Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1997, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 7 Fréttir ^ Fjarhönnun fer á hlutabréfamarkað í Norður-Amerlku: Islenskur hugbúnað- ur framúrskarandi - segir Joe Agoglia, forstjóri HSI í Bandaríkjunum Framkvæmdastjórar Fjarhönnunar, Magnús Ingi Óskarsson, lengst tll vinstri, og Gunnlaugur Jósefsson, lengst til hægri, ásamt stjórnendum HSI I Bandaríkjunum, þeim Michael Daren, Ronald Terpak og Joe Agoglia, for- stjóra HSI. Þeir sjást hér ásamt tveimur risatölvum i húsakynnum Fjarhönn- unar i Reykjavik. Á innfelldu myndinni sést ein af vörutegundunum þremur sem fyrirtækin selja f hugbúnaöi. DV-mynd Hllmar Þór „Það hefur verið tekin ákvörðun um að Fjarhönnun fari á almennan hlutbréfamarkað í Bandaríkjunum eða Kanada innan 12-24 mánaða. Fulltrúar fyrirtækisins hafa þegar átt nokkra fundi með hugsanlegum sam- starfsaðilum í hópi verðbréfafyrir- tækja í New York og Toronto. Það hefur ekkert íslenskt fyrirtæki áður farið á hlutabréfamarkað í Norður- Ameriku," segir Magnús Ingi Óskars- son, framkvæmdastjóri Fjarhönnun- ar. Fjarhönnun er móðurfyrirtæki og þróunararmur fyrirtækjanets í hug- búnaði sem teygir sig til Bandaríkj- anna, Bretlands og Kanada og selur framleiðsluvörur sínar í hugbúnaði. Markaðsarmur Fjarhönnunar í Bandaríkjunum, HSI, hefur náð sam- starfssamningum við nokkur af stærstu fyrirtækjum Norður-Amer- íku um kaup á íslenskum hugbúnaði. Þrjár meginlínur „Við höfum þróað og markaðssett þrjár meginframleiðslulínur, Verkvaka, Flugvaka og ASK. Verkvakinn er viðhaldshugbúnaður í fremstu röð sem gerir framleiöslufyr- irtækjum m.a. kleift að fylgjast graf- ískt með ffamleiösluferlinu og við- haldsþörf tækja. Verkvakinn hefur verið seldur víða hér á landi og í Bandaríkjunum. ASK-hugbúnaður- inn er hugbúnaður fyrir upplýsing- astanda sem gefur mjög hraðan að- gang að ýmsum myndrænum upplýs- ingum. Hann heldur utan um ítar- lega gagnabanka og hefur verið not- aður utan um ferða- og hótelupplýs- ingar. Flugvakinn var hannaður sem hugbúnaður fyrir flugumferðar- stjóra. Um er aö ræða rafrænan gagnabanka sem inniheldur m.a. texta, kort og gröf. Hann var þróaður í samvinnu við Flugmálastjóm ís- lands. Nýja flugstjómarmiðstööin í Reykjavík er fyrsta og eina pappirs- lausa flugstjómarmiðstöðin í heimin- um. Jafnframt hafa FAA í Bandaríkj- unum og Flugmálastjóm Kanada hugbúnaðinn til reynslu," segir Magnús. „Þetta er auðvitað stórt og mikið skref fyrir okkur og getur auðvitað orðið mikið ævintýri. Þetta er iðnað- ur sem er að vaxa mjög hratt og möguleikamir era miklir. Ef allt gengur eftir erum við að tala um sjö- til tifóldun á virði hlutafjár á kannski 5 áram. Við erum þó varkár- ir í tekjuspám og notum háa ávöxt- unarkröfu. Ég vil leggja áherslu á að þetta er áhættufjárfesting," segir Magnús Ingi. Höfum kynnt vörurnar „Við erum mjög ánægðir með þetta og teljum okkur eiga góða möguleika. Viö höfum kynnt þessar þrjár tegundir hugbúnaðarvara sem um ræöir og þær hafa hlotið mjög góðan hljómgrunn hjá mörgum stórum fyr- irtækjum í Bandaríkjunum. Við von- umst til að ná stórum samningum í nánustu framtíð. Þessar hugbúnaöar- vörur era alveg framúrskarandi og Ijóst að íslenskur hugbúnaður er mjög góður,“ segir Joe Agoglia, for- stjóri HSI i Bandaríkjunum. -RR Fjarhönnun - dótturfyrirtæki og starfsstöövar - Reykjavii t Ít Toronto M: New York r§ Jacksonville Glasgow'í J I London Fvwvw _ BMW 318ÍA 1800 '94, 1 ssk., 4 d., blár, ek. 52 þús. km. Verð 1.920 þús. Toyota Carina E 2000 ■ stw '93, ssk., 5 d., rauð- ur, ek. 53 þús. km. Verð 1.490 þús. Toyota Corolla XL, stw | 1300 '95, 5 g„ 5 d„ rauð- ur, ek. 39 þús. km. Verð 1.260 þús. VW Golf CL stw, 1400, ■ '95, 5 g„ 5 d„ hvítur, ek. 40 þús. Verð 1.160 þús. Jeep Cherokee 4000 '92, I ssk„ 5 d„ grár, ek. 98 þús. km. Verð 1.690 þús. Hyundai Sonata 2000 1 '94, ssk„ 4 d„ grár, ek. 46 þús. km. Verð 1.350 þús. _ Suzuki Vitara JXL 1600 1 '90, 5 g„ 3 d„ blár, ek. 85 þús. km. Verð 820 þús. „ MMC Lancer EXE 1500 I '92, ssk„ 4 d„ blár, ek. 78 þús. km. Verð 840 þús. Renault 19RT 1800'93, | ssk„ 4 d„ vínrauður, ek. 46 þús. km. Verð 980 þús. . Peugeot 405 GR 1600 '91, 5 g„ 4 d„ blár, ek. 68 þús. km. Verð 690 þús. Toyota Camry XLi 2000 § '88, ssk„ 5 d„ hvítur, ek. 159 þús. km. Verð 620 þús. Honda Accord EX 2000 1 '91, ssk„ 4 d„ blár, ek. 73 þús. km. Verð 940 þús. Aðrir bílar á skrá BMW 3181 1800 '89, 5 g„ 2 d., blár, ek. 84 þús. km. Verð 700 þús. Hyundai Pony LS 1300 '94, 5 g., 4 d., rauður, ek. 40 þús. km. Verð 690 þús. Range Rover Vouge 3000 '87, ssk., 4 d., brúnn, ek. 170 þús. km. Verð 1.050 þús. Daihatsu Charade CR 1300 '94, 5 g„ 5 d„ hvítur, ek. 71 þús. km. Verð 750 þús. Skoda Favorit GLXi 1300 '93, 5 g„ 5 d„ rauður, ek. 64 þús. km. Verð 360 þús. Renauit 19GTS 1400 '90, 5 g„ 3 d„ hvítur, ek. 126 þús. km. Verð 470 þús. Mazda 626 GLX 2000 '88, ssk„ 4 d„ gullsans. ek. 130 þús. km. Verð 550 þús. Hyundai Elantra GT 1800 '94, 5 g„ 4 d„ ljósgr, ek. 37 þús. km. Verð 1.060 þús. MMC Lancer L-300 Minibus 2000 '88, 5 g„ 5 d„ grár, ek. 161 þús. km. Verð 590 þús. Renault Twingo 1200 '95, 5 g„ 3 d„ rauður, ek. 35 þús. km. Verð 750 þús. Greiðslukiör til allt að 4 ára íiswEr NOTAÐIR BÍLAR SUÐURLANDSBRAUT12 SlMI: 568 1200 BEINN SÍMI 581 4060

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.