Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1997, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir menning yájr -íj;~ w M Aðalpersónan í Vefaranum mikla frá Kasmír, Steinn Elliði, er haldinn þeirri áráttu að leita fullkomnunar. Sú leit ber hann vítt og breitt um lendur mann- legrar tilvistar, bæði landfræði- lega og ekki síður andlega. En hugsj ónamaðuri nn Steinn er svo upptekinn af stærra samhengi hlutanna að hann gleymir að líta sér nær. Áköf leit hans að til- gangi lífsins verður í raun ævi- langur flótti. Spumingin er hvort veruleik- inn bjó ekki allan tímann i Kjós- inni eins og honum verður aö orði á einum stað í verkinu. Eins og fyrri daginn þegar viðamikið og margrætt skáldverk er fært til sviðs standa handrits- höfundar frammi fyrir erfiðu vali. Mér sýnist að þeir Halldór E. Laxness og Trausti Ólafsson nái allvel utan um þann yfírlýsta tilgang að einbeita sér að þróun persónanna og koma með þeim hætti á framfæri innri umbrotum og heimspeki bókarinnar. Sýningin á Renniverkstæðinu ber þess auðvitað merki að þar er stiklað á stóru. Hún er í aðra röndina bókleg en með meðulum leikhússins tekst að höndla dramatískan kjama í persónusköpun og samskiptum persónanna. Þó er á stöku stað eins og textanum sé ekki fullkomlega treyst og farið út í yfirkeyrslu eða of- uráherslur, að því er virðist eingöngu til að krydda framvinduna. Mér fannst til dæmis í mót- sögn við heildaryfirbragð sýningarinnar að magna tónlist og leikhljóð upp úr öllu valdi eins og gert var á nokkrum stöðum. Annað dæmi var útfærslan á atriðinu með Carrington, sem var einhvem veginn alveg úr stíl. Sviðsmynd Finns Arnars Arnarsonar er af- bragðs bakgrunnur fyrir flókna framvindu þar sem stokkið er fram og aftur milli landa og staða. Framsviðið minnir á japanskan steinagarð og gef- ur heimspekilegan svip sem hæfir verkinu vel. Skiptingar milli fjölmargra atriða leikritsins ganga liðlega og samspil milli lýsingar Jóhanns Bjarna Pálmasonar og leikmyndarinnar gjör- breytir sviðinu hvað eftir annað. Búningar Huldu Kristínar Magnúsdóttur eru það atriði sem hvað helst tímasetur verkið á þriðja áratugnum og er Þorsteinn Bachmann og Marta Nordal leika Stein Elliða og Diljá. bæði hönnun og litavai ákaflega vel heppnað. Heildarsvipurinn á leiknum ber vott um agaða og vandaða leikstjóm Halldórs E. Laxness. Hann nýtir sviðið út í hörgul og leikhópurinn er óspart notaður til fyllingar þar sem það á við og til að undirstrika staðsetningu atriðanna. Margir vinna þar vel úr smærri og stærri hlut- Leiklist Auður Eydal verkrnn. Sunna Borg leikur ættmóðurina frú Val- gerði af festu og það er ánægjulegt að sjá Hákon Waage stiginn á svið á ný í hlutverki Örnólfs sem hann gefur djúpan undirtón. Guðbjörg Thorodd- sen er í hlutverki Jófríðar, móður Steins Elliða, og vinnur það eftirminnilega svo langt sem það nær. Og Þráinn Karlsson leikur eitt lykilhlut- verkið, föður Alban, og ferst það einkar vel. Mest mæðir að sjálfsögðu á aðalleikurunum í hlutverkum Steins Elliða og Diljár, sem skapa þungamiðjima i átökum verksins um lífsskoðanir og hin dýpstu rök mannlegrar tilveru. Þorsteinn Bachmann náði ekki nógu góðri sátt við Stein Elliða. Hann sýndi mætavel dekkri hlið- ar persónunnar, en mér fannst skorta á andríkið og sjarmann, sem heillar svo marga af sam- ferðamönnum Steins. Persónan varð of einlit. Þorsteinn er fin týpa í hlut- verkið, en framsögninni var ábótavant og persónusköpunin var að sumu leyti eins og frá öðr- um tima en heildarsvipur sýning- arinnar. Steinn Elliði eins og hann kom fyrir þarna hefði pass- að mun betur inn í nútímaútgáfu af verkinu. Marta Nordal var dálítið leit- andi I túlkun sinni á Diljá í upp- hafl, en óx fljótt ásmegin og náði mjög vel að túlka breytinguna á persónunni úr bamslegri ung- DV-mynd gk lingsstúlku í þroskaða konu sem hefur kynnst vonbrigðum og sorg en engu að síður varðveitt hreinan tón í sálu sinni. Ég ætla ekki að taka svo djúpt í árinni að segja að fátt sé hollara einu leikfélagi en að eiga í hús- næðisvandræðum. Hitt er hins vegar stað- reynd að þær tvær leiksýningar sem nú hafa verið fmmsýndcU' á Renniverkstæðinu hafa slegið nýjan tón og eiga áreiðanlega eftir að teljast hafa markað tímamót í sögu LA. Leikfélag Akureyrar sýnir á Renniverkstæðinu: Vefarinn mikli frá Kasmir. Leikverk byggt á skáldsögu Halldórs Laxness Handrit: Halldór E. Laxness og Trausti Ólafs- son Tónlist og leikhljóð: Kristján Edelstein Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason Búningar: Hulda Kristín Magnúsdóttir Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson Leikstjórn: Halldór E. Laxness Af tæknilegum orsökum birtist þessi leikdómur ekki í blaðinu í gær, og er beðist velvirðingar á því. Það hrökk út úr mér í síðasta pistli að útvarpsstöðin Bylgjan hefði hlust- unarvinninginn á landsbyggðinni. En samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Rás 2 er það bölvuð ekkisens vitleysa og ég bið Ríkisútvarpið afsökunar á þessari ómarktæku könnun og kol- rangri niðurstöðu minni úr henni, lofa að láta Gallup og Háskólann um þetta framvegis. Fjölmiðlar Sigríður Halldórsdóttir Fólk kvartar hástöfúm yfir yfir- gangi íþrótta í sjónvarpi og enginn vafi leikur á því að það þarf að fara að endurskoða það ófremdarástand. Ég fullyrði, án þess að skammast mín og mun aldrei biðja forláts á því, að mikill meirihluti allrar þjóðarinnar skrúfar sárreiður fyrir þetta efni og finnst sér hreinlega sýndur dóna- skapur og virðingarleysi. Hvaða fjandans könnun er það sem hefur leitt í ljós, að meirihluti þjóðarinnar vilji ólmur horfa á íþróttir frekar en allt annað? Sérstaklega að sitja og horfa á þetta allan laugar- daginn og allan sunnudaginn, helgarsíðdegi sem Hverjir horfa á íþróttir í sjónvarpi? eru tilvalin til sjónvarpsgláps umfram öll önnur síðdegi? Það hefur auðvitað ekkert að segja þó að RÚV geri eina eða neina áhorfskönnun í þessu máli, fólk verður að láta sig hafa þessi leiðindi hvort sem því líkar bet- ur eða verr, og bara borga sín afnota- gjöld með góðu eða illu. Hin sjón- varpsstöðin gæti prófað að senda út spumingalista til frjálsra áskrifenda sinna og spyrja þá hvort þeim þyki ekki ofsalega gaman að öllum íþrótta- þáttunum sem þeir séu að moka í okkur og hvort við séum ekki glöð og þakklát. Annars er það víst ákveðinn lífstíll og þykir mjög móðins nú til dags að hlusta hvorki á útvarp né horfa á sjónvarp. Það þykir hallærislegt að tala mn eitthvað sem var í sjónvarp- inu í gær eða verði I kvöld, eða hvemig manni finnist nýja þulan. Nútímafólk hlustar á klassíska tón- list í sinum eigin geislaspilara. Það eyðir ekki tímanum í að hlusta á veð- urspá heldur gáir út um gluggann til að ákveða hvort það þarf að vera í stígvélum og með húfu eða ekki. Það em eingöngu gamalmenni, kerlingar í saumaklúbbum og sveita- hallæri sem spáir í dagskrár fjöl- miðla. Tilhneigingin er í þá átt hér sem annars staðar að vera yfir þetta dægurdrasl hafinn. En ekki horfa gamalmennin, saumaklúbbamir og hallærin á íþróttir. Það veit ég. DV-mynd BG Ný aðföng fram- lengd Vegna mikillar aðsóknar verður sýning Listasafns ís- lands á nýjum aðfóngum fram- lengd til 20. apríl. Á sýningunni er úrval verka sem safninu hef- ur áskotnast undanfarin tvö ár og hefur verið reynt að hafa þau sem fjölbreyttust í efnisvali og stíl til að þau megi gefa hug- mynd um það sem íslenskir listamenn hafa verið að fást við. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11 til 17. Ný aðföng var síðasta sýning Beru Nordal í Listasafninu. Hér stendur hún viö verkið „Decoy" eftir Hannes Lárusson. Vortónleikar Árlegir vortónleikar Lúðra- sveitar verkalýðsins verða í Langholtskirkju annað kvöld, miðvikudag, kl. 20. Efnisskráin er glæsileg að vanda með verkum eftir Grieg, John Williams, Rimski Korsa- kov, Gustav Holst, Schumann og Leonard Bemstein. Einleik- ari á óbó er Eydís Fransdóttir, en stjómandi er Tryggvi M. Baldvinsson. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Halldóra les Heljar- slóðarorustu í dag kl. 18.30 lýkur á Rás 1 lestri Böðvars Guðmundssonar á köflum úr ævisögu síra Jóns Steingrímssonar, sem þjóðin hefur skemmt sér yfir síðustu vikur. En á morgun á sama tíma hefst i hans stað flutningur Sögunnar af Helj- arslóðarorustu eftir Benedikt Sveinbjamarson Gröndal, og það er Halldóra Geir- harðsdóttir leik- ari sem les. í Sögunni af | Heljarslóðarorustu skopstælir Benedikt fornaldarsögur og riddarasögur í frásögn af sam- tímaviðburðum og verður gam- an að heyra Halldóru fara með þennan mergjaða og fyndna texta. Píanótónleikar Einn þekktasti píanóleikari Dana, Mogens Dalsgaard, held- ur tónleika í Norræna húsinu á miðvikudagskvöldið kl. 20.30. Mogens er eins konar Jónas Ingimundarson þeirra Dana, leikur á hljóðfærið og segir á milli verka frá til- urð þeirra, ævi tón- skáldsins og öðru sem máli skiptir fyrir skilning á þeim. Meðal annars leikur hann verk eftir Grieg, Liszt, Chopin og Debussy. Mogens Dalsgaard hefur hlot- ið margs konar viðurkenningar og verðlaun og leikið inn á margar hljómplötur. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Léleg könnun Veruleikinn er í Kjósinni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.