafi at- burðarásin orðið hröð: Hallgrímur Magnússon læknir og Sigurður Kjartansson byggingafræðingur sem ræningarnir flýöu. benda í átt aö Gnoðarvoginum þangaö DV-mynd S Stuttar fréttir j rödd Ja FOLKSINS 904 1600 Á að breyta dagskrá sjónvarps fyrir beinar íþróttaútsendingar? Milljónum króna rænt af starfsmanni 10-11: Tveir menn í haldi eftir ránið - umfangsmiki leit að þriðja ræningjanum en þar eru skrifstofur 10-11. Tveir menn með lambhúshettu fyrir and- liti réðust á starfsmann verslunar- innar, sneru hann niður og börðu og hrifsuðu af honum tösku sem innihélt andvirði helgarsölu versl- unarinnar sem nam milljónum króna, bæði í reiðufé, ávísunum og greiðslukortanótum. Tveir menn komu hinum rænda til hjálpar og eltu þeir síðan ræn- ingjana sem komust undan. Rétt eftir klukkan 9 var lögreglu til- kynnt um ránið og hófst þá um- fangsmikil leit. Bíllinn, sem þeir eru taldir hafa verið á, fannst um klukkan 11 á baklóð hússins Braut- arholt 4. Eigandi bilsins var hand- tekinn nokkrum mínútum síðar og fundust um eitt hundrað þúsimd krónur á honum. í nótt var síðan annar maður handtekinn í Grafarvogi, grunaður um aðild að ráninu. Rán þetta vekur óneitanlega upp minningar um tvö rán sem framin voru með svipuðum hætti í Reykjavík og eru enn óupplýst. Rán í útibúi Búnaðarbankans á Vesturgötu og rán í Lækjargötu, þegar ræningjar hrifsuðu peninga- tösku, með miklum verðmætum í, af starfsmanni Skeljungs. -RR Brautarholtinu var lokaö skömmu fyrir hádegi í gær á meöan svæöiö var fínkembt í leit aö ræningjunum. Skömmu áöur haföi einn maöur veriö handtekinn. DV-mynd E.ÓI. Tveir menn eru í haldi lögreglu, grunaðir um að hafa rænt starfs- mann 10-11 verslunarkeðjunnar í gærmorgun. Eins manns er enn leit- að í tengslum við ránið og stendur yfir viðtæk leit að honum. Mikiö liö lögreglumanna var kallaö út tll aö leita aö ræningjunum. Hér er lögreglan á vettvangi viö verslun f Brautarholti. DV-mynd S Ránið var framið um klukkan 9 í gærmorgun á milli annarrar og þriðju hæðar Suðurlandsbrautar 48 Vilja brjála sílamáv Sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu vilja eitra fyrir sílamáv með efni sem veldur honum tíma- bundinni sturlun. RÚV sagði frá. Engin kvótaleiga Framkvæmdastjóri Sjómanna- sambandsins segir að engir kjara- samningar við sjómenn verði gerðir nema fyrst verði tryggt að kvótaleiga skerði ekki kjör þeirra. RÚV sagði frá. Fangi vill dagpeninga Fyrrverandi fangi á Litla- Hrauni hefúr höföað mál gegn ríkinu til greiðslu dagpeninga fyr- ir hluta þess tíma sem hann sat inni. Fanginn rak bókhaldsþjón- ustu í fangaklefanum og vill fá dagpeningana fyrir þann tíma sem hann stundaði þann rekstur, þá sömu og fangar fá sem stunda vinnu á vegum fangelsins. Al- þýðublaðiö sagði frá. Brotajárn til Spánar 3.000 tonnum af tættu brota- jámi var skipað út til Spánar í Straumsvík nýlega. Brotajámið er aðallega komið frá gömlum bíl- um. Morgunblaðið segir frá. Sjóvá kaupir Ábyrgð Sjóvá-Almennar hefur keypt tryggingafélagið Ábyrgð sem tryggt hefur bíla og aðrar eignir bindindismanna um áratuga- skeið. Ábyrgð var í eigu sænska tryggingafélagsins Ansvar en rek- ið síðustu árin undir handarjaðri Sjóvár- Almennra. RÚV sagði frá. Milljarðasamningur íslenskt fyrirtæki, Lyfjaþróun hf„ hefúr gert milljarða þróunar- samning við bandarískt fyrirtæki um að þróa áfram lyfjainngjöf með nefúða í stað sprautu í vöðva. Stöð 2 sagði frá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.