Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1997, Blaðsíða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997
Frjálst, óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Lausn á lífeyrisstríði
Ríkið hefur fyrir hönd skattgreiðenda hagsmuna að
gæta í frumvarpi um skyldutryggingu lífeyrissjóða. Það
léttir á ríkissjóði og skattgreiðendum, að allir lands-
menn séu skyldaðir til að afla sér sjálfir einhvers lág-
marks í lífeyri á elliárunum, óháð fjölda þessara ára.
Fræðilega séð geta félagar í séreignasjóðum orðið
meiri byrði á ríkinu og skattgreiðendum en félagar í
sameignarsjóðum. Hinir fyrmefndu geta kosið að taka
lífeyri sinn út á tíu árum, en lifa svo ef til vill i tuttugu
ár og geta þá orðið fjárhagsleg byrði síðari áratuginn.
Hins vegar er algengt, að félagar í séreignasjóðum
greiði iðgjöld af svo háum launum, að það sé langt um-
fram þau mörk, sem ríkið þarf fyrir hönd skattgreiðenda
að hafa áhyggjur af. Eðlilegt er, að þetta fólk hafi frelsi
til að velja sér lífeyrisform af umframtekjunum.
Óþarft er að skylda fólk til að greiða í sameignarsjóði
af launum, sem eru umfram 150 þúsund krónur á mán-
uði. Með núverandi ávöxtun lífeyrissjóða ættu slík ið-
gjöld að nægja til að standa undir elliárum fólks, án þess
að ríki og skattgreiðendur komi til skjalanna.
Hægt er koma til móts við hin ýmsu málefnalegu sjón-
armið og gæta hagsmuna skattgreiðenda með því að
miða lífeyrissjóðsgreiðslur við 10% launa eins og nú er
gert, en setja í lögin breytilegt hámark, er nægi á hverj-
um tíma til að tryggja sjóðfélögum ævikvöldið.
Þegar náð er hámarkinu, sem núna gæti numið 150.000
króna mánaðartekjum, má lækka skylduna úr 10% niður
í til dæmis 3%, en leyfa fólki að leggja mismuninn í sér-
eignasjóð. Sé samið um meira en 10% iðgjaldagreiðslur,
ætti mismunurinn á sama hátt að vera frjáls.
Gera þarf séreignasjóðunum kleift að nota fyrirhuguð
samtök sín til að stofna lífeyrissjóð utan um þann hluta
veltunnar, sem er á sviði sameignarsjóða samkvæmt of-
angreindri skilgreiningu. Einnig þarf að gera lífeyris-
sjóðum kleift að standa á sama hátt að séreignasjóðum.
Loks er æskilegt að koma á aukinni samkeppni milli
lífeyrissjóða með því að auka frelsi fólks til að velja miHi
lífeyrissjóða. Það mundi soga lífeyri til sjóðanna, sem
mesta ávöxtun hafa, frá sjóðunum, sem minnsta ávöxt-
un hafa. Rekstur sjóðanna mundi almennt batna.
Kerfið, sem hér hefur verið lýst, þjónar mörgum hags-
munum í senn. Það gætir hagsmuna ríkis og skattgreið-
enda. Það eykur frelsi fólks til að velja sér form á spam-
aði til elliáranna. Og það eykur samkeppni milli sjóð-
anna, sem taka að sér að ávaxta lífeyri fólks.
Setja þarf í lífeyrisfrumvarpið tvöfalt þak prósentu og
krónutölu í stað eins prósentuþaks, ákvæði um sameign-
ardeildir í séreignarsjóðum og um aukið frelsi fólks til
að velja milli lífeyrissjóða. Þannig breytt getur frum-
varpið orðið þjóðinni til heilla og eflt öryggi hennar.
Deilan um frumvarpið snýst því miður ekki nema að
hluta um þessi málefnalegu atriði. Að meginstofni eru
tvær voldugar valdamiðstöðvar að takast á um mikið fé.
Annars vegar eru aðstandendur lífeyrissjóða og hins
vegar eigendur og stjórnendur peningafyrirtækja.
Félagsmálaberserkir samtajca vinnumarkaðarins í
stjómum lífeyrissjóða standa annars vegar og hins veg-
ar stjómendur og aðrir aðstandendur tryggingafélaga,
banka, fjármagnsfyrirtækja og annarra stofnana, sem
vilja komast í keppnina um spamað almennings.
Alþingismenn þurfa að greina milli þessa hagsmuna-
stríðs og hinna málefnalegu atriða, sem ekki eru flókn-
ari en svo, að á þeim má finna skynsamlega lausn.
Jónas Kristjánsson
Nú líður að því að Alþingi af-
greiði frumvarp til veðlaga. í
frumvarpi þessu er sérstakt
ákvæði um veðsetningu kvótans.
Ákvæði þetta eru 61 samansúrrað
orð í viðhafnarbúningi til þess að
fela það innihald að heimilt verði
að veðsetja kvótann. Efnislega er
ákvæðið þannig: Ekki má veðsetja
kvótann sérstaklega en ef skip er
veðsett fylgir kvótinn með nema
veðhafi samþykki annað. Þ.e. 17
orð.
Sátt, orðaskrúð eða orð-
hengilsháttur
Þetta segja menn, jafnvel bráð-
gáfaðir og fluglæsir alþingismenn,
að þýði að ekki megi veðsetja
kvótann! En ég segi; sá sem ekki
sér að kvótinn verður þar með
veðsettur með skipinu ef frum-
varpið verður að lögum sér ekki
neitt.
Sambærilegt orðalag gæti verið
svohljóðandi: Ekki má veiða þorsk
en ef þú veiðir marhnút máttu
Sátt um meðferð kvótans að þessu leyti, sátt sem í raun er aðeins oröa-
skrúö eöa orðhengilsháttur...
Nú á aö veðsetja
kvótann
veiða þorsk. Eða svona: Ekki má
ráða Gunnu í vinnu en ef þú ræð-
ur Gvend fylgir Gunna með. Og
þar með eru Gvendur og Gunna
komin i vinnu, er það ekki?
Kjarni málsins er sá að ekki má
veðsetja kvótann sérstaklega ef
frumvarpið verður að lögum. En
hvað hangir á spýtunni? Er ekki
eitthvað annað sem skiptir máli í
þessu sambandi en það hvort
heimilt veröi að veðsetja kvótann
sérstaklega? Það hefúr aldrei stað-
ið til í alvöru. Þeir sem fylgst hafa
með umræðu þessara mála, áhuga
útgerðarmanna á því að geta not-
fært sér aflahlutdeild í eigu þjóð-
arinnar til veðs í viðskiptum sín-
um við lánadrottna og þeir sem
fylgst hafa með langvarandi fæð-
ingu þessa frumvarps vita að orða-
lag málsgreinarinnar um
kvótann er magalending
stjómarflokkanna eftir ægi-
lega pólitíska beinverki og
hita.
Sátt um meðferð kvótans
að þessu leyti, sátt sem í raun
er aðeins orðskrúð eða orð-
hengilsháttur, fagurgali sem
hefur enga raunhæfa þýðingu
aðra en þá að útgerðarmenn
ná sínu eftir krókaleiðum.
Skip og kvóti verða eitt gagn-
vart lánardrottni ef frum-
varpið verður að lögum. Og
þá er eins gott að viðurkenna
það og afleiðingar þess og fall-
ast bemm orðum og án sjónhverf-
inga á þann vilja löggjafans að út-
gerðarmenn megi færa sér afla-
hlutdeildina í nyt til veðsetningar
og veðflutninga. (T.d úr landi og út
á sjó).
Skip án kvóta er í flestum tilfell-
um verðlítið miðað við verðmæti
veiðiheimildarinnar sem það hef-
ur eftir núverandi kerfi og oftast
toppveðsett þar aö auki. EUa væri
þörfin fyrir veðsetningu kvótans
með skipi ekki
fyrir hendi og
ákvæði frum-
varpsins
óþarft. Veð-
hafi í skipi
með kvóta,
lánardrottinn,
sem jafnvel
gæti verið út-
lendingur, hef-
ur, ef þessi
ósköp verða
að lögum, einn
í hendi sér
hvort útgerð-
armaður fær
að selja kvót-
ann frá skip-
inu eða ekki
og hann lánar
Kjallarinn
Arnmundur
Backman
hrl.
„Kjarni málsins er sá að ekki má
veðsetja kvótann „sórstaklegau
effrumvarpið verðurað lögum. En
hvað hangjr á spýtunni? Er ekki
eitthvað annað sem skiptir máli í
þessu sambandi en það hvort
heimilt sé að veðsetja kvótann
sérstaklega?“
auðvitað útgerðarmanninum í
samræmi við það. Þar með yrði
kvóti í sameign þjóðarinnar veð-
settur. Annars þyrfti varla að færa
veðhafa slík völd. Og þeir sem nú
halda því fram að frumvarpið
heimili ekki veðsetningu kvótans,
meö eða án skips, ættu þá að beita
sér fyrir því að frumvarpinu verði
breyit á þá lund að veðhafi hafi
ekkert með það að gera hvort
kvóti er seldur af skipi eða ekki og
hann lánar í samræmi við
það. Þar með yrði kvóti í
sameign þjóðarinnar veðsett-
ur, annars þyrfti varla að
færa veðhafa slik völd.
Ef þjóðin væri ekki pólitískt
sofandi og ef hún tryði því
ekki að stærð stjórnmála-
flokkanna væri ákveðin í
stjómarskránni væri fram-
varp þetta tilefni til kröft-
ugra mótmæla. En væntan-
lega siglir það í gegn eins og
annað.
Ráöstöfunarréttur hjá
lánardrottnum
Eftir kynni mín af svoköll-
uðu kvótabraski og stöðu
sjómanna í þeim efnum veit
ég að þessi viðskipti ganga
út á það leynt og ljóst að
brjóta lög og samninga á
sjómönnum til að fjár-
magna kvótakaup. Lög-
gjafínn og dómstólar
hafa reynt að stemma
stigu við því en án árang-
urs.
Ég held því þess vegna
fram að daginn eftir sam-
þykki frumvarps sem
heimilar það sem 4. mgr.
3. gr. frv. heimilar upp-
hefjist víðtæk og sfjóm-
laus veðsetning á skipum
og kvóta saman, ýmist til
að fjármagna kvótakaup-
in sjálf en einnig til annarra þarfa.
Innan skamms verður ráðstöfuna-
réttur á kvóta íslenskra fiskiskipa
i stórum stíl hjá lánardrottnum og
sérstaklega hjá bankakerfinu, með
Landsbanka íslands í fararbroddi
og með ríkissjóð sem aðalábyrgð-
armann. Við það verður pólitískt
ómögulegt að breyta stjómkerfi
fiskveiöa og kvótakerfið festist
endanlega í sessi.
Ammundur Backman
Skoðanir annarra
Lífeyrissparnaðurinn
„Kannanir hafa sýnt að mikill meirihluti laun-
þega er fylgjandi breytingum í frjálsræðisátt í líf-
eyriskerfmu og málið liti sennilega öðmvísi út ef
ríkisstjórnin þyrfti einvörðungu að verja gerðir sín-
ar í þessum málum fyrir kjósendum en væri ekki í
skrúfstykki hagsmunahóps atvinnu- og verkalýðs-
rekenda. Hvað sem hótunum verkalýösforingja og
atvinnurekenda liður geta ríkisstjóm og Alþingi ein-
faldlega ekki leyft sér að gerbreyta með einu penna-
striki öllum forsendum fyrir jafnmikilvægum þætti
í fjármálum einstaklinga og lífeyrisspamaði þeirra.“
Úr forystugrein Mbl. 12. apríl.
Biskupskosningar
„Biskup er fyrst og fremst prestur prestanna og
því eðlilegt að þeir kjósi biskup. En hann er jafn-
framt prestur allrar kirkjunnar og því eðlilegt að
fleiri en prestar taki þátt í kosningunni. Mér fmnst
eðlilegt að sá þáttur verði tekinn til endurskoðunar
og hef komið meö slíkar hugmyndir á Kirkjuþingi."
Sr. Gunnar Kristjánsson í Degi-Tímanum
12. apríl.
Sjálfskipaður hátíðleiki
„Litil ástæða sýnist (þó) til fyrir fólk að verða
steinrunnið af hátíðleika þótt það sjái eða heyri eitt-
hvað sem því fmnst athyglisvert eöa gott í listræn-
um efnum. Þvert á móti virðist ástæða til að gleðjast
og komast i upplyft skap við slíkar aðstæður...Mér
hefur ekki aðeins þótt þessi sjálfskipaði hátíðleiki á
ýmsum menningarsamkomum næsta leiðinlegur
heldur beinlínis lítt til þess fallinn að verða listinni
sem slíkri til framdráttar. Ég þekki fólk sem leggur
jafnvel ekki á sig að sækja ýmsar menningarlegar
uppákomur vegna þessa...Er ekki alveg nóg að búa
viö drungalegt verðurfar og þurrlegt landslag þótt
menningarhugarfarið sé ekki vindþurrkað líka?“
Guðrún Guðlaugsdóttir í Mbl. 13. apríl.